Af vettvangi í júní 2015

SA fréttabréf header
 

Mikilvæg verkefni næstu ára

     
 

Með nýjum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hefur tekist að afstýra víðtækum verkföllum og lágmarka tjón af einum hörðustu vinnudeilum á Íslandi í áratugi.

Ef rétt er á málum haldið geta samningarnir lagt grunn að auknum kaupmætti og efnahagslegum uppgangi hér á komandi árum. Það er þó ljóst að í samningunum felst mikill kostnaðarauki fyrir atvinnulífið og því er brýnt að aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtækin í landinu og stjórnvöld leggist á eitt um að tryggja að kostnaðarhækkanir vegna kjarasamnings fari ekki beint út í verðlag. Það má gera með hagræðingu fyrirtækja, aukinni áherslu á framleiðni og áherslu stjórnvalda á því að létta byrðum af fyrirtækjum með verulegri einföldun regluverks og lægri skattbyrði.

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðaranum þar sem hann fjallar um stöðuna á vinnumarkaði og horfurnar í efnahagsmálum.

Sjá nánar

 
Reynslan af vinnudeilum undanfarinna mánaða undirstrikar að endurskoða þarf fyrirkomulag kjarasamninga á Íslandi og taka upp ný og breytt vinnubrögð
 

  FRÉTTIR  
 

Hús atvinnulífsins flytur í Vatnsmýrina

     
 

Dagana 11. til 13. júní mun Hús atvinnulífsins flytja í Vatnsmýrina og reisa Tjald atvinnulífsins. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá um samspil öflugs atvinnulífs og góðra lífskjara. Allt áhugafólk atvinnulífið er velkomið í tjaldið en uppátækið er hluti af Fundi fólksins sem fram fer í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. 

Í Tjaldi atvinnulífsins verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla dagana en hún verður birt á fésbókarsíðu tjaldsins síðar í dag. Smelltu læk á síðuna, fylgdust með dagskránni og kíktu í heimsókn í Vatnsmýrina!

Tjald atvinnulífsins á Facebook

 

 

 

Samið til langs tíma á almennum vinnumarkaði

     
 

Kjarasamningar voru undirritaðir á almennum vinnumarkaði föstudaginn 29. maí. Samningarnir ná til tæplega 70 þúsund launamanna og  gilda til ársloka 2018 verði þeir samþykktir, en framundan er kynning á efni samninganna meðal aðildarfyrirtækja SA. Verkföllum stéttarfélaganna hefur verið frestað fram yfir atkvæðagreiðslu þeirra. Samningana í heild má nálgast á vef SA en megináhersla þeirra er á hækkun lægstu launa.

Sjá nánar

   

 

Iðnaðarmenn samþykkja verkfallsboðun

     
 

Félög iðnaðarmanna sem eru í samstarfi um endurnýjun á almenna kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins, Samiðn, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög RSÍ, samþykktu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna heimild til verkfallsboðunar. Samþykkt var að boða til verkfalla í öllum stéttarfélögunum sem hæfust 10. júní með tímabundnu viku verkfalli og ótímabundnu verkfalli 24. ágúst ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.

   

 

Hverjir mega vinna í verkfalli?

     
 

Á vef SA er að finna nýja samantekt um verkföll þar sem m.a. er að finna svör um hverja verkfallsboðun bindur og hverjir megi vinna í verkfalli. SA vinna að því hörðum höndum að ná samningum í þeim deilum sem út af standa.

Sjá nánar hér (PDF)

   

  EFNAHAGSSVIÐ SA  

 

Deilihagkerfi, tækifæri eða ógnanir?

     
 

Deilihagkerfi byggir í grunninn á því að einstaklingar deili hver með öðrum vöru, þjónustu og upplýsingum. Þeir geta ýmist gert það gegn gjaldi eða í skiptum fyrir það sem hinn hefur að bjóða. Með tilkomu deilihagkerfis geta einstaklingar aflað tekna, bætt nýtingu framleiðsluþátta og aukið framleiðni.

Deilihagkerfi eru ört vaxandi og í stöðugri þróun sem við höfum ekki orðið varhluta af hér á landi, sér í lagi í ferðaþjónustu. Heimagisting hefur vaxið ört síðustu ár og áætlar efnahagssvið SA að á höfuðborgarsvæðinu sé herbergjaframboð gistirýma sem flokkast undir heimagistingu álíka mikið og herbergjaframboð allra hótela og gistiheimila.

Sjá nánar

   

  AÐILDARFÉLÖG SA  

 

Á öruggri siglingu fram á við

     
 

"Oft hefur verið sagt að sjávarútvegurinn standi á tímamótum. Við stóðum á tímamótum fyrir sjö mánuðum síðan þegar við ákváðum að sameina íslenskan sjávarútveg í ein öflug heildarsamtök sem endurspegla greinina og marka sameiginlega sýn til framtíðar. Í dag stöndum við ekki á tímamótum heldur erum á öruggri siglingu fram á við." Þetta sagði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), m.a. á ársfundi samtakanna sem fram fór 28. maí.

Ítarlega er fjallað um efni fundarins á vef SFS en þar var fjallað um markaðsmál frá ýmsum áhugaverðum sjónarhornum.

Sjá nánar á vef SFS

   

  STJÓRNARHÆTTIR  

 

Nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja

     
 

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja eru nú gefnar út í fimmta skipti á Íslandi. Útgáfuaðilar eru líkt og áður Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Nasdaq Iceland. Fyrsta útgáfa  leiðbeininganna kom út árið 2004 og hafa þær verið endurskoðaðar með reglubundnum hætti frá þeim tíma.

Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti er ætlað að nýtast sem verkfæri stjórna og stjórnenda til að mæta þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir. Það er jafnframt skoðun útgáfuaðila að með því að fylgja góðum stjórnarháttum megi styrkja innviði fyrirtækja og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. Hvort tveggja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. 

Sjá nánar

   

  MENNTAMÁL  

 

Undirbúningsnám fyrir háskólanám við HR stytt í eitt ár

     
 

Frá og með næsta hausti geta nemendur í frumgreinanámi við Háskólann í Reykjavík lokið undirbúningi fyrir háskólanám á einu ári. Samhliða styttingu námsins hefur skipulagi þess verið breytt. Nemendur velja braut sem gerir þeim kleift að einbeita sér að undirbúningi fyrir það háskólanám sem þeir hafa áhuga á að fara í að loknu frumgreinanáminu.

Sjá nánar

   

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Email Marketing af Outcome frttabrf