Af vettvangi í febrúar 2013

LEIÐARI

Ný samningalota hafin

"Nýgerður stofnanasamningur hjúkrunarfræðinga og Landspítalans, sem gerður er með aðild ríkisstjórnar í aðdraganda Alþingiskosninga, vekur upp gamalkunnugar minningar frá níunda áratug síðustu aldar. Árið 1985 samdi BRSB við fjármálaráðherra um 3% aukalega launahækkun á miðju samningstímabili til samræmis við úrskurð kjaradóms um laun félagsmanna BHM og skömmu síðar var samið um sambærilega hækkun á öllum almenna markaðinum. Í kjölfarið var gengið fellt." Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðaranum.

Hann segir viðbrögð annarra starfsmanna innan og utan spítalans fyrirsjáanleg sem muni krefjast sambærilegra hækkana. Samningurinn ógni því nauðsynlegum stöðugleika á vinnumarkaði í upphafi nýrrar samningalotu. Hætta sé á aukinni verðbólgu, hærri vöxtum, lægra gengi og fækkun starfa. "Lífskjör allra verða lakari þegar upp verður staðið," segir Vilhjálmur ef ekki næst samstaða milli vinnumarkaðar og stjórnvalda um meginþætti launaþróunar á grundvelli stöðugleika.

"Ríkisstjórnin hefur ekki enn skýrt út hvernig fjármagna á launahækkanir hjúkrunarfræðinga eða hvort og hvernig þær eiga að hafa áhrif á laun annarra ríkisstarfsmanna eða starfsfólks á almennum vinnumarkaði."

 Sjá nánar » 

AÐALFUNDUR SA 2013

SAMSTÖÐULEIÐIN:
Fleiri störf - betri störf

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2013 verður haldinn miðvikudaginn 6. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 13 (í sal H).

Opin dagskrá hefst kl. 14 (í sal A&B) og stendur til kl. 16:00.

Erindi:

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra


Samstöðuleið um fleiri og betri störf:

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss
Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor
Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs og formaður LÍÚ
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi
Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital
Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu.

Nýr formaður Samtaka atvinnulífsins flytur lokaorð og slítur fundi.

Fundarstjóri er Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA. 

Samtök atvinnulífsins hvetja alla áhugasama um uppbyggingu atvinnulífsins og bætt lífskjör á Íslandi til að taka daginn frá og fjölmenna á Nordica.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Kosning nýs formanns SA stendur yfir

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins stendur ný yfir meðal aðildarfyrirtækja samtakanna.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns SA en Vilmundur Jósefsson, núverandi formaður SA, gefur ekki kost á sér.

Vilmundur hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2009. Nýr formaður tekur því við þann 6. mars þegar aðalfundur SA fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa fengið send lykilorð í pósti til að taka þátt í kosningunni.

Sjá nánar »

FRÉTTIR

Opinn fundur SA um atvinnumálin í Grundarfirði 18. febrúar

Fundaröð Samtaka atvinnulífsins um Ísland heldur áfram mánudaginn 18. febrúar, en þá efna SA til opins fundar í Grundarfirði um atvinnumálin. Fundurinn fer fram í Samkomuhúsinu og hefst kl. 17. Fjallað verður um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um tækifærin sem eru til staðar í atvinnulífinu og hvað þurfi að gera til að árangur náist. Þá mun Runólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Guðmundar Runólfssonar hf. einnig taka til máls 

Sjá nánar »

Opinn fundur SA um atvinnumálin í Reykjanesbæ 19. febrúar

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um atvinnumálin í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 17. Fundurinn fer fram í Stapa. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, mun ræða um tækifærin í atvinnulífinu ásamt Vilhjálmi Egilssyni framkvæmdastjóra SA og Vilmundi Jósefssyni formanni SA.

Sjá nánar »

  

VINNUMARKAÐURINN

Ný kaupgjaldskrá á vef SA

Kaupgjaldskrá nr. 16 sem gildir frá 1. febrúar 2013 má nálgast á vef SA. Launahækkanir 1. febrúar 2013 eru samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ, dags. 5. maí 2011. Helstu launabreytingar sem koma til framkvæmda eru tilgreindar á vef SA og í kaupgjaldskránni.

Sjá nánar » 

Liðsstyrkur: Fyrirtæki taka vel við sér

Átaksverkefnið Liðsstyrkur hefur farið vel af stað en markmið þess er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á fólki sem hefur verið lengi án vinnu með myndarlegu mótframlagi. Fyrirtækin í landinu gegna lykilhlutverki í átakinu en stefnt er að því að þau skapi 1.320 ný störf fyrir langtímaatvinnulausa á næstu mánuðum af alls 2.200 störfum. Fyrirtækin hafa tekið vel við sér en meðal þeirra sem hafa nýtt sér liðsstyrk er Capital Inn.

Sjá nánar »

ATVINNULÍFIÐ

Sendu okkur mynd úr fyrirtækinu þínu!

Samtök atvinnulífsins eru stolt af því frábæra starfi sem unnið er í fyrirtækjum landins. Stjórnendur og starfsfólk þeirra hafa með þrautseigju og krafti staðið af sér efnahagslegt óveður síðustu ára. Nú er kominn tími til að sækja fram.

Við horfum til framtíðar á aðalfundi SA 2013 þann 6. mars nk. og í tilefni dagsins ætlum við að bjóða aðalfundargestum upp á magnaða ljósmyndasýningu á Hilton Reykjavík Nordica af íslensku atvinnulífi.

Frá Kjörís


Sendu okkur mynd af verðmætaframleiðslunni, störfunum, starfsfólkinu eða samstarfsfólki. Komdu síðan á aðalfund SA og sjáðu úr hverju íslenskt atvinnulíf er gert.

Hörður Vilberg tekur við myndum í tölvupósti á hordur@sa.is og veitir jafnframt nánari upplýsingar í síma 591-0005.  

HVAÐ ER Í SJÓNVARPINU?

Á vef SA er hægt að horfa á fjömörg sjónvarpsviðtöl sem tekin voru við stjórnendur í íslensku atvinnulífi í tengslum við útgáfu á nýju tímariti SA, Fleiri störf - betri störf.

Horft er til þeirra fjölmörgu tækifæra sem eru í atvinnulífinu til að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar.

SMELLTU TIL AРKVEIKJA Á SJÓNVARPINU 

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]