Fréttir - 

30. október 2015

Ríkið ræður 70% af bankamarkaði um áramót

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ríkið ræður 70% af bankamarkaði um áramót

Þegar Íslandsbanki kemst í eigu ríkissjóðs um áramótin verða tveir af þremur viðskiptabönkunum í meirihlutaeigu ríkisins. Jafngildir það að ríkið ráði 70% af þessum markaði auk þess að eiga 13% hlut í Arion banka. Slík ríkisumsvif í fjármálakerfinu eru óþekkt á Vesturlöndum. Hlutfallið nú er sambærilegt og í Rússlandi en hærra en í Venesúela. Um áramótin komumst við í hóp með Hvíta-Rússlandi og Indlandi þar sem eignarhlutur hins opinbera í fjármálakerfinu er hlutfallslega hæstur skv. Alþjóðabankanum. Áhætta ríkisins af þessum rekstri verður mjög mikil og brýnt að hraða sölu á hlut ríkisins í bönkunum.

Þegar Íslandsbanki kemst í eigu ríkissjóðs um áramótin verða tveir af þremur viðskiptabönkunum í meirihlutaeigu ríkisins. Jafngildir það að ríkið ráði 70% af þessum markaði auk þess að eiga 13% hlut í Arion banka. Slík ríkisumsvif í fjármálakerfinu eru óþekkt á Vesturlöndum. Hlutfallið nú er sambærilegt og í Rússlandi en hærra en í Venesúela. Um áramótin komumst við í hóp með Hvíta-Rússlandi og Indlandi þar sem eignarhlutur hins opinbera í fjármálakerfinu er hlutfallslega hæstur skv. Alþjóðabankanum.  Áhætta ríkisins af þessum rekstri verður mjög mikil og brýnt að hraða sölu á hlut ríkisins í bönkunum.

undefined

Við söluna verður að tryggja að peningamagn í umferð aukist ekki með tilheyrandi þensluáhrifum. Því þarf að ljúka útboði til að hleypa eigendum svonefndra aflandskróna úr landi. Verðmæti sem koma í hlut ríkissjóðs verður að nýta skynsamlega og ætti að  nýta fjármagnið til að greiða niður skuldir.

Samtök atvinnulífsins