Fréttabréf Lögfræðingafélags Íslands 1. tbl. 1. árg.

Netútgáfa • maí 2012
Twitter
Facebook

Að efla rétt og hrinda órétti

eftir Kristínu Edwald hrl., formann LÍ.

Á undanförnum misserum hafa heyrst raddir úr andstæðum áttum um lögfræðinga og þátttöku þeirra í opinberri umræðu. Annars vegar heyrist úr röðum lögfræðinga að þeir taki ekki nægilega þátt í opinberri umræðu en hins vegar að lögfræðingar ættu að halda sig til hlés í ákveðnum málum eins og til dæmis varðandi tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Mín skoðun er sú að lögfræðingar eigi að tjá sig ...

meira

 

Vestmannaeyjar Lögfræðingatal Lagadagurinn

Nýr formaður öldungadeildar

Nýverið hélt öldungadeild Lögfræðingafélagsins aðalfund sinn en þá lét Hrafn Bragason fyrrverandi hæstaréttardómari af formannsembætti og Hörður Einarsson hrl. tók við. Hrafn var helsti forvígismaður að stofnun öldungadeildar og hefur stjórnað starfi hennar af röggsemi frá því hún var stofnuð haustið 2007. Stjórn LÍ færir Hrafni bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Allir lögfræðingar sem eru orðnir 65 ára og eldri geta orðið félagar í öldungadeild en blómlegt starf er yfir vetrartímann, farið í menningarferðir og haldnir fundir um ýmis efni. Þeir sem hafa áhuga á að vera skráðir í öldungadeild er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins

Skýrsla stjórnar öldungadeildar er komin á heimasíðu félagsins, sjá hér

Könnun

Lögfræðingatal hefur verið gefið út á bók allt frá árinu 1883 og kom síðast út í fimm bindum á árunum 1993-2005

Ritstjórn þess hefur ákveðið að kanna vilja lögfræðinga til áframhaldandi útgáfu í óbreyttri mynd sem næði til þeirra er lokið hafa lögfræðiprófi frá árinu 2005.

Taka þátt í könnun:

http://www.createsurvey.com/s/eLb8te/

-----

Jónas Þór Guðmundsson hrl. kosinn  formaður LMFÍ 

Á aðalfundi Lögmannafélags Íslands í gær, miðvikudag,  var Jónas Þór Guðmundsson hrl. kosinn formaður. Stjórn LÍ óskar honum til hamingju. 

 

Vel heppnaður lagadagur

Rúmlega 400 lögfræðingar sóttu Lagadaginn 2012 sem haldinn var í fimmta skipti 4. maí sl. Páll Þórhallsson sótti málstofu um stjórnarskrána er nefndist "Sátt um samfélagssáttmála" og skrifaði eftirfarandi pistil fyrir fréttabréfið:

Að hrökkva, stökkva eða þræða skorninga? 

Sú endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir hefur getið af sér miklar umræður í þjóðfélaginu og sýnist sitt hverjum. Jafnframt hefur mikið nýtt efni orðið til bæði á vettvangi stjórnlaganefndar og stjórnlagaráðs. Það var því vel til fundið að efna til málstofu um nýjan samfélagssáttmála ... meira

-------

Munið aðalfund LÍ í dag, fimmtudag kl. 17:00.

Nánari upplýsingar hér

Lögfræðingafélag Íslands - Álftamýri 9,108 Reykjavík - Sími: 568 0887- Netfang: skrifstofa@logfraedingafelag.is kt. 450269-1589

Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]