Fréttabréf LÍ 4.tbl. 2012

NetútgáfaAfskrá af póstlista -3. desember 2012
Twitter
Facebook

 

Efnisyfirlit 3. heftis 2012

Fullkomin lögjöfnun og 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu eftir Róbert R. Spanó.

Framfærsluskyldur milli hjóna eftir Birgi Örn Guðmundsson.

Foreldrar í forsjárdeilu – Rannsókn á umfangi, ferli og félagslegum þáttum forsjármála fyrir héraðsdómstólum á Íslandi eftir Sigrúnu Júlíusdóttur, Helenu Konráðsdóttur og Dögg Pálsdóttur.

Af hverju voru upplýsingarnar aldrei birtar? eftir Jón Steinar Gunnlaugsson.

 

Sjá útdrætti greina                                                  Kaupa hefti

 

Stock Image Stock Image

Forseti þýska stjórnlagadómstólsins:

Við þurfum meiri pólitík á Evrópuvettvangi

Athygli heimsbyggðarinnar beindist fyrr í haust að stjórnlagadómstóli Þýskalands þegar hann tók afstöðu til þess hvort björgunaraðgerðir í þágu evrunnar stæðust gagnvart þýsku stjórnarskránni. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde, sem hér birtist í styttri útgáfu, útskýrir Andreas Vosskuhle, forseti þýska stjórnlagadómstólsins, þessa ákvörðun.

Stjórnlagadómstóllinn samþykkti miðvikudaginn 12. september að komið yrði á fót evrópsku stöðugleikakerfi (EMS) og að fjárlagasáttmáli ESB yrði að veruleika. Víða um heim var dómsins beðið í ofvæni. Var ábyrgð ykkar meiri nú en í fyrri málum?
Vissulega bárum við sérstaka ábyrgð í þessu máli. Það er ekki óalgengt að dómstóllinn taki mikilvægar ákvarðanir, en þessi var sérlega afdrifarík.

Hefur dómstóllinn í huga þær afleiðingar sem einstakir dómar geta haft? Takið þið tillit til afleiðinga ákvarðana ykkar?
Við erum dómstóll og erum einungis bundnir af stjórnarskránni. Auðvitað, eru ákvarðanir okkar teknar í ákveðnu samhengi. Við getum samt ekki breytt ákvörðun sem á sér góð lögfræðileg rök vegna mögulegra vandamála sem af   .... framhald viðtals

Störf dómstóla snúast um fleira en lögfræði

Skúli Magnússon er kominn aftur til starfa í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir fimm ára starf sem ritari EFTA-dómstólsins. Fréttabréf LÍ ræddi við hann af því tilefni.

Hvað stendur uppúr eftir starfsreynsluna í Lúxemborg? Aukinn skilningur á því að störf dómstóla snúast um svo miklu fleira en lög og lögfræði. Sem ritari þurfti ég að taka á fjölmörgum verkefnum sem höfðu lítið með lögfræði að gera en höfðu samt mikla þýðingu fyrir framkvæmd laga og starfsemi dómstólsins. Ritarinn hefur skyldur inn á við gagnvart starfsmönnum og dómurum og rekstri málanna. En skyldurnar horfa líka út á við varðandi samskipti dómstólsins við aðildarríkin þrjú og dómara og lögmenn í þeim. Þá heldur ritarinn utan um samskipti við Evrópudómstólinn, sem einnig er staðsettur í Lúxemborg, og aðildarríki ESB.

Stundum er haft á orði að lítið sé að gera hjá EFTA-dómstólnum, er eitthvað til í því?
Þótt sé lítið að gera á bráðavaktinni þá getur alvarlega veikur maður komið þar inn fyrirvaralítið. Þá þarf allt að vera klárt til að taka á móti honum. Skrifstofan getur aldrei legið í dvala og ritarinn verður að tryggja að stjórnsýslan sé í góðu lagi hvort sem málin eru fá eða mörg. Hitt er svo annað mál ... framhald viðtals við Skúla 

Fyrstu umræðu um stjórnarskrár-frumvarp lokið

Margt hefur borið til tíðinda í stjórnarskrármálinu undanfarnar vikur. Fyrst ber að telja ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu  sem haldin var 20. október sl. Kjörsókn var um 49%. Tæp 70% vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, tæp 83% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrðu náttúruauðlindir sem ekki væru í einkaeigu lýstar þjóðareign, rúm 57% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi, rúm 78% vildu að persónukjör í kosningum yrði heimilað í meira mæli en í gildandi stjórnarskrá, 66,5% vildu að atkvæða kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt og loks vildu rúm 73% að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna gæti krafist þess að mál væru í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sérfræðingahópur skilar af sér
Þremur vikum eftir ... grein um stjórnarskrá


Fundur öldungadeildar 5.des. 

Miðvikudaginn 5. desember nk. mun Vala Björg Garðarsdóttir fornleiðafræðingur ræða um  uppgröftinn á Alþingisreitnum á fundi öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands.
 
Fundurinn hefst kl. 15:00 og verður haldinn í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Nýir félagar velkomnir  

Útgefandi: Lögfræðingafélag Íslands - Álftamýri 9, 108 Reykjavík - Sími: 568 0887- Netfang: skrifstofa@logfraedingafelag.is

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Þórhallsson - Ritnefnd: Kristín Edwald og Eyrún Ingadóttir.

 

Email Marketing af Outcome frttabrf