Samkeppnishæfni - 

03. apríl 2018

Máltækninám eflt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Máltækninám eflt

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík hafa skrifað undir samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Með því eru málvísindi, tölvunarfræði, verkfræði og fleiri greina tengdar saman. Markmiðið er að tryggja að íslenskan verði áfram lifandi mál og gjaldgeng í stafrænum heimi.

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík hafa skrifað undir samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Með því eru málvísindi, tölvunarfræði, verkfræði og fleiri greina tengdar saman. Markmiðið er að tryggja að íslenskan verði áfram lifandi mál og gjaldgeng í stafrænum heimi.

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa undanfarinn áratug þróað þessa námsleið. Með samningnum er tryggt fjármagn til skólanna til fimm ára og verður námið eflt til muna með þátttöku fleiri deilda en áður.

Stýrihópur um máltækni fyrir íslensku, sem skipaður var fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og  mennta- og menningarmálaráðherra, skilaði verkáætlun í júní í fyrra sem nær til ársins 2022. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að verkáætlunin verði fjármögnuð en markmið hennar er m.a. að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. Á fjárlögum 2018 var verkefninu tryggt 450 milljóna króna framlag.

Meðal tillagna í áætluninni er að meistaranám í máltækni verði eflt. Því hefur nú verið hrint í framkvæmd. Á meðfylgjandi mynd eru Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík við undirritun samningsins. 

Tengt efni:

Íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi – frétt á sa.is 19.6.2017

Máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022

Samtök atvinnulífsins