Prófsteinn á framtíðina |
||||
"Framundan eru kjaraviðræður á almennum markaði. Á síðustu mánuðum hefur forsætisráðherra boðað aðila vinnumarkaðar til reglulegra samráðsfunda í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Það er góð nálgun hjá stjórnvöldum. Kjaraviðræður eru ekki orrusta á milli stríðandi fylkinga. Íslendingar skiptast ekki í lið eftir því hvaða stéttarfélagi þeir tilheyra. Sérhver fjölskylda er samsett úr fólki úr ýmsum stéttum og atvinnugreinum og markmið allra er að bæta lífskjör landsmanna." Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA m.a. í leiðaranum og hvetur til þess að sumarið verði nýtt til undirbúnings komandi kjaraviðræðna. "Á endanum þarf að ná samningum sem halda til langs tíma. Farsælir samningar byggja á málamiðlun og sátt um þau atriði sem mestu máli skipta fyrir flesta. Það er lykilatriði til að vel takist til." |
Hagur launafólks og atvinnurekenda fer saman |
FRÉTTIR |
Hækkun mótframlags í lífeyrissjóði 1. júlí |
||||
Mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði hækkaði um 1,5% af tekjum þann 1. júlí 2018. Samið var um hækkunina í kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins við Alþýðusambands Íslands og fleiri félög sem ekki eiga aðild að ASÍ. Framlag launagreiðenda sem kjarasamningarnir ná til er því 11,5% í stað 10% áður og heildariðgjaldið er 15,5% eins og hjá ríkisstarfsmönnum. |
|
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2018 |
||||
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 17. október fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram í Hörpu á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin. |
Óskað er eftir tilnefningum fyrir 14. september. |
|
Ný persónuverndarlög taka gildi 15. júlí |
||||
Ný persónuverndarlög taka gildi 15. júlí næstkomandi. Óvissu vegna íslenskra fyrirtækja hefur þar með verið eytt en regluverk Evrópusambandsins (GDPR) tók gildi 25. maí í Evrópusambandinu. Samtök atvinnulífsins ásamt Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu og Viðskiptaráði Íslands sendu inn ítarlegar umsagnir um frumvarpið á meðan það var í meðförum dómsmálaráðherra og Alþingis. |
|
Sumarlokun skrifstofu SA |
||||
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Samtaka atvinnulífsins lokuð dagana 23. júlí til 3. ágúst (að báðum meðtöldum), en svarað verður í símann og brugðist við áríðandi erindum. Skrifstofan verður opnuð á ný þriðjudaginn 7. ágúst. |
|
VINNUMARKAÐUR | |
Færniþörf á vinnumarkaði verði metin |
||||
Sérfræðingahópur um færni- og menntunarþörf á vinnumarkaði hefur afhent Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, skýrslu um færnispár og mikilvægi þeirra. Ráðherra var jafnframt afhent skýrsla sem Hagfræðistofnun vann fyrir hópinn þar sem eru upplýsingar um menntun, störf, atvinnugreinar og samspil þessara þátta á vinnumarkaði. Hópurinn leggur til að formfastur rammi verði myndaður um gerð færnispár hér á landi. Í honum sátu fulltrúar frá Vinnumálastofnun, Alþýðusambandi Íslands, Hagstofu Íslands og Samtökum atvinnulífsins sem áttu frumkvæði að gerð skýrslunnar. |
|
SA taka þátt í samstarfi um #metoo aðgerðir |
||||
Samtök atvinnulífsins taka þátt í samstarfi sem er ætlað að búa til samtal um hvað hægt sé að gera til að fylgja eftir þeirri vitundavakningu sem varð í kjölfar #metoo byltingarinnar og til að vinna saman að frekari aðgerðum. Samstarfinu var hleypt af stokkunum með fundi í júní. Á honum var farið yfir til hvaða aðgerða þátttakendur hefðu nú þegar gripið. Auk þess komu fram margar hugmyndir um hvað hægt væri að gera til að sjá raunverulegar breytingar. Allir voru sammála um að fræðsla yrði sett í forgang. |
|
Nýr kjarasamningur SA og VFÍ, SFB, ST |
||||
Nýr kjarasamningur SA og VFÍ, SFB og ST (stéttarfélaga verk-, tækni-, tölvunar- og byggingafræðinga) var undirritaður 11. júní og gildir hann frá 1. júlí 2018. Kjarasamningurinn er ótímabundinn og tekur við af öðrum ótímabundnum samningi sem gerður var árið 2011. |
|
Kjarasamningur vegna starfsfólks á bátum í ferðaþjónustu |
||||
|
|
MENNTAMÁL | |
SA og HÍ vinna að auknum tengslum náms og starfsvettvangs |
||||
Efling starfsnáms og verkefnavinnu í samstarfi við fyrirtæki í landinu er meðal helstu áhersluatriða í viljayfirlýsingu um samstarf sem Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gert. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, undirrituðu yfirlýsinguna. |
|
EFNAHAGSMÁL | |
400 stærstu: Skýr merki um hjöðnun |
||||
Niðurstöður könnunar Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins gefa til kynna skýra viðhorfsbreytingu meðal stjórnenda. Könnunin var birt 12. júní en töluvert færri en áður telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu og væntingar til næstu sex mánaða eru minni en frá upphafi þessara mælinga. Skortur á starfsfólki minnkar stöðugt og því fjölgar mun hægar en undanfarin ár. Stjórnendur búast við 3% verðbólgu á næstu 12 mánuðum sem eru hærri verðbólguvæntingar en undanfarin ár. |
|
Áratugur í höftum |
||||
Nú eru tíu ár liðin frá því að Íslendingar endurnýjuðu kynni sín af fjármagnshöftum eftir 13 ára aðskilnað. Í nóvember 2008 voru sett á fjármagnshöft til að sporna gegn útflæði fjármagns og koma þannig í veg fyrir enn frekari veikingu íslensku krónunnar. Þau höft voru afnumin með góðum árangri í mars 2017. Áður en til þess kom voru hins vegar sett á önnur höft, svokölluð innflæðishöft. Þau eru enn til staðar. Innflæðishöftin kveða á um að 40% bindiskylda á vaxtalausum reikningi sé á nýju erlendu fjármagni sem fjárfest er í íslenskum skuldabréfum. |
|
Stjórnlausi fimmtungurinn |
||||
Á Íslandi er málum þannig háttað að kostnaður vegna eigin húsnæðis hefur ríflega fimmtungs vægi í vísitölu neysluverðs. Eðli máls samkvæmt hefur þróun húsnæðisverðs því mikil áhrif á íslenskt vaxtastig. Vandinn er hins vegar sá að miðlun stýrivaxta yfir til húsnæðislánavaxta er ákaflega veik, nánast engin, eins og kemur fram í rannsókn sem unnin var á dögunum fyrir starfshóp um endurskoðun peningastefnunnar. |
|
TIL UMHUGSUNAR | |
Skattgreiðslur af arði verði einfaldaðar |
||||
Skylt er að draga staðgreiðslu vegna fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum þegar þær eiga sér stað samkvæmt lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Í framkvæmd hefur skilaskylda vegna skattgreiðslunnar legið á hlutafélaginu sjálfu en ekki fjármálafyrirtækjum sem varðveita hlutabréf fyrir hluthafa. Skráð hlutafélög sem greiða hluthöfum sínum arð, standa árlega í ströngu við að halda eftir réttum skatti og skila. |
|
STARFSUMHVERFI | |
Veiðigjaldið vefst fyrir mörgum |
||||
Framkvæmdastjóri SA skrifaði grein um hugmyndir um breytingar á veiðigjöldum í Morgunblaðið í fyrstu viku júní. "Markmið áformaðra breytinga á veiðigjaldi er að lagfæra alvarlegan galla við útreikning þess, en hann er hversu langur tími líður milli ákvörðunar gjaldsins og uppruna gjaldstofnsins sem byggt er á. Á þessu ári er álagt gjald byggt á afkomu ársins 2015 og á þremur árum geta aðstæður gerbreyst. Þetta verður að laga. Þrátt fyrir áformaðar lagfæringar munu veiðigjöld engu að síður hækka um 1,5 milljarða króna frá fyrra ári. Það er hækkun en ekki lækkun eins og ætla mætti af umræðunni. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hefur versnað mikið á undanförnum misserum og fyrirtækin eiga erfiðara með að greiða gjaldið en áður." |
|
Renta |
||||
Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi þegar hann mælti fyrir lögum um veiðigjald árið 2012: "Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku? … " Þótt ýmsar forsendur í þessu séu umdeilanlegar þá voru þetta forsendurnar sem lágu að baki gjaldinu. Veiðigjald væri því ekki hefðbundinn skattur og gjaldið ætti að fylgja afkomu greinarinnar. |
|
SÍÐAST EN EKKI SÍST |
Ísland í undanúrslit á (Efnahags) HM |
||||
Ísland reyndist meðal sterkustu þjóðanna á HM í Rússlandi að mati Dansk industri (DI) í Danmörku. Matið snéri þó ekki að knattspyrnuhæfileikum og baráttuþreki, heldur þrótti efnahagslífsins. Danir sendu Ísland beint í undanúrslitin fyrir mót. Kynntu þér hvers vegna. |
|
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is |
Share with Your Friends