Sameinumst um markmið |
||||
Árangur kjarasamninga síðasta árs er betri en vonir stóðu til. Kaupmáttur hjóna með meðaltekjur jókst um 450 þúsund krónur á ári sem samsvarar rúmlega þriggja mánaða matarútgjöldum meðalheimilis. Í árslok 2014, ári eftir gerð kjarasamninganna, hafði verðbólga hjaðnað úr 4,3% í desember 2013 í 0,8% í desember 2014. Kaupmáttur launa jókst um 5% á árinu, sem er mesta aukning kaupmáttar á einu ári á Íslandi samhliða efnahagslegum stöðugleika. Síðast en ekki síst lækkuðu stýrivextir Seðlabanka Íslands um 0,75% á árinu. Lækkun vaxtabyrði dæmigerðs heimilis samsvaraði 1% kaupmáttaraukningu og höfuðstóll lána heimilisins hækkaði um hálfri milljón króna minna en ef verðbólga hefði verið sú sama 2014 og hún var 2013. Þetta kemur m.a. fram í leiðaranum þar sem Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, fjallar um stöðuna á vinnumarkaði og horfurnar framundan. Hann segir að aukinn kaupmáttur launa og efnahagslegur stöðugleiki sé samtvinnað markmið. "Ef allir vinna að því markmiði verður hag heimilanna best borgið."´ |
Í kröfugerðum í aðdraganda kjaraviðræðna nú enduróma kröfur níunda áratugarins. Laun skuli hækkuð um tugi prósenta í einni svipan ... |
FRÉTTIR |
Menntakerfi atvinnulífsins á við þrjá framhaldsskóla |
||||
Framlag atvinnulífsins í fjölbreytta starfsmenntasjóði sem 100 þúsund manns á vinnumarkaði eiga aðild að nemur álíka upphæð á hverju ári og framlag ríkisins til tveggja framhaldsskóla. Sjóðina nýta bæði fólk og fyrirtæki en til viðbótar leggja mörg fyrirtæki háar upphæðir í menntun starfsmanna sinna sem meta má sem ígildi þriðja framhaldsskólans. |
Með tromp á hendi frá VIRK |
||||
Fólk sem lokið hefur starfsendurhæfingu er dýrmætt fyrir atvinnulífið því kraftar þess nýtast vel á vinnumarkaði. Óvænt áföll vegna veikinda eða slysa setja oft strik í reikninginn þar sem lífið snýst jafnvel á hvolf á einni svipstundu. VIRK starfsendurhæfingarsjóður hjálpar fólki að bæta líf sitt, nýta styrkleika sína og komast út á vinnumarkaðinn á ný. Þessa dagana deila sex einstaklingar sem hafa nýtt sér þjónustu VIRK áhrifaríkum reynslusögum sínum með þjóðinni í viðtölum á vefnum og í auglýsingum. |
|
UMSAGNIR TIL ALÞINGIS | |
SA leggjast gegn frumvarpi um náttúrupassa |
||||
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn frumvarpi um náttúrupassa sem er nýr skattur, enda er alls óvíst hvort tekjur af honum muni skila sér til uppbyggingar innviða ferðaþjónustunnar. Bent er á að kostnaður við að koma skattinum á og eftirlit með honum sé að öllum líkindum vanmetinn. Að auki sé óljóst hvernig stjórnvaldssektir á erlenda ferðamenn muni skila sér í ríkissjóð. SA hafa miklar áhyggjur af alls kyns nýjum sköttum sem ríkisstjórnin undirbýr að leggja á atvinnulíf og almenning í landinu en tillögur um skattana hafa verið að koma fram undanfarna mánuði. |
Lyfjaauglýsingar verði heimilaðar í sjónvarpi |
||||
Samtök atvinnulífsins styðja að frumvarp, um að heimilt verði að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi, verði að lögum. Lyfin eru seld án lyfseðils og nú má auglýsa þau í blöðum og tímaritum en ekki í sjónvarpi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki gert upp á milli fjölmiðla að þessu leyti. |
|
MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS 2015 | |
Horfðu á fróðleg og skemmtileg erindi |
||||
Menntadagur atvinnulífsins 2015 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum en þar var fjallað var um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Upptökur af erindum frá deginum eru nú aðgengilegar á vefnum ásamt glærukynningum frummælenda. |
|
Marel er menntafyrirtæki ársins 2015 |
||||
Menntafyrirtæki ársins 2015 er Marel, eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins. Marel er í fararbroddi þegar kemur að menntun og starfsþróun starfsmanna. Lögð er áhersla á markvissa þjálfun og símenntun fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Marel tekur þátt í víðtæku samstarfi við menntastofnanir bæði hérlendis og erlendis og stuðlað er að nýsköpun í menntun starfsmanna. Dæmi um slíkt er Framleiðsluskóli Marel fyrir ófaglært starfsfólk en 30% þeirra sem vinna við framleiðslu hjá Marel á Íslandi hafa ekki lokið formlegu viðurkenndu námi. |
|
Síldarvinnslan er menntasproti ársins 2015 |
||||
Menntasproti ársins 2015 er Síldarvinnslan, eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins en fyrirtækið var stofnað árið 1957 í Neskaupstað. Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla þar sem 14 ára grunnskólanemum var gefinn kostur á að fræðast um fiskveiðar og -vinnslu yfir sumartímann á launum. Ástæðan var sú að kynslóð ungmenna var að alast upp á Neskaupstað án þess að fá nægilega fræðslu um sjávarútveg og mikilvægi hans og úr því vildi Síldarvinnslan bæta. |
|
Vits er þörf |
||||
"Vits er þörf, þeim er víða ratar", segir í Hávamálum og á það ekki síður við í dag en fyrir um 750 árum. Þekking, kunnátta og færni eru hverjum einstaklingi mikilvæg og það sama má segja um samfélagið allt. Augljóst er að tengja almenna menntun, rannsóknir, nýsköpun og þróun við betri afkomu einstaklinga og framfarir í þjóðfélaginu. Því betur sem menntun er fyrir komið þeim mun meiri væntingar er unnt að gera um hagsæld og velferð. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, m.a. í upphafi menntadags atvinnulífsins. |
|
VINNUMARKAÐUR | |
Í aðdraganda kjarasamninga 2015 |
||||
Heildarsamtökin á vinnumarkaðnum hafa gefið út nýja skýrslu um launaþróun undanfarinna átta ára og efnahagsforsendur kjarasamninga 2015. Niðurstöður sýna m.a. að ríkisstarfsmenn í stéttarfélögum innan ASÍ hafa hækkað mest í launum á árunum 2006-2014, þar á eftir framhaldsskóla- og grunnskólakennarar, en starfsmenn í aðildarfélögum BSRB hjá sveitarfélögum minnst. Upplýsingar um laun og launaþróun eru sóttar í gagnasafn Hagstofunnar en þær flokkaðar eftir heildarsamtökum launafólks og viðsemjenda þeirra. |
|
Svigrúm til 3-4% heildarlaunabreytinga |
||||
Fjallað var um skýrsluna í Viðskiptablaðinu þar sem m.a. var rætt við Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra SA. |
|
Ísland líti til annarra ríkja |
||||
Litlar launahækkanir í Danmörku skila sér í auknum kaupmætti í lítilli verðbólgu. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins. "Hóflegar launahækkanir hafa verið stefnan í Danmörku á undanförnum árum. Í fyrra tóku gildi kjarasamningar sem gengu út frá tæplega 5,5% hækkun á þremur árum, sem þýðir um 1,7-1,8% hækkun á ári," segir Henning Gade, forstöðumaður hjá Dansk Arbejdsgiverforening, dönskum samtökum atvinnulífsins. Hann segir að í Danmörku sé lögð áhersla á að kjarasamningar grafi ekki undan samkeppnishæfni þjóðarinnar. |
|
Hvað gerist ef laun allra hækka jafn mikið og lækna? |
||||
Í kjölfar kjarasamninga fjármálaráðuneytisins og lækna hefur verið vísað til þeirra sem fyrirmyndar í kjaraviðræðunum á almennum vinnumarkaði. Capacent spurði Íslendinga álits á því hvaða áhrif það hefði ef allir aðrir fengju sömu launahækkanir og læknar. Niðurstaðan er skýr. Nærri átta af hverjum tíu telja að verðbólga muni aukast og verðtryggðar húsnæðisskuldir hækka. Þá telja rúmlega sjö af hverjum tíu að vextir muni hækka. Minnihluti landsmanna vill að aðrir fái sambærilegar launahækkanir og læknar. |
|
EFNAHAGSSVIÐ SA | |
Kjarasamningar 2015: Stöðugleika loksins náð - lærum af reynslunni |
||||
Víðtæk áhrif kjarasamninga eru vel þekkt á Íslandi. Samningar um launahækkanir umfram efni hafa ávallt skilað sér í hærra verðlagi og hefur engin breyting orðið á þjóðarbúskapnum til að ætla að annað sé upp á teningnum nú. Þetta segir m.a. í nýrri greiningu efnahagssviðs SA en þar er bent á að Seðlabankinn hafi sýnt það í verki að hann bregðist fljótt við aukinni verðbólgu með hækkun vaxta. Ekki þarf að líta lengra en til síðustu tveggja kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. |
|
STJÓRNARHÆTTIR | |
Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum |
||||
Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands efnir til ráðstefnu 10. mars undir yfirskriftinni Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Nasdaq Iceland, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Meðal frummælenda eru Per Lekvall, ritstjóri bókarinnar The Nordic Corporate Governance Model og Magnus Billing, forseti Nasdaq OMX Stockholm. |
|
SAMKEPPNISMÁL | |
Samkeppni og óhagkvæmni smæðarinnar |
||||
Ísland er smáríki samkvæmt öllum alþjóðlegum mælikvörðum og er ekki langt frá því að teljast örríki þó þau viðmið séu meira á reiki. Í samkeppnisrétti eru lítil hagkerfi skilgreind sem sjálfstæð og fullvalda þjóðríki sem aðeins bera lítinn fjölda samkeppnisaðila. Ísland raðast neðarlega á alla mælikvarða um stærð hagkerfa, sem eru fólksfjöldi, íbúadreifing og samþætting efnahagslífs við nágrannalönd, enda er landið fámennt, dreifbýlt og landfræðilega einangrað. |
|
AÐILDARFÉLÖG SA | |
Ályktun aðalfundar Samorku: Raforkukerfi í alvarlegum vanda |
||||
"Aðalfundur Samorku fagnar frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem styrkir kerfisáætlun Landsnets, sem og tillögu til þingsályktunar um málefni loftlína og strengja.Íslenska raforkukerfið er í alvarlegum og sífellt vaxandi vanda vegna hindrana í vegi uppbyggingar og eðlilegs viðhalds á flutningskerfi raforku. Fjöldi fyrirtækja verður fyrir tjóni og uppbygging atvinnulífs heilla landshluta býr við takmarkanir af þessum sökum. Óskandi er að sterkari staða kerfisáætlunar og skýrari leiðsögn stjórnvalda hvað varðar loftlínur og strengi muni einfalda nauðsynlega uppbyggingu og viðhald og þannig tryggja betur afhendingaröryggi raforku sem verið hefur óviðunandi víða um land undanfarin ár." Þetta segir m.a. í ályktun aðalfundar Samorku 20. febrúar 2015. |
|
Nýr formaður Samorku |
||||
Á aðalfundi Samorku 2015 var Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kjörinn nýr formaður samtakanna. Hann tekur við af Tryggva Þór Haraldssyni, forstjóra RARIK, sem gegnt hefur embætti formanns sl. fjögur ár, og var jafnframt kjörinn til áframhaldandi setu í stjórn Samorku. Þá var Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, kjörinn nýr í stjórn samtakanna. |
|
Á DÖFINNI |
Aðal- og ársfundir í atvinnulífinu |
||||
Iðnþing Samtaka iðnaðarins 2015 verður haldið á Hilton Reykjavik Nordica fimmtudaginn 5. mars 2015, kl. 14-16. Aðalfundur SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn fimmtudaginn 19. mars. Aðalfundur SAF - Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. mars. Aðalfundur SA fer fram að morgni fimmtudagsins 16. apríl í Húsi atvinnulífsins. Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl kl. 14-16. Aðalfundur SFS - Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fer fram föstudaginn 29. maí. |
|
NEYTENDAMÁL | |
Frá hvaða landi kemur maturinn? |
||||
Samtök atvinnulífsins ásamt aðildarfélögum SA og öðrum hagsmunaaðilum hafa gefið út leiðbeiningar til neytenda, matvælaframleiðanda, verslana og veitingastaða um upprunamerkingar matvæla. Markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi merkinganna en í leiðbeiningunum er gildandi reglum lýst á einfaldan hátt og settar fram tillögur um merkingar á matvælum sem reglur um upprunamerkingar hafa ekki enn náð til. |
|
NÝSKÖPUN | |
Tíu hugmyndir keppa um Gulleggið 2015 |
||||
Keppnin um Gulleggið 2015 stendur nú yfir og hafa tíu viðskiptahugmyndir verði valdar sem keppa til úrslita laugardaginn 7. mars. Þá mun fólkið á bak við hugmyndirnar kynna þær fyrir dómnefnd en úrslit verða kynnt kl. 16 á Háskólatorginu í Háskóla Íslands. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum Gulleggsins sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit. Keppnin er haldin að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. |
|
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is |
Share with Your Friends