LEIÐARI
Störf í stað verðbólgu
"Öflugt atvinnulíf er grundvöllur góðra lífskjara, jafnt vinnandi fólks sem lífeyrisþega. Á því byggir kaupmáttur og velferð heimilanna. Fyrirtæki fjárfesta ekki ef þau búa við slæm skilyrði. Þá fjölgar störfum ekki og smám saman minnkar samkeppnishæfni atvinnulífsins og tekjur heimilanna dragast saman. Fjárfestingar fyrirtækja á Íslandi síðustu ár eru minni en um áratuga skeið og mjög lágar í samanburði við samkeppnislöndin. Þetta ber því órækt vitni að starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja þarf að bæta. Að öðrum kosti er tómt mál að tala um aukinn kaupmátt og að lífskjör heimilanna batni á komandi árum." Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðaranum.
Sjá nánar »
FRÉTTIR
Nýr vettvangur fyrir smá fyrirtæki
Fimmtudaginn 10. október verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að stofnun vettvangsins þar sem smá fyrirtæki á Íslandi munu vinna saman óháð atvinnugreinum.
Íslenskt atvinnulíf er byggt upp af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þau eru lykilþáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar, veita tugum þúsunda vinnu og eru mikilvæg uppspretta nýrra starfa og hugmynda.
Sjá nánar »
Unnt að hagræða og draga úr kostnaði við eftirlit og leyfisveitingar
Enginn vafi er á því að miklir möguleikar liggja í hagræðingu hjá þeim stofnunum sem hafa eftirlit með starfsemi fyrirtækja. Fjölmargir aðilar gera út af örkinni eftirlitsmenn sem taka út ákveðinn hluta af starfseminni. Eftirlitið er meira eða minna sambærilegt og beinist að því að skoða hvort tiltekinn búnaður, vara eða þjónusta uppfylli kröfur sem gerðar eru í reglum. Beinn kostnaður við eftirlitsstofnanir er af stærðargráðunni 15 - 20 milljarðar króna á ári eða rúmt 1% af landsframleiðslu. Stór hluti þessa kostnaðar er innheimtur af fyrirtækjunum í landinu.
Sjá nánar »
200 milljónir aukalega til framhaldsfræðslu
Aukafjárveitingu upp á tæplega 200 milljónir króna hefur verið úthlutað til símenntunarmiðstöðva um allt land og fræðslusetra á vegum atvinnulífsins til að kenna fjölbreyttar námsleiðir og meta raunfærni. Úthlutunin var staðfest á fundi Fræðslusjóðs í byrjun september.
Sjá nánar »
Aðalfundur SF haldinn 26. september 2013
Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn fimmtudaginn 26. september nk. á Grand Hótel Reykjavík. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar fundinn og í kjölfarið fylgja erindi um starfsumhverfið í sjávarútvegi, stöðu og horfur í efnahagslífinu og á vinnumarkaði.
Dagskrá aðalfundar SF verður birt á vef samtakanna.
VINNUMARKAÐSMÁL
Kjarasamningar til þriggja ára í Finnlandi
Þann 30. ágúst síðastliðinn voru gerðir kjarasamningar til þriggja ára á finnska vinnumarkaðnum. Samningsaðilar eru heildarsamtök vinnuveitenda á almennum vinnumarkaði, hjá ríki og sveitarfélögum annars vegar og þrenn heildarsamtök launafólks hins vegar. Kjarasamningurinn er miðlægur rammasamningur sem krefst útfærslu fjölmargra samningsaðila í mismunandi greinum atvinnulífsins.
Samningurinn hefur það að markmiði að stuðla að hagvexti, auka atvinnu, styrkja kaupmátt og tekjur launafólks og bæta horfur finnskra fyrirtækja í samkeppni á alþjóðamarkaði.
Sjá nánar »
SAMKEPPNISHÆFNI
Úttekt á samkeppnishæfni Norðurlanda
Formenn og framkvæmdastjórar samtaka atvinnulífs og iðnaðar á Norðurlöndunum samþykktu á fundi í Reykjavík í lok ágúst að ráðast í sameiginlega úttekt á samkeppnishæfni Norðurlanda.
Markmið úttektarinnar er að finna leiðir til að efla atvinnulíf í löndunum og bæta lífskjör fólks sem þar býr, en kraftmikið atvinnulíf er forsenda öflugrar norrænnar velferðar.
Sjá nánar »
Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu
Ráðgjafafyrirtækið The Boston Consulting Group kynnti í vikunni niðurstöður úttektar á framtíð íslenskrar ferðaþjónustu en fyrirtækið hefur undanfarna mánuði unnið að rannsókninni. Þetta er mikilvægt innlegg í þróun langtímastefnumótunar fyrir íslenska ferðaþjónustu en The Boston Consulting Group fjallar m.a. um uppbyggingu áfangastaðar á heimsmælikvarða, stjórnskipulag, gjaldtöku og markhópa framtíðarinnar auk fjármögnunar ferðamannastaða. Niðurstöður úttektarinnar og viðtöl við höfunda hennar má nálgast á vefnum.
Sjá nánar »
JÁKVÆÐAR FRÉTTIR
Bjóða upp á norðurljósaflug
Flugfélag Íslands hefur í samstarfi við Viking Inc. í Japan búið til nýja vöru - norðurljósaflug. Viking Inc. hefur þróað norðurljósaflugið í samstarfi við viðskiptavin sinn Club Tourism International Inc. (CTI) og að þeirra sögn er varan einstök á heimsvísu.
Viðskiptavinir CTI koma til Íslands í október 2013 og febrúar 2014 til að skoða norðurljósin. Farþegar koma seint að kvöldi á Reykjavíkurflugvöll og fljúga í 60 mínútna leiguflugi fyrir ofan skýin til að skoða norðurljósin.
Sjá nánar »
JAFNRÉTTISMÁL
Jafnrétti borgar sig
Fimmtudaginn 26. september efnir ESB til málstofu á Íslandi um leiðir til að auka jafnrétti á vinnumarkaði og efla hlut kvenna í atvinnulífinu. Samtök atvinnulífsins eru meðal samstarfsaðila sem standa að málstofunni en þar verður m.a. rætt um nýja íslenska jafnlaunastaðalinn en SA og ASÍ höfðu frumkvæði að því að ráðist var í gerð hans árið 2008 og kostuðu ásamt velferðarráðuneyti. Yfirskrift málstofunnar er Jafnrétti borgar sig.
Sjá nánar »
SENDU OKKUR LÍNU
Samtök atvinnulífsins hvetja félagsmenn SA til að senda samtökunum línu og segja frá því sem þeir eru að fást við á sínum heimavelli um þessar mundir.
Við viljum gjarnan fá að heyra af því sem gengur vel og einnig viljum við fá ábendingar um það sem betur mætti fara í starfsumhverfinu.
Við viljum fjölga góðum fréttum af atvinnulífinu.
Segðu fréttir af þér og þínu fyrirtæki.
Sjá nánar »
Share with Your Friends