Af vettvangi í nóvember 2014

SA fréttabréf header
 

Vextir lækki enn frekar

     
 

"Verðbólga undanfarna 12 mánuði var aðeins 1% og minni en undangengin 16 ár. Stöðugt verðlag er mikið fagnaðarefni fyrir heimili og fyrirtæki og ber góðum árangri peningastefnu Seðlabankans og kjarasamninga á almennum vinnumarkaði glöggt vitni."

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA m.a. í leiðaranum og bendir á að þessi mikla hjöðnun verðbólgu gefi tilefni til frekari vaxtalækkana. "Mikilvægt er góður árangur í hagstjórn skili sér í lægri raunvöxtum og því er brýnt að Seðlabankinn lækki vexti enn frekar við næstu vaxtaákvörðun þann 10. desember næstkomandi."

Sjá nánar 

 

Það er hægt að ná árangri í baráttunni við verðbólguna ef rétt er á málum haldið.

 

  FRÉTTIR  
 

Mikil gróska á Litla Íslandi

     
 

Starfsmönnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja (með allt að 250 starfsmenn) fjölgaði um 1.400 (3%) milli 2012 og 2013. Heildarlaunagreiðslur í atvinnulífinu námu 584 milljörðum króna árið 2013 og jukust um 8% frá árinu 2012. Heildarlaunagreiðslur jukust um 9% hjá örfyrirtækjum, 10% hjá litlum fyrirtækjum, 9% hjá meðalstórum fyrirtækjum og 6,5% hjá stórfyrirtækjum. Þetta sýnir ný úttekt Hagstofu Íslands sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins og Litla Ísland sem er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. 

Sjá nánar 

 

Árið 2013 voru 2.400 fyrirtæki starfandi sem ekki voru til árið 2012. 

 

 

Það er að birta til

     
 

Samtök atvinnulífsins vekja þessa dagana athygli á jákvæðum árangri sem náðst hefur á vinnumarkaði og í efnahagslífinu undanfarna 12 mánuði. Með samstilltu átaki launafólks, fyrirtækja og stjórnvalda hefur tekist að hemja verðbólguna og auka kaupmátt heimilanna. Markmið síðustu kjarasamninga hafa náðst og gott betur en verðlag er nú stöðugra en í heilan áratug. Hóflegar launahækkanir í kjarasamningum, sambærilegar og þekkjast á Norðurlöndunum, færðu landsmönnum lága verðbólgu og aukinn kaupmátt.

Sjá nánar 

   

  AÐILDARFÉLÖG SA  

 

SFF-dagurinn 2014

     
 

Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja mun greiða um 40 milljarða til hins opinbera á þessu ári. Þetta kom fram í máli Steinþórs Pálssonar, stjórnarformanns SFF, á SFF-deginum í gær.Samkvæmt mati Samtaka fjármálafyrirtækja þá munu aðildarfélög samtakanna greiða tæplega 40 milljarða króna í opinber gjöld á þessu ári, sem er um 30% hækkun frá síðasta ári. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en aðildarfélögin greiddu árið 2007, en þá var bankakerfið átta sinnum stærra en það er í dag.  Af þessari upphæð greiða aðildarfélögin ríflega 16 milljarða króna í ótekjutengd gjöld eða tólf milljörðum króna meira en þau gerðu árið 2007.

Sjá nánar á vef SFF

   

 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi stofnuð

     
 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) eru ný samtök sem voru stofnuð 31. október síðastliðinn með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). SFS eru ein af sex aðildarsamtökum Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti formaður nýrra samtaka er Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Fiskimiða og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð. Framkvæmdastjóri SFS er Kolbeinn Árnason.

Sjá nánar

   

  Efnahagssvið SA  
 

Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja

     
 

Nánast hvergi á byggðu bóli er ríkið eins fyrirferðarmikið á bankamarkaði og á Íslandi en bankakerfið er nánast allt í eigu slitabúa annars vegar og ríkisins hinsvegar. Þetta kemur m.a. fram í nýrri greiningu efnahagssviðs SA sem kynnt var á SFF-deginum. Bankastofnanir eiga undir högg að sækja bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Lítil eftirspurn hefur haldið aftur af útlánavexti og þar að auki búa samkeppnisaðilar bankanna sem eru að stórum hluta erlendir eða opinberir aðilar við starfsskilyrði sem eru mjög ólík þeim sem bankarnir búa við.

Sjá nánar

   

 

Í íslenskri sveiflu: Hagræn þýðing og staða íslensks byggingariðnaðar

     
 

Hlutfallslegt framlag byggingariðnaðarins til landsframleiðslu sveiflast mun meira en í öðrum atvinnugreinum á Íslandi. Þetta kom m.a. fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins, stefnumót íslensks byggingariðnaðar, sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík. Í nýrri greiningu efnahagssviðs SA kemur fram að framlag byggingariðnaðarins til landsframleiðslu mældist hæst um 12% árið 2006 en hefur verið um 5% eftir efnahagsáfallið 2008.

Sjá nánar

   


  Menntamál  

 

Starfsmenntun Litla Íslands og menntahóps Húss atvinnulífsins

     
 

Fundaröð Menntahóps Húss atvinnulífsins vegna starfsmenntunarmála hélt áfram í nóvember en fundirnir hafa verið vel sóttir. Fókusinn að þessu sinni var á Litla Ísland og hvaða möguleika lítil og meðalstór fyrirtæki í öllum atvinnugreinum hafa í starfsmenntamálum. Var fundurinn sýndur í beinni útsendingu á vefnum fyrir þá sem ekki áttu heimangengt. Var ánægjulegt að sjá landsbyggðina nýta sér þennan möguleika.

Sjá nánar

   

  Starfsumhverfi
 

Lækkið tryggingagjaldið

     
 

Það stefnir í að afkoma ríkissjóðs verði mun betri í ár en ráð var fyrir gert. Svo virðist að um 60 milljarða afgangur verði af rekstri ríkissjóðs, áður en til sérstakra útgjalda vega skuldaniðurfærslu heimilanna kemur. Í fjárlögum er gert ráð fyrir afgangi upp á 1 milljarð króna. Þetta eru góð tíðindi fyrir landsmenn alla enda fátt mikilvægara en að stoppa mikla skuldasöfnun ríkissjóðs. Það leiðir hugann að miklum skattahækkunum sem fyrri ríkisstjórn og sú sem nú situr hafa lagt á atvinnulífið í landinu.

Sjá nánar

 
Lítil fyrirtæki eru oftar en ekki með hlutfallslega háan launakostnað 
 


  Vinnumarkaður
 

Samstarf um innleiðingu jafnlaunastaðals

     
 

Heildarsamtök launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda hafa tekið höndum saman um innleiðingu jafnlaunastaðals á vinnumarkaði. Markmið jafnlaunastaðalsins er að auka gagnsæi og gæði í launaákvörðunum og auðvelda atvinnurekendum að viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Grunnforsenda staðalsins er að einstaklingar hjá sama atvinnurekanda njóti sambærilegra kjara og réttinda fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Skrifað var undir samkomulag 13. nóvember um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu staðalsins.

Sjá nánar

 

Jafnlaunastaðallinn (ÍST 85:2012) er afurð áralangs samstarfs heildarsamtaka launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda.

 

 

Desemberuppbót 2014 greiðist eigi síðar en 15. desember

     
 

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbótin fyrir árið 2014 er kr. 73.600. Uppbótin greiðist fyrir fullt starf fyrir a.m.k. 45 unnar vikur hjá sama vinnuveitanda á árinu 2014, en er hlutfallsleg fyrir styttri starfstíma og minna starfshlutfall.

Sjá nánar á Vinnumarkaðsvef SA

   

 

Vinnutíminn hefur styst

     
 

Á undanförnum tveimur áratugum hefur meðalvinnutími á íslenskum vinnumarkaði styst um 4 klukkustundir vegna minni yfirvinnu, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Sé litið enn lengra aftur kemur í ljós að meðalvinnutími verkafólks og iðnaðarmanna er nú 12-Á undanförnum tveimur áratugum hefur meðalvinnutími á íslenskum vinnumarkaði styst um 4 klukkustundir vegna minni yfirvinnu, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Sé litið enn lengra aftur kemur í ljós að meðalvinnutími verkafólks og iðnaðarmanna er nú 12-14 klukkustundum styttri en hann var fyrir fjórum áratugum síðan. Þetta er mikil breyting og er til marks um bætt lífskjör þar sem svigrúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður.

Sjá nánar

 
Það er mikilvægt að atvinnu- og fjölskyldulíf sé í góðu jafnvægi en það er í höndum einstakara vinnustaða og starfsfólks ...
 

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf