Af vettvangi í mars 2015

SA fréttabréf header
 

Gerum betur

     
 

"Í aðdraganda kjarasamninga undirbúa Samtök atvinnulífsins nú ársfund sinn sem haldinn verður 16. apríl næstkomandi. Verkefni samtakanna hafa einkum beinst að því að tryggja framgang markmiða síðustu kjarasamninga um stöðugleika í efnahagslífinu. Í stað þess að stöðugt kapphlaup væri um að launahækkanir gætu haldið í við verðbólguna, var samið um hóflegar launahækkanir sem var ætlað að skila auknum kaupmætti." Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, formaður SA m.a. í leiðaranum og bendir á að tölurnar tali sínu máli.

"Kaupmáttur jókst um 5,8% á síðasta ári og hefur aldrei aukist jafn mikið á á einu ári. Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í desember 2013 í 0,8% í desember 2014 og stýrivextir Seðlabanka Íslands lækkuðu um 0,75% á sama tíma. Þrátt fyrir að vel hafi til tekist á árinu 2014 og öll markmið samninganna náðst – og gott betur – þá fara nú mörg verkalýðsfélög fram með kröfur um tuga prósenta almennar launahækkanir."

  Verði gengið að  kröfunum munu þær breiðast hratt yfir allan vinnumarkaðinn.

Afleiðingin verður mikil verðbólga, hærri vextir og skuldaaukning heimila og fyrirtækja.
 

  FRÉTTIR  
 

Bjartsýni stjórnenda fer minnkandi

     
 

Mun fleiri stjórnendur telja að núverandi aðstæður í atvinnulífinu séu góðar en að þær séu slæmar, en flestir telja þær hvorki góðar né slæmar. Væntingar um að þær fari batnandi eru minni en áður. Nægt framboð er af starfsfólki en helst skortir það í flutningum og ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi. Stjórnendur gera ráð fyrir lítilsháttar fjölgun starfsmanna næstu sex mánuði. Þetta kemur m.a. fram í nýrri könnun Gallup meðal stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð var í mars 2015 fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands.

Sjá nánar

   

 

Ársfundur atvinnulífsins 2015

     
 

Ársfundur atvinnulífsins fer fram í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl í Silfurbergi kl. 14-16. Þar munu SA ræða leiðir til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar og bæta lífskjör. Sérstakur gestur fundarins er Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sem mun fjalla um reynslu Svía af sambærilegum viðfangsefnum og Íslendingar kljást nú við á sviði vinnumarkaðar og efnahagsmála.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, ávarpar einnig fundinn ásamt Björgólfi Jóhannssyni, formanni SA. Raddir atvinnulífsins munu hljóma skýrt á fundinum en meðal stjórnenda sem stíga á stokk er m.a. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova og Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Allir eru velkomnir en það er vissara að tryggja sér sæti sem fyrst með því að skrá þátttöku á vef SA.

Skráðu þig hér

 

Tryggðu þér sæti - sjáumst í Hörpu!

 

 

Aðalfundur SA 2015

     
 

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins árið 2015 fer fram fimmtudaginn 16. apríl í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík. Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl. 11.30 í salnum Kviku. Rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt eiga stjórnendur og starfsmenn aðildarfyrirtækja og starfsmenn SA og aðildarfélaga.

Smelltu hér til að skrá þig

 

 

 

Formannskjör SA 2015

     
 

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2015-2016 stendur nú yfir meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og forstjóri Icelandair Group, gefur áfram kost á sér en hann tók við formennsku í Samtökum atvinnulífsins árið 2013. Félagsmenn SA hafa fengið send lykilorð í pósti til að taka þátt í formannskjörinu.Hægt er að kjósa til kl.9.30 fimmtudaginn 16. apríl.

Smelltu hér til að kjósa

   

 

  KJARASAMNINGAR  

 

SA leggja til nýjar leiðir

     
 

Samtök atvinnulífsins óska eftir uppbyggilegu samstarfi við samtök launafólks um nýja nálgun um að stokka upp áratugagömul launakerfi með sameiginlega hagsmuni launafólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Launakerfin eru komin vel til ára sinna. Tiltölulega lág grunnlaun í samanburði við heildarlaun, háar álagsgreiðslur og mikill ósveigjanleiki í skipulagi vinnutíma svara illa þörfum atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins kynntu því í mars nýjar leiðir við gerð kjarasamninga sem fela m.a. í sér hækkun grunnlauna og minni yfirvinnu.

Sjá nánar

   
 

 

SGS aflýsir atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun

     
 

Starfsgreinasamband Íslands hefur stöðvað atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem staðið hefur yfir frá 23. mars. Mun því ekki koma til verkfalla frá og með 10. apríl nk. eins og boðað hafði verið. Er þetta niðurstaða sambandsins í kjölfar dóms Félagsdóms sem féll í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Rafiðnaðarsambandi Íslands vegna verkfallsboðunar gegn Ríkisútvarpinu. Hvert og eitt aðildarfélag SGS mun nú hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu um verkfall og kemur fram á vef SGS að þetta muni fresta boðuðum aðgerðum um 2-3 vikur.

Sjá nánar

   

 

 

SGS vill að hæstu laun hækki mest

     
 

Það er alvarleg staða sem við blasir á vinnumarkaði og stefnir í átök að óbreyttu. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, segir brýnt að finna farsæla lausn en Samtök atvinnulífsins hafa aldrei staðið frammi fyrir jafn háum launakröfum og nú. Fyrir þriggja ára samning krefst SGS 50-70% launahækkana fyrir alla félagsmenn sína og að hæstu laun hækki hlutfallslega mest. Önnur verkalýðsfélög krefjast 20-45% launahækkana fyrir aðeins árssamning. Þetta kom m.a. fram á fjölsóttum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fór á Akureyri 

Sjá nánar

   

 

  AÐILDARFÉLÖG SA  

 

Ný stjórn SVÞ

     
 

Aðalfundur SVÞ fór fram 19. mars.  Margrét Sanders var endurkjörin formaður SVÞ. Meðstjórnendur sem voru endurkjörnir, voru Ari Edwald, Árni Stefánsson og Margrét G. Flóvenz. Nýir stjórnarmenn eru Áslaug Hulda Jónsdóttir, Gestur Hjaltason og Sigríður Margrét Oddsdóttir. Í tengslum við aðalfundinn var haldinn áhugaverð ráðstefna undir yfirskriftinni Vel tengdi viðskiptavinurinn.

Sjá nánar á vef SVÞ

   

 

 

Ný stjórn SAF

     
 

Á aðalfundi SAF sem haldinn var á Egilsstöðum 26. mars sl. var kjörið í stjórn samtakanna fyrir fyrir starfsárið 2015-2016. Eftirtaldir skipa stjórnina, Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur (Eldingar), Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Gray Line Iceland, Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Hölds / Bílaleigu Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri, Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland og Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. 

Sjá nánar á vef SAF

   

 

 

Vel heppnað Fjármálavit

     
 

Í mars heimsóttu á fjórða tug aðildarfélaga Samtaka fjármálafyrirtækja tuttugu 10. bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Skólarnir voru heimsóttir að til kynna Fjármálavit sem er kennsluefni sem SFF hafa látið útbúa til að mæta þörf á kennsluefni í fjármálafræðslu í grunnskólum. 

Heimsóknunum var afar vel tekið af bæði kennurum og nemendum og þessar góðu viðtökur urðu til þess að fjöldi annarra grunnskóla hafa óskað eftir sambærilegum kynningum. Farið var í fyrstu heimsóknirnar á sama tíma og hin Evrópska peningavika fór fram en að henni standa Evrópsku bankasamtökin sem SFF eiga aðild að. Heimsóknunum var gerð góð skil í fjölmiðlum og Facebook-síða Fjármálavits fékk einnig mikla aðsókn.

   

 

  EFNAHAGSSVIÐ SA  

 

Hvað þjónar okkur best?

     
 

"Mikilvægi þjónustugreina er óumdeilt. Á Íslandi starfar fimmti hver vinnandi maður við þjónustu á almennum markaði og hefur umfang þjónustugreina vaxið mikið á undanförnum árum og áratugum. Árið 2014 var um 27% af landsframleiðslu tilkomin vegna þjónustu einkaaðila og að opinberri þjónustu viðbættri er um helmingur allra umsvifa í hagkerfinu komin frá þjónustugeiranum." Þetta kom m.a. fram í erindi Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs SA, á ráðstefnu SVÞ sem haldin var í tengslum við aðalfund samtakanna.

Sjá nánar

   

 

  SAMKEPPNISMÁL  

 

Samkeppnissektir sem hlutfall af veltu

     
 

Ari Edwald, lögfræðingur og rekstrarhagfræðingur, birti í mars grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann fjallar um skrif Bergþóru Halldórsdóttur lögfræðings hjá SA um samkeppni og óhagkvæmni smæðarinnar. Ari segi tímabært að ræða um sérstakar aðstæður smáríkja eins og Íslands, sem er fámennt, dreifbýlt og landfræðilega einangrað. Greinarnar má lesa á vef SA.

Sjá nánar


   

 

  NÝSKÖPUN  

 

Gulleggið 2015

     
 

Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu eru nú ljós en Samtök atvinnulífsins eru einn bakhjarla keppninnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti Gulleggið 2015 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands, laugardaginn 7. mars. Í fyrsta sæti var Strimillinn en Námsefnisbankinn fékk sérstök hvatningarverðlaun Samtaka atvinnulífsins.

Sjá nánar á vef Gulleggsins

   

 

  MOTTUMARS  

 

Skegg atvinnulífsins rakaði inn krónum

     
 

Starfsmenn Samtaka atvinnulífsins ásamt öflugum liðsmönnum í Húsi atvinnulífsins tóku þátt í Mottumars og kepptu undir merkjum Skeggs atvinnulífsins. Konur jafnt sem karlar tóku þátt og "prýddu sig" með myndarlegum mottum en alls tókst liðinu að safna 576.002 krónum sem renna til baráttunnar gegn krabbameini í körlum. Fjölmörg önnur lið í Húsi atvinnulífsins tóku þátt í Mottumars ásamt fyrirtækjum út um land allt en yfir 20 milljónir hafa safnast í átakinu.

Sjáðu Skegg atvinnulífsins

   

 

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf