Af vettvangi í mars 2014



LEIÐARI

Birtir yfir atvinnulífinu

"Það eru jákvæð teikn á lofti á Íslandi. Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins telja ástandið í atvinnulífinu nokkuð gott eftir margra ára svartnætti og sjá fram á enn bjartari tíma. Neytendur eru sömuleiðis bjartsýnni en áður. Mörg brýn verkefni á sviði efnahagsstjórnar þarf að leysa á næstu árum. Þær leiðir sem verða fyrir valinu munu skipta sköpum um þróun lífskjara á næstu árum." Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðaranum þar sem hann fjallar um samkeppnishæfni Íslands.

Hann bendir á ýmsar hættur sem geti dregið úr þeirri bjartsýni sem nú hafi kviknað í þjóðfélaginu. "Leið kennara og Bandalags háskólamanna er ekki vænleg til árangurs. Það er ávísun á verðbólgu og verri lífskjör að hækka laun hjá ákveðnum stéttum um tugi prósenta – langt umfram það sem fólk á almennum vinnumarkaði hefur samið um."

Sjá nánar »

FRÉTTIR

Kosning formanns Samtaka atvinnulífsins stendur yfir

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins stendur nú yfir meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, gefur áfram kost á sér í embætti formanns SA en Björgólfur var kjörinn formaður samtakanna 6. mars 2013. Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna.

Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa fengið send lykilorð í pósti til að taka þátt í formannskjörinu. Tilkynnt verður um úrslit á aðalfundi SA þann 3. apríl nk. Fundurinn fer fram í Hörpu (Kaldalóni) og hefur aðalfundarfundarboð verið sent til félagsmanna en síðar sama dag fer fram Ársfundur atvinnulífsins 2014 sem er öllum opinn. 

Sjá nánar »

Ársfundur atvinnulífsins 2014

Fimmtudaginn 3. apríl fer Ársfundur atvinnulífsins 2014 fram í Hörpu. Aukin samkeppnishæfni Íslands og leiðir til að bæta lífskjör þjóðarinnar eru þar til umfjöllunar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra flytur ávarp ásamt Björgólfi Jóhannssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins.

Ársfundurinn er öllum opinn en skráning er nú í fullum gangi og því vissara fyrir áhugasama að tryggja sér sæti sem fyrst því áhugi á fundinum er mikill.

Fjölbreyttur hópur fólks tekur þátt í fundinum, m.a. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, Ásdís Halla Bragadóttir, stofnandi og forstjóri Sinnum, Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og forstjóri Hjallastefnunnar og Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja.

Þá mun Stephane Garelli, framkvæmdastjóri IMD - rannsóknarstofnunar um samkeppnishæfni þjóða heims og prófessor við IMD viðskiptaháskólann í Sviss ásamt Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar veita Íslendingum góð ráð að utan í gegnum Skype.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Vaxtarverkir innan hafta?

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnir nýja efnahagsspá til ársins 2016 á morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 9. apríl kl. 8.30-10. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður sviðsins fjallar um vaxtarverki innan hafta og Sigríður Mogensen, hagfræðingur, fjallar um ferðaþjónustu í fararbroddi og lífskjör á Íslandi. 

VINNUMARKAÐUR

Launabreytingar í nýjum kjarasamningum

Stéttarfélög sem undirrituðu kjarasamninga 20. og 21. febrúar sl. hafa öll, að Drífanda Vestmannaeyjum undanskildu, samþykkt samningana. Laun félagsmanna í þessum félögum hækka frá 1. febrúar 2014 auk þess sem greidd er eingreiðsla fyrir janúarmánuð.

Sjá nánar »

Laun á almennum vinnumarkaði hafa dregist aftur úr launum opinberra starfsmanna

Í aðdraganda verkfalls framhaldsskólakennara var meðfylgjandi úttekt birt á vef SA, en þar segir m.a. að ríkið geti ekki orðið við kröfu um 17% launahækkun nema með með verulegri hagræðingu í skólastarfinu. Í úttektinni er jafnframt bent á að laun á almennum vinnumarkaði hafi dregist aftur úr launum opinberra starfsmanna frá 1990. Á árinu 2013 höfðu opinberir starfsmenn hækkað 21% umfram starfsmenn á almennum vinnumarkaði.


Sjá nánar »

AÐILDARFÉLÖG SA

Margrét Sanders kjörin formaður SVÞ 

Á aðalfundi SVÞ sem haldinn var fimmtudaginn 20. mars var Margrét Sanders, framkvæmdastjóri Deloitte kjörin formaður SVÞ. Tók hún við af Margréti Kristmannsdóttur, Pfaff ehf. sem sinnt hefur formennsku fyrir samtökin sl. fimm ár. 

Meðstjórnendur sem voru endurkjörnir, voru: Guðrún Jóhannesdóttir, Kokka ehf., Margrét G. Flóvenz, KPMG ehf. og Hörður Gunnarsson, Olíudreifing ehf. Nýir stjórnarmenn voru kjörnir: Ari Edwald, 365 miðlar ehf., Árni Stefánsson, Húsasmiðjan ehf. og Eysteinn Helgason, Kaupás ehf.

Þrír stjórnarmenn viku úr stjórn eftir fimm ára stjórnarsetu: Finnur Árnason, varaformaður, Hagar ehf., Guðmundur Halldór Jónsson, Byko ehf. og Sigríður Margrét Oddsdóttir, Já upplýsingaveitur ehf.

Samhliða aðalfundinum efndu SVÞ til  vel heppnaðrar ráðstefnu undir yfirskriftinnni "Hvernig gerast kaupin á eyrinni?" 

Sjá nánar á vef SVÞ

Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í mars var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Endurkjörin í stjórn voru þau Bolli Árnason, GT Tækni, Vilborg Einarsdóttir, Mentor og Sigsteinn Grétarsson, Marel. Nýr í stjórn var kjörinn Eyjólfur Árni Rafnsson, Mannviti. Tveir voru í framboði, Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís ehf. og Svana Helen Björnsdóttir Stika ehf. sem verið hefur formaður SI undanfarinn tvö ár.

Sama dag fór fram vel heppnað Iðnþing 2014 þar sem 20 ára afmæli SI var fagnað. Myndbönd og umfjöllun um þingið má nálgast á vef SI.

Ályktun Iðnþings 2014

400 STÆRSTU

Aukin jákvæðni og bjartsýni stjórnenda

Umtalsverð breyting til hins betra hefur orðið á mati stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu og telja mun fleiri að þær muni batna á næstu sex mánuðum. Nægt framboð er af starfsfólki en helst virðist skorta starfsmenn í byggingarstarfsemi og sérhæfðri þjónustu. Í heild gera stjórnendur ráð fyrir 0,5% fjölgun starfsmanna næstu sex mánuði.

Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum er jákvæðara en það hefur verið frá árinu 2007. Fjárfestingar munu aukast, einkum í byggingarstarfsemi, flutningum og ferðaþjónustu. Framleiðslu- og þjónustugeta fyrirtækjanna er vannýtt í öllum atvinnugreinum, nema helst í byggingarstarfsemi.

Sjá nánar »

MENNTAMÁL

Upptaka frá Menntadegi atvinnulífsins 2014

Heimurinn borgar þér ekki fyrir það sem þú veist, heldur fyrir það sem þú gerir á grundvelli þess sem þú veist. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem Dr. Andreas Schleicher yfirmaður menntamála hjá OECD ræddi á Menntadegi atvinnulífsins í vikunni. Upptaka frá deginum er nú aðgengileg á vefnum en Dr. Schleicher segist bjartsýnn á að íslenskt menntakerfi geti orðið eitt það besta á heimsvísu. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu var í kastljósinu á menntadeginum.

Sjá nánar »

Samskip og Nordic Visitor hlutu Menntaverðlaun atvinnulífsins 2014

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í fyrsta sinn í  mars til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Samskip voru útnefnd sem Menntafyrirtæki ársins 2014 en ferðaþjónustufyrirtækið Nordic Visitor var útnefnt Menntasproti ársins 2014. Auk heiðursins hljóta starfsmannafélög fyrirtækjanna 100 þúsund krónur hvort.

Sjá nánar »

NÝSKÖPUN

Farsíminn hlaðinn með því að hrista flösku!

Úrslit í Snilldarlausnum Marel 2014, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna liggja nú fyrir. Keppnin þetta árið snérist um að auka virði flösku og útskýra hugmyndina með stuttu myndbandi. Samtök atvinnulífsins veittu viðurkenningu þeirri hugmynd sem líklegust er til framleiðslu en hana áttu nemendur úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Þeir breyttu flösku í hleðslutæki en með því að tengja hana við síma með USB tengi og hrista er hreyfiorku breytt í raforku. Straumlausir símar fjarri rafkerfi landsins geta því öðlast líf á ný auk þess sem hleðslan styrkir vöðva líkamans um leið!

Sjá nánar »

LITLA ÍSLAND

Mikill áhugi á fundi um fjármögnun lítilla fyrirtækja

Fullt var út úr dyrum á fundi Litla Íslands um fjármögnun lítilla fyrirtækja sem fram fór í morgun í Húsi atvinnulífsins. Fulltrúar frá Arion banka, Íslandsbanka, Landsbanka og MP banka fóru þar yfir þjónustu sem sniðin er að litlum fyrirtækjum.

Fundurinn er liður í fundaröð Litla Íslands sem stendur fram til vors. Litla Ísland hefur bent á að stóra lausnin í atvinnumálum þjóðarinnar sé smá - en lítil fyrirtæki hafa hug á að skapa allt að 14.000 ný störf á næstu 3-5 árum samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins. Ljóst er að fjármálafyrirtæki munu gegna mikilvægu hlutverki til að þessi sýn verði að veruleika.

Sjá nánar »

 
 Hús atvinnulífsins
Hús atvinnulífsins 
Borgartúni 35 - 105 Reykjavík
  Á döfinni:

Aðalfundur SAF  2014
10. apríl á Grand Hótel Reykjavík 
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf