Fréttabréf Lögfræðingafélags Íslands 1. tbl. 2013

NetútgáfaAfskrá af póstlista -26. apríl - 1. tbl. 2013
Twitter
Facebook

Margslungin gæði lagasetningar

Leiðari eftir Pál Þórhallsson

Gæði lagasetningar komu ítrekað til tals á lagadeginum 19. apríl síðastliðinn. Var þá meðal annars spurt hvort vinnubrögð stjórnvalda og Alþingis við lagasetningu og tíðar breytingar á nýsamþykktum lögumgætu hugsanlega verið ein af skýringum þess hversu lítið traust til Alþingis mælist í skoðanakönnunum. Greina mátti ákveðinn samhljóm í umræðunni, á þann veg að það eitt stærsta verkefni Íslendinga á næstu árum væri að bæta vinnubrögð á þessu sviði.

Af þessu tilefni er vert að skoða aðeins nánar stöðuna á þessu sviði. Ber þess þá fyrst að geta að gæði lagasetningar má skilja bæði vítt og þröngt. Lögfræðingum dettur ef til vill fyrst í hug að undir hugtakið falli atriði eins  ... framhald leiðara

Kærufyrirkomulag á Íslandi gæti orðið fyrirmynd

Oluf Jørgensen, prófessor við blaðamannaháskólann í Árósum, vinnur nú að viðamikilli samanburðarrannsókn á upplýsingalögum á Norðurlöndum. Hann er einn af fremstu sérfræðingum Dana á þessu sviði og sat í dönsku upplýsingalaganefndinni, sem vann að endurskoðun dönsku upplýsingalaganna á árunum 2002-2009. Skýrsla þeirrar nefndar var höfð til hliðsjónar við endurskoðun íslensku upplýsinga-laganna og þess er að vænta að danska þingið samþykki ný upplýsingalög á yfirstandandi þingi. 

1. Geturðu sagt okkur frá rannsóknarverkefni þínu? Hvers vegna telur þú mikilvægt að bera saman norræna löggjöf á þessu sviði og hvað á að koma út úr því?

Norðurlöndin eru að mörgu leyti mjög skyld, en upplýsingalögin eru mjög mismunandi. Ég vona að þetta rannsóknarverkefni geti aukið þekkingu á þessu sviði og styrkt umræðu á Norðurlöndum  ... framhald viðtals við Oluf

Fyrir góða forstöðumenn er stöðnun bannorð

Eftir 13 ár sem forstjóri Persónuverndar, og áður starfsmaður dómsmála-ráðuneytisins og tölvunefndar, ákvað Sigrún Jóhannesdóttir að söðla tímabundið um og starfa í forsætis-ráðuneytinu fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fréttabréfið ræddi við hana af því tilefni.

Hvað réð því að þú ákvaðst að breyta til og fara í forsætisráðuneytið?

Ég fékk þaðan óvænt símtal sem af ýmsum ástæðum gat varla komið á betri tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um til að sjá að tímabundin vistaskipti væru frábært tækifæri, bæði fyrir mig og aðra, svo ég ákvað að slá til.


Hverjar eru væntingar þínar í þessu sambandi, hvað býstu við að fá út úr reynslunni í forsætisráðuneytinu?

Ég veit að þessi ársdvöl hér mun verða mér ómetanleg reynsla og ég mun fara héðan .... framhald viðtals við Sigrúnu

Aukin fræðsla lykilatriði

Fundur um áhrif stjórnsýslulaga á starfshætti og málsmeðferð.

Á fjölmennum fundi í Þjóð-menningarhúsinu 12. mars sl. fjallaði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um áhrif stjórnsýslulaga á starfshætti og málsmeðferð í stjórnsýslunni. Hann velti fyrir sér hvort þörf væri umbóta og þá hvar.

Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá setningu stjórnsýslulaga en þau voru samþykkt á Alþingi í apríl 1993 og tóku gildi 1. janúar 1994.

Tryggvi gerði að umtalsefni hið breytta  ... grein um fund


Áhugaverður fundur um framburð í sakamálum

Nýlega var birt skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmálin þar sem talið er fullvíst að framburðir dómfelldu hafi verið óáreiðanlegir og líklega ... frásögn af fundi

Útgefandi: Lögfræðingafélag Íslands - Álftamýri 9, 108 Reykjavík - Sími: 568 0887- Netfang: skrifstofa@logfraedingafelag.is

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Þórhallsson - Ritnefnd: Kristín Edwald og Eyrún Ingadóttir.

 

Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]