Efnahagsmál - 

30. júní 2015

Lánshæfismat ríkissjóðs hækkar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lánshæfismat ríkissjóðs hækkar

Þau tíðindi urðu í gær að matsfyrirtækið Moody´s hækkaði lánshæfismat ríkissjóðs Íslands um einn flokk úr Baa3 í Baa2 og færðist ríkissjóður við það tveimur flokkum fyrir ofan ruslflokk. Aukinheldur metur Moody´s horfur á Íslandi áfram stöðugar og með tilliti til bættrar stöðu ríkissjóðs má leiða að því líkur að innistæða sé fyrir enn frekari hækkunum lánshæfis á komandi misserum. Engum blöðum er um það að fletta að meginástæða endurmats Moody's er nýsamþykkt áætlun um afnám fjármagnshafta á Íslandi og mun frekari endurskoðun lánshæfismatsins að miklu leyti hvíla á framgangi hennar.

Þau tíðindi urðu í gær að matsfyrirtækið Moody´s hækkaði lánshæfismat ríkissjóðs Íslands um einn flokk úr Baa3 í Baa2 og færðist ríkissjóður við það tveimur flokkum fyrir ofan ruslflokk. Aukinheldur metur Moody´s horfur á Íslandi áfram stöðugar og með tilliti til bættrar stöðu ríkissjóðs má leiða að því líkur að innistæða sé fyrir enn frekari hækkunum lánshæfis á komandi misserum. Engum blöðum er um það að fletta að meginástæða endurmats Moody's er nýsamþykkt áætlun um afnám fjármagnshafta á Íslandi og mun frekari endurskoðun lánshæfismatsins að miklu leyti hvíla á framgangi hennar.

undefined

Hækkunin er fagnaðarefni fyrir almenning og fyrirtæki. Hún markar um leið viss tímamót að því leyti að hún bæði staðfestir mikilvægi þess að fram sé komin áætlun um afnám hafta og styður við framkvæmd hennar. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs myndar grunn fyrir lánshæfi annarra íslenskra lántaka á erlendum mörkuðum og dregur þannig úr fjármagnskostnaði innanlands. Nýtt mat Moody´s eru því gleðitíðindi fyrir innlend fyrirtæki og íslenskan almenning.

Afnám hafta lykilatriði
Moody´s tilgreinir þrjár meginástæður fyrir endurmati sínu. Í fyrsta lagi telur Moody´s ríkissjóði það til tekna fram sé komin áætlun um afnám fjármagnshafta. Slíkt sé til þess fallið að styrkja erlenda stöðu ríkissjóðs og auka stöðugleika á íslenskum fjármagnsmörkuðum. Moody´s væntir þess ennfremur að skuldastaða ríkissjóðs muni batna á komandi árum bæði vegna vaxtar í hagkerfinu og niðurgreiðslu skulda. Þriðja ástæðan sem Moody tilgreinir er bætt umgjörð þjóðhagsvarúðarreglna á Íslandi sem dragi úr hættu á því að mikið ójafnvægi myndist á innlendum mörkuðum.

undefined

Eftir endurskoðunina er ríkissjóður Íslands í sama lánshæfisflokki og sá spænski og skör fyrir neðan þann írska. Fjármagnshöftin hafa hingað til varpað skugga á Ísland og má ætla að þau hafi haldið aftur af frekari uppfærslu lánshæfis umfram það sem hagstærðir gefa innistæðu fyrir. Í samanburði við bæði Spán og Írland stendur ríkissjóður Íslands að mörgu leyti betur en lánshæfið gefur til kynna og er því ekki ólíklegt að innistæða sé fyrir frekari hækkun lánshæfismatsins þegar höftin verða að fullu horfin.

 

 

 

Samtök atvinnulífsins