Af vettvangi í desember 2017

SA fréttabréf header

 

Ábyrgt atvinnulíf

     
 

Nýrri ríkisstjórn fylgja góðar óskir Samtaka atvinnulífsins. Mikið veltur á því að gott samstarf takist um kjarastefnu á vinnumarkaðnum. Nauðsynlegt er launahækkanir næstu ára byggi á getu gjaldeyrisskapandi greina t.d. útflutningsfyrirtækja til að takast á við kostnaðarhækkanir og að þær séu í samræmi við framleiðniaukningu í atvinnulífinu. 

Til að standa undir 3% hagvexti næstu 20 ár þarf íslenskt þjóðarbú að auka útflutning um 1000 milljarða. Það jafngildir um einum milljarði á viku í nýjar útflutningstekjur næstu tvo áratugi. Ákvarðanir og fjárfestingar í dag eru útflutningstekjur í framtíðinni."

Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í upphafi leiðarans þar sem hann fjallar m.a. um umhverfis- og loftslagsmál og ábyrgt atvinnulíf.

Sjá nánar á vef SA

 
Umhyggja fyrir umhverfinu, sjálfbær nýting auðlinda og virðing fyrir náttúrunni fer saman við ábyrgð í rekstri fyrirtækja.
 

  FRÉTTIR  

 

Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi

     
 

Áreitni og ofbeldi af kynferðislegum toga hefur lengi verið dulið vandamál á fjölmörgum vinnustöðum. Þolendur hafa átt erfitt með að greina frá brotum sem þeir hafa orðið fyrir enda oft í erfiðri stöðu gagnvart yfirmönnum og samstarfsfólki. Bylgja vitnisburða undanfarið um kynferðisáreitni og ofbeldi hefur leitt í ljós að vandinn er stærri og brotahegðunin algengari en áður var talið. 

Það er frumskylda atvinnurekenda að senda skýr skilaboð til starfsmanna sinna um að einelti, áreitni og ofbeldi verði ekki liðið.

Þá er mikilvægt að stjórnendur skoði vinnustaðamenningu á sínum vinnustöðum og hvernig er hægt að bæta hana, draga úr hættu á særandi framkomu og að málefni þolenda verði í forgangi þegar brot koma upp.

Sjá nánar

   

 

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2018

     
 

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu fimmtudaginn 15. febrúar 2018. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.

Tilnefningar sendist í tölvupósti til Samtaka atvinnulífsins á sa@sa.is, eigi síðar en mánudaginn 18. desember.

Sjá nánar

   

 

Aðhalds er þörf

     
 

Samtök atvinnulífsins hafa lagt mat á áform í stjórnarsáttmálanum um aukin útgjöld og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum eins og fram hefur komið. Ef staðið væri við öll fyrirheit gætu árleg útgjöld vaxið um 32 milljarða króna. Fjárfestingar og einskiptisútgjöld gætu numið allt að 55 milljörðum króna á ári þegar allt er talið. Nú er ekki skynsamlegur tímapunktur til að auka verulega útgjöld ríkissjóðs. 

Sjá nánar

   

  VINNUMARKAÐUR  

 

Öll fyrirtæki eiga að framkvæma áhættumat

     
 

Ein meginskylda vinnuveitanda er að tryggja starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Vinnuslys geta verið afar kostnaðarsöm fyrir samfélagið og ekki síst þá starfsmenn sem verða fyrir heilsutjóni. Það ætti því að vera keppikefli fyrirtækja að vinna markvisst að því að draga úr vinnuslysum og skaða af völdum vinnuumhverfis.

Ein besta leiðin til að koma í veg fyrir vinnuslys er að framkvæma reglulega áhættumat á vinnustað en lagaskylda til þess hvílir á öllum fyrirtækjum.

Sjá nánar

   

 

Desemberuppbót 2017

     
 

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbót fyrir fullt starf er nú kr. 86.000.

Sjá nánar

   

 

Gera þarf spá um menntun og færni á íslenskum vinnumarkaði

     
 

Stór meirihluti Evrópuríkja stundar greiningu á færni- og mannaflaþörf á vinnumarkaði. Markmiðið er að styðja við stefnumótun í mennta-, atvinnu- og vinnumarkaðsmálum ásamt því að veita einstaklingum bestu upplýsingar til að efla menntun sína og færni. 

Á Íslandi hefur ekki verið unnið markvisst við gerð færnispár og eru Íslendingar þar af leiðandi eftirbátar nágrannaþjóða í heildarstefnumótun með tilliti til þróunar færni, menntunar og vinnumarkaðar.

Sjá nánar

   

 

Stjórnmálamenn geta tileinkað sér nýja hugsun

     
 

"Á vinnumarkaði eru samningar lausir hjá stórum hópum opinberra starfsmanna. Þótt þeir gegni mikilvægum störfum geta stéttarfélög þeirra ekki leitt launaþróun í landinu. Þannig er það hvergi. Rými til launahækkana myndast í atvinnulífinu. Eftir launahækkanir undanfarinna ára er það rými að mestu tæmt." Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í grein í Markaðnum. Hann segir að stjórnmálamenn verði að taka erfiðar ákvarðanir. "Framundan er nóg af þeim."

Sjá nánar

   

  UMHVERFISMÁL  

 

Loftslagsbreytingar fela í sér ógnir en líka tækifæri

     
 

Í erindi sínu á Umhverfisdegi atvinnulífsins fjallaði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Artic Circle og fyrrverandi forseti Íslands, m.a. um áskoranir og tækifæri sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga og nýrra viðhorfa til norðurslóða. Íslendingar hafi á undanförnum áratugum byggt upp eftirsóknarverða reynslu og þekkingu sem njóti alþjóðlegrar viðurkenningar. Stuðningur alþjóðlegs atvinnulífs hafi skipt sköpum við gerð Parísarsamkomulagsins um loftslagsmál.

Sjá nánar

 

Þá skiptir mestu máli að við höfum dug og samstöðu til að átta okkur á því að við erum góð í svo mörgu.

 

 

Hvers vegna ertu að vinna þarna?

     
 

Hrefna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri gæðatrygginga og fullvinnslu hjá Elkem á Íslandi flutti ávarp á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var fyrir skemmstu og þar sagði hún meðal annars: 

"Mamma mín spyr mig reglulega að því hvernig standi eiginlega á því að ég sé að vinna þarna?" Vangaveltur móður hennar eiga sér skýringu. "Þegar ég var lítið barn og við keyrðum fram hjá iðnaðarsvæðinu þá sat ég grátandi í aftursætinu."

Sjá nánar

   

  MENNTAMÁL  

 

Vinnustaður er námsstaður

     
 

Breytingar á vinnumarkaði, fjórða iðnbyltingin, stafræn bylting, framtíðarvinnumarkaður, vélmenni og gervigreind eru áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. Móta þarf stefnu um hvernig mæta skal örum tæknibreytingum og horfum um að vélar muni vinna stóran hluta þeirra starfa sem fólk sinnir nú. Samfélagið og vinnumarkaðurinn hafa gengið í gegnum miklar og hraðar breytingar á undanförnum áratugum en hraði þeirra er nú meiri en áður hefur þekkst. Margir eiga erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum í yfirstandandi ölduróti umbreytinga og tækninýjunga.

Sjá nánar

 

Fyrirtæki þurfa að vera virk við sí- og endurmenntun starfsmanna sinna samhliða tæknibreytingum.

 

  TIL UMHUGSUNAR  

 

Brýn samfélagsmál

     
 

Fjallað er um brýn samfélagsmál í nýjum greinaflokki á vef SA sem ber heitið Til umhugsunar. Þrjár greinar hafa birst til þessa og má nálgast þær hér að neðan.

   

  EFNAHAGSMÁL  

 

Kæra ríkisstjórn

     
 

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, átti lokaorðin í Viðskiptablaðinu daginn sem ný ríkisstjórn tók við völdum. Af því tilnefni beindi Ásdís orðum sínum til hennar.

"Í dag tekur ný ríkisstjórn til starfa. Tekur hún við stjórnartaumunum í einni lengstu uppsveiflu Íslandssögunnar sem til tilbreytingar byggir ekki á skuldsetningu. Staða íslenska hagkerfisins er ekki megin áhyggjuefnið í dag. Fremur er það staða ríkisfjármála og stefna til næstu ára sem veldur ugg."

Sjá nánar

 

 

 

Búum í haginn þegar vel árar

     
 

"Það verður af nógu að taka hjá nýrri ríkisstjórn. Rými hennar til athafna markast að talsverðu leyti af stöðu ríkisfjármála. Hún er öfundsverð um þessar mundir. Hins vegar liggur fyrir að hagkerfið er að breyta um takt eftir mikinn uppgang. Þótt margt hafi áunnist má alltaf gera betur. Skuldir þjóðarbúsins hafa lækkað mikið á undanförnum árum en þær eru enn meiri en þær voru fyrir 2008." Þetta sagði framkvæmdastjóri SA m.a. í aðsendri grein í Morgunblaðinu þegar viðræður um nýja ríkisstjórn stóðu yfir.

Sjá nánar

 

 

  ERLEND SAMSKIPTI  

 

Greining á Brexit og staðan í viðræðum Breta og ESB

     
 

Nýlega var kynnt ný skýrsla utanríkisráðuneytis þar sem lagt er mat á áhrif þess að ákvæði EES-samningsins komi ekki til með að gilda lengur í samskiptum við Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu (ESB). Utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á að Bretland sé eitt af allra mikilvægustu samstarfsríkjum Íslands og það að tryggja náin tengsl við Breta til framtíðar sé algjört forgangsverkefni.

Sjá nánar

 

 

 

Vörumerkið "Iceland"

     
 

Íslensk stjórnvöld og íslenskt atvinnulíf hafa lengi átt í deilum við breska fyrirtækið Iceland Foods vegna vörumerkjaskráningar á orðinu Iceland í Evrópu. Þar sem heiti verslunarinnar er hið sama og þjóðheiti Íslands á enskri tungu fylgja skráningu heitisins vandkvæði fyrir íslenska hagsmuni.


Sjá nánar

 

 

  FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR  

 

Fjárfest í framtíðinni

     
 

Hvernig getur Global Compact, sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð og Heimsmarkmiðin 17 um betri heim opnað fyrirtækjum leið inn á nýja markaði á sama tíma og þau sýna samfélagsábyrgð í verki? Leitað var svara við því á opnum morgunfundi SA, Global Compact Nordic Network, Festu og Íslandsstofu í byrjun desember. Að loknum fundi var áhugasömum boðið til hagnýtrar vinnustofu um samfélagsábyrgð sem stýrt var af Eriku Eriksson frá sænska ráðgjafafyrirtækinu Enact.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.

Myndir frá ráðstefnunni má nálgast á Facebook-síðu SA

 

 

 

Flutningalandið Ísland

     
 

Íslenski sjávarklasinn og Samtök atvinnulífsins efndu til ráðstefnunnar Flutningalandið Ísland í Hörpu í lok nóvember. Þar var rætt um hvernig Ísland getur eflt sig sem tengipunkt fyrir alþjóðaflutninga og um leið stuðlað að auknu efnahagssamstarfi þjóða við Norður Atlantshaf.

Flutningalandið Ísland er vettvangur þar sem koma saman aðilar úr öllum helstu greinum samgangna og flutninga hérlendis. Markmiðið með Flutningalandinu er að auka skilning á mikilvægi flutningakerfisins fyrir samkeppnishæfni þjóðarinnar og efla samstarf á milli aðila í greininni.

Myndir frá ráðstefnunni má nálgast á Facebook-síðu SA

 

 

  LITLA ÍSLAND  

 

Fundir um farsælan rekstur

     
 

Litla Ísland efndi til opinna fræðslufunda í nóvember og desember um farsælan rekstur fyrirtækja. Fjallað var um starfsmannamál, markaðsmál, straumlínustjórnun, markmiðasetningu, bókhald og helstu samninga í rekstri og réttindamál þeirra sem reka fyrirtæki. 

Fundirnir voru vel sóttir og fjölmargir horfðu einnig á fundina í beinni útsendingu. Upptökur má nálgast á vef Litla Íslands þar sem er að finna ýmsan fróðleik. Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum.

Vefur Litla Íslands

 

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf