Af vettvangi í febrúar 2016

SA fréttabréf header
 

Trúa stjórnmálamenn ekki á frjálsa samkeppni?

     
 

Hornsteinn markaðshagkerfisins er frjáls samkeppni. Samkeppnislöggjöf tryggir jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum sanngjarnar leikreglur og vinnur gegn aðgangshindrunum og skaðlegri fákeppni eða einokun. Virk samkeppni er uppspretta nýsköpunar og framfara og tryggir að neytendur njóti bestu mögulegu kjara á hverjum tíma.

Þó íslenskir stjórnmálamenn styðji frjálsa samkeppni í orði kveður við annan tón þegar kemur að eigin ranni. Í huga þeirra virðast kostir frjálsrar samkeppni ekki ná til þjónustu sem hið opinbera hefur tekið að sér að veita þegnunum. Virk samkeppni sé nauðsynleg í verslun, en ekki með áfengi og tóbak. Samkeppni sé mikilvæg í þjónustugreinum, en ekki heilbrigðisþjónustu og menntastarfsemi. Samkeppni í vöruframleiðslu sé nauðsynleg, en ekki framleiðslu landbúnaðarvara. Svo mætti áfram telja.

Sjá nánar

 

 


Samkeppnislögin voru ekki sett að frumkvæði íslenskra stjórnmálamanna ...
 

  FRÉTTIR  
 

Kjarasamningur SA og ASÍ samþykktur
- ný kaupgjaldsskrá

     
 

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, sem undirritaður var  21. janúar sl., hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu beggja aðila og gildir hann til ársloka 2018. Ný kaupgjaldsskrá hefur verið birt á vef SA ásamt nánara upplýsingaefni.

Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 12.-19. febrúar og voru 49% atkvæða nýtt. Samningurinn var samþykktur með 79% greiddra atkvæða, 12% atkvæða voru greidd gegn honum en 9% atkvæða voru auð.

Sjá nánar


   

 

Óþörf sextán þúsund störf?

     
 

Fimm þingmenn hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að stytta lögbundna vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Verði frumvarpið samþykkt mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf en rök þingmannanna fyrir breytingunni eru vægast sagt veik.

Þingmennirnir telja að 32 milljónir unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildir 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn eru í fullu starfi og virðast þingmennirnir telja að þeir geti auðveldlega bætt þessum 16 þúsund störfum við sig. Sennilegra er að launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast um rúmlega 25% á einu bretti.  

Sjá nánar

 

Aðeins í Frakklandi er umsaminn vinnutími styttri en á Íslandi

 
 

Ársfundur atvinnulífsins 2016

     
 

Ársfundur atvinnulífsins 2016 fer fram í Hörpu fimmtudaginn 7. apríl kl. 14-16. Þar verða brýnustu hagsmunamál samfélagsins rædd en dagskrá verður birt á næstunni. 

Mikill áhugi er á fundinum en þú getur tryggt þér sæti strax með því að skrá þig hér að neðan. Að loknum fundi kl. 16-17 fer fram Netagerð við höfnina þar sem m.a. verður boðið upp á nætursaltaða raftónlist.

Þú getur skráð þig hér

 

Tryggðu þér sæti.

Sjáumst í Hörpu
7. apríl!

 


  MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS  

 

Upptökur frá frá Menntadegi atvinnulífsins 2016

     
 

Menntadagur atvinnulífsins 2016 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum. Framundan er  vöxtur á nær öllum sviðum atvinnulífsins og ljóst að á næstu árum munu verða til þúsundir nýrra starfa í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir hæfu og vel menntuðu starfsfólki mun aukast en það mun reyna mjög á menntakerfið að útskrifa fólk nægilega hratt til að mæta vextinum. Því þarf  atvinnulífið ásamt verkalýðshreyfingunni að bregðast við og nýta vel starfsmenntakerfi atvinnulífsins til að auka hæfni og menntun starfsfólks sem þegar er á vinnumarkaði.

Að deginum stóðu Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjá nánar


 

Tölvuleikjabransinn er orðinn stærri en kvikmyndabransinn á heimsvísu og ef sýndarveruleikatæknin slær í gegn gætu fjölmörg spennandi störf orðið til.

 

 

Icelandair Hotels menntafyrirtæki ársins

     
 

Icelandair Hotels er menntafyrirtæki ársins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti menntaverðlaun atvinnulífsins á menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn í þriðja sinn.

Hildur Elín Vignir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri Iðunnar, gerði grein fyrir valinu en í rökstuðningu dómnefndar segir að hjá Icelandair Hotels sé unnið af mikilli fagmennsku og metnaði að fræðslumálum starfsmanna. Þar starfa að meðaltal um 700 manns af 25 þjóðernum og er markið fyrirtækisins að allir starfsmenn geti sótt sér fræðslu við hæfi.

Sjá nánar


 "Fræðslumál eru forgangsmál hjá Icelandair hótelum og sú fjárfesting hefur skilað sér í auknum gæðum og starfsánægju."

 

 

Securitas menntasproti ársins

     
 

Securitas var valinn menntasproti ársins en mikið og öflugt frumkvöðlastarf er unnið í fræðslumálum hjá fyrirtækinu. Securitas hefur tileinkað sér nýjustu tækni í miðlun fræðslu og náð mjög góðum árangri í svokallaðri speglaðri kennslu.

Sjá nánar

 

"Verðlaunin eru okkur mikil hvatning og  viðurkenning á þeirri fræðslustefnu sem við höfum verið að móta."

 

  DAGATAL ATVINNULÍFSINS  

 

     
 

10. mars. Aðalfundur SI og Iðnþing á Hilton Reykjavík Nordica.

15.-16. mars. Aðalfundur SAF á Hilton Reykjavík Nordica.

17. mars. Ársfundur SVÞ í Húsi atvinnulífsins og opin ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica.

1. apríl. Ársfundur SFS á Hilton Reykjavík Nordica.

7. apríl. Aðalfundur SA í Húsi atvinnulífsins og Ársfundur atvinnulífsins í Hörpu.


   

  AÐILDARFÉLÖG SA  

 

Mikil tækifæri á sviði orkuskipta í samgöngum

     
 

"Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er eitt af helstu viðfangsefnum mannkyns í dag. Víðast hvar snýst það verkefni öðru fremur um að draga úr brennslu jarðefnaeldsneyta á borð við kol og olíu - sem stærstur hluti losunar er rakinn til á heimsvísu - og skipta yfir í notkun endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl, jarðhita og vindorku. Íslenskt orkukerfi er einstakt að því leyti til að hérlendis byggir nær öll raforkunotkun og húshitun á endurnýjanlegum orkugjöfum." Þetta segir m.a. í ályktun aðalfundar Samorku sem fram fór 19. febrúar.

Sjá nánar


 

Ársfundur Samorku fór fram 19. febrúar -  umfjöllun um fundinn má nálgast á vef samtakanna.

 


  UMHVERFISMÁL  

 

Kuðungurinn 2015

     
 

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið 2015.

Kuðungurinn verður afhentur í tengslum við dag umhverfisins 25. apríl. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Frestur til að skila inn tilnefningum er til 23. mars nk.

Sjá nánar á vef Umhverfisráðuneytisins

   


  SJÓNVARP ATVINNULÍFSINS  

 

Icelandair hótel opna fjögur ný hótel

     
 

Icelandair hótel reka þrjár hótelkeðjur með 8 heilsárshótelum og 12 sumarhótelum ásamt því að vera með sérleyfissamning um rekstur Hilton. Fjögur ný hótel eru í burðarliðnum, þrjú í Reykjavík og eitt á Mývatni. Markmiðið er að selja gestum sanna íslenska upplifun. Vel þjálfað og menntað starfsfólk með bros á vör er forsenda þess að það sé hægt og að gestirnir komi aftur. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, ræddi við Sjónvarp atvinnulífsins, um reksturinn, fræðslustarf fyrirtækisins og þær áskoranir sem fylgja mikilli fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi. 

Sjá nánar


 

"Við höfum á að skipa frábærum hópi starfsmanna sem hafa það að leiðarljósi að gera Ísland að áfangastað sem stendur fyrir gæði í upplifun og þjónustu."

 

 

Á rúntinum með forstjóra Securitas

     
 

Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, brá sér út í síðdegisumferðina á dögunum og spjallaði við Samtök atvinnulífsins um fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins. Fyllsta öryggis var að sjálfsögðu gætt en mikið og öflugt frumkvöðlastarf er unnið hjá fyrirtækinu. Securitas hefur tileinkað sér nýjustu tækni í miðlun fræðslu og náð mjög góðum árangri í svokallaðri speglaðri kennslu.

Sjá nánar


 

"Starfsmaður getur jafnvel sótt sér þekkingu á helmingi styttri tíma þegar honum hentar."

 

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf