Hádegisverðarfundur á morgun, ertu búin/n að skrá þig?

Facebook  Deila á Facebook

7. desember 2012 

Á DÖFINNI
FVH

Traust á markaði

Að byggja upp traust á markaði  – Hádegisverðarfundur 13. desember.  Jafnræði fjárfesta, innherjar og verðmótandi upplýsingar

Við uppbygginu trausts á markaði er gagnsæi og réttur fjárfesta til jafnræðis um aðgang að upplýsingum haft að leiðarljósi. Í ljósi umræðu um innherja og hverjir teljast innherjar er brýnt að skerpa á þekkingu á þessum málefnum. Á þessum hádegisverðarfundi verður almennt fjallað um innherja, ábyrgð þeirra og skyldur sem og verðmyndandi upplýsingar sem opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn gætu búið yfir. Einnig verður fjallað um tækifærin sem liggja í því að meðhöndla upplýsingar með vönduðum hætti og farið verður yfir ástæður stöðvunar á viðskiptum og verklag þar að lútandi.

Frummælendur verða Páll Friðriksson, lögfræðingur á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins, Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX á Íslandi, Kristinn Arnar Stefánsson, forstöðumaður Regluvörslu Íslandsbanka. Fundarstjóri er Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri  NASDAQ OMX á Íslandi.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. desember í Hörpu, hefst kl. 12.00 og lýkur kl. 13.15. Fundurinn er öllum opinn. Hádegisverður er innifalinn í verði. Verð: kr. 3.500 fyrir félagsmenn FVH og kr. 5.500 fyrir aðra.


Skráning hér!


Bendum góðfúslega á að greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum FVH eru undir valgreiðslum í heimabanka þínum.


 Upplýsingar um FVH    Skráning í FVH    Áframsenda til vinar
FVH 
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga  |  Kringlunni 7  |  103 Rvk  |  Sími 551-1317
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]