Af vettvangi í desember 2012

LEIÐARI

Verðum að liði

"Átak til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu er að hefjast. Sérstakt samkomulag þar um var undirritað í gær, 12. desember. Fyrirtækin í landinu gegna meginhlutverki í átakinu en þeim er ætlað að ráða a.m.k. 1.320 langtímaatvinnulausa á næstu mánuðum. Samtök atvinnulífsins standa að átakinu ásamt öðrum aðilum vinnumarkaðarins og opinberum aðilum. Mikið liggur við að vel takist til." Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðaranum.

Hann segir SA hvetja fyrirtæki til að taka þátt í átakinu eins og aðstæður þeirra leyfi. Fólk sem ráðið er til vinnu vilji verða að liði í atvinnulífinu og taka þátt í því að skapa verðmætin í landinu ásamt fyrirtækjunum. Atvinnulífið beri kostnaðinn af því að vinnufúst fólk fái ekki störf. Fyrirtæki sem verði að liði í þessu átaki leggi mikilvægt framlag af mörkum til samfélagsins auk þess að geta bætt eigin hag.   

Sjá nánar »

FRÉTTIR

Kaupmáttur launa hefur vaxið á samningstímabilinu

Laun hafa að meðaltali hækkað um 14,0% samkvæmt launavísitölu frá upphafi 2011 til október 2012. Vísitala neysluverðs hækkaði um 10,3% á sama tímabili þannig að kaupmáttur launa var 3,4% hærri í október 2012 en í upphafi síðasta árs. Umsamdir kauptaxtar hækkuðu almennt um 12.000 kr. árið 2011 og um 11.000 kr. á árinu 2012. Lágmarkslaun hækkuðu hlutfallslega mest eða um 17% á þessum tæpu tveimur árum og kaupmáttur þeirra um 6,1%. Kaupmáttur umsaminna taxta í samningum SA og landssambanda ASÍ hefur aukist í nær öllum tilvikum.  

Sjá nánar »

Verðtryggðar skuldir heimila hækka um 1.250 milljónir króna vegna hækkunar vörugjalda á ýmis matvæli

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun vörugjalda á tilteknar mat- og drykkjarvörur. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að skattahækkunin skili ríkissjóði 800 milljóna kr. viðbótartekjum á ársgrundvelli. Breyttum lögum er ætlað að taka gildi 1. mars 2013. Ekki er ljóst hvort tekjuáætlunin nái til 10 mánaða eða alls ársins en ef hún er byggð á 10 mánaða innheimtu gjaldanna er skattahækkunin á ársgrundvelli 960 milljónir kr.  

Sjá nánar »

Hvað er að frétta?

Samtök atvinnulífsins opnuðu nýverið pósthólf fyrir jákvæðar fréttir á vef SA og hvetja samtökin félagsmenn SA og aðra í atvinnulífinu til að stinga að okkur góðum fréttum. Við viljum miðla því sem vel er gert og getur orðið fólki hvatning.

Við mjög erfiðar aðstæður undanfarin misseri hafa íslensk fyrirtæki og starfsfólk þeirra náð eftirtektarverðum árangri en með því að bæta rekstrarumhverfið er hægt að gera miklu betur, skapa fleiri og betri störf og bæta lífskjör landsmanna.

 

Nú þegar hafa nokkrar fréttir birst á vef SA eins og sjá má hér að neðan, en við viljum heyra fleiri jákvæðar fréttir úr atvinnulífinu. Fylgist með ...

Landvinningar Creditinfo í Suður-Ameríku

Grænt malbik spratt upp úr kreppunni

Promens stækkar á Dalvík og nýtir umhverfisvæna innlenda orku

Hafa keypt verkfræðiþjónustu fyrir 11 þúsund milljónir frá 2009

 Smelltu hér til að stinga að okkur jákvæðri frétt»

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS

Aðalfundur SA 16. apríl 2013

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2013 verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica en Samtök atvinnulífsins hvetja fólk úr atvinnulífinu til að taka daginn frá og fjölmenna á Nordica.   

Yfirskrift fundarins og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur en venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 13 (í sal H). Opin dagskrá hefst kl. 14 (í sal A&B) og stendur til kl. 16:00. Sjáumst!

MENNTAMÁL 

Lært í vinnunni

"Nemendur sem hætta í framhaldsskóla detta ekki við það niður í eitthvert gap. Þeir fara langflestir í störf þar sem þeir hljóta óformlega menntun og þjálfun. Oft er ekki í boði að mennta sig til þeirra starfa í formlega skólakerfinu. Þessi sýn, sem kom fram á ársfundi Fræðslumiðstöðvarinnar 2012, er mjög umhugsunarverð ekki síst í ljósi mats á raunfærni tæknimanna í rafiðnaði sem þar var líka sagt frá." Þetta segir Guðrún S. Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá SA og varaformaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í nýrri grein á vef SA.  

Sjá nánar » 

SKATTAMÁL

Samantekt frá fundi um skattamál atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins gáfu út þann 9. nóvember ritið Ræktun eða rányrkja? en þar er fjallað um skattamál atvinnulífsins. Í ritinu er að finna tillögur að markvissum breytingum á skattkerfinu á næstu fjórum árum sem miða að því að bæta hag fólks, fyrirtækja og ríkissjóðs.  

Tillögur SA voru kynntar á fjölmennum fundi í Hörpu þann 9. nóvember þar sem fjölmargir frummælendur stigu á stokk og fjölluðu um skatta út frá ólíkum atvinnugreinum. Erindi frummælenda og kynningar þeirra má nálgast á vef SA.  

Sjá nánar »

Greinar um skattamál

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, hefur á undanförnum vikum birt fjölmargar greinar um skattamál atvinnulífsins. Þær má nálgast hér að neðan ásamt greinum Halldórs Árnasonar, hagfræðings hjá SA, um skattkerfið.

Bil milli þrepa virðisaukaskatts verði minnkað

Tekjuskattur á hagnað fyrirtækja lækki á ný

Skattalækkanir fyrir Íslendinga

Sækjum fram

Tryggingagjald og nýsköpun

100% skattur 

LÍFEYRISMÁL

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, hefur að undanförnu birt greinar í Fréttablaðinu í ritröð um lífeyrismál. Alls hafa þrjár greinar birst í blaðinu nú þegar en þær má nálgast hér að neðan.

Framsýni í fyrirrúmi

Þriggja stoða lífeyriskerfi

Lífeyrissjóðirnir: Skylda, frelsi og ábyrgð

VINNUMARKAÐURINN

Upptaka: Hvernig á að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf?

Þriðjudaginn 20. nóvember fór fram morgunverðarfundur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hótel Reykjavík. Upptaka af fundinum er nú aðgengilega á nýjum vef sem helgaður er málefninu.

Þar er hægt að horfa á fróðleg erindi þar sem leitað er svara við því hvers vegna fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ættu að hafa fjölskyldustefnu? Hvernig hægt sé að innleiða fjölskyldustefnu í vaktavinnu og hvaða áhrif upplýsingatækni hafi á starfsumhverfið?

Sjá nánar: www.hiðgullnajafnvægi.is

NÝ FERSK SKÖPUN

Gardínuhljóðdeyfir líklegur til framleiðslu

Snilldarlausnir Marel 2012 litu dagsins ljós í nóvember þegar tilkynnt var um úrslit í hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna. Samtök atvinnulífsins eru bakhjarl keppninnar ásamt Marel en Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur sér um framkvæmd hennar. 

Ár hvert veita Samtök atvinnulífsins sérstaka viðurkenningu fyrir þá hugmynd sem líklegust er til framleiðslu og í ár var það gardínuhljóðdeyfir sem þótti skara fram úr á því sviði. Snilldarlausnin sjálf reyndist vera framúrstefnulegur tölvuvagn og þá þóttu takkaarmbönd og herðabeltistré einnig snilldarhugmyndir.  

Sjá nánar »

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]