Fréttir - 

10. desember 2014

Jákvæð lækkun stýrivaxta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Jákvæð lækkun stýrivaxta

Seðlabankinn tilkynnti í morgun um 0,5 prósenta lækkun stýrivaxta bankans. Þetta er jákvætt skref sem mun koma fyrirtækjum og heimilum til góða en þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem bankinn lækkar vexti. Lækkunin er í takt við hagstæða verðbólguþróun á árinu en verðbólgan hefur farið hjaðnandi frá gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu og er nú innan við 1%. Verðbólguvæntingar stjórnenda hafa jafnframt farið minnkandi og hafa ekki verið minni síðastliðin fjögur ár. Að jafnaði vænta stjórnendur 2,5% verðbólgu næstu 12 mánuði sem er í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans.

Seðlabankinn tilkynnti í morgun um 0,5 prósenta lækkun stýrivaxta bankans. Þetta er jákvætt skref sem mun koma fyrirtækjum og heimilum til góða en þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem bankinn lækkar vexti. Lækkunin er í takt við hagstæða verðbólguþróun á árinu en verðbólgan hefur farið hjaðnandi frá gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu og er nú innan við 1%. Verðbólguvæntingar stjórnenda hafa jafnframt farið minnkandi og hafa ekki verið minni síðastliðin fjögur ár.  Að jafnaði vænta stjórnendur 2,5% verðbólgu næstu 12 mánuði sem er í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans.

Nýjar hagtölur sýna að hagvöxtur á árinu verði mun minni en spáð hefur verið og horfur því óvissari en áður. Seðlabankinn bendir á að nú séu líkur á minni verðbólgu en þegar vextir voru lækkaðir í nóvember og útlit fyrir að verðbólgan verði undir markmiði bankans fram yfir mitt næsta ár.

Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað bent á að vextir verði að lækka á Íslandi. Heimili og fyrirtæki líði fyrir allt of háa vexti miðað við nágrannalönd okkar. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans segir að haldist verðbólga undir markmiði og verði launahækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við verðbólgumarkmið gætu skapast forsendur fyrir frekari lækkun vaxta. Miklar launahækkanir og vöxtur eftirspurnar geti hins vegar grafið undan nýfengnum verðstöðugleika og stuðlað að hækkun vaxta á ný.

Tengt efni:

Yfirlýsing peningastefnunefndar 10. desember 2014

Verðbólguvæntingar stjórnenda minnka

Samtök atvinnulífsins