Af vettvangi í september 2015

SA fréttabréf header
 

Dansinn dunar

     
 

Kjarasamningarnir sem Samtök atvinnulífsins gerðu við helstu stéttarfélög á almennum vinnumarkaði í byrjun júní sl. fólu í sér miklar launahækkanir. En samningarnir voru gerðir til langs tíma og áttu að skapa fyrirtækjum fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sínu. Vonast var til  að samningarnir skiluðu launafólki auknum kaupmætti en tryggðu áfram stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrirtækjunum var ætlað að halda aftur af verðhækkunum þótt ljóst væri að koma myndi til hækkana á ákveðnum  sviðum.

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í upphafi leiðarans þar sem hann fjallar um stöðuna á vinnumarkaðnum. Hann segir gerðardóm um laun háskólamanna og hjúkrunarfræðinga hafa hleypt vinnumarkaðnum í uppnám með úrskurði um launahækkanir langt umfram það sem almennu samningarnir gera ráð fyrir. Íslendingar séu lagðir af stað í leiðangur þar sem allir muni tapa, skuldir fólks og fyrirtækja stökkbreytast og atvinnutækifæri glatast.

Sjá nánar

 


Á tíunda áratugnum voru laun tuttugufölduð en kaupmáttur jókst um innan við eitt prósent

 

  FRÉTTIR  
 

Fundaröð um menntun og mannauð

     
 

Samtök atvinnulífsins ásamt sex aðildarsamtökum SA efna til fundaraðar um menntun og mannauð í Húsi atvinnulífsins í vetur. Fyrsti fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 22. september og er helgaður mælingum í mannauðsstjórnun. Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35 kl. 8.30-9.30. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Dagskrá og skráning á vef SA

   

 

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2015

     
 

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12. Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjálfbær nýting auðlinda verður í kastljósinu en fyrri hlutinn kl. 8.30-10 er helgaður sameiginlegri dagskrá þar sem flutt verða fróðleg erindi. Seinni hlutinn þ.e. frá kl 10.15-12 verður helgaður málstofum aðildarsamtaka SA þar sem boðið verður upp metnaðarfulla dagskrá.

Dagskrá og skráning á vef SA


 

Sameiginleg dagskrá kl. 8.30-10 og sex fjölbreyttar málstofur kl. 10.15-12.

 

 

Hver fær umhverfisverðlaun atvinnulífsins?

     
 

Á umhverfisdegi atvinnulífsins verða umhverfisverðlaun atvinnulífsins afhent í fyrsta skipti. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað.

Fjöldi fyrirtækja var tilnefndur til verðlaunanna og er dómnefnd nú að störfum. Það verður spennandi að sjá hver hneppir hnossið en ljóst er að íslensk fyrirtæki eru að gera fjölmarga spennandi hluti á sviði umhverfismála.

   

 

Sjávarútvegsdagurinn 8. október í Hörpu

     
 

Samtök atvinnulífsins, Deloitte og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa að morgunverðarfundi í Hörpu fimmtudaginn 8. október. Dagskráin verður fjölbreytt og efnisrík en fundurinn stendur frá kl. 8.30-10. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra flytur ávarp og Deloitte mun birta nýjar upplýsingar um skattspor íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa ekki legið fyrir áður. Margt fleira spennandi verður borið á borð en dagskrá verður birt þegar nær dregur og opnað fyrir skráningu. Sjáumst!

   


 

  FRÉTTIR  

 

Núverandi kerfi í andarslitrunum

     
 

Íslenskur vinnumarkaður er í uppnámi og tími til kominn að breyta því hvernig samið er um kaup og kjör. Núverandi kerfi er í andarslitrunum enda hefur það framkallað öfgakenndar sveiflur í efnahagslífinu sem hafa takmarkað lífsgæði landsmanna. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið. Hann segir Íslendinga búa við krísuástand og líklegt að þjóðin þurfi að kljást við djúpa kreppu á ný áður en langt um líður ef ekki verður gripið í taumana.

Sjá nánar

   

 

Niðurstaða gerðardóms kolröng

     
 

Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að vinnu­brögð og niðurstaða gerðardóms um launa­hækk­an­ir hjúkr­un­ar­fræðinga og BHM veki furðu. Þor­steinn seg­ir í samtali við mbl.is að gerðardóm­ur hafi kastað mjög til hend­inni við sína vinnu og að grund­vall­ar­atriði, eins og að leita staðfest­ing­ar á kostnaði við samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði, hafi verið van­rækt.

Sjá nánar 

   

 

Kjarasamningar

     
 

Samtök atvinnulífsins og VM skrifuðu undir kjarasamning 3. september sl. Niðurstaða atkvæðagreiðslu skal liggja fyrir eigi síðar en 22. september kl. 16.

Samninginn má nálgast hér.

Samtök atvinnulífsins og SSF skrifuðu undir kjarasamning 8. september. Niðurstöður atkvæðagreiðslu liggja ekki fyrir. 

Samninginn má nálgast hér.

   

  Efnahagssvið SA  

 

Er húsnæðiskostnaður að sliga landann?

     
 

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hratt á síðustu árum. Á sama tíma hafa laun einnig hækkað og aðgengi að lánsfé hefur farið batnandi. Þó húsnæðisverð sé orðið töluvert hærra en þegar það náði lágpunkti árin eftir bankahrun er ekki að sjá að húsnæðiskostnaður sé meiri nú en oft áður a.m.k. ekki miðað við launavísitölu og vaxtakostnað. 

Sjá nánar

   

 

Eru neytendur að njóta ábata gengisstyrkingar? 

     
 

Íslendingar fylgjast jafnan vel með breytingum á gengi íslensku krónunnar. Það er eðlilegt enda hafa breytingar á gengi hennar veruleg áhrif á verðlagsþróun hér á landi þar sem um þriðjungur af neysluvörum okkar er innfluttur. Styrking krónu getur því að öðru jöfnu skilað heimilunum auknum kaupmætti en veiking að sama skapi rýrt kjör heimilanna. Eðlilega vakna því reglulega upp spurningar hversu mikið gengisstyrkingin skilar sér til neytenda segir m.a. í umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Sjá nánar

   

  EFNAHAGSMÁL  

 

Hagvöxtur vel umfram væntingar á fyrri helmingi ársins

     
 

Landsframleiðslan á fyrri helmingi ársins mældist 5,2% meiri en á sama tíma í fyrra. Hagvöxturinn er mun meiri en í fyrra, þegar hann mældist 0,6% á fyrri helmingi ársins og töluvert umfram hagvaxtarspá Seðlabankans upp á 4,2% fyrir árið í heild. Innlend eftirspurn er helsti drifkraftur hagvaxtarins en bæði fjárfesting og einkaneysla uxu mikið á fyrri helmingi ársins. Kemur það ekki á óvart þar sem að kaupmáttur hefur aukist um 5,9% á síðastliðnum 12 mánuðum. Framlag utanríkisviðskipta var neikvætt en vöxtur þjóðarútgjalda var 7,3%.

Sjá nánar

 

Mikil aukning atvinnuvegafjárfestingar

 

 

Jákvæð teikn í fjárlagafrumvarpinu en skattar á fyrirtæki verða að lækka

     
 

Á undanförnum árum hefur hlutur fyrirtækja í skatttekjum ríkisins farið sífellt vaxandi. Á árunum 2003 - 2005 var hlutur fyrirtækja um 17% af tekjum ríkissjóðs en miðað við fjárlagafrumvarpið fyrir 2016 er hlutfallið komið í 29%. Á sama tíma hefur hlutdeild virðisaukaskatts í tekjum ríkissjóðs lækkað úr 29,5% í 26% og skatttekjur frá einstaklingum úr 27% í 25%.

Sjá nánar

   

 

Misráðin vaxtahækkun Seðlabankans

     
 

Seðlabankinn tilkynnti 0,5% vaxtahækkun 19. ágúst og hafði þá hækkað vexti um 1% á aðeins tveimur mánuðum. Við rökstuðning þessarar ákvörðunar vísaði bankinn fyrst og fremst til þess að kostnaður við kjarasamninga hafi reynst mun meiri en bankinn hafi áður gert ráð fyrir.

Rétt er að taka fram að sú gagnrýni Seðlabankans á fullan rétt á sér. Kjarasamningar sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði í sumar skila meiri launahækkunum en samræmist verðstöðugleika til lengri tíma litið. Það verður því ekki litið fram hjá því að verðbólguhorfur hafa versnað fyrir vikið. Vaxtahækkun Seðlabankans fyrr í sumar voru eðlileg viðbrögð við þeim samningum. Vert er þó að staldra við og velta fyrir sér hvaða forsendur lágu á bakvið vaxtaákvörðunina.

Sjá nánar

   

  SAMFÉLAGSÁBYRGÐ  

 

Góðar fyrirmyndir í atvinnulífinu

     
 

Alþjóðasamtök atvinnulífsins (IOE) hafa safnað saman sögum af fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar á sviði samfélagsábyrgðar. Um er að ræða 63 sögur frá 45 fyrirtækjum í 12 löndum. Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem er ætlað að veita stjórnendum í atvinnulífinu innblástur, hvetja þá til að sýna samfélagsábyrgð í verki og hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Sjá nánar

   

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf