Af vettvangi í nóvember 2015

SA fréttabréf header
 

Stjórnmálamenn standi við stóru orðin

     
 

Á Alþingi sitja þingmenn þessa dagana og forgangsraða fjármunum sem fólk og fyrirtæki greiða í ríkiskassann á næsta ári. Engin áform eru um að lækka tryggingagjaldið árið 2016 þrátt fyrir að atvinnuleysi sé hverfandi. Það hefur verið 3% síðustu 12 mánuði og fer enn minnkandi, en tryggingagjaldið er svipað og þegar atvinnuleysi var 8-9% á árunum 2009-2010. Árlegt gjald er um 20-25 milljörðum króna hærra en það ætti að vera miðað við stöðuna á vinnumarkaði. Þetta veldur vonbrigðum því gjaldið var hækkað mikið í kjölfar hrunsins til að greiða þeim fjölmörgu sem misstu vinnuna bætur.

Sjá nánar

 


Lækki tryggingagjaldið ekki á næsta ári eru kjarasamningar fyrir tímabilið 2016-2018 í uppnámi ...

 
 

  FRÉTTIR  
 

Ríkið selji flugstöð Leifs Eiríkssonar og tengda starfsemi vegna áhættu

     
 

Isavia hefur að undanförnu kynnt heildaráætlun um uppbyggingu innviða á Keflavíkurflugvelli (svk. Masterplan). Áætlunin felur í sér að á næstu 5-7 árum verði fjárfesting í flugstöð Leifs Eiríkssonar 50- 70 milljarðar króna. Eins og fram hefur komið hefur ríkið þegar hafist handa við þessa fjárfestingu því ekki er gert ráð fyrir neinni arðgreiðslu Isavia til ríkisins á þessu ári til að styrkja stöðu félagsins og þannig undirbúa fjármögnun framkvæmda.

Sjá nánar

 

Með því að selja flugstöðina myndi ríkið draga sig út úr áhætturekstri

 

 

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016 – óskað eftir tilnefningum

     
 

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 11. desember nk. 

Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2016, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Sjá nánar

   

 

Desemberuppbót 2015 greiðist eigi síðar en 15. desember

     
 

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbót fyrir fullt starf er nú kr. 78.000. Uppbótin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall en fullt ársstarf telst a.m.k. 45 unnar vikur fyrir utan orlof.

Upplýsingar um desemberuppbót á vinnumarkaðsvef SA

   

 

Útgjöld fjölmargra stofnana aukist á síðustu árum

     
 

Á undanförnum fimm árum hafa útgjöld ríkisins til mennta- og heilbrigðismála verið skorin niður um nærri sjö milljarða. Á sama tíma má finna fjölmörg dæmi um raunaukningu útgjalda  stofnana á árunum 2009-2014 þegar rýnt er í ríkisreikning hvers árs. Aukningin nemur nærri 14 milljörðum 

Sjá nánar

   

  HÖNNUN  

 

Eldheimar og Össur fá Hönnunarverðlaun Íslands

     
 

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í annað sinn þriðjudaginn 24. nóvember, við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Ríflega 100 tilnefningar bárust dómnefnd sem tilnefndi fimm verkefni sem þóttu sigurstranglegust. Verkefnið sem þótti skara framúr að mati dómnefndar og hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2015 er sýningin Eldheimar – gosminjasýning í Vestmannaeyjum. 

Hönnunarverðlaun Íslands 2015 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í ár var einnig veitt viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2015, þá viðurkenningu hlaut fyrirtækið Össur. 

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins.

Sjá nánar á vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands

   

  AÐILDARSAMTÖK SA  

 

Mikilvægt að auka skilvirkni fjármálakerfisins

     
 

"Íslenskur fjármálamarkaður stendur á tímamótum nú þegar afnám fjármagnshafta er í sjónmáli. Uppgangur er í efnahagslífinu, kaupmáttur fer vaxandi og atvinnuleysi er lítið og aðgerðir fjármálafyrirtækja og stjórnvalda hafa dregið úr skuldsetningu fyrirtækja og heimila á undanförnum árum." Þetta kom fram í ræðu Steinþórs Pálssonar, stjórnarformanns Samtaka fjármálafyrirtækja á  SFF-deginum í gær.

Sjá nánar

   

  90 MÍNÚTUR  

 

Upptaka af stjórnmálaumræðum í Hörpu

     
 

Samtök atvinnulífsins efndu til opins umræðufundar um fjármál ríkisins, forgangsröðun fjármuna og hvað landsmenn fá fyrir skattana sína í Hörpu miðvikudaginn 18. nóvember. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi tóku þátt en yfirskrift fundarins var Hvert fara peningarnir þínir? Upptaka af fundinum er nú aðgengileg á vef SA ásamt greiningu efnahagssviðs SA á fjármálum ríkisins sem var lögð fram á fundinum.

Sjá nánar

   

 

Formaður SA: Sala eigna getur lækkað árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs um þriðjung

     
 

"Í kjölfar efnahagshrunsins jukust skuldir ríkissjóðs mjög mikið og á árinu 2014 voru vaxtagreiðslur 11% af tekjum ríkissjóðs. Nú virðist ljóst að unnt verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs verulega á næstu árum.  Annars vegar hefur verið ákveðið að slitabú fallinna banka greiði til ríkissjóðs svokallað stöðugleikaframlag og að í kjölfarið verði hin skaðlegu gjaldeyrishöft afnumin. Hins vegar getur ríkissjóður aflað nokkur hundruð milljarða króna með því að selja að hluta eða í heild eignir sínar í bönkunum, flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, ÁTVR, Íslandspóst ásamt hlut í Landsvirkjun og Landsneti. Sala eigna getur lækkað árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs um þriðjung."

Sjá nánar

   

 

Þverpólitísk samstaða um lækkun tryggingagjalds

     
 

Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins um fjárlög ríkisins með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi kom fram þverpólitísk samstaða um að lækka þurfi tryggingagjaldið. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að árlegt gjald sé um 20 til 25 milljörðum króna hærra en það eigi að vera þar sem atvinnuleysi hefur minnkað hratt.

Sjá nánar

   

 

Fjármálaráðherra: Ísland verði nánast skuldlaust land

     
 

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Ísland stefni að því að verða því sem næst skuldlaust land. Hann segir að íslenska ríkið lækki nú skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu hraðar en nokkurt annað ríki, vegna þess að landsframleiðsla sé að vaxa og skuldasöfnun hafi verið stöðvuð. Fjármálaráðherra segir að eina svigrúmið til að auka útgjöld ríkisins sé með því að greiða niður skuldir og minnka þar með vaxtagjöld ríkisins sem er áætlað að verði 74 milljarðar á næsta ári.

Sjá nánar

   

 

Vill leggja ljósleiðara um land allt

     
 

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill leggja net ljósleiðara um allt Ísland á fáum árum. Hann bendir á að háhraðatengingar séu á um 20-25% heimila á Íslandi en þær eru flestar á  höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall háhraðatenginga er hvergi hærra í heiminum en Sigurður Ingi vill gera betur.  "Við erum ekkert sátt við að vera best í heiminum. Við ætlum að ljósleiðaravæða allt landið þannig að 99,99% heimila í landinu verði komin með þessa háhraðatengingu eftir fá ár."

Sjá nánar

   

  MENNTAMÁL  

 

Mannauðsstjórar veita stjórnendum ráðgjöf

     
 

Það var þægileg og létt stemmning í Hús atvinnulífsins 17. nóvember síðastliðinn þar sem fjallað var um málefni mannauðsstjórnunar með áherslu á stöðu hennar í dag. Þetta var þriðji fundur vetrarins í fundarröðinni Menntun og mannauður.

Fyrirlesarar voru Arney Einarsdóttir lektor við Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun og Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka.

Sjá nánar

   

  VINNUMARKAÐUR  

 

Betri vinnubrögð og aukinn ávinningur

     
 

Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga þann 27. október sl. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Með samkomulaginu er lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni  átökum. Ennfremur er stefnt að auknum efnahagslegum og félagslegum stöðugleika í landinu.

Sjá nánar

   

 

Áskoranir á vinnumarkaði vegna öldrunar þjóðarinnar

     
 

Þjóðin er að eldast hratt, þó ekki eins hratt og í Evrópu. Á næstu árum mun vanta fólk á íslenskan vinnumarkað til að viðhalda hagvexti. Þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem ræddi við Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra SA um málið.

"Spurningin hlýtur að vera hvernig við ætlum að mæta áskorunum um aukin ríkisútgjöld til lífeyrisgreiðslna, til heilbrigðisþjónustu og til umönnunar aldraðra án þess að hækka skatta og draga þannig úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og samkeppnishæfni landsins hvað varðar lífskjör," segir Hannes 

Sjá nánar

 

Ellilífeyrisþegum fjölgar um 70% á næstu árum ...

 


  EFNAHAGSSVIÐ SA  

 

Greining á fjármálum ríkisins

     
 

Í greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins á fjármálum íslenska ríkisins er því fagnað að stefnt sé að afgangi af rekstri ríkissjóðs þriðja árið í röð. Á sama tíma er þó varað áframhaldandi útgjaldaaukningu og bent á að hallalausum fjárlögum hafi að mestu leyti verið náð með skattahækkunum. Stjórnvöld eru hvött til að búa í haginn nú svo næst þegar illa árar verði útgjöld ekki í hæstu hæðum, skattprósentur við þolmörk og skuldastaðan sligandi.

Sjá nánar (PDF)

   

 

Íslenska krónan fellur á tíu ára fresti

     
 

Í gegnum tíðina höfum við upplifað gengisfall krónunnar á tíu ára fresti, ýmist handstýrt eða ekki, sagði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, á fundi um Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fjallað er um fundinn í Markaðnum og á Vísi þar sem segir m.a.: "Þetta er í raun hamfarasaga og ekkert annað en afleiðing slakrar hagstjórnar." 

Sjá nánar

   
 

Hvert höldum við héðan?

     
 

Sjaldséður stöðugleiki hefur ríkt í íslensku efnahagslífi undanfarin misseri. Talsverðar áskoranir eru framundan hjá öllum örmum hagstjórnar.  Þetta er meðal þess sem kom fram í hádegiserindi Ásdísar Kristjánsdóttur um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi.

Sjá nánar

   

  ORKUMÁL  

 

Kynningar frá ráðstefnu um Sæstreng

     
 

Í nóvember fór fram fjölsótt ráðstefna um sæstreng til Evrópu en kynningar frá henni eru nú aðgengilegar á vef SA. Þrír erlendir sérfræðingar fjölluðu um reynslu Norðmanna af lagningu sæstrengja og möguleika Íslands á evrópskum orkumarkaði ásamt því að greina nýjustu strauma og stefnur á markaðnum.

Íslendingar voru hvattir til að skoða málið af gaumgæfni og móta sér stefnu. En á sama tíma að fara varlega og kynna kosti og galla þess að tengjast orkumarkaði Evrópu fyrir öllum hagsmunaaðilum.

Sjá nánar

   

  HEILBRIGÐISMÁL  

 

Tækifæri við byggingu nýs sjúkrahúss

     
 

Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð og rekstrarformi á hluta starfsemi spítalans verði breytt. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var í byrjun nóvember.

Sjá nánar

   

  SAMKEPPNI  

 

Ríkið ræður 70% af bankamarkaði um áramót

     
 

Þegar Íslandsbanki kemst í eigu ríkissjóðs um áramótin verða tveir af þremur viðskiptabönkunum í meirihlutaeigu ríkisins. Jafngildir það að ríkið ráði 70% af þessum markaði auk þess að eiga 13% hlut í Arion banka. Slík ríkisumsvif í fjármálakerfinu eru óþekkt á Vesturlöndum.

Hlutfallið nú er sambærilegt og í Rússlandi en hærra en í Venesúela. Um áramótin komumst við í hóp með Hvíta-Rússlandi og Indlandi þar sem eignarhlutur hins opinbera í fjármálakerfinu er hlutfallslega hæstur skv. Alþjóðabankanum.  Áhætta ríkisins af þessum rekstri verður mjög mikil og brýnt að hraða sölu á hlut ríkisins í bönkunum.

Sjá nánar

   

 

Íslendingar vilja gera fríverslunarsamning við Bandaríkin

     
 

Framkvæmdastjórar samtaka atvinnulífs á Norðurlöndum hvetja til þess að fríverslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna verði lokið 2016 og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Nýleg könnun sýnir afgerandi stuðning við samninginn í öllum löndunum. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Meirihluti Íslendinga styður gerð samningsins en aðeins 7% er því mótfallinn.

Í sameiginlegri grein framkvæmdastjóranna segja þeir að fríverslunarsamningurinn muni hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur muni aukast og störfum fjölga í löndunum fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð samningsins.

Sjá nánar

   

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf