EEN fréttabréf - janúar 2014




Spacer
Spacer een-fréttabréf Spacer

Ísland tekur þátt í verkefninu Erasmus for Young Entrepreneurs (EYE)

EYE

Þetta er einstakt tækifæri fyrir unga íslenska frumkvöðla til að öðlast reynslu erlendis og stækka tengslanet sitt. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir lítil og meðalstór íslensk frumkvöðlafyrirtæki til að nýta krafta ungra erlendra frumkvöðla.Verkefnið hefst formlega í febrúar 2014.
 Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu EYE, eða hafa samband við Mjöll, mjoll@nmi.is 

Fyrstu köllin í HORIZON 2020 hafa verið birt

Horizon2020

Fyrstu köllin í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB hafa nýlega verið birt á vefgáttinni. Einfaldari reglur, skil og styrkja tól ættu að auðvelda þátttakendum ferlið. Hagnýtar leiðbeingar má finna í handbók H2020.

Smellið hér til að fara á vefgáttina þar sem köllin eru birt. 

Réttindi neytenda styrkist í Evrópu

Frá og með 13. desember 2013 njóta neytendur í Evrópusambandinu víðtækari réttinda, sérstaklega þegar kemur að verslun á netinu. Þann 13. desember 2013 var lokafrestur ESB landanna til þess að innleiða "European Union's Rights Directive" í landslög. Fyrirtæki sem selja vörur eða þjónustu innan ESB verða nú að aðlaga sig að nýju reglugerðinni. 

Nánari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu Evrópusambandsins hér

Þann 1. janúar 2014 tók Grikkland við formennsku Evrópusambandsins

Helstu markmið Grikklands eru að auka hagvöxt og störf, vernda stöðugleika evrunnar, auka hagvöxt með jákvæðum stefnum í málefnum innflytjenda og endurskilgreina sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Grikkland mun fara með formennskuna fram til 30. júní

GR14Logo

Fræðast má frekar um formennsku Grikkja hér og á vefsíður formennsku Grikklands

Höfundaréttur © 2005 - 2014 Enterprise Europe Network
Árleyni 2-8, 112 Reykjavík | Sími 522 9000 | www.een.is
Logos - Botn
Spacer
Smelltu hér til að afskrá þig.

Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]