Af vettvangi í janúar 2017

SA fréttabréf header
 

Tékklisti fyrir fjármálaráðherra 

     
 

Á þessu ári vinna Íslendingar ellefu dögum lengur fyrir hið opinbera en þeir gerðu árið 2009. Ísland er háskattaland og það er ekkert svigrúm til skattahækkana á komandi misserum.

Sporin hræða þegar litið er yfir farinn veg en á síðustu átta árum hafa verið gerðar yfir tvöhundruð breytingar á sköttum landsmanna, yfirleitt til hækkunar, þó svo að á því séu ánægjulegar undantekningar. Ríkið tekur meira til sín en áður, starfsmaður sem vinnur átta tíma vinnudag og hefur störf klukkan átta er til sautján mínútur yfir tíu  að vinna fyrir Benedikt Jóhannesson, nýjan fjármálaráðherra Íslands ef einungis er tekið tillit til launaskatta. 

Sjá nánar


 
Hið opinbera þenst stanslaust út og ríkisútgjöld vaxa nú hraðar en á síðasta þensluskeiði
 

 

Aðalritstjóri Economist til Íslands 

     
 


Ársfundur atvinnulífsins 2017 verður haldinn miðvikudaginn 29. mars í Hörpu. Sérstakur gestur fundarins er aðalritstjóri tímaritsins Economist sem mun fjalla um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og horfurnar framundan. Ekki er ólíklegt að útganga Breta úr ESB komi við sögu en Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslendinga.

Zanny  Minton Beddoes er sautjándi ritstjóri Economist og fyrsta konan til að gegna stöðunni í 174 ára sögu blaðsins. Hún ber ábyrgð á allri umfjöllun blaðsins og leiðir hóp blaðamanna og sérfræðinga alls staðar úr heiminum. Zanny hefur fengið virt verðlaun fyrir umfjöllun um efnahagsmál og fjármál og er eftirsóttur álitsgjafi með fjölþætta reynslu að baki.

Sjá nánar 

 

Tryggðu þér sæti
á vef SA.

 

 

Ísl(enskan)

     
 

Samtök atvinnulífsins leggja til að allt að tveimur milljörðum króna verði varið á næstu 5-7 árum til að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar. Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku. Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir. Íslensk máltækni verður í kastljósinu á Menntadegi atvinnulífsins þar sem varpað verður ljósi á þetta brýna verkefni samfélagsins.

Sjá nánar

 

Vélrænar málfarslöggur munu taka völdin.

 

 

Alvarleg þróun á vinnumarkaði

     
 

Á árinu 2016 var nýgengi örorku í fyrsta sinn meira en náttúruleg fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði, sem felur í sér að innlendum starfsmönnum fækkaði á vinnumarkaði. Með náttúrulegri fjölgun starfsfólks er átt við fjölgun íbúa á aldursbilinu 16-74 ára miðað við 80% atvinnuþátttöku. Ekki er reiknað með aðflutningi erlendra starfsmanna í náttúrulegri fjölgun.

Með nýgengi örorku er átt við fjölda þeirra sem fá úrskurð um 75% örorkumat. Það jafngildir í flestum tilvikum því að viðkomandi einstaklingar séu að mestu útskrifaðir af vinnumarkaði. Draga mun verulega úr náttúrulegri fjölgun starfsfólks á komandi árum og nálgast stöðnun eftir rúman áratug.

Sjá nánar

   

 

Fylgdu SA á Twitter og Facebook @atvinnulifid

     
 

Samtök atvinnulífsins stigu inn á samfélagsmiðlana í upphafi nýs árs þar sem við munum segja fréttir af atvinnulífinu og birta ýmsar áhugaverðar upplýsingar ásamt því að fjalla um fundi og ráðstefnur SA. Sjáumst endilega á netinu @atvinnulifid.

SA á Facebook

SA á Twitter

         

  MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS 2017  

 

Nýjasta máltækni og vísindi

     
 

Menntadagur atvinnulífsins 2017 verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Þar mun fara fram samtal atvinnulífs, stjórnmála og háskóla um hvernig gera megi íslenskuna fullgilda í stafrænum heimi þannig að íslenska verði áfram megintunga í atvinnulífinu. 

Meðal þeirra sem taka þátt eru Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands, Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum og Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017, boðið verður upp á þrjár áhugaverðar mástofur og fræðsluaðilar kynna sig á menntatorgi.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og því vissara að tryggja sér sæti sem fyrst.

Dagskrá og skráning á vef SA

   

  SAMFÉLAGSÁBYRGÐ  

 

Árangur og ábyrg fyrirtæki

     
 

Janúarráðstefna Festu og Samtaka atvinnulífsins um samfélagsábyrgð fyrirtækja fer fram í Hörpu Silfurbergi -fimmtudaginn 26. janúar kl. 8.30-12. Fjallað verður um leiðir fyrir fyrirtæki og stofnanir til að innleiða samfélagsábyrgð í kjarnastarfsemi sína og ávinning af því. Hópur stjórnenda segir sögur af samfélagsábyrgð Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Þórarinn Ævarsson, forstjóri IKEA á Íslandi og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels.

Einnig flytur Geork Kell fyrirlestur en hann var fyrsti framkvæmdastjóri Global Compact en hann gegndi starfinu frá því sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð var stofnaður árið 2000 til ársins 2015. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact.

Sjá nánar 

   

  VINNUMARKAÐUR OG HAGSTJÓRN  

 

Endurtekið efni eða nýr hittari?

     
 

"Þetta er segin saga. Það er bullandi góðæri og það eru lausatök á ríkisfjármálum. Flest hefur samt gengið Íslendingum í haginn undanfarin ár. Ferðamönnum fjölgar, olíuverð hefur verið lágt og vextir á alþjóðlegum markaði eru lágir. Inn í landið streymir erlendur gjaldeyrir en ekki má gleyma að hér eru enn inn- og útflæðishöft á gjaldeyri. Afleiðingin er sú að gengi krónunnar hefur styrkst jafnt og þétt og kaupmáttur íslensku krónunnar er mikill. Hagur okkur er að vænkast - enn sem komið er."

Sjá nánar 

 

Gengi krónunnar hefur hækkað svo mjög að samkeppni við erlenda framleiðslu og þjónustu mun reynast mörgum fyrirtækjum erfið. 

 

 

Taktlaus dans

     
 

Fjárlög 2017 voru afgreidd með 25 milljarða króna afgangi sem svarar til 1% af landsframleiðslu. Þetta er of lítill afgangur miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður. Hagvöxtur var óvenju mikill á síðasta ári og verður það fyrirsjáanlega einnig á þessu ári. Góð hagstjórn felst í því að jafna hagsveiflur með því að reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi þegar hagvöxtur er mikill og halla þegar hann er lítill. Ekki er að sjá ábyrga hagstjórn í nýsamþykktum fjárlögum. 

Sjá nánar


   

  EFNAHAGSSVIÐ SA  

 

Höldum haus þó gangurinn sé góður

     
 

"Árið 2016 var ákaflega gott ár í efnahagslegu tilliti. Hagvöxtur var áfram mikill og samsetning hans heilbrigðismerki þar sem megindrifkraftar á fyrstu þremur fjórðungum ársins voru fjárfesting og útflutningur. Þrátt fyrir verulegar launahækkanir var verðlag áfram stöðugt og hélst verðbólgan undir markmiði Seðlabankans út árið. Brúnin lyftist einnig heldur betur á landsmönnum og hefur sýn Íslendinga á efnahag landsins ekki mælst bjartari frá ársbyrjun 2007."

Sjá nánar

   

  STAÐA OG HORFUR  

 

Árið 2017 ætti að verða farsælt

     
 

Íslendingar njóta velgengni og flestir mælikvarðar gefa tilefni til bjartsýni. Árið 2017 ætti því að verða farsælt en mikilvægasta verkefnið er að tryggja árangurinn í sessi svo hann glutrist ekki niður. Þetta kom m.a. fram á árlegum hádegisverði Samtaka atvinnulífsins með fjölmiðlum í upphafi ársins þar sem rýnt var í árið og stærstu verkefnin framundan.

Sjá nánar
 

   

  AÐ UTAN  

 

Vilja grænka atvinnulífið í Noregi

     
 

Ársfundur atvinnulífsins í Noregi fór fram í Osló í upphafi ársins. Þar ræddu Norðmenn um hvernig hægt er að gera atvinnulífið grænna og umhverfisvænna. Upptökur frá fundinum eru nú aðgengilegar á vef NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi.

Eitt af því sem gera mætti til að þróa og framleiða umhverfisvænar vörur er að nýta betur ýmsa málma og jarðefni sem leynast í fjöllum Noregs. NHO metur þessa auðlind á allt að 8.000 milljarða norskra króna en olíusjóðurinn er til samanburðar 7.380 milljarðar.

Hljómar kannski undarlega en alls kyns málmar eru t.d. nauðsynlegir í vindmyllur, rafbíla, rafhlöður o.s.frv. Í eina sólarrafhlöðu þarf 16 mismunandi málma og í farsímunum ykkar eru sennilega 40 mismunandi málmar. Í rafbíl er svo þrefalt meiri kopar en í venjulegum bíl. Ný steinöld framundan?

Sjá nánar á vef NHO

   

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]