Af vettvangi í maí 2017

SA fréttabréf header
 

Verjum kaupmáttaraukninguna

     
 

Kjarasamningar næstu missera munu ákvarða efnahagslegar aðstæður næstu ára. Það er ábyrgðarhlutur sem atvinnurekendur, hið opinbera og viðsemjendur þeirra standa frammi fyrir. Vegna hagstæðra viðskiptakjara og styrkingar krónunnar hafa 20% launahækkanir frá ársbyrjun 2015 ekki skilað sér í aukinni verðbólgu. Nú er von að menn spyrji hvort það sé viðvarandi ástand.

Stutta svarið er nei því miður. Launahækkanir umfram þá verðmætasköpun sem á sér stað á sama tíma í hagkerfinu munu leiða til verðbólgu. Hagkerfið hefur að undanförnu verið í leit að nýju jafnvægi vegna undirliggjandi breytinga samfara viðvarandi gjaldeyrisinnflæði, m.a. vegna vaxandi ferðaþjónustu.

Sjá nánar


 

Við höfum tekið út kaupmáttaraukningu heils áratugar á tveimur árum.

  FRÉTTIR  
 

400 stærstu: Flestir telja aðstæður góðar

     
 

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að þeir telja góðar aðstæður í atvinnulífinu og að svo verði áfram á næstunni. Nokkru munar þó á mati stjórnenda fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni og annarra.

Fjórir af hverjum tíu stjórnendum fyrirtækjanna finna fyrir skorti á starfsfólki sem er sama niðurstaða og fyrir ári síðan. Búast má við tæplega um 1,5% fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum eða sem nemur rúmlega tvö þúsund störfum. Stjórnendur búast við 1,8% verðbólgu á næstu 12 mánuðum.

Sjá nánar


 

 

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2017

     
 

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent fimmtudaginn 12. október fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum.  Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins, sem að þessu sinni er helgaður loftslagsmálum.

Óskað er eftir tilnefningum fyrir 12. september nk. með tölvupósti á sa@sa.is merktum: "Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins". Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins verðlaunað og hins vegar framtak ársins sem gagnast í baráttu við loftslagsbreytingar.

Sjá nánar

   

 

Hvaða áhrif hefur Brexit á íslensk fyrirtæki?

     
 

Samningarviðræður milli Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr ESB hefjast senn af fullum þunga en úrsagnarferlið hófst formlega 29. mars.

Óvissa ríkir um hver endanleg útkoma samningaviðræðnanna verður en miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf enda Bretland einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslendinga.

Samtök atvinnulífsins munu fylgjast vel með framvindu mála og upplýsa stjórnendur fyrirtækja eftir því sem mál skýrast en hægt er að skrá sig á sérstakan Brexit-póstlista SA til að fá nýjustu fréttir og greiningar þegar þær birtast.

Sjá nánar

   

 

Orlofsuppbót 2017

     
 

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist orlofsuppbót þann 1. júní ár hvert. Full orlofsuppbót er kr. 46.500.

Sjá nánar

   

 

Fann sjálfsöryggið eftir að hafa misst sjónina

     
 

Fyrir rúmlega tveimur árum síðan missti maður sjónina sem hafði unnið að innflutningi  og markaðssetningu á ýmsum vörum auk þess að vinna við bókhald og uppgjör. Áfallið var mikið og hann einangraðist félagslega í kjölfarið.

Þrátt fyrir að teljast lögblindur með aðeins 5% sjón átti hann sér þá ósk heitasta að komast aftur inn á vinnumarkaðinn og öðlast nýja þekkingu og reynslu. Hann gat ekki lengur fært bókhald en ákvað þess í stað að einbeita sér að því að fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Með aðstoð Íslensku auglýsingastofunnar og Virk – starfsendurhæfingarsjóðs fann hann sjálfsöryggið á ný.

Sjá nánar

 



"Við lærðum margt út frá stjórnun en þó fyrst og fremst rann upp fyrir starfsfólkinu hvað við erum flest heppin að vera ófötluð."

 

  SKATTAR  

 

Stöldrum við

     
 

"Það einkennir farsæl samfélög að mál eru leidd til lykta á yfirvegaðan hátt eftir vandaða skoðun. Ríkisstjórnin áformar í fjármálaáætlun sinni að hækka virðisaukaskatt á stærstu útflutningsgrein Íslands, ferðaþjónustuna," segir Eyjólfur Árnir Rafnsson, formaður SA, í grein í Morgunblaðinu og kemst að þessari niðurstöðu.

"Ég tel að það sé óvarlegt að halda áfram með núverandi áform um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu án þess að greina málið betur."

Sjá nánar


   

  VINNUMARKAÐUR  

 

Ný kaupgjaldskrá 

     
 

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt gildandi kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ. Ný kaupgjaldskrá er komin út með uppfærðum launatöxtum og má nálgast hana á vef SA. 

Athygli er vakin á launatöxtum kjarasamnings SA og Félags leiðsögumanna sem hefur verið bætt við skrána.

Sjá nánar


   

 

Orð skulu standa 

     
 

Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fjölmiðlum í maí að tryggingagjaldið yrði ekki lækkað í bráð heldur síðar á kjörtímabilinu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, skrifaði af því tilefni grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði m.a.:

"Tryggingagjaldið bitnar sérstaklega á litlum fyrirtækjum þar sem laun eru yfirgnæfandi hluti rekstrargjalda, en lítil fyrirtæki eru meginuppspretta nýrra starfa í efnahagslífinu. Lækkun tryggingagjalds styrkir nýsköpun og stuðlar að bættum hag landsmanna."

Sjá nánar

   

 

Svíar breyta vinnulöggjöf vegna verkfallsaðgerða

     
 

Röð langvarandi verkfallsaðgerða hafnarverkamanna í Gautaborg hefur leitt til þess að sænska ríkisstjórnin hyggst breyta vinnulöggjöfinni. Þetta kemur fram í frétt vefmiðilsins Arbetsmarknadsnytt en vegna aðgerðanna hefur höfnin verið rekin á 60% afkastagetu. Fjöldi fyrirtækja hefur orðið fyrir miklu tjóni og mörg hafa valið að nýta aðrar flutningsleiðir. Vinnumarkaðsráðherrann, Ylva Johansson, telur ástandið við höfnina alvarlega ógn við sænskt efnahagslíf og störfin í landinu.

Sjá nánar

 

Að mati vinnuveitenda misnotar verkalýðsfélag hafnarverkamanna verkfallsréttinn.

 

 

Fyrirvari SA vegna viðbótariðgjalds LSR

     
 

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, hefur sent launagreiðendum á almennum vinnumarkaði bréf með athugasemdum vegna þeirra starfsmanna sem aðild eiga að LSR.

Er þar kynnt til sögunnar sérstakt 5,85% viðbótariðgjald vegna breytinga á lögum um sjóðinn. Samtök atvinnulífsins hafa fyrir hönd félagsmanna sinna gert fyrirvara vegna gjaldsins enda eru félagsmenn SA óbundnir af þessari ákvörðun sjóðsins.

Sjá nánar

   

  EFNAHAGSMÁL  

 

Kærkomin vaxtalækkun

     
 

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti 0,25% vaxtalækkun þann 17. maí. Var lækkunin í takt við væntingar SA enda sterk rök fyrir vaxtalækkun, eins og fram kom í ítarlegri greiningu SA fyrr í mánuðinum. Ákvörðun bankans hefur takmörkuð áhrif en sem fyrsta skref í vaxtalækkunarferli er hún tímabær þótt fyrr hefði verið.

Sjá nánar

   

  HEILBRIGÐISMÁL  
 

Hæstu launin á Íslandi

     
 

Læknar og hjúkrunarfræðingar eru með hærri laun hér á landi en kollegar þeirra annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins sem unnin var fyrir Morgunblaðið eru íslenskir hjúkrunarfræðingar með 25% hærri regluleg laun, sem eru án yfirvinnugreiðslna, en kollegar þeirra eru að meðaltali með á Norðurlöndum, og læknar með 30% hærri regluleg laun.

Þá eru hjúkrunarfræðingar með 50% hærri regluleg heildarlaun, þ.e. yfirvinnugreiðslur meðtaldar, samanborið við regluleg laun kollega þeirra eru að meðaltali með annars staðar á Norðurlöndum og læknar með 70% hærri heildarlaun.

Sjá nánar

   

 

Hugmyndafræðileg afstaða til trafala?

     
 

"Á Íslandi hefur val sjúklinga verið takmarkað og heilbrigðiskerfið hefur ekki í nægjanlegum mæli verið byggt upp til að mæta þörfum sjúklinga. Hið opinbera er ráðandi í veitingu heilbrigðisþjónustu og hefur algjöra yfirburðarstöðu og aukinnar miðstýringar hefur gætt.

Það er full ástæða til að taka undir með forsætisráðherra sem sagði á ársfundi SA fyrir mánuði að hugarfarsbreyting á þessu sviði nauðsynlega og að einkaaðilar geti sinnt margs konar þjónustu fyrir ríkið. Annars er hætta á að opinbert fé nýtist ekki nægilega vel."

Sjá nánar

 
Breytinga er þörf. Bið sjúklinga eftir brýnum aðgerðum lengist frekar en styttist.
 

  UMSAGNIR  

 

Búum í haginn á tímum góðæris

     
 

Samtök atvinnulífsins hittu fjárlaganefnd Alþingis þann 10. maí og drógu fram helstu atriði umsagnar SA um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022. Áætlaður afgangur upp á 1,5% að jafnaði í rekstri hins opinbera er engan veginn fullnægjandi að mati SA.

Fjármálaáætlunin byggir á þeirri lykilforsendu að hér verði áfram kröftugur hagvöxtur út allt tímabilið. Ekki þarf mikið að bregða út af svo að halli verði á rekstri ríkissjóðs. 

Sjá samantekt og greiningu efnahagssviðs SA

   

 

Umsögn um jafnlaunavottun

     
 

Samtök atvinnulífsins sendu Alþingi ítarlega umsögn um lögfestingu jafnlaun í maí. Umsögnina má lesa á vef SA en þar voru lagðar fram fjölmargar efnislegar breytingar á upphaflegu frumvarpi m.a. um að í það vanti mælanleg markmið til að meta áhrif þess. Í niðurlagi umsagnar SA segir að samtökin leggist ekki gegn lögfestingu frumvarpsins að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem settar eru fram í umsögninni.

Sjá umsögn SA

   

  ÞJÓÐHAGSRÁÐ  

 

Fundargerð annars fundar Þjóðhagsráðs

     
 

Annar fundur Þjóðhagsráðs var haldinn í apríl en fundargerð ráðsins var birt í maí. Rætt var um meginlínur í opinberum fjármálum til næstu fimm ára, stöðu vinnu við nýtt vinnumarkaðslíkan, kjarasamninga á árinu og árangur og áskoranir peningastefnunnar.

Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands.

Sjá nánar

   

  SÍÐAST EN EKKI SÍST
 

     
 

Samtök atvinnulífsins eru bakhjarl TEDxReykjavík sem fram fer í Tjarnarbíói 9. september 2017. Um er að ræða hálfsdags ráðstefnu í anda TED og fer hún fram á ensku. TEDx er óháður viðburður sem er skipulagður af alþjóðlegu teymi sjálfboðaliða. Markmiðið með viðburðinum er að sameina fólk sem vill deila TED-upplifuninni – að deila hugmyndum sem eiga skilið að heyrast. 

Sjö fyrirlesarar munu stíga á stokk  og fjalla um allt frá tölvuleikjum, náttúruvernd og tæknilegri framþróun til samfélagslegra breytinga. Þema ráðstefnunnar er Re-Imagine og verður það útfært með ýmsum hætti, t.d. Re-Cycle, Re-Think, Re-Invent. Dagskrá verður birt þegar nær dregur.

Vefur TEDxReykjavík

 
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf