Facebook Twitter Digg del.icio.us Google+ Reddit StumbleUpon
Af vettvangi í október 2012 Fr: Samtök atvinnulífsins (sa@sa.is) Sent: 2012-10-12 08:44:36


LEIÐARI

Ólíkt höfumst við að

Danski forsætisráðherrann, Helle Thorning-Schmidt, hélt ræðu á ársfundi Dansk Industri 25. september sl. Ráðherrann kom víða við og fjallaði sérstaklega um hvernig ríkisstjórn hennar reynir að ná samstöðu í samfélaginu um helstu viðfangsefni stjórnmála og atvinnulífs.

Eftirfarandi kafli í ræðu ráðherrans er sérstaklega athyglisverður en hægt er að horfa á ávarpið á vef SA ....

Sjá nánar »

 

FRÉTTIR

Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna: Meta aðstæður áfram slæmar

Vísitala efnahagslífsinsMat stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins á aðstæðum í atvinnulífinu hefur lítið breyst til hins betra undanfarna mánuði. Þannig telja 6,4% þeirra aðstæður vera frekar góðar, tæpur helmingur að þær séu frekar eða mjög slæmar en 45,5% að þær séu hvorki góðar né slæmar.

Í síðustu könnun, sem gerð var í júní sl., töldu 3,1% að aðstæður væru góðar en 63,2% að þær væru slæmar. Meginbreytingin er því sú að þeim fjölgar marktækt sem telja aðstæður hvorki góðar né slæmar, þ.e. úr 33,6% í júní í 45,5% í september.

Sjá nánar »

Sendu hrós með gleðikorti

Það eykur starfsánægju og almenna vellíðan fólks að byggja upp og stuðla að gleði og jákvæðu andrúmslofti á vinnustöðum sem og í samfélaginu almennt. Hluti af ánægju og vellíðan er að fá hrós og það kostar þann ekkert sem gefur.

Í tilefni af geðverndarvikunni hefur VIRK - starfsendurhæfingarsjóður sett upp á heimasíðu sína skemmtilegan möguleika þar sem fólk getur sent rafræn póstkort til vinnufélaga, vina, fjölskyldu eða einhvers sem það telur að eigi hrós skilið - svokölluð gleðikort - þar sem komið er á framfæri hrósi og jákvæðum umsögnum.

Sjá nánar »

 

SAMKEPPNISMÁL

Tillögur SA um breytingar á samkeppnislögum

Samtök atvinnulífsins hafa kynnt nýjar tillögur sem miða að því að skýra samkeppnislögin og bæta framkvæmd þeirra. Tillögurnar miða að auknu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs til að styrkja stöðu samkeppnisreglna. Tilgangurinn er m.a. að auðvelda fyrirtækjum að átta sig á inntaki laganna en mörg fyrirtæki, bæði stór og smá, hafa kvartað undan því að samkeppnislöggjöfin sé bæði flókin og óljós og erfitt sé að fá leiðbeiningar frá Samkeppniseftirlitinu, m.a. um hvernig þeim beri að haga markaðsstarfi þannig að það samrýmist stöðu þeirra og hvernig samkeppnisyfirvöld skilgreina einstaka markaði en það hefur lykilþýðingu fyrir fyrirtækin.

Samtök atvinnulífsins hafa sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra  bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um breytingar á lögunum auk þess að funda um stöðu samkeppnismála með forstjóra Samkeppniseftirlitsins og leiðir til úrbóta. Tillögur SA má nálgast hér að neðan ásamt fréttum af fjölsóttum kynningarfundi SA 3. október sl. og greinum um samkeppnismál sem hafa birst í blöðunum undanfarna daga.

 

Í umræðum á fundi SA um samkeppnismál tóku þátt Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Ari Edwald, forstjóri 365, Heimir Örn Herbertsson, hrl. og Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl. Fundinum stýrði forstjóri Já, Sigríður Margrét Oddsdóttir.

Tillögur SA að breytingum á samkeppnislögunum

Samkeppnislöggjöfin er grundvallarlöggjöf fyrir atvinnulífið

Formaður SA: Samkeppnisreglur eru mikilvægar

Hagsmunir Samkeppniseftirlitsins og atvinnulífsins fara saman

Um áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Samstarf atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins verði aukið

Réttur fyrirtækja tryggður?

Samkeppnishæf samkeppnislög?
  

SÓKNARFÆRI 

Konur í stjórnir fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins vöktu á því athygli nýverið að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi taka gildi þann 1. september 2013. Samkvæmt upplýsingum KPMG ná lögin til 321 fyrirtækis og af þeim eru 152 sem uppfylla skilyrði laganna eða 47%. 169 fyrirtæki eða 53% þurfa að jafna kynjahlutföllin í stjórnum sínum og hafa til þess einn aðalfund. Fjöldi öflugra kvenna hefur gefið kost á sér til setu í stjórnum og má nálgast lista yfir stjórnarkonur hjá FKA – Félagi kvenna í atvinnurekstri og hjá Emblum - félagi MBA kvenna frá Háskólanum í Reykjavík.

Nú er að láta verkin tala en samkvæmt úttekt KPMG vantar 202 konur í stjórnir fyrirtækjanna og 2 karlmenn.

Listi yfir stjórnarkonur – FKA

Listi yfir stjórnarkonur - Emblur

AÐILDARFÉLÖG SA

Ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva (SF) fór fram fimmtudaginn 27. september. Í ályktun fundarins er skorað á ríkisstjórnina að falla frá því að endurflytja frumvarp um fiskveiðistjórnun sem lagt var fram á Alþingi sl. vetur, en dagaði þar uppi vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Þá skora SF á ríkisstjórnina að endurskoða þær gríðarlegu hækkanir veiðigjalda á sjávarútvegsfyrirtæki sem meirihluti Alþingis samþykkti við þinglok í júní sl.

Sjá nánar »

Ný skýrsla um verðtryggingu á Íslandi

Samtök fjármálafyrirtækja kynntu nýlega skýrslu um verðtryggingu sem unnin var að ósk samtakanna. Skýrslan ber nafnið Nauðsyn eða val - verðtrygging, vextir og verðbólga á Íslandi. Á fjölmennum kynningarfundi SFF sagði Höskuldur H. Ólafsson, formaður samtakanna það von stjórnar SFF að skýrslan geti reynst grundvöllur fyrir umræðu sem leiði til úrbóta á íslensku fjármálakerfi og gagnlegur leiðarvísir í átt að raunhæfum leiðum til þess að mæta vaxandi eftirspurn eftir fjölbreyttari lánaformum á fjármálamarkaðnum.

Sjá nánar »

 

NÝSKÖPUN

Nýir þættir um nýsköpun 

Sjónvarp mbl.is sýnir um þessar mundir þáttaröðina Sprota en Samtök atvinnulífsins styrktu gerð þáttanna. Þar er fjallað um hvað sprotafyrirtæki eru og helstu hindranirnar sem verða á vegi framkvæmdaglaðra einstaklinga sem vilja koma hugmyndum sínum í framleiðslu. Ferlið sem þessi nýju fyrirtæki fara í gegnum er mun meira en bara hugmyndin sjálf. Það þarf að þróa vöruna, sækja um einkaleyfi, kynna hugmyndina og fá fjármögnun auk þess að markaðssetja og selja vöruna eða þjónustuna.

Í þáttunum er tveimur teymum af ungum frumkvöðlum sem vinna með snjallar hugmyndir fylgt eftir og fylgst með helstu áskorunum og framgöngu þeirra. Búið er að frumsýna tvo þætti en þeir verða alls sex talsins.

Sjá nánar á vef sjónvarps mbl.is

Hús atvinnulífsins
Hús atvinnulífsins
Borgartúni 35 - 105 Reykjavík

Kjarasamningar

Vinnumarkaðsvefur

Umsagnir

Útgáfa SA

Aðalfundir SA

Fréttayfirlit


NÝTT RIT SA:

 

Viðhorf atvinnulífsins:
Samkeppnislögin og framkvæmd þeirra

 

Á döfinni:

Aðalfundur LÍÚ 25.-26. október

SFF dagurinn 1. nóvember

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is

Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]