|
|
|
Stöðugleikinn veltur á sveitarfélögunum
|
|
|
|
|
|
Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir rúmlega 100 þúsund starfsmenn af þeim 140 þúsundum sem eiga aðild að stéttarfélögum. Samningar liggja fyrir hjá 98% starfsfólks á almennum vinnumarkaði en þeir sem eftir eru taka einkum til flugstéttanna. Ríkið hefur gert samninga sem ná til 62% af starfsmönnum þess en fjölmennastir þeirra hópa sem ósamið við eru BHM-félögin. Stærstu hóparnir með lausa samninga eru starfsmenn sveitarfélaga, en þar eru grunnskóla- og leikskólakennarar fjölmennastir.
Á þetta bendir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, í leiðaranum. Hann segir að ef sveitarfélögin geri kjarasamninga með svipuðum kostnaðarhækkunum og felast í kjarasamningi ríkisins og félags framhaldsskólakennara, án þess að fá ámóta ávinning á móti, sé ljóst að þau sprengi stöðugleikastefnuna í loft upp. "Ábyrgðin sem hvílir á sveitarfélögunum er mikil og afleiðingar kjarasamninga þeirra á næstunni munu skipta sköpum um þróun verðbólgu, gengis og kaupmáttar launa á næstu árum."
|
Sjá nánar
|
|
|
Samningar liggja fyrir hjá 98% starfsfólks á almennum vinnumarkaði
|
|
|
|
FRÉTTIR |
|
|
|
Þriggja ára kjarasamningur við stéttarfélög flugvallarstarfsmanna
|
Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia ohf., og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), Stéttarfélag í almannaþjónustu (SFR) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hafa undirritað kjarasamning til þriggja ára, eða til febrúarloka 2017.
Launakostnaður í heild hækkar um rúmlega 12% á samningstímanum, eða um 4,0% á ári að jafnaði, sem samræmist þeim kostnaðarramma sem liggur til grundvallar gildandi kjarasamningum.
|
|
|
|
|
|
|
|
Orlofsuppbót 2014
|
Samkvæmt almennum kjarasamningum SA greiðist orlofsuppbót þann 1. júní ár hvert. Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2014 er kr. 39.500. Uppbótin tók viðbótarhækkun með samkomulagi um tveggja mánaða lengingu samningstíma. Ekki er lengur munur á verslunarmönnum og öðrum starfsgreinum en orlofs- og desemberuppbætur hafa nú verið samræmdar. Við útreikning orlofsuppbótar er litið til starfstíma og starfshlutfalls á síðasta orlofsári, þ.e. frá 1. maí 2013 til 30. apríl 2014, og telst fullt ársstarf í þessu sambandi 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Ekki er greitt orlof ofan á orlofsuppbót.
|
Sjá nánar
|
|
|
|
|
|
|
Raunhæft fyrir Ísland að komast í fremstu röð
|
Stephane Garelli, framkvæmdastjóri IMD rannsóknarstofnunarinnar í Sviss, segir það raunhæft markmið fyrir Ísland að komast í fremstu röð á næstu árum. Á Íslandi sé fullt af hæfu fólki sem geti tryggt það.
IMD sérhæfir sig í rannsóknum á samkeppnishæfni þjóða en Samtök atvinnulífsins hafa sett fram metnaðarfulla stefnu: Að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu þjóða heims innan 10 ára.
|
Sjá nánar
|
|
|
|
|
|
|
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS |
|
|
|
|
Björgólfur Jóhannsson formaður SA 2014-2015
|
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, var endurkjörinn formaður samtakanna á aðalfundi SA sem fram fór 3. apríl. Björgólfur var kjörinn með rúmlega 96% greiddra atkvæða í rafrænni atkvæðagreiðslu sem fram fór meðal aðildarfyrirtækja SA.
Björgólfur ávarpaði í kjölfarið Ársfund atvinnulífsins og fjallaði um þau tækifæri sem eru til staðar til að koma Íslandi í röð samkeppnishæfustu þjóða heims á næstu 10 árum. Ræðu Björgólfs má lesa á vef SA.
|
Sjá nánar
|
|
|
|
|
|
|
Ný stjórn og framkvæmdastjórn SA 2014-2015
|
Stjórn Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2014-2015 hefur verið skipuð. Talsverð endurnýjun er í stjórninni en formaður stjórnar er Björgólfur Jóhannsson og Margrét Kristmannsdóttir varaformaður. Á fyrsta fundi stjórnar SA var ný framkvæmdastjórn SA skipuð fyrir starfsárið 2014-2015 og er þar jafnframt töluverð endurnýjun.
|
Sjá nánar
|
|
|
|
|
|
|
|
FRUMKVÆÐI - ÁBYRGÐ - ÁRANGUR |
|
|
|
|
Ársskýrsla SA 2013-2014
|
Ársskýrsla SA fyrir starfsárið 2013-2014 er komin út. Þar er að finna greinargott yfirlit yfir starfsemi samtakanna síðasta ár. Þar er m.a. birt nýtt skipurit SA og greint frá gildum samtakanna sem eru:
FRUMKVÆÐI - ÁBYRGÐ - ÁRANGUR
Í Ársskýrslu SA er fjallað um þróun efnahagsmála og horfurnar framundan, breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga,áskoranir í menntamálum og starfsskilyrði atvinnulífsins í víðum skilningi. Ársskýrslan er nú eingöngu gefin út rafræn.
|
Sjá nánar
|
|
|
|
|
|
|
Nýtt merki SA
|
Samtök atvinnulífsins hafa tekið í notkun nýtt merki en það var fyrst sýnt á ársfundi samtakanna. Merkið myndar hring en form þess eru sótt í íslenskt stuðlaberg. ENNEMM hannaði merkið.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
SAMKEPPNISHÆFNI |
|
|
|
|
Betri lífskjör allra
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Við getum lært
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Upptökur og gögn frá Ársfundi atvinnulífsins 2014
|
Rúmlega 500 manns mættu á Ársfund atvinnulífsins 2014 sem fram fór fram fimmtudaginn 3. apríl í Hörpu en fjölmargir horfðu einnig á dagskrána í beinni útsendingu. SA boðuðu til fundarins og var yfirskrift hans Aukin samkeppnishæfni - betri lífskjör allra. Upptökur frá ársfundinum eru aðgengilegar á vef SA, ásamt öllum gögnum fundarins.
Fjölbreyttur hópur fólks tók þátt í fundinum auk Björgólfs Jóhannssonar, formanns SA og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, m.a. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, Ásdís Halla Bragadóttir, stofnandi og stjórnarformaður Evu, Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og forstjóri Hjallastefnunnar og Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja.
Smelltu hér til að horfa
,,Hið stóra efnahagslega plan felst í því að trúa á Ísland"
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Ársfund atvinnulífsins. Í ræðu sinni vék forsætisráðherra meðal annars að samkeppnisstöðu Íslands, afnámi fjármagnshafta, jákvæðum árangri sem þegar hefur náðst og þeirri efnahagsstefnu sem fylgja þurfi til að áfram megi byggja á honum.
,,Hið stóra efnahagslega plan felst í því að trúa á Ísland, í því að virkja þann kraft sem býr í fólkinu, landinu og miðunum, trúa á okkur sjálf og þau tækifæri sem okkur bjóðast, hafa aga til að takast á við góða sem slæma tíma og ráða sjálf yfir okkar auðlindum. Stóra planið byggist á tveimur grunnstoðum; annars vegar virkum alþjóðasamskiptum og hins vegar agaðri hagstjórn."
|
Sjá nánar
|
|
|
|
|
|
|
|
EFNAHAGSSVIÐ SA |
|
|
|
|
Efnahagshorfur til 2016 og greining á ferðaþjónustunni
|
Samtök atvinnulífsins kynntu nýja hagspá efnahagssviðs SA í apríl. Þar var farið yfir horfur til ársins 2016 ásamt því sem kynnt var ný greining á stöðu og horfum í ferðaþjónustu. Kynningin fór fram fyrir fullum sal á Grand Hótel Reykjavík en frummælendur voru Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður, efnahagssviðs SA, Sigríður Mogensen, hagfræðingur á efnahagssviði SA og Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Kynningar þeirra og stutta samantekt má nálgast á vef SA.
|
Sjá nánar
|
|
|
|
|
|
|
|
AÐILDARVIÐRÆÐUR VIÐ ESB |
|
|
|
|
Umsögn SA til Alþingis um aðildarviðræður Íslands að ESB
|
Mikilvægt er skapa eins víðtæka sátt um aðildarviðræður Íslands að ESB og frekast er unnt. Augljóst er að viðræðuslit eru ekki til þess fallinn að skapa þá sátt. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin vilji ekki halda viðræðunum áfram, er ávinningur þess að slíta viðræðunum enginn, þvert á móti er ljóst að erfiðara yrði að taka upp viðræður að nýju skapist til þess vilji Alþingis. Þetta kemur m.a. fram í umsögn SA til Alþingis um þingályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB.
Umsögnina í heild má lesa á vef SA.
Ávarp formanns SA á kynningarfundi um skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands og ESB
"Í september síðastliðnum ákváðu Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands að standa fyrir úttekt á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. Samtökin telja öll æskilegt að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og að besti fáanlegi samningur um aðild verði borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu." Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, í upphafi ávarps á kynningarfundi á skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Ávarp formanns SA má lesa hér á vefnum ásamt skýrslu Alþjóðamálastofnunar
|
Sjá nánar
|
|
|
|
|
|
|
|
KJARAMÁL |
|
|
|
|
Orlofs- og desemberuppbætur sem hluti launa
|
Í kjarasamningum er kveðið á um rétt starfsmanna til orlofs- og desemberuppbótar. Í flestum tilvikum eru þessar uppbætur greiddar sérstaklega í júní og desember ár hvert en einnig þekkist að þær séu greiddar jafnóðum út með launum. Samið hefur verið um sérstaka viðbótarhækkun orlofs- og desemberuppbótar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
AÐILDARFÉLÖG SA |
|
|
|
|
Grímur Sæmundsen nýr formaður SAF
|
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, er nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en hann hlaut 55% atkvæða á aðalfundi samtakanna sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík 10. apríl. Í fyrsta sinn í sögu SAF var kjörið á milli tveggja aðila um formann samtakanna. Metþátttaka var á fundinum, en um 300 manns tóku sóttu fundinn. Kjörið var með hlutfallskosningu og féllu atkvæði þannig að Grímur hlaut 55% atkvæða og Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions-Allrahanda ehf. hlaut 45%.
Ný stjórn var kosin á aðalfundinum. Hana skipa eftirtaldir aðilar auk Gríms, Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Hölds/Bílaleigu Akureyrar, Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastýra Pink Iceland, Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur og Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri AGMOS ehf.
Ályktun stjórnar SAF
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtök arkitektastofa aðilar að SI og SA
|
Samtök arkitektastofa (SAMARK) gerðust nýverið aðilar að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Ögmundur Skarphéðinsson formaður SAMARK og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA skrifuðu undir samkomulag þess efnis. Samtökin fagna þessum góða liðsauka enda hafa arkitektastofur margþætta snertifleti við atvinnulífið.
Sjá nánar á vef SI
|
|
|
|
|
|
|
|
|
MENNTAMÁL |
|
|
|
|
Plús í kladdann
|
"Lengi hefur verið rætt um mikilvægi þess að ná fram breytingum á íslensku menntakerfi. Um þær hafa hins vegar verið skiptar skoðanir; meðan sumir hafa tekið sér varðstöðu um óbreytt fyrirkomulag eru aðrir sem mælt hafa fyrir róttækum breytingum á inntaki, uppbyggingu og lengd náms. Innan atvinnulífsins hefur lengi verið sú skoðun að brýnt sé og reyndar óumflýjanlegt að breyta íslensku skólakerfi með það í huga að efla framleiðni og samkeppnishæfni þess."
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA. Hún segir SA leggja áherslu á inntak og skipulag kennaramenntunar, eflingu lesturs, stærðfræði og upplýsingatækni, sveigjanleika á milli skólastiga, einstaklingsmiðað nám og valfrelsi eða styttingu námstíma til loka framhaldsskóla svo dæmi séu nefnd.
|
Sjá nánar
|
|
|
|
|
|
|
|
SAMFÉLAGSÁBYRGÐ |
|
|
|
|
Samfélagsábyrgð rædd í Osló
|
Fyrirtæki á Norðurlöndunum sem hafa skrifað undir Global Compact – Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð munu hittast á reglulegri ráðstefnu í Osló dagana 14.-15. maí næstkomandi og bera saman bækur sínar. Sjálfbærni og nýsköpun út frá 10 viðmiðum Global Compact verður þar í forgrunni en dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á www.gcnordic.net.
Aukinn áhugi er á Íslandi á Global Compact og hefur fjölgað hratt í hópi þeirra sem hafa skrifað undir sáttmálann en alls hafa 14 aðilar skrifað undir á Íslandi. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
JAFNRÉTTISMÁL |
|
|
|
|
Aukið jafnrétti – aukin hagsæld
|
UN Women, Festa og Samtök atvinnulífsins bjóða til opinnar ráðstefnu þann 27. maí næstkomandi um stöðu og þróun jafnréttismála á vinnumarkaði undir yfirskriftinni Aukið jafnrétti – aukin hagsæld. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Fjallað verður m.a. um mikilvægi þess að fyrirtæki setji jafnréttismál á oddinn út frá viðskiptalegum forsendum og samfélagsábyrgð.
Sjá nánar á vef Festu.
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
|
Share with Your Friends