Af vettvangi í október 2013

LEIÐARI

Það er líflegt á Litla Íslandi

"Lítil og meðalstór fyrirtæki eru mikilvæg uppspretta nýrra starfa og hugmynda. Það staðfesta nýjar hagtölur sem Hagstofa Íslands hefur unnið fyrir Samtök atvinnulífsins. Hátt í eitt hundrað þúsund manns vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og launagreiðslur þeirra eru um 2/3 heildarlaunagreiðslna í atvinnulífinu.

Lítil fyrirtæki á Íslandi eru því talsvert stór og að þeim verður að hlúa." Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í upphafi leiðarans, þar sem hann fjallar um kraftinn sem býr í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Sjá nánar »

FRÉTTIR

Íslendingar mjög jákvæðir í garð lítilla fyrirtækja

Ný skoðanakönnun Capacent leiðir í ljós að 94,4 % Íslendinga eru jákvæðir í garð lítilla fyrirtækja, 5,3% hafa á þeim enga skoðun og aðeins 0,3% eru neikvæðir. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnulíf. Rúmlega helmingjur þjóðarinnar telur hins vegar að starfsumhverfi lítilla fyrirtækja sé slæmt og aðeins einn af hverjum fimm telur að það sé gott.

Sjá nánar »

Lítil og meðalstór fyrirtæki greiddu 2/3 heildarlauna í atvinnulífinu 2012

Í tilefni Smáþings sem fram fer næstkomandi fimmtudag vann Hagstofa Íslands úttekt fyrir Samtök atvinnulífsins sem gefur góðar vísbendingar um umfang og mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi á árunum 2010-2012. Í henni kemur m.a. fram að lítil og meðalstór fyrirtæki (með færri en 250 starfsmenn) greiddu 2/3 heildarlauna í atvinnulífinu á árinu 2012 eða um 366 milljarða króna. Heildarlaunagreiðslur í atvinnulífinu námu 555 milljörðum 2012.

Sjá nánar »

Skattkerfið og hár fjármagnskostnaður takmarka vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Að mati lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi eru skattkerfið og hár fjármagnskostnaður helstu hindranirnar fyrir vexti þeirra á næstu árum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem gerð var fyrir Smáþing sem fram fer á morgun, fimmtudaginn 10. október. Skortur á fjármagni og hæfu starfsfólki koma þar á eftir, ásamt lítilli eftirspurn á markaði, reglubyrði og gjaldeyrishöftum.

Sjá nánar »

Smáþing verður sett á morgun - tryggðu þér sæti í dag

Mikill áhugi er á Smáþingi sem fram fer á Hilton Reykavík Nordica á morgun, fimmtudaginn 10. október. Hátt í 300 manns úr atvinnulífi og stjórnmálum hafa boðað komu sína á þingið. Þeir sem vilja bætast í hópinn eru hvattir til að skrá sig strax í dag til að tryggja sér sæti. Á Smáþingi verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi, undir merkjum Litla-Íslands þar sem fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Litla Ísland hefur hreiðrað um sig á Facebook þar sem verður opinn umræðuvettvangur fyrir lítil fyrirtæki á Íslandi. 

Sjá nánar »

VINNUMARKAÐURINN

Betri lífskjör með minni verðbólgu, lægri vöxtum og nýjum störfum

Að mati Samtaka atvinnulífsins verður höfuðmarkmið komandi kjarasamninga að bæta lífskjör með því að ná niður verðbólgu og vöxtum. Þannig er hægt að skapa jákvæðar aðstæður í efnahagslífinu til að örva fjárfestingu umtalsvert á næstu misserum og fjölga störfum verulega á vinnumarkaði. Það er besta leiðin til að auka kaupmátt heimilanna, efla atvinnulífið og bæta fjárhag ríkisins. 

Samtök atvinnulífsins kynntu áherslur sínar vegna komandi kjarasamninga þann 25. september í Húsi atvinnulífsins.

Sjá nánar »

Skrifstofa SA

Ásdís Kristjánsdóttir til Samtaka atvinnulífsins

Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Ásdís starfaði um skeið hjá fjármálaráðuneytinu en hóf störf hjá Kaupþingi árið 2006 og síðan Arion banka árið 2008.

Hún hefur veitt Greiningardeild Arion banka forstöðu undanfarin þrjú ár. Ásdís hefur störf hjá SA í nóvember.

Sjá nánar »

EFNAHAGSMÁL

Hæpnar forsendur um launabreytingar í fjárlagafrumvarpi 

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur forsendur nýs fjárlagafrumvarps um launabreytingar og verðlagsþróun á næsta ári hæpnar. Hækkun á almennu tryggingagjaldi valdi SA vonbrigðum en hækkunin muni hafa neikvæð áhrif á fjölgun nýrra starfa og takmarka svigrúm til að hækka laun. Jákvætt sé að ríkisstjórnin stefni að hallalausum fjárlögum.

Sjá nánar »

Úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum

Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa ákveðið að standa fyrir úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. Samtökin telja öll æskilegt að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og að besti fáanlegi samningur um aðild verði borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sjá nánar »

LÍÚ: Hagsmunir Íslands best tryggðir utan ESB

Landssamband íslenskra útvegsmanna ítrekar að afstaða samtakanna til aðildar að ESB hefur ekki breyst. Samtökin hafa lýst því yfir að þau telji að hagsmunir Íslands séu best tryggðir utan ESB. Af því leiðir að Landssamband íslenskra útvegsmanna styður ekki aðildarviðræður við ESB og er því ekki þeirrar skoðunar að æskilegt sé að aðildarviðræðum verði lokið eins og fram kemur í erindi Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Viðskiptaráðs Íslands til forsætisráðherra.

Sjá nánar »

SAMKEPPNISMÁL

Samkeppni mikilvæg í litlu hagkerfi

"Við höfum tekið miklum framförum á síðustu tuttugu árum. Við höfum séð aukna samkeppni í íslenska hagkerfinu og höfum við einnig tekið eftir að samkeppni virkar jafn vel í litlu hagkerfi, eins og því íslenska, og stórum hagkerfum. Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins,m.a. í erindi á alþjóðlegri ráðstefnu Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál. Þorsteinn segir brýnt að auka samkeppni í mennta- heilbrigðis- og landbúnaðarkerfinu, að auka frjáls viðskipti og opna markaði með sem minnstum aðgangshindrunum. Samkeppnisreglur gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu.

Sjá nánar »

Kynning á samkeppnisreglum fyrir stjórnendur fyrirtækja

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að bjóða stjórnendum fyrirtækja upp á kynningu á meginákvæðum samkeppnislaga og túlkun þeirra. Kynningin fer fram hjá Samkeppniseftirlitinu á smærri fundum með 15-20 stjórnendum í hvert skipti. Samtök atvinnulífsins hvetja félagsmenn sína til að nýta þetta tækifæri en kynningarnar fara fram í nóvember og desember.

Sjá nánar »

MENNTAMÁL

Tími breytinga

Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf byggist á mörgum stoðum; stoðum sem snerta ekki eingöngu skýra efnahagsstefnu, ábyrg ríkisfjármál eða einfaldara regluverk. Öflugt og sveigjanlegt menntakerfi sem mætir þörfum atvinnulífsins og ýtir undir möguleika einstaklinganna til að auka við sig hæfni og færni í leik og starfi er ein af grunnstoðum þess að við getum byggt upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf.

Það sama gildir um sterka rannsóknar- og tæknisjóði þar sem grunnreglan við veitingu fjármagns byggir á samkeppni. Margt hefur verið gert í þá veru á umliðnum árum og áratugum en betur má ef duga skal.

Sjá nánar »

Stóraukið rannsóknastarf í þágu atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins og Háskólinn á Bifröst hafa stofnað Rannsóknastofnun atvinnulífsins - Bifröst, en á vegum hennar verður unnið að margvíslegum rannsóknaverkefnum í þágu atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að leggja Rannsóknastofnuninni lið næstu tvö árin og skapa með því sterkan grunn fyrir stóraukið rannsóknastarf í þágu atvinnulífsins.

Sjá nánar »

AÐILDARFÉLÖG SA

Ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva sem fram fór fimmtudaginn 26. september skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða með beinni aðkomu fulltrúa sjávarútvegsins. Í ályktun aðalfundarins segir að fyrir liggi það mikilvæga verkefni að útfæra tillögur sáttanefndar sem lagðar voru fram í september 2010, en þær feli í sér að gerðir verði langtímasamningar við sjávarútvegsfyrirtæki um nýtingu aflaheimilda og að áfram skuli byggt á aflamarki við stjórn fiskveiða.

Sjá nánar »

Helga Árnadóttir nýr framkvæmdastjóri SAF

Helga Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga tekur við starfi framkvæmdastjóra þann 1. desember næstkomandi. Hún tekur við af Ernu Hauksdóttur sem gegnt hefur starfinu frá stofnun samtakanna 1998 en hún sagði starfi sínu lausu nýlega.

Sjá nánar »

 
 Hús atvinnulífsins
Hús atvinnulífsins 
Borgartúni 35 - 105 Reykjavík
 
 
 
 
 
 

 

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]