Af vettvangi í janúar 2013

LEIÐARI

Ráðleysi eða röggsemi

"Ráðleysi lýsir best ástandinu sem skapast hefur með gjaldeyrishöftunum sem hafa verið við lýði frá nóvember 2008. Síðasta útspilið í málinu var frá foringjum stjórnmálaflokkanna sem komust að þeirri einstöku niðurstöðu að besta leiðin til að losna við gjaldeyrishöftin sé að viðhalda þeim. Núgildandi lög ganga út frá því að höftin verði afnumin fyrir árslok en stjórnmálaforingjarnir vilja nú hafa höftin ótímabundin." Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðaranum.  

Hann bendir á að ef þjóðin rísi ekki undir þeim skuldum við erlenda aðila í íslenskum krónum sem réttlæti gjaldeyrishöftin þurfi að ná fram lækkun þeirra. Framhald gjaldeyrishafta fresti vandanum sem við er að eiga, stækki hann og leiði á endanum til ófyrirsjáanlegra hremminga. Öll skilaboð um að ekki eigi að afnema höftin innan tilsetts tíma, veiki tiltrú á Íslandi og vinni gegn því að hægt sé að byggja upp kröftugt og nútímalegt atvinnulíf á Íslandi.

Sjá nánar » 

FRÉTTIR

Stytting samningstíma og sameiginleg atvinnustefna

Stjórn Samtaka atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar að ganga til viðræðna við Alþýðusamband Íslands um að stytta samningstíma gildandi kjarasamninga og hefja þegar vinnu vegna næstu kjarasamninga sem feli í sér mótun á sameiginlegri sýn á getu atvinnulífsins og samfélagsins til launahækkana og aukins kaupmáttar á næstu árum. Ennfremur að hefja sameiginlega stefnumörkun með verkalýsðhreyfingunni til að tryggja vöxt og viðgang atvinnulífsins og efnahagslegan stöðugleika sem eru forsendur framfara og bættra lífskjara.

Sjá nánar »

Fleiri störf – betri störf!

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar í Hörpu, fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30-10. Þar verður fjallað um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum. Bent verður á leiðir til að bæta lífskjör á Ísland umtalsvert en til að skapa sambærileg lífskjör og í nágrannaþjóðum okkar verður árlegur hagvöxtur að vera yfir 3,5% og verðbólga lág.

Störfum fjölgar ekki nema umsvif í atvinnulífinu aukist en með markvissri sókn má vinna bug á núverandi atvinnuleysi og bjóða þeim Íslendingum störf sem fluttu af landi brott í kjölfar efnahagskreppunnar. Ef það tekst að skapa 15.000 störf á næstu fimm árum nemur árlegur ávinningur samfélagsins nærri eitt hundrað milljörðum króna!

Sjá nánar »

Norðmenn með stórhuga áform á sviði orkunýtingar og útflutnings orku

Á ársfundi NHO, norsku samtaka atvinnulífsins voru orkumálin í brennidepli en fundurinn var haldinn 9. janúar sl. Þar fluttu ávörp meðal annara Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, og Ola Borten Moe olíu- og orkumálaráðherra.

Í máli þeirra komu fram umfangsmikil áform um aukna orkuvinnslu, nýtingu og útflutning. Svo virðist sem mikil pólitísk samstaða ríki um þróun orkugeirans í Noregi.

 Sjá nánar »

Hvað eiga Baltasar Kormákur og Hrefna Sætran sameiginlegt?

Svarið er einfalt. Þau eru bæði viðmælendur í nýju tímariti Samtaka atvinnulífsins sem kemur út á síðasta degi janúarmánaðar auk fjölda annarra þátttakenda í íslensku atvinnulífi. Fyrstu eintökum tímaritsins verður dreift á opnum morgunverðarfundi SA í Hörpu, fimmtudaginn 31. janúar auk þess sem tímaritinu verður dreift til allra aðildarfyrirtækja SA þar sem starfa um 50.000 starfsmenn.  

Sjá nánar » 

Vinnumarkaðurinn fær öflugan liðsstyrk

Liðsstyrkur er nýtt átaksverkefni Samtaka atvinnulífsins, stéttarfélaga, sveitarfélaga og ríkisins. Markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á fólki sem hefur verið lengi án vinnu með myndarlegu mótframlagi. Fyrirtækin í landinu gegna lykilhlutverki í átakinu en stefnt er að því að þau skapi 1.320 ný störf fyrir langtímaatvinnulausa á næstu mánuðum af alls 2.200 störfum. SA hvetja félagsmenn sína til að taka þátt og verða að liði. Ráðningarferlið er einfalt og skilyrði fyrir styrkveitingu skýr.

Sjá nánar »

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS

Aðalfundur SA 6. mars 2013 – sjáumst!

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2013 verður haldinn miðvikudaginn 6. mars. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica en Samtök atvinnulífsins hvetja fólk úr atvinnulífinu til að taka daginn frá og fjölmenna á Nordica.

Yfirskrift fundarins og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur en venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 13 (í sal H). Opin dagskrá hefst kl. 14 (í sal A&B) og stendur til kl. 16:00.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Breytingar á skrifstofu SA

Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur látið af störfum hjá SA eftir áratuga starf hjá SA og VSÍ, annars forvera Samtaka atvinnulífsins. Um leið og SA þakka Kristínu einstakt starf í þágu atvinnulífsins bjóða samtökin nýja starfsmenn velkomna til leiks.

Halldóra Bjarkadóttir, hefur verið ráðin fjármálastjóri á skrifstofu SA og hóf hún störf hjá SA í nóvember 2012. Halldóra er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík en hún starfaði áður hjá Hilton Reykjavík Nordica.

Þá hóf Hjörleifur Þórðarson ráðgjafi störf á skrifstofu SA um áramót, en hann er ráðinn til næstu sex mánaða. Hjörleifur er tengiliður SA við Liðsstyrk, átak atvinnulífsins, stéttarfélaga, sveitarfélaga og ríkis, til að skapa ný störf fyrir fólk sem hefur verið lengi án vinnu. Hjörleifur útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2012 með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Norræn ráðstefna um samfélagsábyrgð fyrirtækja í Reykjavík í maí

Norræn ráðstefna um samfélagsábyrgð fyrirtækja fer fram í Reykjavík dagana 14.-15. maí nk. Um er að ræða ráðstefnu norrænna fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact en samtök atvinnulífsins á Grænlandi verða einnig gestgjafar á ráðstefnunni ásamt SA. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja er ráðgefandi við undirbúning ráðstefnunnar. Ljóst er að fulltrúar nokkurra framsæknustu fyrirtækja Norðurlanda munu eiga fulltrúa á ráðstefnunni.

 Sjá nánar »

VILTU STYRKJA LIÐIÐ ÞITT?

Smelltu til að horfa!

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf