Sameiginlegt verkefni atvinnulífs og verkalýðsfélaga |
||||
"Enginn af ótalmörgum forystumönnum stéttarfélaganna virðist hafa áhyggjur af því að verðlag og vextir hækki, skuldabyrði fólks vaxi, að gengi krónunnar muni veikjast og að nýr verðbólguspírall fari af stað." Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðaranum en kröfur verkalýðsfélaganna fela þessar afleiðingar í sér. Þorsteinn segir það sameiginlegt verkefni atvinnulífs og verkalýðsfélaga að ná farsælum samningum fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu en Samtök atvinnulífsins muni áfram sýna ábyrgð og halda fast við að nýir kjarasamningar samræmist stöðugleika í efnahagslífinu. |
|
FRÉTTIR |
Orlofsuppbót 2015 |
||||
Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, kr. 39.500. Nánari upplýsingar er að finna á vinnumarkaðsvef SA sem er opinn félagsmönnum samtakanna. |
|
Lausnir í kjaraviðræðunum 2015 |
||||
Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram ýmsar hugmyndir til að leysa þær hörðu deilur sem nú standa yfir á vinnumarkaði með sameiginlega hagsmuni fyrirtækja og launafólks að leiðarljósi. SA hafa til að mynda lýst vilja til að ræða sérstaka hækkun lægstu launa svo þau dugi betur til lágmarksframfærslu. Til að það sé mögulegt þarf að ná sátt um að sú hækkun verði ekki fyrirmynd að almennum launahækkunum. Svo unnt sé að ná slíkri sátt verður verkalýðshreyfingin að koma sameinuð að samningaborðinu en ekki sundruð líkt og nú. |
|
Hverjir mega vinna í verkfalli? |
||||
Samtök atvinnulífsins hafa gefið út nýja samantekt um verkföll þar sem m.a. er að finna svör um hverja verkfallsboðun bindur og hverjir megi vinna í verkfalli. SA vinna að því hörðum höndum að leysa deiluna en kröfur SGS hljóða upp á 50-70% almenna hækkun launa og að hæstu laun hækki hlutfallslega mest. |
|
Félagsmenn BHM á almennum vinnumarkaði fara ekki í verkfall |
||||
Vegna umræðu um hugsanleg verkföll félagsbundinna sérfræðinga og stjórnenda þá skal áréttað að þeir sérfræðingar og stjórnendur sem aðild eiga að BHM félögum fara ekki í verkfall. Einungis þeir sem aðild eiga að VR og öðrum félögum verslunar- og skrifstofufólks fara í verkfall ef af því verður. |
|
Upplýsingasíða SA um samninga 2015 |
||||
Á vef samtaka atvinnulífsins finnur þú samantekt um verkföll og kjarasamninga 2015. Settar verða inn nýjar upplýsingar eftir því sem málum vindur fram. |
|
OPINN FUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS |
|
Afnám hafta, hvenær og hvernig? |
||||
Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um afnám hafta þriðjudaginn 12. maí kl. 8.30-10 í Hörpu. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, Ásgeir Jónsson, dósent við Háskóla Íslands og Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics flytja erindi. Að loknum framsöguerindum mun Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA stýra pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA. |
|
VINNUMARKAÐUR |
|
Helvítis stöðugleikinn |
||||
Því hefur verið fleygt í opinberri umræðu upp á síðkastið að það sem Íslendingar þurfi síst á að halda um þessar mundir sé stöðugleiki. Hækka þurfi laun í landinu mikið á skömmum tíma svo búandi verði í landinu og allir hafi nóg að bíta og brenna. Í gegnum tíðina hefur óstöðugleiki, sveiflur, kreppur, hrun, gengisfellingar og mikil verðbólga nánast verið viðvarandi í íslensku efnahagslífi. Það er því kannski ekkert skrýtið að loksins þegar langþráð jafnvægi í skamma stund næst skuli menn kalla á ný eftir óstöðugleikanum, eða hvað? |
|
EFNAHAGSSVIÐ SA |
|
Umbætur á íslenskri peningastefnu: Hvað er handan múrsins? |
||||
Auðnist okkur Íslendingum að losa um fjármagnshöft á komandi misserum mæta okkur aukin tækifæri en um leið nýjar áskoranir. Það er enginn hægðarleikur að stýra íslenskri krónu í opnu hagkerfi eins og við höfum áður reynt á eigin skinni. Sveiflur eru tíðar og mikið ójafnvægi getur myndast á fjármálamörkuðum sem aftur bitnar á öðrum geirum, heimilum og fyrirtækjum. Frjáls fjármagnsviðskipti eru þó nauðsynleg hverri þjóð sem sækist eftir góðum lífskjörum og á sama tíma mikilvæg fyrir samskipti lítillar þjóðar við hinn stóra heim. |
|
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS |
|
Björgólfur Jóhannsson formaður SA 2015-2016 |
||||
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, var endurkjörinn formaður samtakanna á aðalfundi SA 16. apríl. Björgólfur var kjörinn með rúmlega 98% greiddra atkvæða í rafrænni atkvæðagreiðslu sem fram fór meðal aðildarfyrirtækja SA og var þátttaka góð. Björgólfur ávarpaði Ársfund atvinnulífsins í kjölfarið en ávarp hans má lesa á vef SA. |
|
Guðrún Hafsteinsdóttir nýr varaformaður SA |
||||
|
|
Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins |
||||
Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 16. apríl. Nýir stjórnarmenn eru Árni Stefánsson Húsasmiðjunni, Bjarni Bjarnason Orkuveitu Reykjavíkur, Jens Garðar Helgason Eskju, Gylfi Gíslason Jáverki, Jón Ólafur Halldórsson Olíuverzlun Íslands og Rannveig Grétarsdóttir Hvalaskoðun Reykjavíkur. Úr stjórninni ganga Adolf Guðmundsson Gullbergi, Arnar Sigurmundsson, Gunnar Sverrisson, ÍAV, Margrét Kristmannsdóttir Pfaff, Tryggvi Þór Haraldsson Rarik og Eysteinn Helgason Kaupási. |
|
Ársskýrsla SA 2014-2015 |
||||
Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2014-2015 er komin út. Þar er að finna greinargott yfirlit yfir starf samtakanna síðasta ár. Fjallað er um mikilvægi þess að breyta vinnubrögðum við gerð kjarasamninga, samfélagsábyrgð og jafnréttismál, efnahagsmál, menntamál og starfsskilyrði atvinnulífsins í víðum skilningi. Ársskýrslan er rafræn en hana má nálgast hér að neðan. |
|
ÚTGÁFA |
|
Nýtt rit SA: Gerum betur |
||||
Samtök atvinnulífsins hafa gefið út nýtt rit þar sem er að finna tillögur að því hvernig gera má Ísland að betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki. Ritið heitir Gerum betur en þar er bent á nauðsyn þess að efnahagsumhverfið sé stöðugt svo hægt sé að skapa betri lífskjör og auka kaupmátt heimilanna. Lítil verðbólga, lágir vextir og stöðugt gengi krónunnar auðvelda stjórnendum fyrirtækja að hugsa til lengri tíma. Þá aukast fjárfestingar, vöruþróun og nýsköpun eykst og markaðssókn eflist. Með elju og forsjálni auka fyrirtækin verðmætasköpun. |
|
ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS 2015 |
|
Upptökur og gögn frá Ársfundi atvinnulífsins 2015 |
||||
Ávörp fluttu Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Þá stigu á stokk Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir, sem stýrir rannsóknum og þróun hjá Zymetech og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík stýrði fundinum. |
|
Göran Persson: Ykkar bíða stórkostlegar áskoranir |
||||
Fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson, var sérstakur gestur á Ársfundi atvinnulífsins 2015. "Ykkar bíða stórkostlegar áskoranir," sagði hann m.a. í ávarpi sínu og vísaði til þess að fjármálakreppa Íslendinga hafi verið heimatilbúin og það væri þjóðarinnar að leysa úr henni. Því verkefni væri langt í frá lokið og í raun væri það erfiðasta eftir. Ráðast þurfi í kerfisbreytingar á Íslandi til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Upptaka af erindinu er aðgengileg á vefnum en Persson tók það skýrt fram að miklar launahækkanir á skömmum tíma séu ekki ávísun á raunverulegar kjarabætur vegna verðbólgunnar sem fylgi heldur þvert á móti. Um það vitnar saga Svía. |
|
Ef þú ættir eina ósk fyrir Ísland ... veistu hvers þú myndir óska þér? |
||||
Fjölbreyttur hópur stjórnenda sprotafyrirtækja til stærstu fyrirtækja landsins, rýndi í stöðu mála með Samtökum atvinnulífsins á dögunum og horfurnar framundan. Brot af viðtölunum má nú sjá á vef SA en þau voru tekin upp í aðdraganda Ársfundar atvinnulífsins 2015. Hópurinn var spurður að því hvað stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur til að bæta lífskjör á Íslandi og eins fékk fólk eina ósk fyrir hönd Íslands sem það nýtti með ýmsum hætti. |
|
SAMKEPPNISHÆFNI |
|
Eru 4 stjórnvaldsfyrirmæli á dag ráðlagður dagskammtur? |
||||
Ekkert lát er á stríðum straumi stjórnvaldsfyrirmæla. Í stjórnartíðindum birtast, á hverjum degi, alla daga ársins að jafnaði fjórar nýjar reglugerðir, lög, reglur, gjaldskrár og önnur fyrirmæli sem stjórnvöld þurfa að koma á framfæri við fólkið í landinu. Frá aldamótum er fjöldi birtinga orðinn um 20 þúsund. Engin leið er að nokkur maður geti fylgst með þessu flóði sem meðal annars markar rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. |
|
Tryggingagjöld aldrei hærri |
||||
Áætlað er að tryggingagjöld sem lögð eru á laun til að standa undir ýmsum kostnaði ríkisins verði rúmir 80 milljarðar króna að raungildi árið 2015 og hafi aldrei verið hærri. Stöðugt streyma frá ríkinu tillögur um nýja skatta og álögur á fyrirtæki og almenning í landinu. Frá því síðastliðið haust hafa birst áform um fjölda skatta og hefur Alþingi þegar samþykkt einhverja þeirra en aðrir bíða samþykktar. |
|
SÍÐAST EN EKKI SÍST! |
|
TEDxReykjavík 2015 |
||||
Samtök atvinnulífsins eru einn bakhjarla TEDxReykjavík sem verður haldinn í fimmta skipti þann 16. maí 2015 í Tjarnarbíó. Í ár er kastljósinu beint að ýmsu sem samfélagið kýs að horfa framhjá. Aðstandendur TEDxReykjavík lofa áhorfendum framúrskarandi fyrirlesurum. "Allir eiga það sameiginlegt að vilja deila ástríðu sinni og sýn með áhorfendum. Við lofum dagslöngum viðburði fullum af innblæstri og nýjum sjónarhornum! |
|
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is |
Share with Your Friends