Af vettvangi í apríl 2017

SA fréttabréf header
 

Aðhalds er þörf hjá hinu opinbera

     
 

"Aðhalds er þörf eru varnaðarorð Samtaka atvinnulífsins til ríkisstjórnarinnar við afgreiðslu framlagðrar fjármálaáætlunar til næstu fimm ára, eða ársins 2022. Ekki svo að skilja að þörf sé á blóðugum niðurskurði í grunnstoðum, heldur virkari forgangsröðun og betri nýting opinberra fjármuna. Þegar bakslag kemur í hagkerfið þá sýnir reynslan að erfitt er að draga úr útgjöldum þegar tekjurnar dragast saman."

Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í upphafi leiðarans um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

"Fjármálaáætlunin byggir á bjartsýni, kröftugum hagvexti allt tímabilið sem þegar er orðið hið lengsta hagvaxtartímabil í sögu Íslands. Áfram er gert ráð fyrir að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin er með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. Útgjöldin eiga að aukast jafnt og þétt þrátt fyrir mikla eftirspurnarþenslu og spennu í hagkerfinu."

Sjá nánar

 

Ríkið ætlar að kynda undir þensluna

 

  FRÉTTIR  
 

Jens Garðar Helgason nýr varaformaður SA

     
 

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í vikunni var Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður SA fyrir starfsárið 2017-2018. Jens Garðar er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og framkvæmdastjóri Fiskimiða. Jens Garðar hefur átt sæti í framkvæmdastjórn SA frá árinu 2015. Jens Garðar tekur við af Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem verið hefur varaformaður SA frá 2015. 

Einnig var ný framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins kosin fyrir starfsárið 2017-2018. Árni Sigurjónsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Lilja Björk Einarsdóttir koma ný inn í framkvæmdastjórnina.

Sjá nánar

   

 

Laun hækka 1. maí

     
 

Laun hækka á almennum vinnumarkaði um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum. Reikna má með því að við það hækki launakostnaður fyrirtækja um fimm og hálfan milljarð króna. Er það miðað við að heildarlaunagreiðslur á þessu ári nemi um 1.200 milljörðum. Hækkun iðgjalds í lífeyrissjóði 1. júlí næstkomandi um 1,5%, sem nær til um 70% launamanna á almennum markaði, hækkar launakostnað fyrirtækja á almennum markaði um nálægt einn milljarð til viðbótar.

Þetta eru ríflegar launahækkanir ef horft er til nágrannalandanna. Samkvæmt nýjum kjarasamningum í Svíþjóð hækka laun um samtals 6,5% á þremur árum til loka mars 2020. Í Noregi hækka laun um 2,4% á þessu ári.

   

 

Svipmyndir frá Ársfundi atvinnulífsins 2017

     
 

Ársfundur atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 29. mars. Um 600 gestir mættu til fundarins og um 1.500 horfðu á fundinn í beinni útsendingu. Svipmyndir frá fundinum eru nú aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins.

Smelltu til að horfa

   

 

Atvinnulífið í mynd

     
 

Á Instagram birta Samtök atvinnulífsins myndir frá fyrirtækjunum í landinu og segja sögur af fólkinu sem bætir lífskjörin. Atvinnulífið er fjölbreytt og skemmtilegt en íslensk fyrirtæki framleiða úrvals vörur og veita framúrskarandi þjónustu á hverjum einasta degi.

Kíktu á myndirnar, sendu okkur mynd úr þínu fyrirtæki og segðu okkur sögu! Myndir má senda á Hörð Vilberg á hordur@sa.is.

Atvinnulífið á Instagram

 

 

  HEILBRIGÐISMÁL  

 

Kemur hugmyndafræðileg afstaða í veg fyrir hagkvæmni?

     
 

Hugmyndafræðileg afstaða má ekki koma í veg fyrir að gerðir verði samningar við einkareknar heilbrigðisstofnanir, sem geta hjálpað til við að stytta biðlista eftir ýmsum aðgerðum. Margt bendir til þess að mun betur mætti gera í þessu efni ef krafa um hagkvæmni og árangur væri höfð að leiðarljósi og áhersla á opinbert rekstrarform sett til hliðar.

"Landspítalinn hefur fengið milljarða króna í auknar fjárveitingar á síðustu árum. Engu að síður birtast reglulega fréttir af alvarlegu ástandi á Landspítalanum sem er yfirfullur af sjúklingum sem ættu að dvelja í ódýrari úrræðum."

Sjá nánar

   

  EFNAHAGSMÁL  

 

Aðhald, ábyrgð og efnahagsstjórn

     
 

Þjóðhagsráð kom til fundar í  apríl til að fjalla um stöðu  efnahagsmála og samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál. Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, Seðlabankastjóri, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sjá nánar

   

  SAMTÖK ATVINNULÍFSINS  

 

Eyjólfur Árni Rafnsson nýr formaður Samtaka atvinnulífsins

     
 

Eyjólfur Árni Rafnsson, er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Eyjólfur var kjörinn í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA, í aðdraganda aðalfundar SA 2017. Eyjólfur hlaut 93% greiddra atkvæða og var þátttaka góð.

Sjá nánar

   

 

Sneiðar verða ekki stærri en kakan

     
 

Brýnasta verkefni Samtaka atvinnulífsins, að mati Eyjólfs Árna Rafnssonar, er að ná sátt um nýtt vinnumarkaðslíkan að norrænni fyrirmynd því núverandi skipan þjóni hvorki hagsmunum launafólks né atvinnulífs. Mikilvægt sé að tryggja kaupmáttaraukningu þegar laun eru  hækkuð hverju sinni. Hann kallar eftir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, að tryggingargjaldið lækki og að stjórnendur í atvinnulífi líti í eigin barm til að bæta framleiðni í rekstri. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali ViðskiptaMoggans við Eyjólf.

Sjá nánar

   

 

Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins 2017-2018

     
 

Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Hörpu miðvikudaginn 29. mars. Nýir stjórnarmenn eru Lilja Björk Einarsdóttir, Sigríður Margrét Oddsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Kjartan Örn Sigurðsson, Sigurður R. Ragnarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir.

Sjá nánar

   

 

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2016-2017

     
 

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2016-2017 var lögð fram á aðalfundi samtakanna. Þar er að finna greinargott yfirlit yfir starfsemi SA á liðnu starfsári. Í skýrslunni er m.a. fjallað um vinnumarkaðinn og mikil áhrif síðustu kjarasamninga á rekstur fyrirtækja. Fjallað er um samfélagsábyrgð, menntamál, jafnréttismál, lífeyrismál og umhverfismál auk umfjöllunar um starfsskilyrði atvinnulífsins.

Í umfjöllun um efnahagsmál kemur fram að árið 2016 var gott í efnahagslegu tilliti og staða þjóðarbúsins góð. Hagvöxtur síðasta árs var einn sá mesti frá 2007 og viðskiptaafgangur sjaldan mælst meiri.

Sjá nánar

   

  ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS 2017  

 

     
 

Þeir sem misstu af Ársfundi atvinnulífsins geta horft á hann í Sjónvarpi atvinnulífsins.

Sjá nánar

   

 

Björgólfur Jóhannsson formaður SA 2013-2017

     
 


Björgólfur Jóhannsson, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í Samtökum atvinnulífsins en í kveðjuræðu sinni kom hann víða við. Hann ræddi m.a. um mikilvægi frjálsra viðskipta og ábyrgs atvinnulífs.  Aðalritstjóri Economist, Zanny Minton Beddoes, sem var sérstakur gestur fundarins sagði að það væri langt síðan hún hefði heyrt jafn sannfærandi hvatningarræðu um mikilvægi frjáls markaðar.

Sjá nánar


 



"Kaupsýslumaðurinn vinnur þjóð sinni vel. Hann framfleytir sér ekki á kjaftæði og loforðum."

 

 

Einkaframtakið gæti nýst betur

     
 

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ávarpaði Ársfund atvinnulífsins. Marteinn Mosdal mætti óvænt á svið í ávarpi Bjarna. Þeir reyndust ósammála um kosti einkaframtaksins en Bjarni telur að hægt sé að nýta það betur til að bæta opinbera þjónustu. 

Mosdal vill til dæmis eitt ríkisknattspyrnulið í 1. deild sem leiki við sjálft sig, spili bara kl. 3 á sunnudögum, á einum vallarhelmingi með aðeins einu marki með tilheyrandi sparnaði. 

"Tapar aldrei, vinnur aldrei, alltaf jafntefli."

Smelltu til að horfa

   

 

Hagkerfi heimsins að hressast

     
 

Zanny  Minton Beddoes aðalritstjóri tímaritsins Economist fjallaði um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og horfurnar framundan á fundinum. Beddoes er sautjándi ritstjóri Economist og fyrsta konan til að gegna stöðunni í 174 ára sögu blaðsins. Economist þarf ekki að kynna til leiks en blaðið kom fyrst úr árið 1843 og er virtasta tímarit heims um efnahags- og þjóðfélagsmál.

Beddoes sagði hagkerfi heimsins vera að ná sér eftir fjármálakreppuna 2008 og horfur væru góðar en pólitíkin víða um heiminn væri hins vegar að súrna. Menntakerfið væri almennt staðnað og ríkið stækki sífellt.

Bogi Ágústsson, fréttamaður, ræddi við Beddoes í Viðtalinu á RÚV.

Smelltu til að horfa

   

 

Skopmyndir morgundagsins

     
 

Halldór Baldursson, teiknari, nýtti fundinn vel og teiknaði skopmyndir morgundagsins.

Smelltu til að horfa

 

 

 

Raddir atvinnulífsins

     
 

Stjórnendur með fjölbreytta reynslu af innlendu og erlendu atvinnulífi stigu á stokk í Hörpu. Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og stjórnarformaður Fjarskipta, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi greindu stöðu Íslands og spáðu í framtíðina.

Smelltu til að horfa

   

 

Sjáumst að ári!

     
 

Ársfundur atvinnulífsins 2018 verður haldinn í Hörpu fimmtudaginn 22. mars. Taktu daginn frá.

   

  VINNUMARKAÐUR  

 

Norrænir frændur og íslenska sérstaðan

     
 

Föstudaginn 31. mars var tónninn sleginn varðandi launaþróun í Svíþjóð næstu árin. Launahækkanir verða samtals 6,5% á þremur árum til loka mars 2020. 

Það voru samtök fyrirtækja og launafólks í iðnaði sem riðu á vaðið og gerðu fyrsta kjarasamninginn í þessari lotu. Í Svíþjóð er víðtækt samkomulag um að iðnaðarsamningurinn sé fyrstur í röðinni og sé fyrirmynd annarra kjarasamninga sem koma í kjölfarið. Samningsaðilarnir telja sig með þessu hafa axlað þá ábyrgð að ákveða launastefnuna á sænska vinnumarkaðnum en samningurinn nær til 600.000 launamanna.

Sjá nánar

 



Miklu meiri launahækkanir á Íslandi en meðal samkeppnisþjóða og mikil styrking krónunnar undanfarin ár hafa stökkbreytt samkeppnisstöðunni

 

  NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI  

 

Ekki nógu góðar hugmyndir á Íslandi?

     
 

Guðmundur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Google Assistant, flutti erindi á morgunfundi Samtaka atvinnulífsins og Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. Hvað segir Google um Ísland? var yfirskrift fundarins en þar velti Guðmundur því m.a. upp hvort það væri of mikið af hugmyndum á Íslandi sem væru ekki nógu góðar. Of mikilli orku væri því eytt í vondar hugmyndir í stað þess að þróa áfram þær sem eru virkilega góðar og geta skilað miklum ávinningi.

Sjá nánar

 

Það er ekki nóg að allir gangi um með farsíma í vasanum til að teljast tæknivædd þjóð.

 

  SAMFÉLAGSÁBYRGÐ  

 

Ráðstefna hjá Volvo í Gautaborg

     
 

Fyrirtæki á Norðurlöndum sem hafa skrifað undir Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð eiga stefnumót í höfuðstöðvum Volvo í Gautaborg 8.-9. maí.  Yfirskrift ráðstefnunnar er The Changing Role of Business en hún er opin fyrirtækjum sem hafa skrifað undir sáttmálann og eru aðilar að norrænu tengslaneti Global Compact. 

Netið skipuleggur tvær ráðstefnur á hverju ári þar sem stjórnendur framsækinna fyrirtækja miðla ráðum og reynslusögum en ráðstefnan verður haldin á Íslandi næsta haust. 

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact. Ráðstefnan verður haldin á Íslandi næsta haust. 

Vefur Global Compact Nordic Network

   

  SÍÐAST EN EKKI SÍST  

 

Hægvarp frá höfninni

     
 

Hér er stysta hægvarp í heimi frá Reykjavíkurhöfn. Hagkerfi hafnarinnar er magnað. Þar er að finna fjölbreytta ferðaþjónustu, öflugan sjávarútveg, fremstu hönnuði landsins og tónlistarmenn, ráðstefnuhús á heimsmælikvarða, iðnað og alls kyns þjónustu.

Smelltu til að horfa

   
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf