Af vettvangi í mars 2018

SA fréttabréf header

 

Stóra myndin

     
 

Kjaramál eru í deiglunni og launakjör einstakra hópa. Harkaleg átök eru boðuð þegar kjarasamningar á almennum markaði renna sitt skeið á enda um áramótin. Einstaka launahækkanir stjórnenda hafa verið nefndar sem dæmi um að hækka þurfi laun allra verulega. Þegar heildarmyndin er skoðuð kemur í ljós að heilt yfir hafa stjórnendur sýnt mikla ábyrgð. Tölur frá Hagstofu Íslands staðfesta að stjórnendur hafa hækkað hlutfallslega minna en meðallaun í landinu frá 2014 til 2016 sem eru nýjustu gögn sem til eru.

Allir verða að sýna hófsemd í sínum kröfum, stjórnendur fyrirtækja líka, og miklar launahækkanir stjórnenda tiltekinna fyrirtækja og stofnana eru ekki stefna Samtaka atvinnulífsins. Hóflegar kröfur eru allra hagur til langs tíma. 

Sjá nánar

 
Hefja ætti samtal milli lífeyrissjóðanna og stórra skráðra hlutafélaga um starfskjarastefnu fyrirtækjanna og hluthafastefnu lífeyrissjóðanna.
 

  FRÉTTIR  

 

Stjórnendur 400 stærstu: Jafnvægi og stöðugleiki

     
 


Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. 

Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði vöru og þjónustu fyrirtækjanna á ársgrundvelli og að gengi krónunnar veikist um 2%. Stjórnendur telja hækkun launakostnaðar verða meginskýringu á hækkun á verði vöru og þjónustu fyrirtækjanna.

Sjá nánar


 

Tveir þriðju stjórnenda telja skort á starfsfólki ekki vera vandamál. 

 

 

Formannskjör Samtaka atvinnulífsins 

     
 

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2018-2019 stendur yfir meðal aðildarfyrirtækja SA. Eyjólfur Árni Rafnsson gefur áfram kost á sér sem formaður en hann tók við formennsku árið 2017. Félagsmenn SA hafa fengið send lykilorð í tölvupósti til að taka þátt í formannskjörinu. Hægt er að kjósa til kl. 16.00 sunnudaginn 15. apríl.

Sjá nánar 

   

 

Aðalfundur SA 2018 

     
 


Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn mánudaginn 16. apríl 2018. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður m.a. frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2018-2019. Aðalfundurinn er í Hörpu í salnum Björtuloftum kl. 12-13.30.

Sjá nánar 

   

 

Ársfundur atvinnulífsins 2018 

     
 

Framfarir í hundrað ár er yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins  2018 en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918.

Á hundrað árum hefur öflugt íslenskt atvinnulíf lagt grunn að góðum lífskjörum og mikilli velsæld. Fundurinn fer fram mánudaginn 16. apríl í Hörpu kl. 14-15.30. Tryggðu þér sæti á vef SA!

Sjá nánar

   

 

Fræðslufundir SA á landsbyggðinni

     
 

Vorið 2018 bjóða Samtök atvinnulífsins félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Meðal þess sem verður fjallað um er ráðning starfsmanna, vinnufyrirkomulag, orlofs- og veikindaréttur, uppsagnir og starfslok. Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna.

Sjá nánar 

 

Sjáumst!

 

 

Fræðsluefni um ný persónuverndarlög

     
 

Með nýjum persónuverndarlögum, sem áætlað er að taki gildi 25. maí næstkomandi, verða lagðar ýmsar nýjar skyldur á fyrirtæki landsins. Samtök atvinnulífsins hafa að því tilefni gefið út fræðsluefni sem er aðgengilegt félagsmönnum á vinnumarkaðsvef samtakanna.

Brot á reglunum getur varðað sekt sem nemur allt að 4% af árlegri heildarveltu fyrirtækis á heimsmarkaði eða 20 milljónum evra, eftir því hvort er hærra.

Sjá nánar

   

  JAFNRÉTTISMÁL  

 

"Mig langaði ekki til að dansa í Kreml"

     
 

Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, flutti áhrifamikið ávarp í Kauphöll Nasdaq á Íslandi á Alþjóðadegi kvenna. Í kjölfarið hringdi hún bjöllu kauphallarinnar í þágu jafnréttis. Erindi Sigríðar má lesa í heild á vef SA.

Viðburðurinn var samstarfsverkefni 50 kauphalla Nasdaq út um allan heim, UN Women og Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact.

Sjá nánar

   

 

Launamunur kynjanna minnkar verulega

     
 

Á almennum vinnumarkaði minnkaði leiðréttur launamunur kynjanna um þriðjung á átta ára tímabili. Hann var 8,1% árið 2008 og 5,4% árið 2016 og minnkaði þannig um 2,7 prósentur. Hjá hinu opinbera minnkaði leiðrétti launamunurinn úr 5,2% í 3,3%, eða um 1,9 prósentu og á vinnumarkaðnum í heild úr 6,6% í 4,5%, eða um 2,1 prósentu. Hvort tveggja er um þriðjungs minnkun launamunar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hagstofu Íslands á launamun kynjanna 2008-2016.

Sjá nánar

   

  VINNUMARKAÐUR  

 

Dósent gengisfellir Háskóla Íslands

     
 


Dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur í vinnumarkaðsfræðum fer með órökstuddar staðhæfingar um sérsvið sitt í viðtali við Morgunblaðið. Staðhæfingar hans ganga þvert á alkunnar og mælanlegar staðreyndir enda vísar hann ekki til neinna gagna eða rannsókna sem ályktanir hans byggja á.

Sjá nánar

 

Háskóli er stórt orð

 

 

Sveigjanlegur vinnutími eftirsóknarverður

     
 

Það er jákvætt að einstök fyrirtæki og starfsmenn þeirra skoði vinnutilhögun hjá sér og reyni að finna hagkvæmar lausnir sem nýtast báðum aðilum þar sem því verður komið við. Samtök atvinnulífsins eru fylgjandi því að auka sveigjanleika vinnutíma til að auka jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. SA vara hins vegar við því að 37 stunda vinnuvika verði stytt með einfaldri lagasetningu sem myndi auka launakostnað atvinnulífsins um 25% á svipstundu.

Sjá nánar

   

  TIL UMHUGSUNAR  

 

Er hagkerfið að kólna hraðar en spáð var?

     
 

Frá 2014 hefur hagkerfið vaxið um 17%, laun hafa hækkað um 40% og verðlag um 7%. Uppsöfnuð kaupmáttaraukning heimila er án allra fordæma og margföld á við það sem mælist í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við.

Sjá nánar

   

 

Stóra lausnin er smá

     
 

Ríflega 99 prósent fyrirtækja á Íslandi eru með færri en 250 manns á launaskrá og teljast því vera örfyrirtæki, lítil eða meðalstór. Meira en helmingur launafólks starfar hjá slíkum fyrirtækjum. Hér eru sex leiðir til að bæta starfsumhverfi þeirra.

Sjá nánar

   

  ERLENT  

 

Brexit skýrist en flækist

     
 

Um þessar mundir eiga sér stað viðræður milli Bretlands og Evrópusambandsins um þrjú mismunandi álitaefni vegna ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB; útgöngusamning, aðlögunartímabil og síðan framtíðarsamband milli ríkjanna. Gert er ráð fyrir að samkomulag um útgöngu og aðlögunartímabil þurfi að liggja fyrir í október en útganga Breta tekur gildi í mars á næsta ári.

Sjá nánar

   

  EFNAHAGSMÁL  

 

Kveðjum Lindarhvol ehf. með gleði í hjarta og þökk fyrir liðið

     
 

Stórar fréttir fá oft enga athygli. Það er ekki á hverjum degi sem ríkissjóði áskotnast í einu vetfangi stórt og fjölbreytt eignasafn að verðmæti nokkur hundruð milljarðar króna. Sú varð þó raunin árið 2016. Við uppgjör slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja afhentu þau ríkissjóði svokallað stöðugleikaframlag í skiptum fyrir að halda sínum erlendu eignum utan innlendra fjármagnshafta.

Sjá nánar

   

 

Varðmenn hafta

     
 

Innflæðishöft hafa verið hér við lýði í 22 mánuði. Hefur tilvist þeirra verið rökstudd með því að hindra þurfi flæði skammtímafjármagns erlendra aðila til landsins, þó reyndar sé illa skilgreint af Seðlabankanum sjálfum hvað flokkist sem skammtímaflæði.

Sjá nánar

   

  ÖRYGGISMÁL  

 

Stjórnendasvik vaxandi vandamál

     
 

Svonefnd stjórnendasvik (e. CEO-fraud) hafa upp á síðkastið orðið æ algengari. Þau felast í að fjársvikamenn villa á sér heimildir sem stjórnendur fyrirtækja og senda trúverðug fyrirmæli á starfsmenn þeirra um að millifæra fé með hraði. Ísland er eitt netvæddasta land heims og hér á landi eru nánast öll bankaviðskipti rafræn. Íslensk fyrirtæki hafa því orðið fyrir barðinu á stjórnendasvikum í síauknum mæli á undanförnum árum. 

Horfðu á forvarnafund SFF og SA

   

  SAMKEPPNISHÆFNI  

 

Nátttröll leitar tilgangs

     
 

Íbúðalánasjóður hefur nú riðið fram á völlinn með nýjar lausnir á vandamálum í húsnæðismálum. Þetta er sama stofnun og leiddi húsnæðisbólu í aðdraganda hrunsins með því að kynna 90% lán. Auk þess að bjóða upp á lán, í samkeppni við banka og lífeyrissjóði, er sjóðurinn með nokkurs konar greiningadeild. Maður bíður bara spenntur eftir Íbúðalánasjóðs greiðslukortunum eða sparibaukunum.

Sjá nánar

   

  MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS   

 

Hvað verður um starfið þitt?

     
 

Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í Hörpu og var þetta árið tileinkaður hlutverki skólakerfis og atvinnulífs við að búa fólk undir þær miklu tæknibreytingar sem nú standa yfir. Hvað verður um starfið þitt? var yfirskrift dagsins sem hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður og var nú haldinn í fimmta sinn. Upptökur frá dagskránni eru aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins á vef SA. 

Sjá nánar

   

 

Menntafyrirtæki ársins 2018

     
 

Iceland Travel er menntafyrirtæki ársins 2018. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar afhenti verðlaunin. Iceland Travel er leiðandi ferðaskrifstofa í móttöku erlendra ferðamanna sem byggir á áratuga reynslu. Ársveltan stefnir í 14 milljarða og farþegar sem koma til Íslands á vegum Iceland Travel eru eitt hundrað og fimmtíu þúsund. Átta af hverjum tíu starfsmanna fyrirtækisins hafa lokið háskólaprófi, flestir af viðskipta, ferðamála- eða tungumálabrautum.

Sjá nánar

   

 

Menntasproti ársins 2018

     
 

Landsnet er menntasproti ársins 2018. Allan sólarhringinn vinna starfsmenn í stjórnstöð fyrirtækisins við að stýra raforkukerfi Íslands sem er flóknasta kerfi landsins. Landsnet ber einnig ábyrgð á því að sinna viðhaldi þess og rekstri þannig að það virki, að tryggja að landsmenn geti haft ljósin kveikt þegar þeim hentar og að hjól atvinnulífsins snúist.

Sjá nánar

   

  LITLA ÍSLAND  

 

Upptökur frá Smáþingi 2018

     
 

Markaðsmál lítilla og meðalstórra fyrirtækja voru í kastljósinu á Smáþingi Litla Íslands. Tölur um umfang og mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja voru birtar á þinginu auk þess sem bent var á leiðir til að bæta starfsumhverfið. Frumkvöðlar sögðu skemmtilegar sögur og tóku þátt í umræðum. Á fjórða hundrað gesta tóku þátt í þinginu og rúmlega 1.500 horfðu á beina útsendingu á vefnum. Hægt er að horfa á einstök erindi á vef SA. Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, setti þingið.

Sjá nánar 

   

 

Örfyrirtæki greiða yfir hundrað milljarða í laun!

     
 

Fyrirtæki með 1-9 starfsmenn eru mjög mikilvæg í íslensku atvinnulífi. Árið 2016 greiddu þau rúmlega 143 milljarða króna í laun og borguðu rúmlega 37 þúsund manns laun. Þetta kemur fram í sérvinnslu Hagstofu Íslands sem var unnin fyrir Samtök atvinnulífsins og kynnt á Smáþingi Litla Íslands. Í hagskýrslum eru þessi fyrirtæki kölluð örfyrirtæki en það er sannarlega ekkert smátt þegar kemur að umfangi þeirra í hagkerfinu og mikilvægt að hlúa vel að þeim.

Sjá nánar

   

  SAMFÉLAGSÁBYRGÐ  

 

Sáttmáli gegn einelti, ofbeldi og áreitni

     
 

Þeim fjölgar stöðugt sem hafa gert gildi sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi að sínum en Samtök atvinnulífsins kynntu hann í upphafi ársins. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits og Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og fyrrverandi varaformaður SA lyfta hér sáttmálanum. Kynntu þér málið á www.sa.is/sattmali 


   

  SKRIFSTOFA SA  

 

Aukið samstarf atvinnulífs og utanríkisþjónustu

     
 

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman um að efla þjónustu við útflutnings- og markaðsmál íslenskra fyrirtækja til að auka slagkraft þeirra á erlendum mörkuðum. Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins, sinnir hlutverki erindreka um samstarf atvinnulífsins og utanríkisþjónustunnar.

Sjá nánar

   

 

Unnur Elfa til SA

     
 

Unnur Elfa Hallsteinsdóttir var í upphafi ársins ráðin verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hún starfaði áður hjá sendiráði Íslands í Brussel, EFTA og Fjármálaeftirlitinu.

Meistararitgerð Unnar í lögfræði fjallaði um samanburð á reglum ESB og EES réttar og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um viðskipti með vörur. BA ritgerð hennar fjallaði um framsal ríkisvalds alþjóðastofnana með tilliti til Schengen samstarfsins. Velkomin Unnur!

   

  SÍÐAST EN EKKI SÍST  

 

Sala, markaðssetning og lífið sjálft

     
 

Litla Ísland og Samtök fjármálafyrirtækja buðu nýverið upp á fyrirlestur með Öldu Karen Hjaltalín, sölu- og markaðsstjóra Ghostlamp, í Arion banka. Þar fjallaði hún um sölu, markaðssetningu og lífið sjálft. Mikill áhugi reyndist á fundinum og var fullbókað á fundinn á innan við sólarhring.

Alda deildi helstu leyndarmálum sínum í sölu og markaðssetningu bæði á Íslandi og á erlendri grundu. Einnig svaraði hún spurningunum "Hvernig fæ ég greitt fyrir að gera það sem ég elska?" og "Hvernig kem ég mér og vörumerkjunum mínum á framfæri?" Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum. 

Sjá nánar á www.litlaisland.is og á Facebook-síðu Litla Íslands.

   

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]