Af vettvangi í maí 2016

SA fréttabréf header
 

Flugumferðarstjórar komi niður úr skýjunum

     
 

Þriðja sumarið í röð þurfa landsmenn að búa við aðstæður þar sem fámennur starfshópur lokar fyrir samgöngur til og frá landinu með verkfallsaðgerðum. Röskun hefur orðið á millilandaflugi og innanlandsflugi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra með óþægindum fyrir farþega og tekjutapi aðila í ferðaþjónustu. Þar við bætist álitshnekkir Íslands sem ferðaþjónustulands.

Kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir eru langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin og hefðbundið íslenskt höfrungahlaup hefst á ný, þar sem hver hópur knýr fram meiri launahækkanir en sá sem síðast samdi. Afleiðingarnar eru vel þekktar; verðbólga eykst, vextir hækka og að lokum fellur gengið til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.

Sjá nánar

 


Ítrekaðar launadeilur  og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi.

 
  FRÉTTIR  
 

Íslandsbanki hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála

     
 

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, veitti í vikunni Íslandsbanka, Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2016 á morgunfundinum Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun? Í áliti dómnefndar segir meðal annars:

"Fyrirtækið hefur lagt ríka áherslu á jöfn tækifæri kvenna og karla og með markvissum hætti aukið hlut kvenna í yfirstjórn þess og aukið þannig hlut kvenna í karllægum geira. Þá hefur fyrirtækið farið af stað með verkefni sem hafa það að markmiði að auka jafnrétti og stuðla að aukinni framgöngu kvenna innan fyrirtækisins og í atvinnulífinu almennt."

Sjá nánar


 

 

"Við er mjög stolt af því að fá þessa viðurkenningu fyrir okkar störf í þágu jafnréttismála."

 


 

Ábyrgt atvinnulíf

     
 

Ásetningsbrot gegn launafólki á íslenskum vinnumarkaði eru mun færri en af er látið. Langflest fyrirtæki virða að öllu leyti lög og kjarasamninga eins og vera ber og styðja Samtök atvinnulífsins öflugt eftirlit yfirvalda með atvinnulífinu þegar kemur að réttindamálum starfsfólks, vinnuumhverfi og baráttu gegn svartri atvinnustarfsemi.

Samtök atvinnulífsins vísa á bug alhæfingum verkalýðshreyfingarinnar um almenna brotastarfsemi, m.a. í  ferðaþjónustu og byggingariðnaði, út frá þeim afmörkuðu tilvikum sem upp hafa komið að undanförnu. SA gagnrýna þau harðlega og vinna heilshugar með stjórnvöldum við að stemma stigu við slíkum brotum.

Sjá nánar

   

 

Umræða um styttingu vinnutíma á villigötum

     
 

Á dögunum var haldið málþing um styttingu vinnuvikunnar á vegum BSRB og Reykjavíkurborgar. Í erindi sem sem Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hélt á málþinginu sagði hann frumvarpið, sem lagt var fram af þingmönnum Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænum, vega að rótum íslenska kjarasamningalíkansins og vera atlögu að samningsfrelsinu. Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu þar sem er rætt við Hannes.

Sjá nánar

 

Umsaminn ársvinnutími á Íslandi er stystur í Evrópu, að Frakklandi undanskildu

 

 

Fundaröð um farsælan rekstur

     
 

Litla Ísland er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Í tilefni sumarkomunnar efnir Litla Ísland til fundaraðar þar sem farsæll rekstur lítilla fyrirtækja verður í forgrunni.

Mikilvægt er að undirbúa stofnun fyrirtækis vel og leggja grunn að góðum rekstri strax í upphafi. Grunnurinn að góðum rekstri er sterkur rekstrargrunnur. Nokkrir lykilþættir einkenna vel rekin fyrirtæki og verður farið yfir þá í fundaröðinni.

Fyrsti fundurinn fór fram miðvikudaginn 25. maí þar sem fjallað var um bókhald og markaðsmál. Annar fundurinn verður haldinn föstudaginn 3. júní í Húsi atvinnulífsins í salnum Kviku kl. 8.30-10,og sá þriðji föstudaginn 10. júní á sama stað og tíma. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Sjá nánar


 

Starfsmenn
og markmið
3. júní

Samningar
og skipulag
10. júní


Í Húsi atvinnulífsins

 

 

Virkir fjárfestar – glærukynningar

     
 

Samtök atvinnulífsins, Nasdaq Iceland og Viðskiptaráð Íslands efndu til opins fundar í morgun þar sem fjallað var um samspil lífeyrissjóða og almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaði. Fundurinn var vel sóttur en yfir 150 manns mættu til fundarins. Glærukynningar frummælenda eru nú aðgengilegar á vefnum en fjallað verður ítarlega um efni fundarins á vef SA.

Sjá nánar

   

  MENNTUN OG NÝSKÖPUN  
 

HR úthlutar 24 milljónum til rannsókna í samstarfi við atvinnulífið

     
 

Öflug tengsl við atvinnulífið eru ein af grunnstoðum Háskólans í Reykjavík og vinna nemendur og fræðimenn meðal annars rannsóknar- og nýsköpunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Nýverið úthlutuðu samráðsnefndir HR og eftirfarandi samstarfsaðilar háskólans 24 milljónum til rannsóknarverkefna meistara- og doktorsnema við HR.

Sjá nánar


   

 

Atvinulífið fjárfestir í íslenskri tungu

     
 

Stjórnvöld og fulltrúar atvinnulífsins hyggjast ráðast í sérstakt máltækniverkefni á næstunni svo tungumálið haldi velli hjá komandi kynslóðum. Í ágúst eða september á að liggja fyrir áætlun um hvernig tryggja eigi uppbyggingu íslenskrar máltækni til næstu ára. Þetta kemur fram í umfjöllun Vísis sem hefur að undanförnu fjallað um hættur sem margir telja að steðji að íslensku á tölvuöld.
Samtök atvinnulífsins, ásamt Samtökum iðnaðarins og ýmsum fjármálafyrirtækjum, hafa nú safnað fimm milljónum króna á móti öðrum fimm milljónum frá stjórnvöldum til þess að hægt sé að vinna aðgerðaáætlun um uppbyggingu nauðsynlegra innviða til næstu ára.

Sjá nánar


 

Stuðningur við íslenska máltækni, til dæmis búnað sem hægt er að stýra með töluðu máli eða vélrænar þýðingar á borð við Google Translate er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins.

 

 

Heimsókn ráðgjafa

     
 

Félag náms- og starfsráðgjafa mætti í kaffispjall í hús atvinnulífsins á dögunum þar sem farið var yfir hvernig fyrirtæki og náms- og starfsráðgjafar geti unnið markvissar og betur saman. Bæði í þágu nemenda og fyrirtækja en þau þurfa á fleiri einstaklingum að halda með iðn- og verknámsbakgrunn. Voru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að börn og unglingar fái betri innsýn í atvinnulífið og það verði m.a.  gert með meiri og betri upplýsingamiðlun.

Sjá nánar


   

 

Efling fagháskóla

     
 

Fundað var með helstu hagsmunaðilum innan SA um uppbyggingu fagháskólastigs nýverið en starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins er að störfum og er stefnt að skila niðurstöðum í haust. Fór Runólfur Ágústsson verkefnastjóri yfir greiningu sem gerð hefur verið og unnið er í.

Var fundurinn ætlaður til upplýsinga fyrir félagsmenn SA og aðildarfyrirtækja og veita þeim færi á að koma á framfæri ábendingum sem styrkt geta vinnu starfshópsins. Kom margt fram sem mikilvægt er að fulltrúar atvinnulífsins hafi í huga á næstu vikum vegna eflingar fagháskólanáms. Leiðarljós SA er að auka enn frekar fagþekkingu innan hinna ýmsu atvinnugreina og ýta undir eflingu iðn,- tækni- og verkgreina á öllum skólastigum.

  UMSAGNIR  
 

Fjármálaáætlun 2017-2021

     
 

Samtök atvinnulífsins telja afar brýnt í ljósi forsenda um verulega uppsveiflu og hagvöxt fram til ársins 2021 að hið opinbera haldi sig til hlés í samkeppninni um starfsfólk á næstu árum til að forðast vaxandi verðbólgu samfara vaxandi eftirspurn í hagkerfinu. Aðhald í útgjöldum ríkissjóðs samkvæmt fyrirliggjandi fjármálaáætlun er ekki nægjanlegt þó svo að afkoma ríkissjóðs verði í jafnvægi og skuldir ríkissjóðs lækki verulega.

Sjá nánar í umsögn SA (PDF)

  MENNTUN OG NÝSKÖPUN  
 

TEDxReykjavík 2016 á laugardaginn

     
 

Samtök atvinnulífsins eru bakhjarl  TEDxReykjavík sem verður haldinn í sjötta skipti laugardaginn 28. maí. Á viðburðinum gefst þátttakendum tækifæri til að heyra erindi áhugaverðra hugsuða, frumkvöðla og listafólks.
Í ár er kastljósinu beint að hugmyndum sem hafa gefist vel á heimavelli og gætu virkað vel á útivelli, þ.e. hugmyndum sem eiga sér uppsprettu á Íslandi, en geta haft áhrif utan landsteinanna.


Vefur TEDxReykjavík

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf