Af vettvangi í apríl 2016

SA fréttabréf header
 

Íslendingar í kjörstöðu

     
 

"Íslendingar eru nú í kjörstöðu til að sækja fram á mörgum sviðum og hagur heimilanna getur haldið áfram að batna á næstu árum. Það er mikilvægt að grípa tækifærin í stað þess að glutra þeim niður með innbyrðis sundrungu eins og samfélagsástandið einkennist af.” Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 

Í leiðaranum fjallar hann m.a. um samkeppnishindranir hins opinbera, leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs og hættuna á að Íslendingar endurtaki mistök fortíðar. Þá hvetur framkvæmdastjóri SA til að markaðir verði opnaðir og samkeppni aukin auk þess sem gjaldeyrishöft verði afnumin.

Sjá nánar

 
Með hóflegri sölu eigna gætt ríkið greitt um þriðjung af skuldum sínum og lækkað vaxtabyrði 
 
  FRÉTTIR  
 

Orlofsuppbót 2016

     
 

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist orlofsuppbót þann 1. júní ár hvert. Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2016 er kr. 44.500. Við útreikning orlofsuppbótar er litið til starfstíma og starfshlutfalls á síðasta orlofsári, þ.e. frá 1. maí 2015 til 30. apríl 2016, og telst fullt ársstarf í þessu sambandi 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Ekki er greitt orlof ofan á orlofsuppbót.

Nánari upplýsingar er að finna á vinnumarkaðsvef SA sem er opinn félagsmönnum samtakanna.

Sjá nánar

 

 

 

Svipmyndir frá Ársfundi atvinnulífsins 2016

     
 

Ársfundur atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 7. apríl. Yfir 500 gestir mættu til fundarins og um 1000 horfðu á dagskrána í beinni útsendingu. Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni var yfirskrift fundarins en hægt er að horfa á svipmyndir frá fundinum hér að neðan.

Svipmyndir frá Ársfundi atvinnulífsins 2016

 

 

 

  SAMKEPPNISHÆFNI  

 

Aukin samkeppni nauðsynleg

     
 

"Ein helsta áskorun íslensks efnahagslífs á komandi árum er hvernig auka má framleiðni og þannig renna styrkari stoðum undir lífskjör okkar. Virk samkeppni skiptir þar miklu máli." Þetta var meðal þess sem kom fram í máli framkvæmdastjóra SA á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands um samkeppnismál sem fram fór í vikunni.

Sjá nánar

   

  SAMTÖK ATVINNULÍFSINS  

 

Björgólfur Jóhannsson formaður SA 2016-2017

     
 

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, var endurkjörinn formaður samtakanna á aðalfundi SA sem fór 7. apríl í Húsi atvinnulífsins. Björgólfur var kjörinn með 95% greiddra atkvæða í rafrænni atkvæðagreiðslu sem fram fór meðal aðildarfyrirtækja SA og var þátttaka góð.

   

 

Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins 2016-2017

     
 

Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins var kjörin á aðalfundi samtakanna.  Nýir stjórnarmenn eru Árni Sigurjónsson Marel, Eiríkur Tómasson Þorbirni, Hermann Björnsson, Sjóvá, Hörður Arnarson Landsvirkjun og Steinþór Pálsson Landsbankanum.

Úr stjórninni ganga Bjarni Bjarnason Orkuveitu Reykjavíkur, Höskuldur H. Ólafsson Arion banka, Kolbeinn Árnason SFS, Sigrún Ragna Ólafsdóttir VÍS og Sigsteinn P. Grétarsson Marel.

Sjá nánar

   

 

Ársskýrsla SA 2015-2016

     
 

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2015-2016 er komin út. Þar er að finna greinargott yfirlit yfir starfsemi SA á liðnu starfsári. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun um vinnumarkaðinn, kjaradeilur síðasta árs og vinnu við nýtt vinnumarkaðaslíkan.

Meðal annars er fjallað er um efnahagsmál, menntamál, starfsskilyrði atvinnulífsins og samfélagsábyrgð auk fjölda viðburða sem samtökin stóðu fyrir á síðasta ári.

Rafrænt eintak skýrslunnar má nálgast hér að neðan.

   

  ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS 2016  

 

Fíllinn í herberginu

     
 

Þeir sem misstu af Ársfundi atvinnulífsins 2016 geta nú horft á hann í heild í Sjónvarpi atvinnulífsins eða horft á hluta hans með því að smella á tenglana hér að neðan.

Horfa á fundinn í heild

   

 

Alþjóðleg samstaða gegn skattaskjólum

     
 

"Það er óásættanlegt ef fyrirtæki og stjórnendur ganga á svig við lög og reglur og greiða ekki til samfélagsins til jafns við aðra. Það má aldrei líðast." Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins í upphafi  fundarins þar sem hann ræddi m.a. um skattaskjól og aflandseyjar.

Sjá nánar

Horfa á ávarp formanns SA

   

 

Peningastefnan eftir fjármagnshöft

     
 

Már Guðmundsson seðlabankastjóri fjallaði á fundinum um hvernig peningastefna virkar og hvernig sú virkni og stjórntækin sem til boða standa breytast með þróun fjármálamarkaða og óheftum fjármagnshreyfingum. Á þessum grundvelli er afmarkað hvaða markmiðum peningastefna geti náð og hverjum ekki. 

Þá ræddi hann um áskoranir peningastefnunnar í litlum löndum og þróun ramma peningastefnunnar hér á landi. "Margvíslegir ágallar voru á ramma peningastefnunnar fyrir fjármálakreppu, bæði alþjóðlega og á Íslandi. Lýst er þeim ramma sem tekur tillit til þessarar reynslu og gæti því skilað betri árangri. Þar eru lykilatriðin betra samspil einstakra þátta hagstjórnar, öflugri stefna varðandi fjármálastöðugleika og viðbrögð við þeim hættum sem kunna að fylgja óheftum fjármagnshreyfingum."

   

 

Jón Daníelsson ræddi um framtíðarríkið Ísland 

     
 

Sérstakur gestur fundarins var Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics. Jón mun fjallaði  um framtíðarríkið Ísland, peningastefnuna, vinnumarkaðinn og ríkisfjármálin. 

Horfa á erindi Jóns Daníelssonar

   

 

Peningastefna Seðlabanka Íslands í þrot?

     
 

"Það er einn stór fíll í þessu herbergi og það er Seðlabanki Íslands." Þetta sagði Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir á Ársfundi atvinnulífsins. Heiðar er ekki bjartsýnn á peningastefnu bankans. Hann segir tilraun standa yfir sem muni fara í þrot eins og fyrri tilraunir sem aðalhagfræðingar bankans beri ábyrgð á. Heiðar var ekki einn um að gagnrýna Seðlabankann en fjölbreyttur hópur stjórnenda lagði orð í belg um peningamálin og starfsumhverfið ...

Sjá nánar

   

 

Stóra krónumálið

     
 

Sönn íslensk peningamál voru frumsýnd í Hörpu . Þar var fjallað um Stóra krónumálið en saga íslensku krónunnar er þyrnum stráð.  Á köflum hefur hún verið meðal þeirra sterkustu í heimi en þess á milli valdið mörgum vonbrigðum. Krónan er sögð áhrifagjörn, ófyrirsjáanleg og jafnvel hættuleg.

Smelltu til að horfa 
 

   

 

Líklegt að krónan sé framtíðargjaldmiðill Íslands

     
 

Tveir þriðju stjórnenda aðildarfyrirtækja SA telja líklegt að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar og einn þriðji að það sé ólíklegt. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem var kynnt á fundinum. Í öllum stærðarflokkum fyrirtækja telur meirihluti svarenda að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Langflest stóru fyrirtækjanna telja líklegt að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar (92%), þar á eftir koma örfyrirtækin (70%), þá meðalstór fyrirtæki (68%) og loks lítil fyrirtæki (58%).

Sjá nánar

   

 

Viðbrögð og samantekt

     
 

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA brugðust við því sem fram kom á fundinum og tóku saman helstu atriði fundarins.

Sjá nánar

   

  VINNUMARKAÐURINN  

 

19% aukning nýrra örorkutilfella

     
 

Alls fékk 1.471 einstaklingur úrskurðað 75% örorkumat í fyrsta sinn árið 2015 en það er 19% fleiri en árið áður. VIRK starfsendurhæfingarsjóður er farinn að taka við umtalsvert fleira fólki í sína þjónustu en mikill fjöldi ungs fólks í þeirra hópi er áhyggjuefni að mati forstjóra VIRK. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins frá 14. apríl. 

Sjá nánar

   

 

Tökum vel á móti erlendu starfsfólki

     
 

Mikilvægt er að Íslendingar taki vel á móti erlendu starfsfólki sem þjóðfélagið þarf á að halda næstu ár og áratugi. Risavaxnar áskoranir á íslenskum vinnumarkaði eru framundan vegna öldrunar þjóðarinnar og mikillar örorkubyrði, en til að standa undir góðum hagvexti og lífskjörum til framtíðar þarf Ísland á erlendu starfsfólki að halda.

Sjá nánar

   

  UMSAGNIR TIL ALÞINGIS  

 

Samgönguáætlun 2015-2018

     
 

Samtök atvinnulífsins telja afar mikilvægt að vernda þá miklu fjárfestingu sem þegar liggur í samgöngukerfinu og að viðhald þess verði ekki látið sitja á hakanum við skiptingu takmarkaðra fjármuna. 

Án fullnægjandi viðhalds ganga fastafjármunir hratt úr sér og endurnýjun síðar verður mun dýrari en ella. Nýrra mannvirkja bíða væntanlega sömu örlög. Samtökin óttast að stórkostlegt tjón verði á vegakerfinu ef ekki verður varið meiru til viðhalds en ráð er fyrir gert.

Sjá umsögn SA og aðildarsamtaka til Alþingis (PDF)

   

  ÚTGÁFA  

 

Stöðugleiki eykur samkeppnishæfni og bætir lífskjör

     
 

Að mati Samtaka atvinnulífsins hefur ríkt of mikil þögn um peningastefnu Íslands og því hafa samtökin lagt fram tillögur í nýju riti sem innlegg  í umræðu um endurbætur peningastefnunnar. Íslensk heimili og fyrirtæki eiga mikið undir því að vel takist til.  

Íslenska peningastefnan er  í mótun og verður það næstu árin. Skyndilausnir eru ekki í boði og vandi íslenskrar hagstjórnar verður ekki leystur með upptöku nýrrar myntar eða með því að hverfa eina ferðina enn frá gildandi peningastefnu vegna lélegs árangurs

Sjá nánar

   

  LJÓSMYNDAKASSINN  

 

Myndarlegt íslenskt atvinnulíf

     
 

Risastórri mósaíkmynd var brugðið upp af atvinnulífinu á Ársfundi atvinnulífsins í Hörpu. Myndin var einstaklega litrík en íslenskt atvinnulíf er bæði fjölbreytt og myndarlegt. Samtök atvinnulífsins eru stolt af því frábæra starfi sem er unnið í fyrirtækjum landsins og verðmætasköpun þeirra og þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem tóku þátt í sköpuninni og sendu SA myndir til að nota í mósaíkina.

   

  SÍÐAST EN EKKI SÍST ...  

 

TEDxReykjavík 2016

     
 


Samtök atvinnulífsins eru einn bakhjarla  TEDxReykjavík sem verður haldinn í sjötta skipti þann 28. maí. Á viðburðinum gefst þátttakendum tækifæri til að heyra erindi áhugaverðra hugsuða, frumkvöðla og listafólks. 

Í ár er kastljósinu beint að hugmyndum sem hafa gefist vel á heimavelli og gætu virkað vel á útivelli, þ.e. hugmyndum sem eiga sér uppsprettu á Íslandi, en geta haft áhrif utan landsteinanna. 

Vefur TEDxReykjavík

 
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]