Af vettvangi í júní 2013

LEIÐARI

Heimili og fyrirtæki þurfa stöðugleika

Aukinn stöðugleiki í efnahagslífinu er brýnt hagsmunamál fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðaranum. Hann segir hins vegar að stöðugleiki náist ekki nema með breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði og við stjórn fjármála hins opinbera. Seðlabankinn geti ekki tryggt verðstöðugleika einn og óstuddur.

"Stjórnvöld og hagsmunaaðilar geta ekki í senn unnið gegn verðbólgumarkmiði Seðlabankans með ákvörðunum sínum og jafnframt lýst furðu á háu vaxtastigi og árangursleysi í baráttunni við verðbólguna. Allir verða að líta í eigin barm og hugleiða ábyrgð sína."

Sjá nánar »

FRÉTTIR

Aukin bjartsýni meðal stjórnenda fyrirtækja

Mikil breyting til hins betra hefur orðið á væntingum stjórnenda til aðstæðna í atvinnulífinu á næstunni. Nú væntir helmingur stjórnenda þess að þær batni á næstu sex mánuðum en einungis 6% að þær versni. Þetta er ein af niðurstöðum könnunar Capacent á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð var í síðasta mánuði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann.

Í sambærilegri könnun í mars síðastliðnum taldi aðeins rúmur fjórðungur stjórnenda að aðstæður yrðu betri eftir sex mánuði.

Sjá nánar »

Verðbólguvæntingar stjórnenda lækka mikið

Stjórnendur í atvinnulífinu vænta þess að verðbólga næstu 12 mánaða verði 3,2%. Verðbólguvæntingarnar eru mun lægri en fyrr á þessu ári, og á því síðasta, þegar stjórnendur bjuggust við 4-4,5% verðbólgu. Væntingar um minni verðbólgu er mikilvægur áfangi í átt að verðstöðugleika og stuðlar að því að vextir geti lækkað. Lækkun verðbólguvæntinga skýrist af styrkingu krónunnar og hjaðnandi verðbólgu undanfarið.

Sjá nánar »

Nægt framboð af starfsfólki en fjölgun starfa áformuð

Nægt framboð er af starfsfólki um þessar mundir til að sinna eftirspurn fyrirtækja. Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda í atvinnulífinu telur að ekki sé skortur á starfsfólki. Einungis 13% stjórnenda finna fyrir skorti á starfsfólki en 87% ekki. Þetta er svipuð niðurstaða og fyrir ári síðan, þegar 14% stjórnenda fundu fyrir skorti á starfsfólki.

Staðan er þó mjög mismunandi eftir atvinnugreinum. Skortur á starfsfólki virðist mjög mikill í byggingariðnaði þar sem tæplega 60% stjórnenda finna fyrir skorti á starfsfólki. Skortur er einnig töluverður í ferðaþjónustu, flutningum og ýmissi þjónustu þar sem um 20% stjórnenda finna fyrir skorti. Enginn skortur er hins vegar á starfsfólki í verslun og fjármálaþjónustu.

Sjá nánar » 


VINNUMARKAÐURINN

Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

Í vikunni skrifuðu heildarsamtök launafólks og vinnuveitenda ásamt stjórnvöldum undir samkomulag um að setja á stofn "Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga." Nefndin er skipuð forystumönnum þeirra sem að samkomulaginu standa en ríkissáttasemjari stýrir starfi nefndarinnar. Nefndin er sett á fót með það að markmiði að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra. Nefndin mun taka saman upplýsingar til undirbúnings kjarasamninga árin 2013 og 2014 og verður starf hennar endurmetið fyrir árslok 2015.


Sjá nánar »

Kjarasamningar og vinnumarkaður á Norðurlöndum

Vinnuhópur aðila vinnumarkaðarins kynnti í maí skýrslu um vinnumarkað og skipulag kjarasamninga í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið með úttektinni er að leita fyrirmynda í nágrannaríkjum Íslands sem geti nýst við að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi þannig að þeir stuðli að stöðugu verðlagi, auknum kaupmætti launa og samkeppnishæfni atvinnulífsins.

Nánari umfjöllun og skýrsluna má nálgast á vef SA.

Sjá nánar »

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS

Kvikmyndaframleiðendur til liðs við SI og SA

Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, hafa gengið til liðs við Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins. Miklar væntingar eru gerðar til samstarfsins enda er kvikmyndaiðnaðurinn einn af öflugum vaxtasprotum íslensks atvinnulífs. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, Margrét Kristmannsdóttir, varaformaður SA og Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK skrifuðu undir samninga um aðild SÍK að SI og SA í Húsi atvinnulífsins 7. júní.
 Sjá nánar »

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir til SA

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýs mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. Stofnun menntasviðs er liður í aukinni áherslu Samtaka atvinnulífsins á menntamál og nýsköpun. Tilkynnt var um ráðningu hennar í maí. 

"Það er mjög mikill fengur fyrir SA að fá Þorgerði til liðs við okkur í þessum mikilvæga málaflokki. Öflugt menntakerfi er lykilþáttur í að bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Reynsla hennar og bakgrunnur á sviði menntamála mun nýtast SA mjög vel," segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Sjá nánar »

EFNAHAGSMÁL

Lausn á skuldavanda heimila byggir á stöðugleika

Varanleg lausn á skuldavanda heimila felst í ábyrgri efnahagsstefnu og efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu og lágum vöxtum. Verðtrygging íbúðalána er ekki rót vanda heimilanna heldur óstöðugt efnahagslíf og afleiðingar þess. Samanburður á sambærilegum heimilum sem hefðu tekið jafn há verðtryggð og óverðtryggð lán fyrir áratug sýnir að þau síðarnefndu hefðu allan tímann síðan verið mun líklegri til að lenda í vanskilum.

Sjá nánar »

Villandi umræða um gengisbreytingar krónunnar og verð á innfluttum vörum

Innkaupsverð á innfluttum neysluvörum hækkaði um 4,2% á milli 1. ársfjórðungs 2012 og 1. ársfjórðungs 2013. Á sama tíma hækkaði verð til íslenskra neytenda um 3,7%, þ.e. minna en tilefni var til. Launavísitalan hækkaði enn fremur á sama tímabili um 5,2% en þrátt fyrir það virðist álagning ekki hafa hækkað á tímabilinu.


Sjá nánar »

Tækifæri til að breyta um stefnu

Það er mikilvægt að víðtæk samstaða náist um trúverðuga áætlun sem hefur að markmiði að auka framleiðni og verðmætasköpun í hagkerfinu. Þetta verður að leiða til þess að hagvöxtur á Íslandi verði meiri en í samkeppnisríkjunum og hann verður að ná til allra atvinnugreina og þar er landbúnaðurinn ekki undanskilinn.

Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins m.a. í erindi á umræðufundi Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja í maí. Þar velti hann fyrir sér möguleikum til að auka framleiðni í íslenskum landbúnaði til að bæta hag neytenda og framleiðenda.

Sjá nánar »

MENNTAMÁL

Fyrirtæki opna dyrnar til að efla verk- og tæknimenntun

Samtök atvinnulífsins hvöttu á dögunum fyrirtæki til að taka þátt í að efla verk- og tæknimenntun með því að kynna atvinnulífið fyrir nemendum og kennurum grunn- og framhaldsskóla. Skemmst er frá því að segja að viðbrögðin voru mjög jákvæð og brugðust fyrirtækin skjótt við kallinu. Yfir 50 fyrirtæki hafa nú þegar lýst yfir áhuga á efla starfsmenntun með því að taka þátt en fleiri geta bæst í hópinn.

Sjá nánar »

JÁKVÆÐAR FRÉTTIR

Fjölmargar jákvæðar fréttir hafa borist Samtökum atvinnulífsins frá félagsmönnum að undanförnu. SA hvetja félagsmenn til að stinga að okkur góðum fréttum á vef SA því við viljum miðla því sem vel er gert og getur orðið fólki hvatning.

Íslensk fyrirtæki og starfsfólk þeirra hafa náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum misserum við erfiðar aðstæður en með því að bæta starfsumhverfið er hægt að gera miklu betur, skapa fleiri og betri störf og bæta lífskjör landsmanna. Tækifærin sem blasa við eru mörg og það er okkar að nýta þau.

Fyrstu fréttirnar má sjá hér að neðan en við munum á næstunni halda áfram að birta góðar fréttir úr atvinnulífinu.

Sprakk út eftir 10 mánaða vöruþróun

Vinnuvernd til fyrirmyndar hjá VÍS

Oxymap selur fimmtánda súrefnismælinn til Sviss

Rifós eykur bleikjueldi til útflutnings

Pósthólfið fyrir jákvæðu fréttirnar er opið ... 

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Átak gegn svartri atvinnustarfsemi

Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Ríkisskattstjóri munu í sumar taka höndum saman á nýjan leik og ráðast í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli.

Fulltrúar aðilanna þriggja munu heimsækja vinnustaði, kanna aðstæður, veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma og hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að gera nauðsynlegar úrbætur ef þurfa þykir. Yfirskrift átaksins er Leggur þú þitt af mörkum?

Sjá nánar »

Viltu kynna þér Global Compact?

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Sameinuðu þjóðirnar hleyptu verkefninu af stokkunum í júlí árið 2000 en um er að ræða 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að fara eftir. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta notað Global Compact til að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir samfélagsstefnu sinni.


Meira en sjö þúsund fyrirtæki hafa skrifað undir Global Compact í heiminum en alls hafa yfir yfir 10.000 aðilar hafa skrifað undir sáttmálann í 145 löndum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér það markmið að 20 þúsund fyrirtæki hafi skrifað undir sáttmálann árið 2020 með það að markmiði að auka sjálfbærni efnahagslífs heimsins.

Áhugasamir geta haft samband við Hörð Vilberg hjá SA í síma 591-0005.

 
 Hús atvinnulífsins
Hús atvinnulífsins 
Borgartúni 35 - 105 Reykjavík
 
 
 
 
 
 

Ráðstefna um
þjónandi forystu


Föstudaginn 14. júní fer fram ráðstefna um þjónandi forystu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.

Þar verður rætt um nýjar leiðir til að efla samstöðu og árangur á vinnustöðum og í samfélaginu.

Fjölbreyttur hópur erlendra og íslenskra sérfræðinga stígur á stokk og ræðir málefnið út frá ólíkum sjónarhornum auk þátttakenda.

Sjá nánar »

 

 

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf