Facebook Twitter Digg del.icio.us Google+ Reddit StumbleUpon
Af vettvangi í nóvember 2012 Fr: Samtök atvinnulífsins (sa@sa.is) Sent: 2012-11-08 08:55:05

LEIÐARI

Ræktun eða rányrkja?

Samtök atvinnulífsins kynna á morgun nýja úttekt á skattamálum atvinnulífsins undir heitinu "Ræktun eða rányrkja?" Þar er fjallað um skattahækkanir á atvinnulífið síðustu fjögur árin sem eru afar víðtækar og ýmsar vanhugsaðar. Þær hindra uppbyggingu skattstofnanna og leiða því á endanum til tekjutaps ríkissjóðs. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs SA. Hann bendir á að árlegir skattar hafi hækkað um 87 milljarða króna frá árinu 2008 til þess sem vænst er á árinu 2013.

Hækkun á atvinnutryggingagjaldi vegi langþyngst og það verði að lækka. Í ritinu eru settar fram tillögur til næstu fjögurra ára um hvernig efla megi atvinnulífið á ný og rækta skattstofna ríkisins þannig að fyrirtæki geti ráðið fleira fólk í vinnu og hagur þjóðarinnar vænkast. Í dag eru háir skattar meðal helstu áhyggjuefna fyrirtækja og minnkandi eftirspurn eftir vörum og þjónustu setur strik í reikning margra fyrirtækja.

Sjá nánar »

FRÉTTIR

Sjáumst í Hörpu í fyrramálið!

Föstudaginn 9. nóvember efna Samtök atvinnulífsins til opins fundar um skattamál atvinnulífsins í Hörpu. Fundurinn fer fram í Silfurbergi kl. 8.30-10 og er skráning á fundinn í fullum gangi en SA hvetja alla áhugasama um umbætur í skattamálum til að mæta. Boðið verður upp á kraftmikið kaffi og létta morgunhressingu frá kl. 8.

Skattstofnar atvinnulífsins. Ræktun eða rányrkja? er yfirskrift fundarins þar sem fjölbreyttur hópur stjórnenda mun stíga á stokk og fjalla um þau tækifæri sem hægt er að nýta með því að bæta skattkerfið.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

DAGSKRÁ FUNDARINS MÁ NÁLGAST HÉR (PDF)

Tvítollun á fatnaði hækkar verð til neytenda

Samtök atvinnulífsins leggja til að komið verði í veg fyrir tvítollun á fatnaði sem fluttur er til landsins. Reynist það ekki hægt með góðu móti verði tollar á fatnaði sem fluttur er inn frá löndum ESB, með upprunaland utan þess felldir niður. Þetta er meðal fjölmargra tillagna SA í skattamálum sem kynntar verða í Hörpu á morgun.

Sjá nánar »

SA opna pósthólf fyrir jákvæðar fréttir

Samtök atvinnulífsins hafa opnað pósthólf fyrir jákvæðar fréttir á vef SA og hvetja samtökin félagsmenn SA og aðra í atvinnulífinu til að stinga að okkur góðum fréttum. Við viljum miðla því sem vel er gert og getur orðið fólki hvatning. Við mjög erfiðar aðstæður undanfarin misseri hafa íslensk fyrirtæki og starfsfólk þeirra náð eftirtektarverðum árangri en með því að bæta rekstrarumhverfið er hægt að gera miklu betur, skapa fleiri og betri störf og bæta lífskjör landsmanna.

Sjá nánar »

Hvers vegna Global Compact?

Samtök atvinnulífsins bjóða til morgunverðarfundar um Global Compact S.Þ. í samvinnu við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, þriðjudaginn 13. nóvember á Hótel Natura kl. 8.30-10. Á fundinum munu fulltrúar fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, segja frá reynslu sinni og ræða mögulegan ávinning.

Sjá nánar »

VINNUMARKAÐURINN

Samtök atvinnulífsins styðja LÍU

Stjórn Samtaka atvinnulífsins fjallaði á fundi sínum 5. nóvember um kjaradeilu LÍU og sjómanna en mikill vandi hefur skapast vegna stórfelldra hækkana á sköttum og veiðigjöldum. Útgerðir geta ekki brugðist við með því að ná niður launakostnaði á móti slíkum hækkunum nema í gegnum kjarasamninga. LÍÚ telur að engar líkur séu til að niðurstaða fáist í kjaradeiluna á annan hátt en að til vinnustöðvunar komi.

Sjá nánar »

Hvernig á að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf?

Þriðjudaginn 20. nóvember kl.8–10.30 boðar velferðarráðuneytið, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík en á fundinn er boðið aðilum vinnumarkaðarins, starfsmannastjórum og yfirmönnum fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga svo og öðrum er koma að starfsmannamálum.

Fróðleg erindi verða flutt, en meðal annars verður leitað svara við því hvers vegna fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ættu að hafa fjölskyldustefnu? Hvernig hægt sé að innleiða fjölskyldustefnu í vaktavinnu og hvaða áhrif upplýsingatækni hafi á starfsumhverfið?

Skráning á www.vel.is/skraning 

STAÐA OG HORFUR

Könnun meðal aðildarfyrirtækja SA í október

Dagana 9.-16. október fór fram Outcome-könnun meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins á starfsmannaáformum fyrirtækjanna næstu 12 mánuði, mati þeirra á starfsumhverfinu og horfum í efnahagslífinu. Svör bárust frá 516 fyrirtækjum þar sem starfa um 35.000 starfsmenn. Helstu niðurstöður voru kynntar á vef SA en umfjöllunina má nálgast hér að neðan:

Vísbending um að störfum kunni að fjölga á næsta ári

82% stjórnenda telja svarta vinnu vaxandi vandamál

Hver eru helstu vandamál fyrirtækja?
 

AÐILDARFÉLÖG SA

SFF: Tekist á við stóru málin

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) héldu á dögunum árlegan SFF-dag þar sem málefni fjármálageirans á Íslandi voru til umfjöllunar. Í nýju ársriti samtakanna, fjallar Höskuldur H. Ólafsson formaður stjórnar SFF, um helstu verkefni liðins starfsárs. "Samtökin hafa lagt sig fram um að vera virk í því starfi sem unnið hefur verið að mótun framtíðarskipunar fjármálakerfisins. Jafnframt hafa samtökin lagt mikla vinnu í að móta raunhæfar tillögur að afnámi gjaldeyrishafta og staðið fyrir viðamikilli úttekt á umfangi verðtryggingar í íslensku hagkerfi ásamt leit að umbótum á núverandi kerfi. Þannig hafa samtökin leitast við að koma með uppbyggilegum hætti að umræðu og vinnu við endurskoðun á starfsumhverfinu."

Sjá nánar »

Aðalfundur LÍÚ: Stjórnvöld endurskoði lög um veiðigjöld

Aðalfundur LÍÚ samþykkti samhljóða ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir endurskoðun laga um veiðigjöld nr. 74/2012. Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur LÍÚ haldinn í Reykjavík 25. og 26. október 2012 skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir endurskoðun laga um veiðigjöld nr. 74/2012. Þessi ofurskattlagning í formi veiðigjalda mun draga allan mátt úr greininni, en ljóst er að mörg fyrirtæki munu ekki standa undir þeim gríðarlegu álögum sem stjórnvöld hafa lagt á. Þar fara þau fyrirtæki sem eingöngu stunda útgerð verst út úr skattlagningunni.

Sjá nánar »

JAFNRÉTTISMÁL

Mest jafnrétti á Íslandi

Ísland er í efsta sæti, fjórða árið í röð, í árlegri úttekt Alþjóða efnahagsráðsins, WEF, á stöðu jafnræðis karla og kvenna í heiminum. Norðurlöndin raða sér í efstu sætin líkt og áður. Finnland er í öðru sæti, Noregur í því þriðja og svo fylgja Svíþjóð, Írland, Nýja Sjáland og Danmörk. Tsjad, Pakistan og Jemen eru í þremur neðstu sætunum.

Sjá nánar »

Atvinnulífið leggur sitt af mörkum til að auka launajafnrétti

Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir samkomulag við heildarsamtök á vinnumarkaði, Samband íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið um samstarf til að auka launajafnrétti á Íslandi. Launakannanir á opinberum- og almennum vinnumarkaði hafa sýnt ákveðinn launamun á milli kynja sem erfitt hefur reynst að skýra út. Nýleg könnun meðal opinberra starfsmanna sýndi að óútskýrður launamunur milli kynjanna hefur aukist og nemur nú 13% og allt upp í 19%. Launakönnun VR sýndi hins vegar 9,4% óútskýrðan launamun og hefur hann dregist mikið saman, eða um 32% síðasta áratug.

Sjá nánar »

HVAÐ ER Í SJÓNVARPINU?

Fróðlegir þættir um nýsköpun

Sjónvarp mbl.is sýnir um þessar mundir þáttaröðina Sprota en Samtök atvinnulífsins styrktu gerð þáttanna. Fimm þættir hafa nú verið sýndir og eru þeir aðgengilegur á vef mbl.is. Í þáttunum er fjallað um hvað sprotafyrirtæki eru og helstu hindranirnar sem verða á vegi framkvæmdaglaðra einstaklinga sem vilja koma hugmyndum sínum í framleiðslu.

Í þáttunum er tveimur teymum af ungum frumkvöðlum sem vinna með snjallar hugmyndir fylgt eftir og fylgst með helstu áskorunum og framgöngu þeirra.

Sjá nánar á vef Sjónvarps mbl.is

 
 Hús atvinnulífsins
Hús atvinnulífsins 
Borgartúni 35 - 105 Reykjavík
 
 
 
 
 
 
 
 

Þarfar ábendingar McKinsey

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, tekur undir niðurstöður greiningar alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company á þeim möguleikum sem Íslendingar hafa í hendi sér til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og betri lífskjörum.

"Niðurstöðurnar eru í grundvallaratriðum réttar, að mínu mati og ég tel að þetta sé mjög þarft innlegg í umræðu um efnahags- og atvinnumál hér á landi. Ég vildi gjarna sjá að menn tækju þessar ábendingar alvarlega og við hjá SA erum að sjálfsögðu tilbúin að taka þátt í hverri þeirri vinnu sem menn vilja leggja í til að komast áfram."

Sjá nánar »

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]