Fréttabréf LÍ 1.tbl. 2014

Netútgáfa • 10. janúar - 1. tbl. 2014
Twitter
Facebook

Efnisyfirlit 3. heftis 2013

Ásýnd lögfræðingastéttarinnar eftir Hafstein Þór Hauksson.

Endurupptaka samkvæmt 11.gr. skaðabótalaga eftir Eirík Jónsson.

Hvenær ber útgefanda fjármálagerninga að birta innherjaupplýsingar? eftir Andra Fannar Bergþórsson.

Jafnræðisreglur – í tengslum við matskenndar stjórnvaldsákvarðanir eftir Elínu Ósk Helgadóttur.


Sjá útdrætti greina                                                      Kaupa hefti 

Réttarríkið og umræðan

Leiðari eftir Eyvind G. Gunnarsson, formann LÍ

Störf lögfræðinga eru fjölbreytileg og snerta m.a. alla þrjá þætti ríkisvaldsins. Þannig gegna þeir lykilhlutverki í réttarríkinu, m.a. við undirbúning lagasetningar, við úrlausn mála í stjórnsýslunni og við dómstörf. Á undanförnum árum hefur reynt á undirstöður réttarríkisins. Í kjölfar hrunsins hafa Alþingi og stjórnvöld þurft að takast á við risavaxin verkefni, svo sem neyðarlögin og Icesave. Hvað varðar dómstóla sérstaklega má nefna málaferli vegna neyðarlaganna, lánssamninga, gjaldþrotaskipti, flókna fjármálagerninga og efnahagsbrot. Flestir eru sammála um að réttarríkið hafi staðið undir þeim kröfum sem til þess eru gerðar, þótt menn kunni að greina á um einstaka mál.

Réttarríkið er ekki náttúrulögmál sem stendur að eilífu aðhlynningarlaust og án umhugsunar. Staðreyndin er sú  ...   framhald leiðara

Argentína: Svo miklu meira en tangó, steikur og rauðvín

Lögfræðingafélagið hefur um árabil staðið fyrir ferðum á framandi slóðir fyrir félagsmenn sína. Við, sem höfum tekið þátt í þessum ferðum, erum mjög þakklát fyrir þennan þátt í starfsemi félagsins. Ferðirnar hafa gert okkur kleift að kynnast fólki og stöðum sem við hefðum ella aldrei sótt heim. Þær hafa víkkað okkar heim og áhugasvið... framhald greinar Önnu

_______________________________________

Vönduð löggjöf – áskoranir og leiðir til úrbóta

eftir Pál Þórhallsson 

Lögfræðin hefur löngum lagt mesta áherslu á að fjalla um lögin eins og þau eru. Því hefur verið minni gaumur gefinn hvaða sjónarmið eigi við um lagasetninguna sjálfa. Samt sem áður er það augljóslega þýðingarmikið að leita svara við spurningum um gæði löggjafar. Hvað er vönduð löggjöf? Er hægt að setja fram hlutlæg gæðaviðmið um lagatexta? Hvaða viðmið geta átt við um rökstuðning fyrir lagasetningu? Hvað með lagasetningarferlið og allan undirbúning, hvernig ber að hátta honum til þess að útkoman verði sem best?

Það er því ekki að undra að aðrar fræðigreinar hafa í vaxandi mæli beint sjónum að lagasetningu og lagt þar gott til, svo sem undir merkjum hagfræði, atferlisfræði, stefnumótunarfræða, gæða- og verkefnastjórnunar.

Í þessu sambandi rísa einnig mjög áhugaverðar spurningar um samspil stjórnmála og faglegrar vinnu og samband... framhald greinar Páls

Vil að Tímarit lögfræðinga sé vettvangur skoðanaskipta

Á haustmánuðum tók Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, við ritstjórn Tímarits lögfræðinga af Róbert R. Spanó. Að loknu cand.jur. prófi við lagadeild HÍ árið 2004 starfaði Hafsteinn hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og því næst hjá umboðsmanni Alþingis. Veturinn 2007-2008 stundaði hann nám í réttarheimspeki og stjórn-skipunarfræðum við lagadeild Há-skólans í Oxford og lauk þaðan mag.jur prófi. Er hann kom heim varð hann skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis til ársloka 2010 er hann varð lektor við lagadeild HÍ en áður hafði hann verið stundakennari og aðjúnkt við skólann. Þess má geta að Hafsteinn hefur einnig aflað sér lögmannsréttinda og er formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Hafsteinn er kvæntur Hrefnu Ástmarsdóttur stjórnmálafræðingi, sem starfar hjá stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, og  eiga þau tvo syni, Baldur Hrafn eins árs og Yngva Hauk fimm ára. Fréttabréfið ræddi við Hafstein í tilefni að því að hann hefur tekið að sér að ritstýra Tímariti lögfræðinga. 

Má vænta breytinga á Tímariti lögfræðinga undir þinni ritstjórn?

Ég tel mig hafa svipaðar hugmyndir um hlutverk tímaritsins og fráfarandi ritstjóri. Ég legg áherslu á að TL höfði til breiðs hóps lögfræðinga og að þar birtist blandað efni frá öllum sviðum lögfræðinnar. Þó svo að ritrýndar greinar verði alltaf hryggjarstykkið í tímaritinu þá vil ég gjarnan að það sé einnig vettvangur... framhald viðtals

Stjórn LÍ 2013-2014

Á síðasta aðalfundi var Eyvindur G. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, kosinn formaður Lögfræðinga-félags Íslands en hann hafur setið í stjórn félagsins undanfarin 5 ár. Auk hans sitja í stjórn: Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari, varaformaður, Jónína Lárusdóttir forstöðumaður lögfræðisviðs Arionbanka, ritari, Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari, gjaldkeri, Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur við laga-deild Háskólans í Reykjavík, fram-kvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Páll Þórhallsson skrifstofustjóri skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu og Jóhannes Eiríksson hdl. hjá LEX lögmannsstofu. Sem fyrr er Eyrún Ingadóttir framkvæmdastjóri félagsins. 

_________________________________

Ert þú orðin/n 65 ára?

Öldungadeild Lögfræðingafélagsins heldur úti líflegu starfi og fundar mánaðarlega yfir vetrartímann. Í haust héldu dr. Finnur Magnússon hdl. erindi um alþjóðlegan fjárfestingarétt og réttarstöðu erlendra fjárfesta og  Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkis-ráðherra erindi um smáþjóðir í alþjóða-kerfinu. Í desember fóru öldungar í heimsókn í Listasafn Íslands og nutu þar fræðslu um sýningar safnsins.

Um 70 lögfræðingar eru skráðir í deildina en allir þeir sem eru 65 ára og eldri geta gengið í hana. Aðildin er innifalin í félagsgjaldi LÍ en þeir sem vilja fá tölvupósta um viðburði deildarinnar er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 568 0887 milli kl. 13:00-15:00 virka daga eða senda tölvupóst til félagsins. Sjá upplýsingar um öldungadeild

Útgefandi: Lögfræðingafélag Íslands - Álftamýri 9, 108 Reykjavík - Sími: 568 0887- Netfang: skrifstofa@logfraedingafelag.is

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Þórhallsson - Ritnefnd: Eyvindur G. Gunnarsson og Eyrún Ingadóttir.

 

Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]