Facebook Twitter Digg del.icio.us Google+ Reddit StumbleUpon
Af vettvangi í september 2012 Fr: Samtök atvinnulífsins (sa@sa.is) Sent: 2012-09-07 06:34:08


LEIÐARI

Stöðugleiki er forsenda framfara

"Gott tækifæri gefst til þess að bæta verulega stöðugleikann í íslensku efnahagslífi á næsta ári og leggja þar með grunn að nýju stöðugleikatímabili út áratuginn. Kjarasamningarnir sem gerðir voru 5. maí 2011 gilda fram til janúarloka 2014 verði þeim ekki sagt upp í janúar nk. en þá er opnunarákvæði þeirra virkt." Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðaranum um stöðuna á vinnumarkaðnum og horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hann segir mikilvægt að nýta þau tækifæri sem eru til staðar til að sækja fram á öllum sviðum. Verðbólguhorfur ættu að vera hagstæðar en lykilþáttur sé að tryggja fjárfestingar í atvinnulífinu og innstreymi af gjaldeyri vegna þeirra.

Vilhjálmur segir alla hafa hag af hjaðnandi verðbólgu og auknum stöðugleika. Það sé hins vegar ákveðið áhyggjuefni að Seðlabankinn virðist telja að framleiðslugeta atvinnulífsins sé fullnýtt við 5% atvinnuleysi og að framleiðsluspenna fari að myndast við minna atvinnuleysi. Samtök atvinnulífsins hafa gengið út frá því að 2%-3% atvinnuleysi samræmist efnahagslegu jafnvægi og það veitir Seðlabankanum ekki nýjar afsakanir fyrir vaxtahækkunum, sem vinna gegn nauðsynlegum fjárfestingum í atvinnulífinu, fari atvinnuleysi undir 5%. Samtök atvinnulífsins telja það enga ógn við stöðugleikann að störfum fjölgi og atvinnuleysi minnki.

Sjá nánar »

 

FRÉTTIR

47% fyrirtækja uppylla lög um kynjakvóta

Þann 1. september 2013 taka gildi lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Lögin ná til einkahlutafélaga og hlutafélaga sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá KPMG sem birtar voru í dag ná lögin til 321 fyrirtækis og af þeim eru 152 sem uppfylla skilyrði laganna eða 47%. 169 fyrirtæki eða 53% þurfa að jafna kynjahlutföllin í stjórnum sínum og hafa til þess einn aðalfund.

Samkvæmt úttekt KPMG vantar 202 konur í stjórnir fyrirtækjanna og 2 karlmenn. Heildarhlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem falla undir kvótalögin er nú 21%. SA bakhjarl nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna og alþjóðlegrar athafnaviku

Sjá nánar »

SA bakhjarl nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna og alþjóðlegrar athafnaviku

Samtök atvinnulífsins og Innovit skrifuðu í dag undir samning um áframhaldandi stuðning SA við nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna - Snilldarlausnir Marel - og alþjóðlega athafnaviku á Íslandi sem fer fram í þriðju viku nóvember 2012. SA hafa undanfarin ár stutt við þetta góða framtak en margar snilldarlausnir hafa svo sannarlega litið dagsins ljós. SA munu veita framhaldsskólanemum verðlaun fyrir þá hugmynd líklegust er til framleiðslu.

Sjá nánar »

Nýr starfsmaður Samtaka atvinnulífsins

Kristín ÞóraKristín Þóra Harðardóttir hefur verið ráðin í starf lögfræðings á vinnumarkaðssviði hjá Samtökum atvinnulífsins. Kristín Þóra hefur undanfarin fimm ár starfað sem vinnuréttarlögfræðingur á mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar þar sem hún m.a. annaðist túlkun kjarasamninga, samskipti við stéttarfélög og sat í samninganefnd Reykjavíkurborgar vegna kjarasamninga.

Kristín Þóra er einnig menntaður garðyrkjufræðingur og með BA í heimspeki. Hún rak um árabil eigin blómaverslun og verktakafyrirtæki á sviði garðyrku þar sem hún sá m.a. um starfsmannamál. Samtök atvinnulífsins bjóða Kristínu Þóru velkomna til starfa.

Sjá nánar »

 

VINNUMARKAÐURINN

STARF eykur þjónustu við atvinnuleitendur og fyrirtæki

Starf - vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. (STARF), tilraunaverkefni SA og ASÍ um aukna þjónustu við atvinnuleitendur, hóf starfsemi sína 1. ágúst sl. Þá fluttist þjónusta við 26% atvinnuleitenda á skrá hjá Vinnumálastofnun (VMST) yfir til STARF. Þjónustan er veitt í fjórum þjónustumiðstöðvum, sem eru á vegum stéttarfélaga sem taka þátt í verkefninu.

STARF óskar eftir góðu samstarfi við fyrirtæki innan SA en markmið STARF er að auðvelda atvinnurekendum leit að starfskröftum sem uppfylla ákveðnar kröfur og greiða fólki leið út á vinnumarkaðinn á ný. Lögð er áhersla á að verkefnið sé viðbót við núverandi þjónustu á sviði vinnumiðlunar og ráðgjafar.

Sjá nánar »

Vinnandi vegur: Fyrirtækin tóku mjög vel við sér

Fyrirtæki á almennum markaði buðu um níu hundruð störf af þeim fjórtán hundruð sem ráðið var í undir merkjum verkefnisins Vinnandi vegur. Markmiðið var að bjóða fimmtán hundruð störf, helminginn á almennum vinnumarkaði og helming hjá sveitarfélögunum. Þátttaka sveitarfélaga olli vonbrigðum, utan Reykjavíkurborgar, sem tók þátt í verkefninu með mjög myndarlegum hætti.

Sjá nánar »

 

Samfélagsábyrgð fyrirtækja

Fjölgar í hópi Global Compact fyrirtækja á Íslandi

Nú hafa 10 aðilar á Íslandi skrifað undir Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um Samfélagsábyrgð. Um er að ræða 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að virða. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta notað Global Compact til að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir samfélagsstefnu sinni.

Vaxandi kröfur eru um fyrirtæki geti sýnt fram á með formlegum hætti hver stefna þeirra er á þessu sviði, ýmis stórfyrirtæki gera t.d. slíkar kröfur til birgja sinna - að öðrum kosti leita þau annað.

Sjá nánar »

 

HIÐ OPINBERA

Nýtt atvinnuvegaráðuneyti tekið til starfa

Frá og með 1. september 2012 sameinast verkefni iðnaðarráðuneytisins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og hluti efnahags- og viðskiptaráðuneytisins undir nýju ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar.

Nýja ráðuneytið er til húsa að Skúlagötu 4 í Reykjavík.

Sjá nánar á vef ráðuneytisins

Hús atvinnulífsins
Hús atvinnulífsins
Borgartúni 35 - 105 Reykjavík

Kjarasamningar

Vinnumarkaðsvefur

Umsagnir

Útgáfa SA

Aðalfundir SA

Fréttayfirlit

Vinnuverndarvika á Íslandi
22.-26. október

Dagarnir 22.-26. október eru helgaðir vinnuvernd en þá fer fram viðamikil dagskrá um vinnuvernd út um alla Evrópu undir yfirskriftinni Vinnuvernd - allir vinna.

Vinnuverndarvikan er haldin árlega en hluti af henni er ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. október þar sem sérfræðingar úr atvinnulífinu fjalla um ýmsa þætti sem lúta að vinnuvernd í víðustu merkingu hugtaksins.

Tilgangur vinnuverndarvikunnar að gera vinnustaði heilsusamlegri og öruggari.

Sjá nánar »

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is

Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]