Af vettvangi í mars 2016

SA fréttabréf header
 

Heilbrigðar fjárfestingar

     
 

Fyrir tveimur vikum samþykkti Alþingi þingsályktun um stefnu um nýfjárfestingar. Stefnan beinist jafnt að innlendri fjárfestingu sem erlendri auk þess sem lögð er áhersla á aukna fjölbreytni og afleidda innlenda starfsemi. Tillagan hlaut mikinn stuðning þingmanna bæði stjórnar og stjórnarandstöðu og því ber að fagna.

Umræða um erlendar fjárfestingar á Íslandi og í sumum tilfellum innlendar fjárfestingar líka er oft á tíðum heldur neikvæð. Gjarnan gleymast þau víðtæku og jákvæðu áhrif sem slíkar fjárfestingar hafa á innlent efnahagslíf. Fjölmörg dæmi um fjárfestingar má rekja um fyrirtæki að hluta eða öllu leyti í eigu útlendinga hér á landi. Þeir hafa fjárfest í iðnaði, fiskeldi, ferðaþjónustu, gagnaverum, fjölmörgum sprotafyrirtækjum, ýmsum þjónustufyrirtækjum og einnig verðbréfum á markaði. Jafnan er töluverður fjöldi erlendra fyrirtækja að skoða þá möguleika sem hér bjóðast.

Sjá nánar
 

 

Við megum aldrei falla í þá gryfju að ræða um gjaldeyrishöft sem hluta af eðlilegu fjárfestingaumhverfi á Íslandi ...

 
  FRÉTTIR  
 

Fíllinn í herberginu

     
 

Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 7.apríl í Hörpu. Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni er yfirskrift fundarins. Samtök atvinnulífsins gefa út nýtt rit um peningastefnu Íslands á fundinum en skráning er í fullum gangi og vissara fyrir áhugasama að tryggja sér sæti sem fyrst.

Venju samkvæmt mun formaður Samtaka atvinnulífsins, Björgólfur Jóhannsson, og forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ávarpa fundinn en að þessu sinni flytur Már Guðmundsson, seðlabankastjóri einnig erindi og segir frá því hvað Seðlabanki Íslands er að hugsa. 

Sérstakur gestur fundarins er Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics. Jón mun í erindi sínu fjalla um framtíðarríkið Ísland, peningastefnuna, vinnumarkaðinn og ríkisfjármálin. Fjölbreyttur hópur stjórnenda leggur einnig orð í belg um peningamálin og starfsumhverfið.

Sjá nánar

 

... og leitin að peningastefnunni

 

 

Aðalfundur SA 2016

     
 

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2016 kl. 11.30-13. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins í salnum Kviku. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf.

Skráðu þig hér

   

 

Sendu okkur mynd!

     
 

Í tilefni af Ársfundi atvinnulífsins 2016 ætlum við að bregða upp risastórri mósaíkmynd af atvinnulífinu í Hörpu. Myndin verður án efa litrík því íslenskt atvinnulíf er bæði fjölbreytt og myndarlegt. 

Samtök atvinnulífsins eru stolt af því frábæra starfi sem er unnið í fyrirtækjum landsins og verðmætasköpun þeirra. SA hvetja fyrirtæki til að senda inn myndir og taka þátt í sköpuninni í Hörpu.

Sjá nánar

 

Taktu þátt í sköpuninni í Hörpu 

 

 

Formannskosning SA

     
 

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2016-2017 stendur nú yfir meðal aðildarfyrirtækja samtakanna en hægt er að kjósa til kl. 9 fimmtudaginn 7. apríl.

Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og forstjóri Icelandair Group, gefur áfram kost á sér en hann tók við formennsku í Samtökum atvinnulífsins árið 2013. Félagsmenn SA hafa fengið send lykilorð í pósti til að taka þátt í formannskjörinu.

Sjá nánar

 

Hægt er að kjósa til kl. 9 fimmtudaginn
7. apríl

 

 

Hvað segja stjórnendur?

     
 

Greint verður frá niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar meðal íslenskra stjórnenda á Ársfundi atvinnulífsins um starfsumhverfið m.a. áhrif vaxta, verðbólgu og efnahagslegs óstöðugleika á reksturinn. Einnig svara stjórnendurnir því hvort þeir telji líklegt eða ólíklegt að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar.

   

  DAGATAL ATVINNULÍFSINS  

 

Ráðstefna SFS 1. apríl

     
 

Ráðstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 1. apríl kl. 13.00 til 16.30. Þar verður m.a. rætt um nýfjárfestingar, þekkingargreinar sem sprottið hafa í skjóli sjávarútvegsins og þau verðmæti og íslenskt hugvit sem hefur orðið til í samstarfi milli sjávarútvegs, iðnaðar og tæknifyrirtækja undanfarna áratugi. 

Sjá nánar á vef SFS

   

 

Viltu auka virði fyrirtækisins?

     
 

Góðir stjórnarhættir, áhættustýring og virkt innra eftirlit eru nauðsynlegir þættir til að ná árangri og stuðla að rekstrarhæfi fyrirtækja til framtíðar. Innri endurskoðun er ætlað að viðhalda og auka virði rekstrar með áhættumiðaðri hlutlausri staðfestingu, ráðgjöf og innsýn á því hvernig staðið er að þessum málaflokkum í daglegum rekstri.

Þriðjudaginn 5. apríl nk. mun Félag um innri endurskoðun (FIE) halda kynningarfund um virði innri endurskoðunar fyrir atvinnulífið. Fundurinn verður haldinn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura og er fundartími kl. 8.30 - 9.30

Sjá nánar

   

  AÐILDARSAMTÖK SA  

 

Ályktun Iðnþings

     
 

"Kröftugur hagvöxtur, bati á vinnumarkaði og miklar launahækkanir einkennir íslenskt efnahagslíf um þessar mundir. Hagkerfið er enn í skjóli fjármagnshafta sem verða afnumin að stórum hluta. Við þær aðstæður verður hagkerfið berskjaldaðra en áður og mikilvægi skynsamlegrar hagstjórnar meira en nokkru sinni fyrr." Þetta segir m.a. í ályktun Iðnþings sem fram fór 10. mars. Ítarlega er fjallað um þingið á vef SI.

Sjá nánar

   

 

Ályktun aðalfundar SAF 2016

     
 

"Ferðaþjónustan hefur tryggt þann stöðugleika, hagvöxt og kaupmátt sem Íslendingar búa við í dag. Þannig á ferðaþjónustan þátt í því að hagkerfi landsins er hratt að breytast úr því að vera frumvinnsluhagkerfi í þjónustuhagkerfi. Ferðaþjónusta skilar nú um þriðjungi gjaldeyristekna landsins og rúmlega 10 prósent þjóðarinnar starfa beint við ferðaþjónustu um allt land."

Þetta segir m.a. í ályktun aðalfundar SAF 2016. Að afloknum aðalfundinum efndi SAF til Ferðaþjónustudagsins á Hilton Reykjavík Nordica og var fullt út úr dyrum. Ítarlega er fjallað um daginn á vef SAF.

Sjá nánar

   

 

Hvað hefur örvandi áhrif á kauphegðun?

     
 

Húsfyllir var á ráðstefnu SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu Hvað hefur örvandi áhrif á kauphegðun? sem fram fór í tengslum við aðalfund samtakanna 17 mars.  Ken Hughes, sérfræðingur í neytenda- og kauphegðun, flutti m.a. mjög áhugavert erindi en ítarlega er fjallað um ráðstefnuna  og aðalfundinn vef SVÞ.

Sjá nánar vef SVÞ

   

  EFNAHAGSSVIÐ SA  

 

Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir

     
 

Mikill fengur er af þeim fjölda ferðamanna sem nú streymir til landsins. Á sama tíma og miðbær Reykjavíkur blómstrar vegna aukinnar verslunar skapast kærkomin atvinnutækifæri á landsbyggðinni við að hýsa, kæta og fæða erlenda gesti. Viðskiptaafgangur þjóðarbúsins er jákvæður einvörðungu vegna þjónustuútflutnings, engar atvinnugreinar vaxa jafn hratt og greinar tengdar ferðaþjónustu og hvergi er bjartsýnin meiri er varðar fjárfestingar og ráðningar. Þetta kemur m.a. fram í nýrri greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, Komið þið fagnandi, þar sem fjallað er um uppgang og áskoranir í íslenskri ferðaþjónustu.

Sjá nánar


 
 

Borgin stækkar og lóðaverð hækkar

     
 

Hlutfall landsmanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu er nú um 64% en var 36% á tímum seinna stríðs. Undanfarna áratugi hefur höfuðborgarsvæðið vaxið mikið á jöðrunum og hefur fjölgað meira í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur en í höfuðborginni sjálfri. Þetta kom m.a. fram í erindi Óttars Snædal, hagfræðings á efnahagssviði SA, á Fasteignaráðstefnunni 2016 í Hörpu þann 25. febrúar síðastliðinn. Í erindinu var sjónum m.a. beint að þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu og sókn Íslendinga í þéttbýli á suðvesturhorni landsins.

Sjá nánar

 




Raunverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu er svipað og það var árið 2005

 

  VINNUMARKAÐUR  

 

Sjálfboðavinna skekki ekki samkeppni

     
 

Fyrirtæki eiga ekki að byggja samkeppnisforskot sitt á sjálfboðavinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu RÚV. Mikilvægt sé að sótt sé að þeim fyrirtækjum sem ekki hlíti lágmarksákvæðum kjarasamninga.

"Það er alveg ljóst í okkar huga að fyrirtæki eiga ekki að byggja samkeppnisforskot sitt á launaleysi starfsmanna sinna. Þannig byggjum við aldrei upp öflugt og burðugt samfélag. Það er mjög mikilvægt að það sé ráðist gegn slíkum undirboðum þar sem það á við"

Sjá nánar

   

 

Forsendur kjarasamninga hafa staðist

     
 

Það er sameiginlegt mat Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands að meginforsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá 29. maí 2015 hafi staðist, að teknu tilliti til samninga sem aðilar hafa síðan gert. SA og ASÍ hafa jafnframt gert samkomulag um að fresta skoðun á efndum ríkisstjórnar Íslands í húsnæðismálum til ársins 2017, en samhliða undirritun kjarasamninganna síðasta sumar kynnti ríkisstjórnin viðamiklar aðgerðir til að greiða fyrir gerð þeirra. Þetta var tilkynnt 29. febrúar sl.

Sjá nánar


   

 

Stjórnendur hækkuðu minnst starfsstétta árið 2015

     
 

Á árinu 2015, milli þriðja ársfjórðungs 2014 og sama ársfjórðungs 2015, hækkuðu stjórnendur og sérfræðingar minnst allra starfsstétta, eða um liðlega 5%.  Meðalhækkunin launavísitölunnar var rúmlega 8%, en verkafólk hækkaði mest, um 11%, og afgreiðslu- og þjónustufólk næst mest, um rúm 10%.

Sjá nánar


   

  STAÐA & HORFUR  

 

Stjórnendur 400 stærstu: Efnahagslífið ofhitnar

     
 

Niðurstöður könnunar meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sem birtar voru 9. mars einkennast af miklum og vaxandi umsvifum í íslensku efnahagslífi vegna örs vaxtar ferðaþjónustu, stóraukins kaupmáttar heimilanna og vaxandi fjárfestingum. Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu eru svipaðar og á árinu 2007 og mat á aðstæðum eftir 6 mánuði mun betra en þá. Könnunin er gerð ársfjórðungslega fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands og er framkvæmd hennar í höndum Gallup.

Sjá nánar 
 

   

  STARFSUMHVERFI  

 

Arðgreiðslur hluti af heilbrigðu atvinnulífi

     
 

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í upphafi vikunnar þar sem arðgreiðslur og traust til stjórnenda fyrirtækja voru til umræðu. Þorsteinn benti á að arðgreiðslur væru hluti af heilbrigðu atvinnulífi en umræða um atvinnulífið væri mun neikvæðari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Vel rökstudd gagnrýni eigi alltaf rétt á sér en almennt sé of mikil neikvæðni í garð fyrirtækja og of lítill skilningur á mikilvægi þeirra.

Sjá nánar

   
 

Breytt fjármögnun heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

     
 

Samtök atvinnulífsins fagna fyrirhuguðum breytingum á rekstrarumhverfi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem heilbrigðisráðherra hefur nýverið kynnt. Með því að færa inn í rekstur heilsugæslunnar faglega og fjárhagslega hvata sem stuðla að betri þjónustu við sjúklinga og hagkvæmari rekstri aukast líkur á að heilsugæslan geti almennt orðið fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.

Sjá nánar
 

   

 

Um frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn

     
 

Samtök atvinnulífsins hafa sent Samkeppniseftirlitinu umsögn um frummatsskýrslu þess um eldsneytismarkaðinn. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir sjónarmiðum og athugasemdum SA við skýrsluna en í henni er mikill fróðleikur m.a. um sögulega þróun  eldsneytismarkaðarins hér á landi.

Meginniðurstöður skýrslunnar um eldsneytismarkaðinn árið 2012 virðast þær í fyrsta lagi að ekki koma fram vísbendingar um að fyrirtækin sem starfa á markaðnum fari í bága við samkeppnislög í rekstri sínum. Í öðru lagi að full samkeppni ríki um sölu á eldsneyti til fyrirtækja. Í þriðja lagi að tilteknar aðstæður takmarki samkeppni í smásölu bifreiðaeldsneytis.

Sjá nánar

   

  JAFNRÉTTISMÁL  

 

Báðir foreldrar nýti fæðingarorlof sitt til fulls

     
 

Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að fæðingarorlofskerfið verði endurreist í sem næst upphaflegri mynd með hækkun hámarksgreiðslna og að hlutfall viðmiðunartekna verði áfram 80%. Sú aðgerð hefur mest áhrif á töku feðra á fæðingarorlofi en SA telja rétt að báðir foreldrar nýti fæðingarorlof sitt til fulls til samvista með börnum sínum.

Sjá nánar


   

  SKÖPUN  

 

Futuregrapher spilar á Ársfundi atvinnulífsins 2016

     
 

Listamaðurinn Futuregrapher sem einnig er þekktur undir nafninu Árni Grétar mun spila í Netagerðinni sem fram fer að loknum Ársfundi atvinnulífsins 7. apríl nk. í Hörpu. Futuregrapher mun bjóða upp á nætursaltaða raftónlist sem verður einstaklega fersk enda er kappinn að gefa út sína fjórðu breiðskífu, Hrafnagil, 12. apríl næstkomandi. Sjáumst og heyrumst í Hörpu 7. apríl!

Vefur Futuregrapher

   

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]