Fréttabréf EEN



Spacer
Spacer een-fréttabréf Spacer

Skráning sérfræðinga

Skráðu þig í gagnagrunn óháðra sérfræðinga í Evrópu vegna rannsókna og nýsköpunar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skipar sjálfstæða sérfræðinga til að aðstoða við rannsóknar- og nýsköpunar verkefni, meðal annars er um að ræða mat á tillögum, eftirlit með verkefnum og mat á áætlunum. Bæði er um að ræða sérfræðinga vegna H2020 og COSME.

Sjáið nánari upplýsingar um kallið hér

Framkvæmdastjórn ESB birtir Evrópu kort af lögvernduðum starfsgreinum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út evrópskt kort yfir lögverndaðar starfsgreinar, starfsgreinar þar sem aðgangur er háður því skilyrði að viðkomandi aðili hafi ákveðna hæfni, eða þar sem starfsheitið sjálft er varið, t.d. lyfjafræðingur eða arkitekt. Þessi kortlagning er mikilvægur hluti af uppfærslu á tilskipuninni um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi frá nóvember 2013 (MEMO/13/867) sem tillkynnt var í orðsendingu þann 2. október 2013 um mati á innlendum reglum um aðgang að starfsstéttum (sjá IP/13/897).

Fréttina í heild má lesa hér og hlekk á sjálft kortið má finna hér.

Nýsköpun í "Blue Economy", dæmi um hafrannsóknir ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett fram tillögur til að styðja við nýsköpun í "Blue Economy" (sjá IP/14/536) með því að búa til upplýsinga vettvang um hafrannsóknir í Evrópusambandinu. Meðal annars verður þar að finna gögn sem nú þegar eru tiltæk, einnig verður unnið að því að ljúka ítarlegu korti af hafsbotni á evrópskum hafsvæðum árið 2020. Nú þegar er Evrópusambandið að styðja við hafrannsóknir með um 350 miljónir € á ári í gegnum rannsóknar- og nýsköpunar áætlanir sambandsins.

Fréttina í heild má lesa hér.

Höfundaréttur © 2005 - 2013 Enterprise Europe Network
Keldnaholti, 112 Reykjavík | Sími 522 9000 | Fax 522 9111
Logos - Botn
Spacer
Smelltu hér til að afskrá þig.

Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]