Af vettvangi í desember 2016

SA fréttabréf header
 

Orð skulu standa

     
 

Tryggingagjaldið er vondur skattur sem leggst á öll laun og dregur úr nýsköpun í atvinnulífinu. Það bitnar sérstaklega á litlum fyrirtækjum þar sem launagjöld eru yfirgnæfandi hluti rekstargjalda, en lítil fyrirtæki eru meginuppspretta nýrra starfa í efnahagslífinu. Lækkun þess er því til þess fallin að stuðla að aukinni nýsköpun og bættum hag landsmanna þegar fram í sækir.

Í upphafi þessa árs gerðu SA og ASÍ kjarasamning sem felur í sér að framlög atvinnurekenda í lífeyrissjóði hækka um 3,5% í þremur áföngum á árunum 2016-2018. Í aðdraganda samningsins samþykkti stjórn SA að ganga til þeirra samninga á þeirri forsendu að stjórnvöld mættu kröfu atvinnulífsins um verulega lækkun á tryggingagjaldinu.

Sjá nánar


 


Stjórnvöld hafa fallið í þá freistingu að marka stefnu sem felur í sér stöðuga hækkun tryggingagjaldsins.

 

  FRÉTTIR  
 

Halldór nýr framkvæmdastjóri SA

     
 

Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni, sem gegnt hefur starfinu tímabundið síðan í ágúst. Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár. Halldór hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Sjá nánar

   

 

Stjórnendur 400 stærstu: Viðsnúningur í mati á horfum

     
 

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna vaxandi áhyggjur þeirra af aðstæðum í atvinnulífinu, einkum í útflutningsgreinum, og mikinn viðsnúning í mati þeirra á horfum á næstunni þar sem jafn margir búast við batnandi og versnandi horfum.

Sjá nánar

   

 

Lífeyrisframlag hækkar einnig hjá háskólamönnum

     
 

Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um hækkun lífeyrisframlags hjá háskólamönnum sem falla undir kjarasamninga SA og félaga háskólamanna. Mótframlag atvinnurekanda verður það sama og hjá öðrum launamönnum á almennum vinnumarkaði og hækkar því úr 8% í 8,5%. Mótframlagið verður 10% frá 1. júlí 2017 og 11,5% frá 1. júlí 2018.

Sjá nánar


   

 

Framlög til menntunar fólks á vinnumarkaði

     
 

Framlög atvinnulífsins og hins opinbera til menntunar starfsfólks á vinnumarkaði námu rúmlega 4 milljörðum króna á árinu 2015. Jafngildir það samanlögðum rekstri Menntaskólans í Hamrahlíð, Menntaskólans í Kópavogi og Fjölbrautarskólans í Breiðholti.

Sjá nánar

   

 

Ný löggjöf um útlendinga 1. janúar 2017

     
 

Aukin umsvif í efnahagslífinu að undanförnu hafa leitt til þess að atvinnuleysi er í lágmarki. Sívaxandi eftirspurn íslensks atvinnulífs eftir sérhæfðum sérfræðingum og öðru starfsfólki verður að mæta að hluta með komu fólks erlendis frá.

Á síðasta þingi var samþykkt ný löggjöf um útlendinga sem tekur gildi um áramót. Markmið lagasetningarinnar er m.a. að auka samkeppnishæfni landsins.

Sjá nánar

   

 

Aukin útgjöld til heilbrigðismála

     
 

Heilbrigðismál eru stærsti einstaki útgjaldapóstur ríkissjóðs. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017, sem lagt var fram í byrjun desember, er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu heilbrigðisútgjalda upp á 7,3 milljarða króna miðað við árið sem nú er að ljúka.

Framlög til heilbrigðismála hafa verið aukin síðustu ár eftir verulegan niðurskurð til þess málaflokks á árunum 2009-2012. Mælt á föstu verðlagi eru útgjöld til heilbrigðismála meiri nú en þau voru árið 2009 og hafa útgjöld til þessa málaflokks aukist umfram önnur útgjöld ríkissjóðs.

Sjá nánar

   

  MENNTAMÁL  

 

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017

     
 

Fjöldi tilnefninga barst til menntaverðlauna atvinnulífsins 2017 en frestur til að senda inn tilnefningar rann út 12. desember. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar  á Hilton Reykjavík Nordica. Undirbúningur er nú fullum gangi en dagskrá verður birt í byrjun nýs árs. Íslensk máltækni, menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu á menntadeginum. 

Þetta er í fjórða skipti sem Menntadagur atvinnulífsins er haldinn en hann er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Að þessu sinni verður dagurinn tileinkaður íslenskri máltækni.

   

 

Fyrirmyndir í námi fullorðinna

     
 

Souleymane Sonde og Vésteinn Aðalgeirsson eru fyrirmyndir í námi fullorðinna. Viðurkenninguna fengu þeir á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fór nýverið fram.

Sjá nánar

   

  UMSÖGN  

 

Frumvarp til fjárlaga 2017

     
 

"Það er afar erfitt að átta sig á niðurstöðum fjárlagafrumvarpsins í heild og í einstökum málaflokkum vegna þess að framsetningu frumvarpsins hefur verið breytt og einnig skortir töfluyfirlit um niðurstöðurnar og samanburð við fyrri ár." Svo segir í upphafi umsagnar SA um fjárlagafrumvarpið 2017. 

Umsögn SA (PDF)

   

  EFNAHAGSSVIÐ SA  

 

Hefði viljað meiri vaxtalækkun

     
 

Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, fagnaði lækkun stýrivaxta Seðlabankans í vikunni, þó að hún hefði viljað sjá hana meiri. "Við höfum verið að upplifa lága verðbólgu samfleytt síðustu þrjú ár og Seðlabankinn er að spá lágri verðbólgu áfram." RÚV fjallaði um málið og ræddi við Ásdísi.

Sjá nánar á vef RÚV

   

 

Greining á stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi

     
 

Þrátt fyrir að tekjur íslenskra sveitarfélaga á hvern íbúa hafi á föstu verðlagi vaxið um fjórðung síðastliðin 14 ár samhliða efnahagslegum uppgangi hefur afkoma sveitarfélaga versnað. Útgjöld sveitarfélaga hafa aldrei verið meiri og var sameiginleg rekstrarniðurstaða þeirra neikvæð árið 2015. Þó afkoma stærstu sveitarfélaganna á fyrri árshelmingi þessa árs gefi tilefni til aukinnar bjartsýni má lítið út af bregða til að staðan breytist sviplega og gæti órói á vinnumarkaði og vaxandi launakostnaður snúið góðri stöðu.

Sjá nánar

 

Í ljósi alvarlegrar skuldastöðu er nauðsynlegt að sveitarfélögin dragi úr útgjöldum

 

 

Peningalegur ómöguleiki

     
 

Við lifum óvenjulega tíma, það er góðæri, lág verðbólga og verðbólguvæntingar, kaupmáttur hefur sjaldan verið meiri, sparnaður eykst og útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt. Á sama tíma og flest ríki Evrópu glíma enn við veikan efnahagsbata erum við komin inn á sjötta ár þessa hagvaxtarskeiðs. Við skerum okkur úr.

Sjá nánar 

   

  VINNUMARKAÐUR  

 

Hækkanir upp allan launastigann

     
 

Undanfarinn áratug hafa stéttarfélög verkafólks náð fram kröfum sínum um sérstakar hækkanir lægstu launa umfram hærri laun. Kauptaxtar hafa hækkað um tilteknar krónutölur sem falið hafa í sér mun meiri hlutfallshækkanir lægstu launa en þær almennu hlutfallshækkanir sem um hefur samist. 

Slíkar kröfur njóta iðulega mikils stuðnings almennings og stjórnmálamanna, a.m.k. í orði kveðnu. Stuðningur við slíka kjarastefnu byggir á sanngirnissjónarmiðum og þeirri staðreynd að lægstu laun eru alltaf talin lág og illa duga til framfærslu. Megingalli stefnunnar er hins vegar sá að launabil geta þrengst um of og því eru takmörk sett.

Sjá nánar

 

SA hafa lengi bent á nauðsyn þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga með innleiðingu á nýju vinnumarkaðslíkani að norrænni fyrirmynd 

 

  SAMKEPPNISMÁL  

 

ASÍ gegn almannahagsmunum

     
 

Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli.

Sjá nánar


   

  SKATTAR OG GJÖLD  

 

Milljarðareikningur sendur fyrirtækjum án lagasetningar

     
 

Tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum hækka um 2,3 milljarða króna milli áranna 2015 og 2016. Þar af hækka tekjur af atvinnuhúsnæði um 1,8 milljarða eða um 10% á milli ára. Á sama tíma hækkaði fasteignamat atvinnuhúsnæðis einungis um ríflega 2%. Ástæða hækkunarinnar er breytt aðferðafræði Þjóðskrár Íslands. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins en Samtök atvinnulífsins hafa mótmælt harðlega og sett fyrirvara um lögmæti breytinganna.

Sjá nánar

   

 

Skattbyrði á Íslandi sú þriðja hæsta í Evrópu

     
 

Skattbyrði á Íslandi er sú þriðja mesta í Evrópu og er einungis meiri í Danmörku og Svíþjóð en hér á landi. Þetta má lesa út úr nýjum tölum frá Hagstofu Evrópu, Eurostat, að teknu tilliti til fyrirkomulags lífeyrisgreiðslna. Sé hlutfallið leiðrétt samkvæmt því þá nam það 33,1% árið 2015, samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins en fjallað er um málið í Morgunblaðinu.

Sjá nánar

   

  FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR  

 

Samfélagsábyrgð og markmið um betri heim

     
 

Samtök atvinnulífsins, Global Compact Nordic Network og Festa efndu til morgunfundar um samfélagsábyrgð í desember. Húsfyllir var á fundinum enda vaxandi áhugi á málefninu í atvinnulífinu. Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá Samtökum atvinnulífsins, sagði frá Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð og samstarfi fyrirtækja á Norðurlöndum. 

Þá fjallaði Eva Yngvadóttir, verkefnisstjóri á umhverfissviði Eflu, um samfélagsábyrgð hjá verkfræðistofunni sem hefur skrifað undir Global Compact. Eva kynnti mörg mjög áhugaverð verkefni sem fyrirtækið hefur ráðist í. Loks kynnti Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um betri heim.  Fanney Karlsdóttir, varaformaður Festu, stýrði fundi.SA eru tengiliður Íslands við Global Compact.

   

 

Áskoranir atvinnulífsins vegna loftslagsmála

     
 

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri hafs, vatns og loftslags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flutti á dögunum erindi fyrir fullum sal af fulltrúum fyrirtækja í Húsi atvinnulífsins. Mikill áhugi er á loftslagsmálunum og spunnust ítarlegar umræður eftir kynningu Huga.

Hugi fjallaði m.a. um alþjóðasamninga um loftslagsamninga og sérstaklega um Parísarsamkomulagið frá 2015. Hann fór yfir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og rakti uppsprettur og þróun losunar á Íslandi. Hann sagði jafnframt frá stefnu stjórnvalda og áætlunum í loftslagsmálum.

Sjá nánar

 

Framtíðin felur í sér miklar áskoranir en einnig tækifæri  

 

 

Kerfisáætlun Landsnets 2016-2025

     
 

Samtök atvinnulífsins efndu í desember til umræðufundar um kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets og Auður Magnúsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf kynntu áætlunina og svöruðu fyrirspurnum félagsmanna SA. Stjórnendur úr fjölbreyttum atvinnugreinum mættu til fundarins og fram fóru líflegar og upplýsandi umræður að loknum erindum Sverris og Auðar.
 

   

  SFF-DAGURINN 2016  

 

Ósanngjörn samkeppnisstaða bitnar á neytendum

     
 

Ósanngjörn samkeppnisstaða á fjármálamarkaði  bitnar  á neytendum. Þetta kom fram í ræðu Birnu Einarsdóttir, formanns stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja, á SFF-deginum sem fór nýverið fram. Birna vísaði til þess að einungis hluti lánveitenda á Íslandi greiða svokallaðan bankaskatt meðan að aðrir gera það ekki. Bankaskatturinn er dreginn af skuldum fjármálafyrirtækja og getur því haft áhrif á þau lánakjör sem hægt er að bjóða neytendum og fyrirtækjum.

Sjá nánar


   

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]