Af vettvangi í september 2017

SA fréttabréf header
 

Ólíkt hafast þeir að

     
 

Í Danmörku er þverpólitísk samstaða um að þeir sem stjórna landinu á hverjum tíma leggi sitt af mörkum til að gera landið aðeins betra en þegar þeir tóku við. Það er ekki gert með kollsteypum og kerfisbreytingum heldur markvissum umbótum og samstarfi ólíkra flokka og stjórnmálamanna.

Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, vék að þessu í ræðu sinni á Ársfundi atvinnulífsins í Danmörku sem fram fór í liðinni viku í Kaupmannahöfn. Á fundi hans með fjórum fyrrverandi forsætisráðherrum landsins í Marenborg í sumar kom skýrt í ljós að þrátt fyrir ólíkar pólitískar áherslur og aðstæður á hverjum tíma stefndu þessir leiðtogar þriggja mismunandi flokka í raun allir að sama markmiði. Að gera Danmörku að sífellt betra landi. Það er rauði þráðurinn í danskri pólitík.

Ólíkt hafast þeir að dönsku og íslensku stjórnmálamennirnir kynni einhver að segja.

Sjá nánar

 

Sá óstöðugleiki sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálum er skaðlegur.

 

  FRÉTTIR  
 

Haustfundaröð SA um Ísland

     
 


Haustfundaröð SA um Ísland heldur áfram en í vikunni fóru fram vel heppnaðir fundir á Egilsstöðum og í Neskaupstað. SA þakka þeim fjölmörgu sem mættu og tóku þátt í uppbyggilegum umræðum. Næsta stopp er Höfn í Hornafirði og svo Stykkishólmur, Reykjanesbær og Reykjavík.

Áhugafólk um uppbyggingu atvinnulífsins og öflugt mannlíf er hvatt til að mæta og láta í sér heyra en fulltrúar SA hlakka til að hitta stjórnendur, sveitastjórnarfólk og starfsfólk öflugra fyrirtækja og horfa fram á veginn. 

 

Yfirlit yfir fundina má nálgast á vef SA

 

 

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2017

     
 

Þann 12 .október verður Umhverfisdagur atvinnulífsins haldinn en dagurinn er að þessu sinni helgaður loftslagsmálum.

Sérstakur gestur fundarins er Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands en auk hans taka þátt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Erna Eiríksdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Eimskip,  Svavar Svavarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá HB Granda og Hrefna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Elkem Ísland.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2017. Umhverfisfyrirtæki ársins útnefnt og framtak ársins á sviði loftslagsmála verðlaunað. Að aflokinni afhendingu verðlaunanna verður boðið upp á málstofur um ábyrgar fjárfestingar, nýsköpun og loftslagsmál annars vegar og Orkuskipti og orkunýtingu hins vegar. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, stýrir dagskránni.

Nánari upplýsingar og skráning á vef SA

   

 

Ný persónuverndarlöggjöf 2018

     
 

Samtök atvinnulífsins í samvinnu við KPMG stóðu fyrir fjölmennum morgunverðarfundi um nýja samevrópska persónuverndarlöggjöf sem gert er ráð fyrir að taki gildi á Íslandi í maí 2018.

Um er að ræða afar umfangsmiklar breytingar á réttindum einstaklinga til að stjórna því hvernig unnið er með persónuupplýsingar og verða margvíslegar nýjar kröfur lagðar á opinbera aðila og fyrirtæki sem vinna með slík gögn.

Sjá nánar


   

 

Vodafone hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 

     
 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra veitti Vodafone Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2017 á morgunfundinum "Hagnýtar leiðir til að auka jafnrétti á vinnustöðum!" sem haldinn var í Háskóla Íslands.

Samtök atvinnulífsins óska Vodafone til hamingju með verðlaunin og hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til að setja jafnrétti á oddinn.

Sjá nánar

 

Mikilvægt er að skapa menningu jafnréttis á vinnustaðnum og því verkefni verður seint lokið.

 

  MENNTAMÁL  

 

Fyrirtæki eru námsstaðir

     
 

Hátt í hundrað manns víða úr atvinnulífinu mættu í Hús atvinnulífsins á fyrsta fund vetrarins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem fram fór nýverið fram. Þórður Höskuldsson framkvæmdastjóri, Outcome kannana, og Guðrún S. Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá Samtökum atvinnulífsins, fóru yfir niðurstöður nýrrar menntakönnunar atvinnulífsins. Fram kom að í sex af hverjum tíu fyrirtækjum fer fram skipuleg fræðsla og að starfsreynsla, menntun á viðkomandi sviði og samskiptahæfni skorar hæst þegar verið er að ráða nýtt fólk.

Sjá nánar

   

  ERLEND SAMSKIPTI  

 

Brexit

     
 

Á dögunum heimsótti sendinefnd breskra þingmanna Hús atvinnulífsins. Fulltrúar SA kynntu helstu áskoranir og tækifæri blasa við hér á landi í aðdraganda og kjölfar Brexit og lýstu mikilvægi þess fyrir íslenskt atvinnulíf að halda sterku og góðu sambandi við Bretland til frambúðar. 

Þingmennirnir sögðu viðskiptasamband landanna mikilvægt fyrir báða og nauðsynlegt að stjórnvöld sendi skýr skilaboð til Bretlands til að tryggja samskipti og samvinnu á komandi árum. Ísland og Bretland hafi stutt eindregið frjáls alþjóðaviðskipti um langa hríð og þurfa að gera það áfram. 

   

  SKATTAR  

 

Allt fyrir alla

     
 

Nýverið kom fram sú hugmynd að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990. Það þýðir að skattleysismörkin hækka úr 150 þús. kr. í 320 þús. kr. á mánuði. Niðurstaðan er sú að kostnaður við þá aðgerð næmi ríflega 130 milljörðum króna á ári. Aðgerðin væri feikilega dýr og misráðin og hefði grundvallaráhrif á hvata til vinnu og þar með neikvæð áhrif á efnahagslífið allt," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA í grein í Markaðnum.

Sjá nánar

   

 

Ísland er háskattaríki

     
 

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, á lokaorðið í einu tölublaði Viðskiptablaðsins í september. Þar bendir hún m.a. á að í samanburði við langflest ríki er Ísland háskattaríki. Launakostnaður hins opinbera hefur hækkað um 80 milljarða á aðeins þremur árum og Ásdís segir áhyggjuefni að afkoma hins opinbera sé aðeins rétt yfir núlli á hápunkti einnar lengstu uppsveiflu sögunnar.

Sjá nánar


   

  SAMFÉLAGSÁBYRGÐ  

 

Global Compact

     
 


Norræn ráðstefna Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð verður haldin á Íslandi 31. október - 1.nóvember. Mörg af framsæknustu fyrirtækjum Norðurlanda taka þátt í en meginefni ráðstefnunnar verður eitt af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um betri heim. Markmið 9, nýsköpun, innviðir og uppbygging, verður til umfjöllunar frá ýmsum sjónarhornum. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact.

Norrænn vefur Global Compact

.

   

  SÍÐAST EN EKKI SÍST ...  

 

Nýjar leiðir í kjarabaráttu

     
 

Framkvæmdastjóri SA og formaður VR mættust í Harmageddon á X-inu. Því er slegið upp á Vísi að þeir hafi tekist á í hljóðveri en hafi á endanum reynst sammála um að fara þurfi nýjar leiðir í kjarabaráttu. Getur það verið? Hlusta má að viðtalið á vef Vísis.

Smelltu til að hlusta

 
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.i
Email Marketing af Outcome frttabrf