Af vettvangi í desember 2015

SA fréttabréf header
 

Tækifærin liggja í loftinu

     
 

Á ráðstefnu allra ríkja heimsins um loftslagsmál í París náðu þau mikilvægu samkomulagi sem markar tímamót. Atvinnulíf og fyrirtæki munu leika lykilhlutverk ef markmið þess eiga að nást. Samkomulag þjóða heims er ekki ógn við hagvöxt og velferð til framtíðar. Þvert á móti. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að takast á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra.

Atvinnulífið hefur fjölmörg tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við loftslagsbreytingum. Með því að sýna aðgát í umhverfismálum og hugsa til langs tíma má tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda og auka arðsemi atvinnulífsins til framtíðar.

Sjá nánar

 


Stjórnendur fyrirtækja sem hugsa um sjálfbærni og sýna hana í verki, öðlast forskot í samkeppninni

 

  FRÉTTIR  
 

Stjórnendur 400 stærstu: Aðstæður góðar og verða enn betri

     
 

Niðurstöður könnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins endurspegla góðar aðstæður í öllum megin atvinnugreinum atvinnulífsins. Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu eru svipaðar og á þensluárinu  2007 og telja þeir að aðstæðurnar verði enn betri á næstunni.

Sjá nánar

 





Rúmlega helmingur stjórnenda býst við aukinni eftirspurn á innanlandsmarkaði á næstu sex mánuðum 

 

 

Framkvæmd íslenskra eftirlitsstofnana ekki í samræmi við það sem gerist í Evrópu

     
 

Sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála fór fram í morgun. Á fundinum var farið yfir þau álitaefni sem helst brenna á íslenskum fyrirtækjum í tengslum við rannsóknir mála hjá opinberum eftirlitsstofnunum.

Sjá nánar

 

Heimildir íslenska Samkeppniseftirlitsins eru um margt ólíkar því sem gerist á Norðurlöndunum
og í Evrópu

 

 

MENNTAMÁL

 

 

Menntadagur atvinnulífsins 2016

     
 

Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn í þriðja sinn fimmtudaginn 28. janúar kl. 8.30-12. Undirbúningur er nú í fullum gangi og er dómnefnd m.a. að fara yfir fjölmargar tilnefningar sem bárust til menntaverðlauna atvinnulífsins. 

Menntadagurinn sem haldinn hefur verið fyrir fulluhúsi undanfarin ár, verður líkt og áður, á Hilton Reykjavík Nordica.  Verður sjónum beint m.a. að  færniþörf fyrirtækja í framtíðinni en framundan eru miklar breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Dagskrá verður auglýst í byrjun nýs árs. 

   

 

Vantar þig fræðslustjóra?

     
 

Stjórn starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (SVS) hefur samþykkt að hrinda af stað átaki til næstu 18 mánaða með verkefnið "Fræðslustjóri að láni". Átakið er óháð rétti fyrirtækjanna í sjóðinn og einskorðast við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem greitt hafa til SVS sl. 12 mánuði og eru með heildarfjöldi starfsmanna á bilinu 7 til 25. Minni fyrirtæki hafa hingað til ekki átt þess kost að sækja um "Fræðslustjóra að láni" til sjóðsins vegna takmarkaðs réttar þeirra. Sjóðurinn mun að öllu leyti standa straum af kostnaði verkefnisins af hálfu SVS. Átakið stendur til 31. maí 2017.

Sjá nánar

   

  VINNUMARKAÐUR  

 

300 stjórnendur skora á Alþingi

     
 

Rúmlega 300 stjórnendur úr atvinnulífinu skoruðu á Alþingi í byrjun desember að lækka tryggingagjaldið. Í áskoruninni kemur fram að það gangi vel í atvinnulífinu á mörgum sviðum og atvinnuleysi hafi minnkað hratt. Þrátt fyrir það sé tryggingagjald sem rennur m.a. til greiðslu atvinnuleysisbóta enn í hæstu hæðum. Árlegt gjald er um 20 til 25 milljörðum króna hærra en það ætti að vera.

Sjá nánar

   

 

Það er svigrúm til að lækka tryggingagjaldið

     
 

Tryggingagjald getur lækkað 2016 ef vilji er til þess á Alþingi. Raunverulegt svigrúm hefur myndast til þess að lækka gjaldið en þess í stað er ákveðið að auka útgjöld ríkisins. Rekstur ríkissjóðs mun kosta skattgreiðendur 120 milljörðum króna meira á næsta ári en árið 2013. Útgjöld ríkisins verða meira en einum milljarði hærri í hverri einustu viku árið 2016 en á þessu ári.

Sjá nánar

   

 

Einstakt bann við útboðum á þjónustu

     
 

Kjaraviðræður hafa staðið yfir milli Samtaka atvinnulífsins, f.h. ISAL, og samflots verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík í tæplega eitt ár. Samkomulag liggur fyrir um kjaramálin en undirritun kjarasamnings strandar á kröfu um að aflétt verði takmörkun fyrirtækisins á því að fela verktökum ýmis verkefni. Því er rétt að varpa ljósi á það hvers vegna þessi krafa er sjálfsögð og eðlileg og jafnframt hve furðulegt það er að verkalýðshreyfingin skuli láta hana standa í vegi fyrir því að kjarasamningar í álverinu verði undirritaðir og laun starfsmanna álversins hækki eins og annarra á vinnumarkaði.

Sjá nánar

   

 

Ofalin stofnun vill meira fé

     
 

Í kjölfar efnahagsáfallsins 2008 lögðu Samtök atvinnulífsins til að atvinnutryggingagjald yrði hækkað til að standa undir fyrirsjáanlegu auknu atvinnuleysi. Samtökin viðurkenndu þannig ábyrgð atvinnulífsins við að standa undir kostnaði við greiðslu atvinnuleysisbóta. Á sama hátt krefjast samtökin þess nú að gjaldið verði lækkað til samræmis við minnkandi atvinnuleysi.

Sjá nánar
 

   

  EFNAHAGSSVIÐ SA  

 

Af launakjörum sjómanna

     
 

Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal fulltrúa sjómanna að undanförnu samkvæmt fréttum frá Alþýðusambandi Íslands, en umkvörtunarefnið er að þeir hafi ekki fengið að njóta góðrar afkomu fiskveiða á undanförnum árum á meðan kjarasamningar hafa verið lausir. Með þessu er í raun verið að ýja að því að heppilegra væri fyrir sjómenn að laun þeirra væru tengd afkomu veiðanna en ekki tekjum eins og hingað til hefur tíðkast. Færa má rök fyrir því að slíkt væri í raun heppilegra fyrir útgerðir þar sem að sjómenn bæru þá einnig með þeim þá áhættu sem liggur á kostnaðarhliðinni.

Sjá nánar

   

 

Fjárlög 2016: Yfirboð á Alþingi

     
 

Hart hefur verið deilt undanfarna daga á fjárlög komandi árs og hafa ýmiss stóryrði fallið. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa þar tekið af skarið með sameiginlegri breytingartillögu sem að þeirra sögn mun nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Margt má þar eflaust til sanns vegar færa og efnahagssvið SA fagnar allri umræðu um bætta forgangsröðun ríkisútgjalda. Verra er þó að tillögurnar ganga ekki út á forgangsröðun nema að takmörkuðu leyti og er meginstef þeirra aukin útgjöld og hærri skattar.

Sjá nánar

   

  DAGATALIÐ  

 

Skattadagurinn 14. janúar 2016

     
 

Árlegur Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins, verður haldinn fimmtudaginn 14. janúar 2016. Nánari dagskrá auglýst síðar.

   

  SAMFÉLAGSÁBYRGÐ  

 

Fundur Global Compact í Helsinki

     
 

Reglulegur fundur norræns tenglsanets Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fór fram í Helsinki 1.-2. desember sl. Metþátttaka var á fundinum en stjórnendur um 150 fyrirtækja tóku þátt. Sjálfbærni var meginþema fundarins en kynningar frummælenda eru nú aðgengilegar á vefnum.

Næsti fundur netsins fer fram á Grænlandi 19.-21. apríl 2016. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður við Global Compact á Íslandi en norræna netið mun funda næst á Íslandi vorið 2017.

   

  SJÓNVARP ATVINNULÍFSINS  

 

Hvert fara peningarnir þínir?

     
 

Annarri umræðu um fjárlög ríkisins er nú lokið en við upphaf hennar efndu Samtök atvinnulífsins til opins umræðufundar í Hörpu með stjórnmálaflokkunum sem sæti eiga á Alþingi. Upptökur frá fundinum eru aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins en þar voru einnig birt fjögur stutt innslög þar sem stærstu áskoranirnar í fjármálum ríkisins eru dregnar fram. Á fundinum var einnig ný greining efnahagssviðs SA á fjármálum kynnt. Hægt er að horfa á innslögin hér að neðan ásamt fundinn í heild.

Smelltu til að horfa

   

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf