Vinnumarkaður - 

24. október 2017

Nýr kjarasamningur SA og BHM

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýr kjarasamningur SA og BHM

Nýr kjarasamningur SA og aðildarfélaga BHM var undirritaður 23. október sl. og gildir hann frá fyrsta sama mánaðar. Kjarasamningurinn er ótímabundinn og tekur við af öðrum ótímabundnum samningi sem gerður var árið 2011.

Nýr kjarasamningur SA og aðildarfélaga BHM var undirritaður 23. október sl. og gildir hann frá fyrsta sama mánaðar. Kjarasamningurinn er ótímabundinn og tekur við af öðrum ótímabundnum samningi sem gerður var árið 2011.

Kjarasamningurinn hefur ekki að geyma ákvæði um tiltekin laun eða launabreytingar en kveðið er á um önnur réttindi áþekkt því sem gerist í öðrum kjarasamningum SA. Í nýjum samningi hafa verið teknar inn breytingar sem SA hafa samið um við aðildarsamtök ASÍ á undanförnum árum og er þar um samræmingu að ræða. Í fyrsta sinn er kveðið á um greiðsluskyldu atvinnurekenda í starfsmenntasjóð BHM og nemur gjaldið 0,22% af launum. Fram til þessa hefur gjaldið verið valkvætt en það hefur þó verið greitt af yfir 80% háskólamanna á almennum vinnumarkaði.

Nýr samningur SA og BHM (PDF)

 

 

Samtök atvinnulífsins