Fréttabréf LÍ 3. tbl. 2012

NetútgáfaAfskrá af póstlista
Twitter
Facebook

Efnisyfirlit

Héraðsdómstólarnir 20 ára – Stefnumótun til framtíðar eftir Róbert R. Spanó.

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins – Raunveruleg áhrif í íslenskum rétti eftir Margréti Einarsdóttur.

Lögfræðin eftir hrun: Hinn júridíski þankagangur og lagahyggjan í kennilegu ljósi eftir Oddnýju Mjöll Arnardóttur.

Málskostnaðartrygging samkvæmt 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eftir Þorgeir Inga Njálsson.

Sjá útdrætti greina                            Upplýsingar um verð og afgreiðslu

Hvenær kemur millidómstigið?

leiðari eftir Kristínu Edwald hrl., formann LÍ.

Í október 2010 stóðu fagfélög lögfræðinga fyrir málþingi um millidómstig. Mikill einhugur ríkti meðal lögfræðinga á þeim vel sótta fundi og ég treysti mér til að fullyrða að þar voru allir sammála um brýna nauðsyn þess að koma á millidómstigi. Í kjölfar málþingsins sendu stjórnir félaganna fjögurra, Ákærendafélagsins, Dómarafélagsins, Lögfræðingafélagsins og Lögmannafélagsins áskorun til dómsmálaráðherra um að beita sé fyrir því að stofnað yrði millidómstig í einkamálum og sakamálum fyrir 1. júlí 2011.

Í desember sama ár skipaði innanríkisráðherra vinnuhóp til að skoða hvort setja ætti á fót sérstakt millidómstig í einkamálum og sakamálum. Niðurstaða hópsins lá fyrir í júní 2011 og kom hún ekki á óvart. Niðurstaðan var sú að full rök  .... framhald leiðara

 

Skúli Magnússon Afmælisráðstefna

Nýtt innlegg í stjórnarskrár-umræðuna

Lögfræðingafélagið efndi til hádegisverðarfundar  um endur-skoðun stjórnarskrárinnar 19. september sl.

Þar kynntu Ágúst Þór Árnason, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, og Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, eigin tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá. Þetta framtak þeirra hefur vakið athygli ekki síst vegna þess að þeir sátu í stjórnlaganefnd sem var lögbundin nefnd sem undirbjó starf stjórnlagaráðs. Að sögn þeirra er tilgangurinn ekki sá að baða sig í sviðsljósi heldur setja fram málefnalegan valkost við tillögur stjórnlagaráðs. 

Ágúst Þór rakti í sínu erindi bakgrunn þessara tillagna og þær umræður sem  ....    meira um stjórnarskrá

Jón Steinar enn gagnrýninn á Hæstarétt

Jón Steinar Gunnlaugsson lét af embætti hæstaréttardómara um síðustu mánaðamót. Fréttabréfið spjallaði við hann af því tilefni.
 
Nú hafðir þú starfað sem lögmaður í áratugi þegar þú varst skipaður í Hæstarétt og hafðir getið þér gott orð sem slíkur. Hver er helsti munurinn á því að starfa sem lögmaður og sem dómari?

"Í grunninn er þetta mjög skylt, í báðum tilfellum er verið að fást við raunveruleg úrlausnarefni í lögfræði. Ég hef sagt áður, að málflutningsreynsla sé mjög góður undirbúningur undir dómarastarf vegna þess aga sem málflytjendur verða að temja sér. Lögmanni sem misstígur sig er ekki sýnd nein vægð. Hann þarf að vanda sig til að verða ekki refsað, ef svo má ....       Sjá viðtal við Jón Steinar
 

Nýjungar í lagakennslu


Lagadeild HR fagnaði 10 ára afmæli föstudaginn 14. september sl. með málþingi um lagakennslu og siðferði lögfræðinga. Rasmus Kristian Feldthusen flutti þar fróðlegt erindi um nýjungar í lagakennslu við Kaup-mannahafnarháskóla. Að því búnu voru pallborðsumræður með þátttöku valin-kunnra lögfræðinga auk Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningar-málaráðherra.

Feldthusen sem er formaður námsráðs lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla kom hingað til lands fyrr í vor í boði lagadeildar HR og talaði þar á innahússfundi hjá HR og var því gest-gjöfum málþingsins að góðu kunnur. Nú ávarpaði hann hins vegar stærri sam-komu og er óhætt segja að hann hafi náð vel ... meira um lagakennslu

Útgefandi: Lögfræðingafélag Íslands - Álftamýri 9, 108 Reykjavík - Sími: 568 0887- Netfang: skrifstofa@logfraedingafelag.is

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Þórhallsson - Ritnefnd: Kristín Edwald og Eyrún Ingadóttir.

Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]