FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Page 1

FEBRÚA R & M A R S 2013

TÍMARIT SAMTAK A AT VINNULÍFSINS


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

EFNISYFIRLIT Vilmundur Jósefsson, formaður SA

3

Góðæri og kreppa takast á

4

Bala Kamallakharan, framkvæmdastjóri GreenQloud

6

Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins

8

Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax

10

Ísland hefur dregist aftur úr öðrum ríkjum

12

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor

14

Finnur Árnason, forstjóri Haga

16

Hrefna Sætran, landsliðskokkur

18

Grilluð hrefna með vorlauks chilli dressingu

19

Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæja-Colas

20

Sambandið milli hagvaxtar og fjölgunar starfa í 50 ár

22

Guðmundur Sveinsson, framkvæmdastjóri Héðins

24

Sigríður Heimisdóttir, hönnuður

26

Baltasar Kormákur, leikstjóri

28

Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis

30

Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland

32

Berglind Gunnarsdóttir, Hótel Egilsen

34

Hákon Gunnarsson, Gekon og íslenski jarðhitaklasinn

36

Ásdís Halla Bragadóttir og Ásta Þórarinsdóttir, Sinnum

38

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

40

60 milljarða ávinningur af 15.000 nýjum störfum

42

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka

44

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands

46

Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland

48

Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits

50

Kolbeinn Kolbeinsson, forstjóri Ístaks

52

Opinber útgjöld, að frátöldum ellilífeyrisgreiðslum, næsthæst á Íslandi af EES-ríkjunum

54

Háskattalandið Ísland

56

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís

58

Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Landnámssetur Íslands

60

Fyrirtækin kalla eftir tæknifólki

62

Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells

64

Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa

66

Hvað þarf til að skapa störf?

68

Mikinn hagvöxt þarf til að draga úr atvinnuleysi

69

Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri Agustson

70

Ál, viskí og uppástunguvél

72 Fleiri störf – betri störf. Útgefandi: Samtök atvinnulífsins. Ábyrgðarmaður: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Efni blaðsins unnu starfsmenn SA, Halldór Árnason, Hannes G. Sigurðsson, Hörður Vilberg og Pétur Reimarsson. Ljósmyndir: BIG og aðsendar. Kvikmyndataka: Hreiðar Þór Björnsson. Prentað 28. janúar 2013 í Odda

SA þakka öllum viðmælendum í blaðinu kærlega fyrir þátttökuna.

2


FEBRÚAR & MARS 2013

Vilmundur Jósefsson, formaður SA

VINNUM SAMAN Forystufólk í íslenskum fyrirtækjum kallar eftir aukinni samstöðu um að hefja Ísland upp úr efnahagslægðinni. Það vonast til þess að samtök á vinnumarkaði og stjórn­ völd skapi sameiginlega framtíðarsýn um eflingu atvinnulífs á Íslandi, aukinn hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Það er kallað eftir nýrri samstöðuleið. Vonin er sú að hægt verði að bæta lífskjör á Íslandi, að kjörin muni nálgast það sem best gerist í grannríkjunum. Leiðin að þessu marki er ljós. Hagvöxtur verður að aukast. Það verður að hvetja til fjárfestinga með öllum ráðum. Áfram verður að nýta af ábyrgð þær náttúruauðlindir sem velferð Íslendinga byggir á. Það verður að hvetja til stofnunar nýrra fyrirtækja á sem flestum sviðum. Fólk verður að fá umbun fyrir þá áhættu sem tekin er í atvinnurekstrinum. Tækifærin eru til staðar og þau verður að nýta.

En það eru hindranir á veginum og margt má gera betur. Það kemur skýrt fram í fjölmörgum viðtölum við stjórnendur alls konar fyrirtækja í þessu riti. Laga þarf fjölmarga agnúa á skattkerfinu, einfalda það og gera skilvirkara. Auka þarf skilvirkni náms og efla verk- og tæknimenntun. Hindranir í vegi beinnar erlendrar fjárfestingar þarf að afnema. Sífellt kemur betur í ljós hvílíkur skaðvaldur gjaldeyrishöftin eru þjóðinni – við þau verður ekki unað. Okkur gæti gengið miklu betur sé miðað við þann kraft sem býr í atvinnulífinu. Til að leysa hann úr læðingi þarf einingu í stað sundrungar, samstarf í stað átaka. Samtök atvinnulífsins hafa ásamt viðsemjendum sínum tryggt frið á vinnumarkaði í ölduróti undanfarinna ára. Þessir aðilar gerðu nýlega samkomulag

um að leita eftir samstöðu sín á milli um atvinnustefnu með hagvöxt, fleiri og betri störf og bætt lífskjör á grunni stöðugleika að markmiði. Niðurstaðan verði lögð fyrir stjórnmálaflokkana og kallað eftir viðbrögðum þeirra. Óskað verður eftir samstarfi við stjórnmálaflokkana um breitt samkomulag um stefnu í gengis- og peningamálum til næstu ára. SA og ASÍ munu einnig beita sér fyrir aðgerðum til lækkunar verðlags með breytingum á verðmyndun og aukinni samkeppni á neytendamarkaði, t.d. með lækkun tolla og vörugjalda og auknu viðskiptafrelsi, og aðhaldi að verðhækkunum fyrirtækja og gjaldskrárhækkunum opinberra aðila. Þannig verða Samtök atvinnulífsins við ákalli fyrirtækjanna og fólksins í landinu um framsækna framtíðarsýn.

3


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Vinnumarkaðurinn 2003-2013:

GÓÐÆRI OG KREPPA TAKAST Á Árið 2003 var full atvinna í landinu. 157.100 manns voru í starfi, fullu starfi eða hlutastarfi, sem nam um 80% af aldurshópnum 16-70 ára. Atvinnulausir það ár töldust 5.400 eða rúmlega 3% af vinnuaflinu. Á næstu fimm árum fjölgaði störfum um 21.500, eða um 4.300 á ári að jafnaði, vegna mikilla framkvæmda og þenslu í efnahagslífinu. Innlendur vinnumarkaður gat ekki annað þeirri eftirspurn og því hófst mikill innflutningur á vinnuafli. Milli áranna 2003 og 2008 fjölgaði íbúum á vinnualdri af erlendum uppruna úr 7.500 í 21.500, eða um 13.000. Það lætur nærri að störfin sem urðu til á milli áranna 2003 og 2008 hafi skipst til jafns á milli íslenskra og aðfluttra starfsmanna.1

4

Hrunið skekur Ísland

Vinnumarkaðurinn hefur breyst

Í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst haustið 2008 dróst framleiðsla og verðmætasköpun mikið saman í landinu. Landsframleiðslan minnkaði um 10% milli áranna 2008 og 2010 og störfum fækkaði óhjákvæmilega. Árið 2008 voru þau 178.600 og fækkaði í 167.200 árið 2010 eða um 11.400. Árið 2010 voru atvinnulausir 13.700 eða 7,6% af vinnuaflinu. Brottflutningur af landinu var mikill árin 2009-2011, en samt hélt Íslendingum á vinnualdri áfram að fjölga en á móti fækkaði íbúum af erlendum uppruna. Brottfluttir umfram aðflutta árin 2009-2011 voru um 7.200, þar af voru tæplega 4.200 Íslendingar og 3.000 íbúar af erlendum uppruna.

Samsetning vinnuaflsins á landinu hefur breyst mikið undanfarinn áratug. Í árslok 2011 voru 223.000 manns á vinnualdri (16-70 ára), þar af voru Íslendingar 205.400 og íbúar af erlendum uppruna 17.600. Milli áranna 2003 og 2011 fjölgaði íbúum á vinnualdri um 26.000, þ.a. Íslendingum um tæplega 17.000 og íbúum af erlendum uppruna um rúmlega 9.000. Atvinnulausir voru 12.700 eða 7,1% af vinnuaflinu.


FEBRÚAR & MARS 2013

Spár AGS um hagvöxt á Íslandi og raun/ nýjasta spá Hagstofu, % Nóv. 2008

Nóv. 2009

Raun/spá

2009

-9,6

-8,5

-6,6

2010

-0,3

-2,1

-4,0

2011

4,5

0,9

2,6

2012

4,5

2,0

2,7

2013

4,2

3,0

2,5

4,0

2,9

2014

2009-’13

2,6%

2009-’14

-5,0%

-3,2%

-1,2%

-0,4%

Hvað ber framtíðin í skauti sér? Í framhaldi af samstarfi AGS og íslenskra stjórnvalda haustið 2008 gaf sjóðurinn út skýrslu2 með spá um þróun hagstærða næstu árin. Þar var því spáð að samdráttur áranna 2009 og 2010 yrði 10% sem reyndist furðu nærri lagi. Þá var gert ráð fyrir að Ísland rétti fljótlega úr kútnum og var spáð 4,5% hagvexti árin 2011 og 2012 og 4,2% árið 2013. Full atvinna og verðstöðugleiki myndi ríkja árið 2013. Raunin hefur orðið önnur og sjóðurinn hefur síðan spáð á allt annan veg3. En þróun samkvæmt upphaflegri spá sjóðsins er einmitt það sem Ísland þarf á að halda; meiri hagvöxt, fulla atvinnu og verðstöðugleika. 1. Heimild: Vefur Hagstofunnar um vinnumarkað og mannfjölda. 2. Skýrsla AGS um Ísland í október 2008. http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2008/cr08362.pdf 3. Skýrsla AGS um Ísland í október 2009. http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2009/cr09306.pdf

5


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

GreenQloud segir óendanleg tækifæri í grænum tölvuskýjum:

ÍSLENSK ORKA NÝTT UM ALLAN HEIM GreenQloud er íslenskt frumkvöðla­ fyrirtæki sem stofnað var árið 2010 og var hið fyrsta í heiminum til að nota 100% endurnýjanlega orku til að knýja tölvuský. Tölvuský er í sinni einföldustu mynd hugbúnaðarkerfi sem samnýta tölvubúnað í gagnaverum þar sem fyrirtæki geta leigt vinnslugetu eða hýsingarpláss til hagræðingar. Hjá fyrirtækinu starfa nú 18 manns og viðskiptavini þess má finna í 61 landi.

„Hugmyndin að fyrirtækinu fæddist í hruninu og stofnendur þess vildu nota endurnýjanlega orku til að leysa stórt vandamál tölvugeirans; losun koltvísýrings vegna mikillar og vaxandi orkunotkunar,“ segir Bala Kamallakharan, framkvæmdastjóri GreenQloud. Margar áhugaverðar hugmyndir hafa orðið til í kreppum og er GreenQloud ein þeirra. Félagarnir Eiríkur Hrafnsson og Tryggvi Lárusson ráku hugbúnaðarfyrirtæki og voru í miðju verkefni þegar fótunum var kippt tímabundið undan íslensku efnahagslífi. Ekki var hægt að halda áfram með verkefnið en þeir Eiríkur og Tryggvi sáu hins vegar tækifæri til að gera eitthvað nýtt; að nýta íslenska orku til að knýja tölvukerfi um allan heim og minnka um leið útblástur gróðurhúsalofttegunda til að hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál heimsins.

Skrifað í skýin Bala segir mikil tækifæri felast í uppbyggingu fyrirtækis á borð við GreenQloud en nauðsynlegt sé að upplýsa markaðinn um tölvuský. „Þetta er nýtt fyrirbæri en það kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2006. Hin hefðbundna leið fyrirtækja hefur hingað til falist í umtalsverðum fjárfestingum í eigin tölvum, í eigin tölvudeildum, í eigin hýsingu, í eigin gagnageymslum og svo mætti áfram telja. GreenQloud losar fyrirtækin við slík vandamál. Hin nýja leið er að keyra kerfin áfram á tölvuskýjum. Í því felast mörg tækifæri og mikill sparnaður, bæði tími og peningar.“ Bala segir mörg íslensk fyrirtæki enn fara hina hefðbundnu leið en GreenQloud sé nú að kynna fyrirtækjum hér heima þá möguleika sem eru til staðar.

Grænir frumkvöðlar Eftir miklu að slægjast „Við erum fyrsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum sem notar 100% endurnýjanlega orku til að keyra tölvuský. Á þessum markaði eru samt stórir aðilar á borð við Amazon en það sem aðgreinir okkur frá hinum er endurnýjanlega orkan. Þetta getur orðið mjög arðbær grein hér á landi, ekki síst vegna þess að innviðir þjóðfélagsins eru svo sterkir, raforkukerfið öruggt og tengingarnar héðan bæði til Evrópu og Ameríku eru svo góðar.“ Verið er að byggja gagnaver og tölvuský út um allar jarðir en þau nota ekki öll hreina orku eins og GreenQloud og vandinn er áþreifanlegur. Árið 2007 var útblástur koldíoxíðs frá tölvugeiranum áætlaður nema um 2% allrar losunar koldíoxíðs í heiminum, sem jafnaðist á við losun frá öllum flugsamgöngum heimsins. Á næstu árum gæti hlutfallið hæglega farið upp í 4% ef greinin heldur áfram að vaxa eins hratt og hún gerir og því mikilvægt að leita umhverfisvænna lausna.

Horfðu! 6

Samkvæmt mati Gartner var veltan á tölvuskýjamarkaði heimsins 6,3 milljarðar Bandaríkjadala árið 2012. Vöxturinn hefur verið gríðarlega hraður en veltuaukning í greininni er talin vera um 40% á hverju ári. Markaðurinn er nýr og akurinn óplægður. Bala líkir stöðunni við internetið og þá möguleika sem blöstu við í þróun þess á árunum 1995-2000. Sumir hafa jafnvel tekið svo stórt upp í sig að tala um að ný iðnbylting sé hafin og hún teygi anga sína til Íslands. „GreenQloud er gott dæmi um vaxandi fyrirtæki á þessum markaði og tækifæri okkar til að ná fótfestu eru góð. Á tveimur árum höfum við vaxið og starfsmönnum fjölgað úr 2 í 18. Og það eru ný störf sem voru ekki til fyrir tveimur árum. Við teljum okkur geta skapað mörg ný störf til viðbótar sem verða hrein viðbót við vinnumarkaðinn. Það er frábær nýr heimur sem blasir við okkur með óendanlegum tækifærum til að búa til eitthvað nýtt og skapa verðmæti.“


FEBRÚAR & MARS 2013

Það er frábær nýr heimur sem blasir við með óendanlegum tækifærum til að búa til eitthvað nýtt og skapa verðmæti.

GreenQloud nýtir sér þjónustu íslenskra gagnavera, bæði Verne Global og Thor Datacenter þannig að þræðirnir liggja víða.

Ísland er einstakt Bala segir stöðu Íslands einstaka þegar kemur að því að selja og markaðssetja tölvuský og tengda þjónustu. Heimurinn hafi breyst og staðsetning fyrirtækja skipti í sjálfu sér ekki öllu máli lengur þar sem internetið tengi allan heiminn saman. „Það er ekkert annað land sem er jafn vel tengt bæði við Evrópu og Bandaríkin. Þjónustan okkar hér, góðar tengingar og örugg kerfi gera það að verkum að erlend fyrirtæki gætu haldið að við værum í næsta húsi. Þetta var ekki hægt áður en umhverfið hefur breyst. Viðskiptavinir okkar eru nú í 61 landi og við þjónustum allan heiminn. Eftirspurnin á bara eftir að aukast.“ Bala er duglegur bloggari og hefur skrifað mikið um möguleika Íslands til að sækja fram, skapa meiri verðmæti,

setja á fót ný fyrirtæki og búa til ný störf. Hann sér einkum fyrir mikla möguleika á hugbúnaðarsviðinu og telur að Íslendingar eigi ekki að láta sér nægja að selja eingöngu rafmagn. Í dag sé best að selja bita og bæti þar sem mikill virðisauki sé í hugbúnaðargeiranum. Einstök staðsetning landsins, endurnýjanleg orka og frumkvöðlakraftur setji Íslendinga í bílstjórasætið. „Þegar þú hefur endurnýjanlega orku getur þú gert ótrúlegustu hluti.“

Vinna náið með háskólunum GreenQloud hefur unnið náði með háskólunum á Íslandi, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og fleirum. „Hagsmunir fyrirtækisins og skólanna fara saman, skólarnir eru að mennta og þjálfa fólk og fyrirtækið þarf á vel menntuðu og hæfu starfsfólki að halda. Bala segir að samstarfið við HR eigi eftir að aukast enda hafi það gengið sérstaklega vel.

sé til staðar en það þurfi að þjálfa starfsfólk markvisst upp til að takast á við nýja tíma. Hann vill jafnframt sjá fleiri konur hasla sér völl í greininni. „Við viljum hafa fjölbreyttan starfsmannahóp og það er hreinlega erfitt að fá konur í störfin í dag. Við þurfum að hvetja þær til að fara í tækninám og taka þátt í uppbyggingunni.“

Gott að búa á Íslandi Bala er giftur íslenskri konu en þau fluttu hingað frá Houston í Bandaríkjunum eftir að þau eignuðust dóttur. Honum líkar vel á landinu. „Það er gott að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf á Íslandi,“ segir Bala. „Ef þú getur lifað innihaldsríku lífi en á sama tíma tekið þátt í atvinnulífinu og sinnt ögrandi verkefnum þá jafnast ekkert á við það. Það er hægt á Íslandi og hér er frábært að búa. Hér er heilnæmur matur, heilsusamlegt umhverfi og landið er vel tengt umheiminum. Mér fannst það því alls ekki slæm hugmynd að flytja hingað,“ segir hann og brosir.

Bala segir mjög marga hæfileikaríka forritara á Íslandi þannig að jarðvegurinn

7


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Öflugt rannsóknar- og þróunarstarf er mikilvægt:

MÁTTUR BLÁA LÓNSINS ER MIKILL Bláa Lónið er eitt af 25 undrum heimsins samkvæmt hinu virta tímariti National Geographic og skyldi engan undra. Bláa Lónið er vinsælasti ferðamannastaður landsins og lækningamáttur þess er vel þekktur. Bláa Lónið hf. rekur öflugt rannsókna- og þróunarsetur. Rannsóknirnar eru meðal þeirra þátta sem hafa lagt grunninn að velgengni fyrirtækisins og framtíðarmöguleikarnir eru miklir.

Samtök atvinnulífsins banka upp á í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins á fallegum vetrardegi. Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins hf. tekur á móti okkur. Það eru spennandi verkefni sem starfsfólkið vinnur að. „Hérna framleiðum við hágæðakísil úr jarðsjó Bláa Lónsins og ræktum mjög sérstaka þörunga sem hafa fundist hér í Lóninu – svokallaða blágræna þörunga. Við vinnum líka baðsölt og erum að horfa til þess að framleiða mögulega matarsalt.“

Fjölnýting jarðvarma Jarðsjórinn og virk efni hans eru notuð í Blue Lagoon spa- og húðvörulínuna. „Framleiðslan okkar er ljóslifandi dæmi um fjölnýtingu jarðvarma. Við nýtum efnin úr jarðsjónum og heita gufu við þurrkun. Síðan nýtum við koltvísýring til þörungaræktunar. Við ræktum blágræna þörunga á jarðvarmagasi.“

Nýjasta Blue Lagoon vörulínan vinnur gegn öldrun húðarinnar.

Horfðu! 8

doktorsverkefni hennar. Þess má geta að Tækniþróunarsjóður hefur m.a. styrkt þessar rannsóknir. Það sem er nýtt í þessum rannsóknum er að jafnframt því að skoða klínísk áhrif jarðsjávarins þá skoðum við áhrif hans á ónæmisfræðilega þætti í bataferlinu. Niðurstöðurnar eru spennandi og fyrstu vísindagreinarnar um rannsóknina munu birtast á næstunni.“

Stöðug nýsköpun „Bláa Lónið er einstakt á heimsvísu og hér höfum við mjög sérstök efni sem finnast hvergi annars staðar og hafa lækningamátt. Við erum stöðugt að rannsaka þá þætti sem hafa að geyma þennan lækningamátt. Nýlega gerðum við t.d. samning við Landspítalann og lyfjafræðideild Háskóla Íslands um að rannsaka hvort efni Lónsins hafi bólguhemjandi virkni. Slíkar rannsóknir geta leitt af sér nýjar húðvörur og jafnvel þróun lyfja.

Bláa Lónið hefur frá upphafi lagt áherslu á rannsóknir og þróunarstarf, sem er grunnur að mikilli nýsköpun fyrirtækisins. Ása segir að í raun sé Bláa Lónið stofnað á grunni vísindalegra rannsókna sem hafi staðfest lækningamátt jarðsjávarins í Lóninu og þaðan sé hugmyndin á bak við stofnun fyrirtækisins sprottin.

Nýjasta Blue Lagoon vörulínan vinnur gegn öldrun húðarinnar. Ekki amalegt það en vörulínan er þróuð á grunni rannsókna á virkum efnum Bláa Lónsins, kísil og þörungum, og eru unnar í samstarfi við húðsjúkdómalækninn og einn helsta sérfræðing heims í öldrun húðarinnar, Jean Krutmann professor. Hver vill ekki líta unglega út?

Sýnilegur árangur

Framtíðin er björt

Ása segir að lækningamáttur jarðsjávarins birtist fólki á hverjum einasta degi. „Við erum með Lækningalind hérna þar sem við bjóðum upp á meðferð við psoriasis með mjög góðum árangri. Þar sjáum við á hverjum degi alveg ótrúlegan árangur.“ Nýjar vísindarannsóknir staðfesta jafnframt lækningamáttinn og hvetja til enn frekari rannsókna- og þróunarstarfs.

Í dag vinna um 250 manns hjá Bláa Lóninu og Ása er þess fullviss að þeim eigi eftir að fjölga þegar fram í sækir. „Tækifærin eru mikil,“ undirstrikar Ása og segir að það sem skipti miklu máli sé að fyrirtækið hafi alla tíð verið rekið með mjög skýra sýn. „Grímur Sæmundsen stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, hefur leitt nýsköpunina og gerir enn. Rannsókna- og þróunarstarf er langtímaverkefni. Við sjáum afraksturinn nú þegar í formi Blue Lagoon húðvara, lækningameðferða og spa upplifunar. Tækifærin eru mikil og við horfum bjartsýn til framtíðarinnar.

„Við höfum undanfarin ár verið að vinna að nýjum rannsóknum í samstarfi við Landspítalann og Háskóla Íslands. Jenna Huld Eysteinsdóttir læknir hefur leitt þær rannsóknir og eru þær hluti af


FEBRÚAR & MARS 2013

Við erum að skoða klínísk áhrif jarðsjávarins hvað varðar lækningamátt gagnvart psoriasis og áhrif hans á ónæmisfræðilega þætti í bataferlinu.

9


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Fjarðalax er metnaðarfullt laxeldisfyrirtæki á Vestfjörðum:

STRANDLENGJAN ER UPPSPRETTA TÆKIFÆRA Á sunnanverðum Vestfjörðum er atvinnulífið að lifna við, ný fyrirtæki hasla sér völl og fólk flytur á svæðið. Fjarðalax starfar í þremur fjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði og þar starfa á fjórða tug manna. Mikill metnaður einkennir Fjarðalax, virðing er borin fyrir umhverfinu og sjálfbærni í hávegum höfð. Fyrirtækið stefnir að því að fá lífræna vottun og greiða vöru sinni þar með leið inn á dýra erlenda markaði sem vilja ferska vöru frá Íslandi. Fjarðalax var stofnað árið 2009 og er að stærstum hluta í eigum tveggja Dana en Arnór Björnsson á þriðjungshlut. Upphaflega var Fjarðalax stofnað að undirlagi bandarísks fyrirtækis sem var í innflutningi, dreifingu og vinnslu á laxi á austurströnd og í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Markmiðið var að styrkja hráefnisöflun fyrirtækisins með eigin eldi og vinnslu. Fyrst voru möguleikarnir skoðaðir í Færeyjum, svo Skotlandi en sunnanverðir Vestfirðir urðu fyrir valinu.

Fara vel af stað Höskuldur Steinarsson, er framkvæmda­ stjóri Fjarðalax, hann segir reksturinn og uppbygginguna hafa farið vel af stað. Eldi í tilraunaskyni hófst árið 2010. Hver er hugmyndafræðin? „Við ölum lax eftir svokölluðu kynslóðaskiptu módeli. Við erum með þrjá aðskilda firði og það eru bara tveir í notkun í einu til að eldið sé náttúrulegt og gangi ekki of nærri umhverfinu.“ Fjaðalax hefur mikla sérstöðu. „Við framleiðum það sem við köllum náttúrulega alinn lax. Við stefnum að því að eldið sé lífrænt en til þess þarf fóður, sem uppfyllir tiltekna staðla. Fóðrið okkar gerir það að mestu, en það er framleitt hjá Lax-á á Akureyri. Það sem vantar í uppskriftina er íslenskt lífrænt hveiti. „Það stendur nú til bóta.“ Umverfismál eru sett á oddinn við eldið. „Við erum með stærstu kvíar sem eru í boði, þéttleikinn er eins lítill og hægt er þannig að laxinn hefur nóg pláss. Við erum einnig með ómengaðar aðstæður, 10

mjög hreinan sjó. Seiðin eru alin í hreinu íslensku vatni og notast við græna orku. Þetta vinnur allt saman. Við notum ólitaðar nætur, ólíkt því sem þekkist t.d. í Noregi, þannig að engin eiturefni eru í þeim. Kynslóðaskipt eldi lágmarkar svo álagið á lífkerfið.“ Kvíarnar eru mjög öruggar og lítil sem engin hætta á að laxinn sleppi.

Eftirsótt vara Það er engin tilviljun hvernig viðskipta­ módel Fjarðalax er útfært. Neytendur vilja náttúrulega vöru og borga meira fyrir hana. „Þetta er eina leiðin til að að mæta öllum flutningskostnaði héðan. Við verðum að bjóða sérstaka vöru. Auðvitað eiga matvælaframleiðendur á Íslandi að framleiða grænar afurðir vegna þess að við höfum græna orku.

Gott að vera fyrir vestan Aðstæður á sunnanverðum Vestfjörðum eru mjög góðar til fiskeldis þar sem firðirnir eru skjólsælir. „Við höfum séð það á vetrarveðrum sem hafa gengið yfir. Það eru ofsaveður á heiðum en við sleppum ágætlega niður við sjávarmál.“ Hitastig sjávarins mætti þó vera jafnara að sögn Höskuldar, það sveiflast mikið. „Við búum við mikla toppa og botna. Við fáum golfstrauminn upp að Vesturlandi þannig að hitastig í sjónum er upp undir 14 gráður yfir sumarið sem er mjög hátt. En svo fer það niður undir eina gráðu yfir veturinn og þá vex fiskurinn sama og ekkert. Það sem skiptir máli eru svokallaðar daggráður – gráður yfir árið og þær eru ásættanlegar fyrir okkur.“

Horfðu!

Í Færeyjum er jafnara hitastig yfir árið en Fjarðalax hefur forskot á frændur okkar með íslensku orkunni. „Við getum nýtt seiðastöðina okkar til að ala seiði lengur en þeir og njótum góðs af okkar hagkvæmu orku. Ölum þau í 250-300 grömm á meðan nágrannaþjóðir okkar setja seiðin út í sjó 75-100 grömm. Fyrir vikið styttum við eldistímann í sjónum.“

Ný störf og líf Uppbyggingu Fjarðalax hefur fylgt líf og atvinnulífið er að byggjast upp. „Það er mikið að gerast og fullt af fólki að flytja á svæðið. Við erum með tæplega 40 manns í vinnu á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og þessu fylgja umsvif fyrir iðnaðarmenn og aðra tengda þjónustu. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er gaman að koma vestur núna, það er t.d. verið að byggja hótel á Patreksfirði – það er ekkert atvinnuleysi.“ Hvað með framtíðina? „Hún snýst að miklu leyti um leyfin okkar, hvað við megum ala mikið af fiski. Við erum með 1.500 tonna ársframleiðsluleyfi í hverjum firði fyrir sig. Þannig að við gætum framleitt 4.500 tonn á ári á svæðinu. En það er ekki nóg. Stærðarhagkvæmnin liggur hærra en þetta – við þurfum að vera nær 10.000 tonnum en 5.000 tonnum. Við værum með um 100 manns í vinnu ef við fengjum að vaxa í þessa stærð, en auðvitað skiptir burðargeta fjarðanna öllu máli. Það er ekki hagur okkar að misbjóða náttúrunni. Það mun bitna á okkur sjálfum til lengri tíma.“ Höskuldur segir upphafleg plön Fjarðalax standa en það er háð stjórnvöldum hvort þau gangi eftir. „Við gerðum ráð fyrir því árið 2017 að vera í 9 - 10.000 tonna framleiðslu en það er undir stjórnvöldum komið hvernig þau ætla að stýra þessari atvinnugrein. Við þurfum að stækka. Við þurfum ákveðin öryggismörk í kringum eldið og stjórnvöld hafa því miður ekki náð að tryggja okkur nægt öryggi. Það er t.d.


FEBRÚAR & MARS 2013

Uppbyggingu Fjarðalax hefur fylgt líf og atvinnulífið er að byggjast upp. Það er mikið að gerast og fullt af fólki að flytja á svæðið.

búið að gefa út enn stærra leyfi í Arnarfirði til fyrirtækis sem hefur ekki hafið störf. Þannig að við vitum ekki hvaða möguleika við höfum til að vaxa þar. Við getum ekki verið í sama straumvatni og annað stórt fyrirtæki, það þarf bara að horfa til nágrannalandanna til að sjá hvaða áhrif það hefur haft.“

Sóknarfæri í fiskeldi Tækifærin eru sannarlega til staðar í fiskeldi á Íslandi í dag, þau verður hins vegar að nýta skynsamlega. „Það eru miklir vaxtarmöguleikar í sjókvíaeldi, það er klárt. Þetta er grein sem hefur neikvæðan stimpil á sér vegna forsögunnar. En síðan við tókum stóru byltuna í þessu þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í heiminum í fiskeldi. Það er meiri þekking til staðar en áður og búnaður er miklu betri. Fari menn rétt og skynsamlega í uppbygginguna eru möguleikarnir miklir. Það þýðir ekki að fylla alla firði af sjókvíum og líta á þetta sem eitthvert ævintýri. Þetta er ekkert ævintýri

– þetta er geysilega dýrt og gríðarlega erfitt. En ef þetta er gert rétt þá eru miklir möguleikar.“

Gerum okkur grein fyrir stöðunni Íslendingar geta ekki keppt við Norðmenn eða Chilebúa í laxeldi, það liggur fyrir að mati Höskuldar. „Þessar þjóðir eru að massaframleiða miklu ódýrari vöru en við getum nokkurn tímann framleitt, auk þess sem Norðmenn eru landtengdir og nánast inni á markaðnum meðan við erum hérna langt úti í hafi. Við verðum að framleiða sérstaka vöru. Þannig að ef stjórnvöld hafa vit á að gefa sér tíma og horfa á þá vaxtarsprota sem þarna eru og skapa þann ramma að við getum framleitt náttúrulega eða lífræna vöru á Íslandi þá eru miklir möguleikar. Ef stjórnvöld segja hins vegar: Þetta er frábært við skulum fylla alla firði og sjá hvað gerist, þá fara allir á hausinn og skaðinn verður geigvænlegur.“

Höskuldur vill að strangar kröfur séu gerðar til þeirra sem leggja stund á fiskeldi í sjó. „Umhverfisramminn verður að vera strangur. Þeir sem eru búnir að fjárfesta í þessu verða að sjá árangur af sinni fjárfestingu. Það er bara eins og í öllum greinum.“

Tækifæri allan hringinn Við skiljum við Höskuld á bjartýnum nótum. „Þetta er spennandi grein og tækifærin í strandnýtingu á Íslandi eru mjög mikil. Það þarf meiri fjármuni í rannsóknir og þróunarvinnu á því sviði. Við erum t.d. með kræklingarækt sem er að slíta barnsskónum, sú grein þarf hjálp. Það er enginn að spá í krabbann. Við sjáum fullt af tækifærum í kringum okkur en það vantar stuðning og eftirfylgni til að nýta þau. Strandlengjan er uppspretta tækifæra.“

11


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

ÍSLAND HEFUR DREGIST AFTUR ÚR ÖÐRUM RÍKJUM Þrátt fyrir að Ísland hafi um skeið búið við nokkurn hagvöxt sem hefur verið meiri en í mörgum öðrum ríkjum þá er fjarri lagi að Ísland hafi náð að endurheimta fyrri stöðu hvað verðmætasköpun varðar.

árið 2009. Fallið var mest í Finnlandi, um 10% á 12 mánaða tímabili, en minnst í Noregi. Ísland sker sig úr í samanburðinum þar sem landsframleiðslan náði botni árið síðar en í hinum ríkjunum, með 10,6% samdrætti frá ársbyrjun 2008, og var þá komið í mun lakari stöðu en hin ríkin sem uxu tiltölulega hratt eftir að botninum var náð.

Það er áhugavert að bera þróunina á Íslandi saman við Norðurlöndin og Evrópuríki almennt og er það gert í meðfylgjandi línuriti sem byggt er á ársfjórðungsgögnum frá hagstofu ESB, Eurostat. Þar kemur m.a. fram að landsframleiðsla féll umtalsvert í flestum ríkjunum á skömmum tíma og náði botni

Finnland hafa enn ekki náð fyrri stöðu þar sem landsframleiðslan er 4% lægri og í evru-ríkjunum er staðan 2,6% lakari að meðaltali. Ísland stendur verst í þessum samanburði þar sem 5,6% vantaði á að landsframleiðslan í lok tímabilsins næði þeirri stöðu sem var í upphafi þess. Þessum staðreyndum er vert að halda á lofti þar sem því er iðulega haldið fram að Ísland hafi náð undraverðum árangri og sé á góðri siglingu miðað við önnur ríki. Raunin er önnur eins og línuritið ber með sér.

Meðal ríkjanna í samanburðinum er staðan best í Svíþjóð með 5% hærri landsframleiðslu á 3. ársfjórðungi 2012 en í ársbyrjun 2008. Danmörk og

Hagvöxtur á Norðurlöndum og í evru-ríkjunum frá 2008 Árstíðaleiðréttar tölur 110

105

100

95

90

85 I

II

III

IV

I

2008

Svíþjóð

12

Noregur

II

III

IV

2009

Evru-ríki

Finnland

Danmörk

I

II

III 2010

Ísland

IV

I

II

III 2011

IV

I

II 2012

III

Heimild: Eurostat


FEBRÚAR & MARS 2013

13


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Nordic Visitor segir óhindraðan aðgang standa ferðaþjónustunni fyrir þrifum:

EÐLILEGT AÐ RUKKA FYRIR NOTKUN Á LANDINU Ásberg Jónsson og félagi hans stofnuðu Nordic Visitor árið 2002. Þeir ráku fyrstu einkareknu ferðamannamiðstöðina í samkeppni við upplýsingamiðstöð ferðamanna á vegum Reykjavíkurborgar. Tveimur árum síðar opnaði fyrirtækið söluvef á netinu þar sem erlendir ferðamenn gátu í fyrsta skipti fengið öll verð fyrir pakkaferðir uppgefin og bókað rafrænt ferðir hingað. Árið 2006 hófst starfsemi í Svíþjóð og Noregi og þegar kom fram á 2009 seldi fyrirtækið ferðir til allra Norðurlanda. Nordic Visitor er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins með um 45 manns í fastri vinnu. Á vistlegum skrifstofum Nordic Visitor við Bríetartún er sögustund hjá Ásbergi Jónssyni. „Þetta þótti ekki arðvænleg viðskiptahugmynd þegar við fórum af stað. Fyrir hrun var lítil tiltrú á íslenskri ferðaþjónustu og ég margoft spurður að því af hverju ég hætti ekki bara þessum „hobbí bissness“. Við vorum í raun gjaldþrota í lok árs 2005 en þá var gengi krónunnar mjög hátt, engan stuðning að fá frá bönkum og allar ytri aðstæður erfiðar.“

Þrjóskan skilar vexti „Mikil þrjóska, tiltrú birgja og endalaus vinna með vissri sjálfsblekkingu hjálpaði fyrirtækinu að komast yfir erfiðasta hjallann. Árið 2006 tókst okkur að fá fjármagn til að hefja rekstur í Noregi og Svíþjóð og 2009 opnuðum við nýjan söluvef og lögðum aukna áherslu á fyrirtækjaferðir. Ytri aðstæður hjálpuðu mikið með hagstæðu gengi krónunnar og aukinni áherslu á ferðaþjónustu sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein. Uppgangurinn stóð ekki lengi því eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 var mikið högg. En vel heppnuð markaðssetning ferðaþjónustunnar í kjölfarið varð til þess að árið 2011 varð fyrsta árið þar sem öll skilyrði voru góð fyrir reksturinn

14

og afkoman afar jákvæð. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og skilar fyrirtækið stöðugri og góðri afkomu.“

Litlar sveiflur í rekstrinum „Mikilvæg skýring á vexti fyrirtækisins er að það starfar ekki bara á sumrin. Í Lapplandi og Norður Noregi er háönnin frá desember til mars og á Svalbarða mars til maí. Fyrirtækjahópar eru mest á ferðinni í mars - maí og september - október. Það er einnig mjög vaxandi áhugi á ferðum um jól og áramót. Þrjú ár í röð hefur ferðamönnum á okkar vegum í janúar fjölgað yfir 100% ár hvert. Nú ferðast yfir 55% viðskiptavinanna með okkur utan sumarmánaða og fjöldi starfsmanna er svipaður allt árið.

makinn sér um bókhaldið í frístundum. Erfiðasti hjallinn er bilið frá 4 til 10 starfsmenn, þegar fyrirtækin þurfa að ráða inn starfsmenn í bókhald, markaðssetningu og vefmál og kostnaður fyrirtækisins er ekki lengur bara laun eigenda. En eftir það fara skilvirkni og afköst að aukast og reksturinn kallar á meiri sérhæfingu og menntun. Litlu fyrirtækin geta ekki borið starfsþróun og störf utan landsteinanna.“ Ásberg bætir við: „Fyrirtækin í ferða­ þjónustu á Íslandi eru almennt of lítil fyrir utanaðkomandi fjárfesta. Þau þurfa að hagnast, stækka og sameinast. Þá verður möguleiki að fá fagfjárfesta til liðs við fyrirtækin sem stuðlar að enn meiri vexti, fagmennsku og bættri arðsemi.“

Gjaldtaka eðlileg Okkur vantar karlmenn! „Karlmenn virðast ekki átta sig á því að skrifstofustarf í ferðaþjónustu er flott vinna og okkur vantar karlmenn. Sjálfur byrjaði ég að vinna við sölu og ráðgjöf í ferðaþjónustu og þótti það starf mjög skemmtilegt og gefandi. Það ætti ekki að vera kvennastarf. Karlmenn virðast sækja meira í lítil, sjálfstæð fyrirtæki og starfa flestir við leiðsögn eða akstur. Ég vil sjá fleiri karla mennta sig í ferðaþjónustu og vinna skrifstofuvinnu. Við fáum of fáar umsóknir frá vel menntuðum körlum. Við viljum hæfilega blöndu beggja kynja.

Fyrirtækin þurfa að stækka Ásberg segir að árið 2011 hafi sannarlega verið gott ár hjá mörgum fyrirtækjum og 2012 líka. „Nú þegar loks rofar til má ekki þrengja að fyrirtækjunum. Þau verða að fá að stækka. Stór hluti fyrirtækja í ferðaþjónustu er lítil og óarðbær. Fyrirtækin verða komast yfir þennan fjögurra manna þröskuld, þar sem skrifstofan er á heimilinu, tveir farþegabílar í rekstri og

Ásberg hefur ákveðnar skoðanir á því hvort rétt sé að taka gjald fyrir aðgang að náttúru Íslands: „Óhindraður aðgangur ferðamanna að hálendinu stendur ferðaþjónustunni fyrir þrifum. Ástæða er til að ýta undir að almennir ferðamenn skilji meira eftir sig.“ „Það er eðlilegt að rukka fyrir notkun á landinu. Það er ekki eðlilegt að erlendar ferðaskrifstofur sendi ferðamenn hingað í trukkum og rútum, á erlendum númeraplötum, með erlenda bílstjóra og leiðsögumenn, og þurfi ekki að greiða fyrir neina notkun. Stór hluti ferðamanna sem kemur til landsins gistir í tjöldum og skilja lítið eftir sig. Taka þarf upp gjald fyrir þessa ferðamennsku og það á einnig við um erlenda gönguhópa á hálendinu. Þarna á að byrja með fjöldatakmarkanir og gjaldtöku.“ „Hóflegt gjald gæti myndað sjóð til að halda við vinsælum ferðamannastöðum. Ástandið við Jökulsárgljúfur er hroðalegt og ekki boðlegt. Margir eru ragir við að byggja upp aðstöðu á vinsælum ferðamannastöðum og telja það náttúruspjöll. Ég er því ósammála,


FEBRÚAR & MARS 2013

Hóflegt gjald getur haldið við vinsælum ferðamannastöðum.

það á að byggja upp aðstöðu með fallegum byggingum sem falla vel að landslaginu og rukka fyrir notkunina. Við erum orðin of sein að snúa við fjöldaþróuninni, eins og í Landmannalaugum, við Jökulsárlón og við Dettifoss.“

Samkeppni og skaðlegir skattar Nordic Visitor er í samkeppni við erlenda ferðaþjónustuaðila, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Við vorum með starfsemi í Noregi þar til í lok árs 2011. Þá lokuðum við og fluttum starfsemina heim vegna bjagaðrar samkeppnisstöðu. Í Noregi er lagður virðisaukaskattur á þjónustu ferðaskrifstofa, en hér á landi og í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðast hvar er ferðaþjónustan í núll-þrepi virðisaukaskatts. Því eru svo til engar ferðaskrifstofur starfandi í Noregi sem selja ferðir til Noregs. Flestallar ferðir til Noregs eru seldar annars staðar. Þar með verða störfin til í öðrum löndum og hagnaðurinn

skilar sér ekki að fullu í því landi sem ferðin er farin. Í Svíþjóð er þetta ekki mikið betra, en þar er lagður á svokallaður ferðaþjónustuskattur sem er um 2% af veltu.“

þar eftirspurn eftir þjónustu og menningu sem er auðvelt að mæta. Reykjavík tekur endalaust við en ekki hálendið, því þar er fámennið hin eftirsóknarverða upplifun.“

Framtíðin björt „Öll velta okkar fer í gegnum starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og hagnaðurinn verður eftir hér. Ég vona að yfirvöld hér hafi vit á að fylgja ekki fordæmi Svía og Norðmanna og skattleggja ferðaskrifstofur, á við okkur, úr landi.“

Reykjavík tekur endalaust við „Reykjavík er fínn áfangastaður fyrir fólk sem ferðast hingað með lággjalda­ flugfélögum. Við eigum ekki að sporna gegn fjölgun þeirra. Ungt fólk sem gistir á hosteli núna, er líklegt til að koma aftur eftir 15 ár og þá með fjölskylduna. Lággjaldaferðamenn eru markaðssetning og fjárfesting í framtíðinni. Flestir staldra einungis við í Reykjavík og nágrenni, auka

Ásberg horfir bjartsýnn fram á veginn. „Við munum halda áfram að vaxa hratt næstu árin en meiri áhersla verður þó á arðsemina. Vöxturinn verður hlutfallslega meiri utan Íslands, en það eru ótal tækifæri á Norðurlöndum. Við segjum stundum í gríni að við verðum brátt stærstir á Norðurlöndum. Hér heima ættu stjórnvöld að beina kröftum sínum að uppbyggingu, markaðsstarfi og að auka menntun og rannsóknir í greininni, því það skilar sér margfalt í þjóðarbúið. Tækifærin eru svo sannarlega næg.“

15


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Hagar er verslunarfyrirtæki sem rekur 59 verslanir innan 6 smásölufyrirtækja og 4 vöruhús.

ÞAÐ STENDUR YFIR BYLTING Fyrirtæki Haga eru öll rekin sem sjálfstæð fyrirtæki og hafa ólík rekstrarform og ólíka menningu. Meginstarfsemi Haga er á sviði matvöru en innan þess eru tvær af stærstu verslunarkeðjum landsins, Bónus og Hagkaup, svo og stoðstarfsemi á sviði innkaupa og dreifingar. Auk þess starfrækja Hagar sérvörusvið innan Hagkaups og fjölmargar sérvöruverslanir með þekktum lífsstíls- og tískuvörumerkjum. Hjá Högum starfa um 2.400 manns í um 1.200 störfum. Hagar eru skráðir í Kauphöll Íslands. „Það átti sér ekki stórkostleg breyting stað þótt fyrirtækið væri skráð á markað. Við rekum það með hagsmuni fyrirtækisins sjálfs að leiðarljósi og leggjum áherslu á að hugsa vel um viðskiptavininn. Það skilar eigendum bestri niðurstöðu.” Þetta segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem rýnir með okkur í stöðu verslunar á Íslandi, samkeppni við útlönd, sóknarfæri í landbúnaði, skatta og gjöld hins opinbera og áhrif á neyslu og daglegt líf landsmanna.

Gjöld allt of mörg og flókin Finnur gagnrýnir aragrúa gjalda sem lagður er á neysluvörur almennings. „Með álagningu vörugjalda, verðtolla, magntolla og umbúðagjalda auk virðisaukaskatts eru stjórnvöld að fela hvað hlutirnir kosta í raun og jafnframt að skekkja samkeppnisstöðu bæði innanlands og á milli landa. Fyrirkomulagið ruglar verðvitund neytenda. Nær væri að fella öll þessi gjöld niður og taka upp eitt þrep í virðisaukaskatti. Hið opinbera á ekki að vera með margþrepa og flókna gjaldtöku, heldur taka skatt sinn á einu stigi. Þá yrði verðmyndun réttlát bæði milli vöruflokka og innan þeirra. Kerfið yrði einfaldara. Verðmyndun yrði gegnsæ og neytendur ættu auðveldara með að átta sig á hvað hlutirnir kosta.“

16

Aukin hollusta Finnur segir að neyslustýring með mismunandi opinberum gjöldum virki ekki. „Matseðill heimila er gjörbreyttur frá því fyrir 10-15 árum. Það er að verða stórkostleg neyslubreyting og heilsubylting. Fólk er meðvitað um hollustu matvöru og hugsar um innihald vörunnar. Neysla saltaðrar vöru og unninnar kjötvöru hefur dregist saman. Bjúgu og saltkjöt eru á útleið. En það hefur orðið mikil aukning í sölu grænmetis og ávaxta. Sala hefur einnig aukist mikið á lífrænum vörum og öðrum drykkjarvörum en sykruðum gosdrykkjum. Hagar hafa boðið upp á hollustufæði í svokallaðri Himneskri línu í samstarfi við Sollu á Gló. Þetta er sú vörulína þar sem salan eykst hraðast. Með auknu framboði hefur verðbilið milli lífrænnar vöru og annarrar hliðstæðrar matvöru minnkað. Á árunum 2002-2006 var lífræn vara 4060% dýrari en aðrar vörur sömu tegundar, en nú er verðbilið mun minna.”

Innflutningur lækkar verð landbúnaðarvara Hægt væri að lækka vöruverð á Íslandi ef aukinn innflutningur á landbúnaðarvörum yrði heimilaður. Finnur gefur lítið fyrir að það þýddi endalok landbúnaðar á Íslandi eins og iðulega er haldið fram. „Ég tel að það sé langt í frá að landbúnaður verði lagður í rúst með auknu frelsi og meiri innflutningi. Þvert á móti mun landbúnaðurinn styrkjast,” segir Finnur og telur brýnt að auka arðsemina í matvælaframleiðslu. „Það er afar mikilvægt að lækka verndartolla á matvæli og endurskoða framleiðslustyrki í landbúnaði. Það er eðlilegt að styrkja framleiðsluna með hliðsjón af búsetu en styrkir á grundvelli matvælaöryggis standast ekki, enda er nægur fiskur í sjónum til að brauðfæða okkur ef landið lokast gagnvart

útlöndum. Við höfum takmarkaða peninga til þess að styrkja landbúnaðinn og þurfum að hugsa upp á nýtt hvernig þeim er varið. Ég tel að þeir nýtist best bændum í dreifðum byggðum, til sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslu. Aðrir eiga ekki að njóta styrkja.” Stjórnvöld juku nýlega greiðslumark í mjólk um 1,5 milljónir lítra og þar með álögur á skattgreiðendur án þess að krefjast neinnar hagræðingar í greininni. „Ætli við borgum ekki nálægt því sem mjólkin kostar í búðinni til viðbótar í földum mjólkursköttum án þess að gera okkur grein fyrir því,” segir Finnur.

Grænmetið vísar veginn Það gætu verið spennandi tímar framundan í landbúnaði. „Með því að afnema tolla og takmarka framleiðslustyrki í landbúnaði við sauðfjár- og kúabýli yfir tiltekinni stærð, yrði veruleg hagræðing. Bændur myndu hagræða hjá sér og taka upp nýjar framleiðsluaðferðir. Það myndi auka arðsemi þeirra býla sem framleiða matvöru. Bændur hefðu það betra og neytendur fengju ódýrari vöru. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist þegar tollar á sælgæti og grænmeti voru afnumdir. Svar framleiðenda voru betri og fjölbreyttari vörur. Sérstaklega er athyglisvert hvernig grænmetisframleiðslan hefur þróast á undanförnum árum. Gæðin hafa aukist og framleiðendur hafa nánari tengsl við markaðinn. Vöruþróun hefur verið umtalsverð og pakkningar hafa þróast til hins betra. Neyslan hefur aukist og bændurnir eru miklu betur staddir en áður,” segir Finnur. Hann bendir á að það sama geti gerst í matvælaiðnaði ef fyrirtækjum verður leyft að flytja inn hráefni án óhóflegrar


FEBRÚAR & MARS 2013

Það var enginn einn einstaklingur sem ákvað að kaupmaðurinn á horninu skyldi hverfa.

skattlagningar. „Samkeppnin mun aukast, vöruþróun einnig og iðnaðurinn verður samkeppnishæfari með lægra hráefnisverði. Hvers vegna eru öll heimili landsins þvinguð til að styrkja iðnað eins og kjúklinga- og svínarækt umfram annan iðnað? Vöruþróun í kerfinu fylgir ekki neyslubreytingum og smám saman dregur úr neyslu hefðbundinnar landbúnaðarvöru. Kerfið felur í sér hægan dauðdaga. Það vantar hvatann í kerfið eins og það er.”

Offjárfesting í verslunarhúsnæði Í nýlegri skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey, kom fram að fermetrafjöldi m.v. höfðatölu í íslenskum smásölugeira væri næstum tvöfalt hærri en að meðaltali á Norðurlöndum, og að framleiðni í geiranum í heild væri mun minni. Finnur segir: „Þegar Smáralindin var opnuð í október 2001 bættust við 65 þúsund fermetrar af verslunarhúsnæði. Þá var talað um offjárfestingu. Síðan hefur húsnæðið aukist enn. Nefna má Kauptún í Garðabæ, Korputorg, Lindir og Dalveg í Kópavogi, stækkun í Holtagörðum, verslunarhúsnæði á Granda og ekki má gleyma Bauhaus. Þetta eru um eða yfir 130 þúsund

fermetrar. Svo var verslunarhúsnæði Útilífs samtals rúmlega 3 þúsund fermetrar fyrir bankahrun, en síðan hafa bæst við þann markað um 6.500 fermetrar.“ Það hefur ýmislegt breyst. „Þegar ég hóf störf hjá Högum fyrir um 15 árum var húsnæðiskostnaður verslunarinnar gjarnan um þriðjungur af launakostnaði. Núna er hann í mörgum tilvikum jafn launakostnaði. Húsnæðiskostnaður er of hár og hefur hækkað langt umfram það sem eðlilegt er og hefur áhrif á vöruverðið. Það eru skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu og verktakar sem hafa stýrt þessari þróun undanfarna áratugi, frekar en eftirspurn frá verslunareigendum,“ segir Finnur.

Tæknibylting Verslunin mun halda áfram að þróast. Hagkvæmi í ferli vörunnar mun ráða miklu. „Það var enginn einn einstaklingur sem ákvað að kaupmaðurinn á horninu skyldi hverfa. Það voru viðskiptavinirnir sem völdu að versla þar ekki og því lokuðu þær verslanir. Nú eru flestar búðir hættar að bjóða heitan mat í hádeginu eins og algengt var. Skyndibitastaðir hafa tekið þann

markað yfir. Enginn þeirra nýju aðila, sem hafa verið að opna matvöruverslun býður upp á opið kjötborð eða bakarí.” Nýir tímar kalla á breytt vinnubrögð. Finnur segir: „Við þurfum alltaf að uppfylla óskir viðskiptavinanna og þær breytast á hverjum degi. Síðan verð ég að minnast á tæknibyltinguna sem á sér stað. Íslenskir verslunareigendur eru á eftir nágrönnunum í að selja vörur gegnum netið. Neytandinn hefur nánast allar verslanir heimsins í kjöltu sér og leitar lægsta verðsins. Verslunarfyrirtæki sem þarf ekki á búð að halda getur að öðru jöfnu boðið lægra verð. Sérvöruverslun mun því í æ ríkari mæli fara fram í gegnum netið. Vel þekkt er að H&M er með fjórðungs markaðshlutdeild í barnafötum hér á landi án þess að vera með búð. Netverslun eykst um tugi prósenta á ári í kringum okkur. Ef við fylgjum ekki eftir mun óhagkvæmni í verslunarrekstri hér aukast.“ „Leiðin er ljós til þess að brjóta kerfið upp, nýta tækifærin, auka verðmæti, skapa ný störf og bæta lífskjör. Valið er okkar,“ segir Finnur að lokum.

17


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Horfðu!

Hrefna Sætran landsliðskokkur segir að tekist hafi að lengja ferðamannatímann á Íslandi:

VERÐUR ALLTAF BETRA OG BETRA Hrefna Sætran rekur tvo af vinsælustu veitingastöðum landsins ásamt meðeigendum sínum, Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn. Fiskmarkaðurinn er fimm ára frá því í lok ágúst og þar er fiskur í hávegum hafður – oftar en ekki með austurlenskum blæ. Margir útlendingar leggja leið sína þangað en á Grillmarkaðnum er íslenskt þema og þar eru kjörlendur þeirra sem vilja kjöt á diskinn sinn.

„Á Grillmarkaðnum ákváðum við að fara í íslenskan stíl, ekki norrænan eins og hefur verið mjög vinsæll, hér er íslenskur matur í fyrirrúmi,“ segir Hrefna en viðurkennir að það megi bregða út af vananum. „Ef okkur langar til að nota engifer eða chilli þá gerum við það ef okkur finnst það bæta bragðið. En þemað hérna inni er íslenskt og aðalhráefnið líka.“ Vinsælast á báðum stöðum er níu rétta smakkseðill sem jafnast á við hefðbundna þriggja rétta máltíð. „Þá færðu að smakka alveg fullt af íslenskum fiski, kjöti og svona sitt lítið af hverju.“

Nóg að gera Hrefna og félagar eru með um hundrað manns í vinnu, enda veitir ekki af. Ferðamannatíminn hefur lengst. „Það er alla vega alltaf nóg að gera hjá okkur og mikið af túristum hafa komið núna í janúar. Það eru ennþá túristar í Reykjavík og það er ekkert „low-season“ búið að vera ennþá,“ segir Hrefna og segir raunar tvö ár síðan það hætti. „Það var alltaf þannig að viðskiptin duttu niður í janúar, febrúar og mars, en núna er sumarið orðið frá því í apríl, maí alveg fram í október. Sumarið er búið að lengjast sem er alveg frábært.“ Eðlilega elska útlendingarnir íslenskan mat, hvort sem það er gæðafiskur, grillað lamb eða marineraður hvalur. Hrefna leggur áherslu á að kaupa vörur beint frá bónda og segir að íslenskir bændur hafi staðið sig

18

vel í að auka gæði framleiðslu sinnar. Það sem hái þeim þó mörgum sé að þeir fái ekki stuðning til að stækka búin eins og þurfi til að auka hagkvæmni. „Það er mikið af góðri þróun í gangi en Ísland er lítið og ekki svo margir sem búa hérna, þannig að við náum ekki að anna allri þeirri eftirspurn sem við vildum á stórum stað eins og Grillmarkaðnum. En ég held að í framtíðinni þá verði þetta bara alltaf betra og betra.“

Bjart framundan Þrátt fyrir aukningu ferðamanna til Íslands og blómleg viðskipti viðurkennir Hrefna að það sé krefjandi að reka fyrirtæki á Íslandi í dag. „Maður þarf að passa sig rosa vel í hverju skrefi og fylgja öllu vel eftir. Við höfum alltaf gert það í okkar rekstri og þess vegna ganga hlutirnir vel. En í dag þarf að passa alla hluti sérstaklega vel.“ Hrefna er bjartsýn á framtíðina á Íslandi óháð stöðu efnahagsmála. „Það er eiginlega sama hvort það er góðæri eða ekki, fólk er alltaf að fara út að borða,“ segir hún og brosir. Hún laumar í lokin einni uppskrift að lesendum sem geta reynt sig við krásirnar heima. Þeir sem hafa fylgst með tilþrifum Hrefnu á skjánum og hafa tileinkað sér eitthvað af hæfni hennar eiga gott í vændum. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu!


FEBRÚAR & MARS 2013

Hrefna leggur áherslu á að kaupa vörur beint frá bónda og segir að íslenskir bændur hafi staðið sig vel í að auka gæði framleiðslu sinnar.

GRILLUÐ HREFNA MEÐ VORLAUKS CHILI DRESSINGU Forréttur fyrir 4

Aðferð:

400 g hrefnukjöt 2 stk. vorlaukur 1 cm engiferrót 1 stk. rautt chili 60 ml sojasósu 60 ml mirin (sætur vökvi sem er mikið notaður í asíska matargerð, fæst í Asíudeildinni) 2 stk. skallottu laukur 1 rif hvítlaukur Olía til að pensla með Svartur pipar

Blandið saman sojasósunni og mirin-inu. Saxið vorlaukinn, chili-ið, skallottulaukinn og hvítlaukinn smátt niður og setjið út í sojasósunua. Skrælið engiferrótina og raspið hana út í líka. Snyrtið kjötið og skerið það niður í 4 steikur. Penslið kjötið með olíu og kryddið með vel af svörtum pipar. Grillið kjötið á rjúkandi heitu grilli eða steikið það á vel heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið af og skerið það í þunnar sneiðar. Mynd Björn Árnason.

Galdurinn við hrefnukjöt er að elda það sem minnst því það vill oft koma lýsisbragð af því ef það er of mikið eldað. 19


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Hlaðbær-Colas segir vöruþróun og nýsköpun bestu viðbrögðin við kreppu:

GRÆNT MALBIK HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas var stofnuð í janúar 1987 og er dótturfyrirtæki Colas SA í Frakklandi. Fyrirtækið sinnir öllu því sem viðkemur malbikun og gatnaframkvæmdum, aðstoðar viðskiptavini og ráðleggur þeim, hvort sem það eru einstaklingar, húsfélög, fyrirtæki, verktakar eða sveitarfélög. Árið 2008 flutti fyrirtækið sig um set og að Gullhellu 1 í Hafnarfirði hefur verið reist stærsta og fullkomnasta malbikunarstöð landsins. „Það hefur verið hægagangur eftir sumarið en aukning á fyrri hluta ársins 2012 vakti væntingar um að nú færi að birta til,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas. Það vekur athygli að skrifstofur félagsins og aðstaða fyrir starfsmenn er í vistlegum sambyggðum gámum. „Ætlunin var að sjálfsögðu að byggja yfir þennan hluta starfseminnar en í kjölfar hrunsins var því slegið á frest enda hrundi þá einnig eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins.“

Gríðarlegur samdráttur „Haustið 2008 varð algjört hrun í verkefnum malbikunarstöðvarinnar. Á fyrstu árum þessarar aldar framleiddum við að jafnaði 100-150 þúsund tonn á ári en við hrunið fór framleiðslan niður í um 30 þúsund tonn þegar verst lét árið 2010,“ segir Sigþór. Fram hefur komið að mjög hefur dregið úr viðhaldi gatna og vega og að ástand vegakerfisins versnar. Því fylgir aukinn viðhaldskostnaður síðar auk þess sem slitið yfirborð getur haft með sér meiri slysahættu en ella. „Hættan er sú að menn spari sér til tjóns, nagladekk og íslenskar aðstæður krefjast þess að viðhaldi sé sinnt. Ef farið er niður úr slitlaginu og burðarlagið í götunum skemmist verður viðhaldskostnaðurinn fjórum til fimm sinnum meiri en ella.“ Hlaðbær-Colas selur malbik og bindiefni til verktaka og Vegagerðarinnar en annast einnig vega- og stígagerð fyrir húsfélög,

20

fyrirtæki og sveitarfélög. „Vandi fyrirtækis eins og okkar er að allur kúnnahópurinn dregur saman seglin á sama tíma við hrunið, þess vegna verður samdrátturinn svona mikill. Ríkið hefur ekki bolmagn til að fara í framkvæmdir eða brást ekki rétt við samdrættinum. Verktakageirinn hefur farið mjög illa og sennilega verst allra greina út úr kreppunni.“

Nefna má annað verkefni sem unnið var í samstarfi við Háskólann í Reykjavík þar sem kannað var hvort unnt væri að nota endurunnin glersalla sem steinefni í malbik. Tilraunir hafa lofað góðu og getur þetta reynst hagkvæmt í ákveðnum tilvikum auk þess sem endurvinnsla á glerinu er jákvæð með hliðsjón af umhverfisáhrifum.

Grænt malbik! Vöruþróun og nýsköpun eru okkar viðbrögð við samdrætti „Við ákváðum strax að bregðast við þessu höggi með því að leggja aukna áherslu á vöruþróun og nýsköpun og erum að uppskera árangur erfiðisins,“ segir Sigþór. Hlaðbær-Colas hefur stundað vöruþróun á malbiki, bæði með áherslu á nýjar og ódýrari vörur en einnig endingarbetra malbik. Fyrirtækið horfir æ meira til umhverfisþátta og endurnýtingar hráefna. Nokkur ár eru síðan leysiefnum var útrýmt úr malbikinu en þeim fylgdi mengun og gróðurhúsaáhrif. Nú orðið er nánast eingöngu notuð fiskiolía til að þynna bik sem notað er í allar vegaklæðingar. Fiskiolían er nokkurskonar úrgangur þegar lýsi er framleitt. Þessi aðferð hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Undanfarin ár hefur fjölliðubætt malbik verið að auka hlutdeild sína erlendis og er nú mjög víða eingöngu notað á umferðarþyngri vegi í Evrópu. Hér á landi hafa verkkaupar ekki verið nógu duglegir að kalla eftir nýjungum á þessu sviði. Kröfur til malbiks hafa verið staðlaðar og ekki mikið svigrúm fyrir nýjungar. Verkefni hjá Hlaðbæ-Colas sem snérist um að gera tilraunir með sérstaklega endingargott malbik eða svokallaða PMA malbik fékk þó úthlutað styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar árið 2011 og var malbikið meðal annars lagt á Bústaðaveginn í Reykjavík sumarið 2011 og á Reykjanesbraut 2012. PMA malbikið er mjög sterkt og hefur ákveðna teygjueiginleika. Ending malbiksins eykst og hjólfaramyndun minnkar.

Eitt þróunarverkefnið snýr að endurnýtingu gamals malbiks í ný slitlög. Fyrirtækið hefur tekið á móti malbiksafgöngum um árabil og hóf endurvinnslu fyrir meira en áratug. Fyrirtækið fékk úthlutað rannsóknarstyrk frá Vegagerðinni vegna þróunar kaldblandaðs malbiks þar sem mikið af afgöngum hefur safnast saman eftir að markaðurinn dróst saman. Þróaðar voru aðferðir til að blanda og leggja kalt malbik á hagkvæman hátt með tækjum sem til eru hér á landi og gera slitlag fyrir íslenskar aðstæður. „Verkefnið var unnið í samstarfi við bæði innlenda og erlenda aðila og er afraksturinn sá að fyrirtækið getur nú boðið upp á 100% endurunnið kaldblandað malbik sem er bæði hagkvæmt og lofar góðu varðandi endingu,“ segir Sigþór. Endurunnið malbik hefur þegar verið lagt út á Krýsuvíkurveg við Seltún og á göngustíga fyrir Grindavíkurbæ, meðal annars langleiðina frá bænum að Bláa Lóninu. Bæjarfélagið er ánægt með að geta nýtt 100% endurunnið hráefni og lagt þannig grænt malbik á stíga bæjarins. Gangandi og hlaupandi vegfarendur hafa verið mjög ánægðir með nýju göngustígana og hefur verið rætt um að þeir séu mýkri undir fót en hefðbundið malbik og dempa meira þau högg sem leiða upp í líkamann við göngu eða hlaup. Fyrirtækið vinnur nú að frekari þróun og verða spennandi nýjungar settar á markað á næsta ári. Fyrir veghaldara er hagkvæmni og umhverfisvernd þau megin sjónarmið


FEBRÚAR & MARS 2013

sem líta ber til á næstu árum þegar bættur hagur leiðir til þess að auknu fé verður varið til viðhalds og nýbyggingar vega.

Agaður rekstur „Mikill agi fylgir erlendum eigendum fyrirtækisins og Colas leggur áherslu á að rekstur fyrirtækja sinna taki mið af aðstæðum í hverju landi. Þó að fyrirtækið sé í eigu erlendra aðila þá hefur það aldrei fengið heimild til að taka erlent lán þar sem tekjur þess eru alfarið í íslenskum krónum.“

Nú eru að baki fjögur ár í taprekstri, þó minniháttar árið 2012. Helmingur tapsins á þessum árum skýrist af töpuðum viðskiptakröfum vegna gjaldþrota verktaka. Það hefur gengið á eigið fé fyrirtækisins en það var mjög stöndugt þegar kreppan brast á og hagnaður hafði verið á rekstrinum í mörg ár þar á undan. Vonast er til að viðsnúningur verði á nýbyrjuðu ári. Reksturinn sveiflast töluvert innan ársins og um 80% teknanna koma á 6 mánuðum, frá maí til október. Hjá fyrirtækinu starfar því töluvert af lausafólki.

Batnandi framtíðarhorfur Hlaðbær-Colas mun halda áfram að þróa, bæta og koma með nýjar vörur á markað. Þá væntir fyrirtækið þess að markaðurinn fyrir malbik muni fara vaxandi á næstu árum – jafnt og þétt. Það á bæði við um höfuðborgarsvæðið og eins úti á landi. Sigþór segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við ný verkefni. „Við munum halda áfram að þróa okkar vöru, kynna hana og aðrar nýjungar sem nýst geta viðskiptavinum okkar.“

Fyrirtækið getur nú boðið upp á 100% endurunnið kaldblandað malbik sem er bæði hagkvæmt og lofar góðu varðandi endingu.

21


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

SAMBANDIÐ MILLI HAGVAXTAR OG FJÖLGUNAR STARFA Í 50 ÁR Síðustu hálfa öld fimmfaldaðist landsframleiðslan á Íslandi en fjöldi starfa tvöfaldaðist, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hagvöxtur var að meðaltali 3,5% á ári á tímabilinu og störfum fjölgaði um 1,7% að jafnaði. Þannig fjölgaði störfum um tæplega 0,5% þegar landsframleiðslan jókst um 1%. Myndin sýnir einnig að þetta samband hefur verið að breytast. Á fyrri hluta tímabilsins fjölgar störfum hraðar með hagvexti en síðar varð. Hagvöxturinn varð smám saman ekki eins vinnuaflskrefjandi og áður. Sambandið milli hagvaxtar og fjölda starfa hefur þannig orðið veikara með tímanum og virðist þróunin vera stöðug í þá átt. Nærtæk skýring á þessari þróun er aukin skilvirkni vegna hraðrar tækniþróunar í

atvinnulífinu og fjárfestinga í vinnusparandi ferlum og framleiðslutækjum. Framleiðni vinnuaflsins aukist stöðugt og þannig standi sífellt færri starfsmenn að baki tiltekinni framleiðslu og þjónustu. Á meðfylgjandi mynd er þessi þróun flokkuð eftir tímabilum undanfarna áratugi. Á níunda áratugnum fjölgaði störfum að jafnaði um 0,61% samfara aukningu landsframleiðslu um 1%. Á tíunda áratugnum hafði hlutfallið lækkað í 0,49% og á síðasta áratug var það 0,31%. Sé síðustu tveimur árum bætt við lækkar hlutfallið enn og er 0,28% á tímabilinu 2000-2012. Þróunin er sú að sífellt meiri hagvöxt þarf til að standa undir fullri atvinnu, a.m.k. miðað við eðlilega fólksfjölgun og mikla atvinnuþátttöku eins

og verið hefur hér á landi. Sambærileg gögn um Norðurlönd síðustu áratugi sýna svipuð megineinkenni en birtingarmyndirnar eru ólíkar. Í Danmörku fjölgar störfum mjög lítið með hverri prósentu hagvaxtar, eða um 0,11%, sem er helmingi lægra hlutfall en fyrir tveimur áratugum. Í Finnandi og Svíþjóð koma fram viðbrögð við kreppunni sem þar ríkti í upphafi tíunda áratugarins, en þá fækkaði störfum mikið. Sláandi er að í Finnlandi og Svíþjóð var fjöldi starfa svipaður árið 2010 og árið 1990. Noregur er sér á parti þar sem spurn eftir starfsfólki er mikil, ekki síst í tengslum við þjónustu við olíuiðnaðinn en einnig eru framkvæmdir sem krefjast tiltölulega mikils starfsfólks í landinu.

Þróun landsframleiðslu og í fjölda starfa 600 535 500

400

300 226 200

100

0 1963

VLF

22

1966

1969

1972

Fjöldi starfandi/ársverk

1975

1978

1981

1984

1987

1990

1993

1996

1999

2002

2005

2008

2011

Heimild: Hagstofa Íslands


FEBRÚAR & MARS 2013

Hlutfallsleg fjölgun starfa við hverja prósentu hagvaxtar Stöðugt minnkandi hlutdeild vinnuafls í vexti 0,7 0,61%

0,6

0,49%

0,5

0,4 0,31%

0,3

0,28%

0,2

0,1

0 1981-1990

1991-2000

2001-2010

2001-2012 Heimild: Gögn Hagstofu um hagvöxt og atvinnu

Árleg fjölgun starfa að jafnaði við hverja prósentu í hagvexti Danmörk

Finnland

Svíþjóð

Ísland

Noregur

0,65%

0,23%

1971-’80

0,21%

1981-’90

0,21%

0,17%

1991-’00

0,14%

-0,38%

-0,32%

0,51%

0,32%

2001-’10

0,11%

0,45%

0,22%

0,31%

0,75% Heimild: Eurostat

23


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Héðinn hefur aldrei gleymt kjarnanum í starfseminni og býr yfir eftirsóttri þekkingu:

VILJA KONUR OG TÆKNIMENNTAÐA TIL STARFA Héðinn hf. fagnaði nýlega 90 ára afmæli en fyrirtækið var stofnað í Aðalstræti 6b árið 1922. Tuttugu árum síðar stækkaði það í kjölfar uppgangs síldar- og fiskimjöls­ verksmiðja og enn og aftur árin 1989 og 2008 þegar starfsemi Héðins var flutt í ný húsakynni að Gljáhellu 4 í Hafnarfirði. Þar er enn verið að byggja við og húsnæðið er orðið um 7000 fermetrar. Hjá fyrirtækinu starfa um 110 manns nánast allt karlmenn og þegar gengið er um fyrirtækið má sjá nýjar og fullkomnar tölvustýrðar vélar við hlið annarra sem gegna enn hlutverki sínu eftir 50 ára notkun.

Það er Guðmundur Sveinsson, framkvæmdastjóri sem gengur með SA um fyrirtækið. Hann er sonur Sveins Guðmundssonar sem tók við sem forstjóri 1942. Guðmundur tók við starfinu 1992 af Sverri öðrum syni Sveins sem tók við 1982. Þeir þrír hafa stýrt fyrirtækinu í rúm 70 ár. Geri aðrir betur. Enginn heima?
Þegar við komum að tæknideildinni á annarri hæð í skrifstofuhluta húsnæðisins vekur athygli að þar er engan að finna. „Það er merki um að tæknimennirnir séu að sinna viðskiptavinunum og þannig á það að vera,“ segir Guðmundur. „Það hefur verið gæfa og styrkur fyrirtækisins að hafa átt að skipa hæfileikaríku fólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í áratugi. Það hefur tryggt okkur trausta viðskiptavini í gegnum árin, en frá fyrsta degi hefur Héðinn þjónað fyrirtækjum í sjávarútvegi og iðnaði sem eru kjarninn í starfsemi fyrirtækisins auk fyrirtækja í orkuframleiðslu og stóriðju. Það eru dæmi um að Héðinn hafi átt í viðskiptasambandi við fyrirtæki nánast frá stofnun og fram á þennan dag.“

Traust fyrirtæki á gömlum merg Guðmundur segir fyrirtækið búa við góða arfleifð og góða fjárhagsstöðu. „Það er ekki aðeins að við búum við trygga starfsmenn og trausta viðskiptavini heldur hafa margar vélarnar reynst óbrigðular í áratugi. Fókusinn í starfsemi fyrirtækisins hefur alltaf verið skýr. Við höfum einbeitt okkur að kjarnastarfseminni en Héðinn er þekkingar- og þjónustufyrirtæki í málmiðnaði og véltækni.“ Ný og glæsileg húsakynni hafa skapað öllum deildum aukið starfsrými og aðstaða starfsfólks hefur breyst mjög til batnaðar. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 110 manns og þar af eru um 20 sem sinna tæknistörfum. Það er verulegur skortur á tæknifólki til starfa og fyrirtækið hefur þurft að sækja

24

allt að 50 tæknimenntaða menn til útlanda til að halda sjó. Þá hefur gengið erfiðlega að glæða áhuga kvenfólks á störfum sem unnin eru hjá fyrirtækinu og eru einungis fjórar konur á starfsmannaskrá.

Skipaflotinn er að úreldast Í ljósi áratuga langrar þjónustu við íslenska fiskiskipaflotann segir Guðmundur fulla ástæðu til að óttast að ekki verði sú endurnýjun í skipum og veiðibúnaði sem nauðsynleg er til að viðhalda hagkvæmni í greininni. Íslenski flotinn hefur um langt árabil verið mjög tæknivæddur en óvissan um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar hefur dregið mjög úr nýsmíði og endurnýjun og margar útgerðir láta nægja að gera við það sem bilar í skipunum. Þessi þróun er fyrirtækinu áhyggjuefni þar sem að tækniþróun innan fyrirtækisins hefur að mestu orðið í gegnum þjónustu við sjávarútveg. Það hefur hjálpað fyrirtækinu að það hefur þjónustað útgerðir erlendis sem eru í eigu íslenskra aðila ýmist alfarið eða að hluta.

Á heimsmælikvarða í þekkingu á fiskimjölsverksmiðjum Hjá Héðni er yfirburða þekking á fiskimjölsframleiðslu og fyrirtækið hefur komið að uppbyggingu stórra og tæknivæddra fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi. Þannig var verksmiðja HB Granda í Reykjavík tekin niður og stór hluti hennar settur upp á Vopnafirði þegar verksmiðjan þar var endurnýjuð, stækkuð og rafvædd. Tækniþekking fyrirtækisins á þessu sviði er einnig eftirsótt erlendis. Árlega smíðar Héðinn margvíslegan búnað fyrir norska viðskiptavini og annast uppsetningu hans. Þá hefur fyrirtækið þróað og byggt litla tilraunaverksmiðju í Garðinum sem hentar betur en stóru verksmiðjurnar til að vinna próteinríkt mjöl úr slógi og afskurði sem til þessa hefur að mestu verið hent. Ef þessi tilraun lofar góðu þá er til mikils að


FEBRÚAR & MARS 2013

Það er verulegur skortur á tæknifólki til starfa og fyrirtækið hefur þurft að sækja allt að 50 tæknimenntaða menn til útlanda til að halda sjó.

vinna við að nýta blóðferskt hráefni úr fiskúrgangi. Vegna lítils geymsluþols er líklegt að slíkar verksmiðjur muni rísa víðar um land í nálægð við löndunarstaði.

Guðmundur segir Rolls Royce stefna að því að öðlast svipaðan sess í búnaði fyrir skip og olíuiðnaðinn eins og fyrir flugvélar. Í því skyni horfi þeir mjög til þeirrar þróunar sem á sér stað í vinnslu sjávarafurða.

Miklir sóknarmöguleikar erlendis Héðinn hefur byggt upp á síðustu árum samstarf við stór erlend fyrirtæki með það í huga að afla aukinna verkefna erlendis. „Að undanförnu höfum við verið í auknu samstarfi við stór erlend fyrirtæki og horfum á aukin verkefni erlendis“ segir Guðmundur. Skipaþjónusta Héðins annast viðgerðarog viðhaldsþjónustu fyrir allan vél- og tækjabúnað frá Rolls-Royce Marine.

Um áform fyrirtækisins á erlendum markaði segir Guðmundur: „Við höfum á undanförnum árum verið að hasla okkur völl á erlendum markaði fyrir tækniþekkingu okkar á fiskimjölsframleiðslu. Eftirspurn eftir fiskimjöli fer vaxandi í heiminum og skortur á kæli- og vinnslutækni meðal fjölmargra fiskveiðiþjóða gerir það að verkum að hráefni til fiskimjölsframleiðslu nýtist ekki sem skyldi. Þessi sérþekking gefur okkur færi á að koma á fót fyrirtæki erlendis

sem auðveldar okkur framleiðslu á litlum fiskimjölsverksmiðjum. Það er aftur á móti áhyggjuefni hve langan tíma tekur að fá leyfi hjá innlendum yfirvöldum til að fjárfesta erlendis, jafnvel þegar um er að ræða lágar fjárhæðir.“ Guðmundur kvartar einnig undan skrifræði í samskiptum við eftirlitsstofnanir. „Viðgerð á einum katli hjá Álverinu í Straumsvík hefur t.d. kallað á 24 skjöl til Vinnueftirlits ríkisins og oft gengur erfiðlega að fá viðbrögð frá stofnuninni.“ Svoleiðis er nú það.

25


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Sigríður Heimisdóttir rekur hönnunarstúdíó úti á Granda í Reykjavík:

HÖNNUN Á AÐ VERA HLUTI AF ATVINNULÍFINU Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður hefur komið sér vel fyrir úti á Granda og rekur þar hönnunarstúdíó þar sem hún sinnir fjölbreyttum verkefnum. Hún vinnur m.a. fyrir IKEA, fyrirtæki í Suður-Kóreu og íslensk fyrirtæki. Hún telur að atvinnulífið og menntakerfið þurfi að vinna betur saman en tækifærin séu mörg á Íslandi. Hún vill afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst þar sem þau hafi skaðleg áhrif á atvinnulífið. Íslendingar eru margir einlægir aðdáendur IKEA og ekki er ólíklegt að vörur hannaðar af Siggu Heimis eins og hún kallar sig sé að finna á fjölmörgum heimilum. Eftir að hafa búið og starfað erlendis til fjölda ára og átt farsælan feril, er Ísland orðið að heimahöfn hennar þaðan sem hún gerir út. „Ég hef unnið fyrir húsgagnafyrirtæki í mörg ár, þar á meðal IKEA en ég vann í höfuðstöðvum þeirra í mörg ár.“ Nú vinnur Sigga sjálfstætt og sinnir verkefnum víða um heim. Hvernig er að hanna á Íslandi? „Það er að mörgu leyti mjög gott, en það eru bæði kostir og gallar við það.“ Sigga er nýkomin frá því að halda fyrirlestur á stórri hönnunarráðstefnu í Svíþjóð þegar við sækjum hana heim. Hugurinn leitar að því hvað skilur Íslendinga og Svía að? „Á Íslandi eru stuttar vegalengdir, það er mjög auðvelt að ná beinu sambandi við fólk – það gerir smæðin og fólk er yfirleitt mjög jákvætt á Íslandi gagnvart hugmyndum - en við mættum bæta vinnubrögðin töluvert og vera skipulagðari, ég sakna þess.“ Auka gæðin? „Já, við þyrftum að leggja meiri áherslu á að skipuleggja okkur betur og bera virðingu fyrir þeim tíma sem hlutirnir taka og því fjármagni sem þarf í hvert og eitt verkefni.“

26

Land hönnunar? Það hefur verið mikið rætt og ritað um möguleika þess að auka veg hönnunar á Íslandi. Hvaða möguleika sér Sigga á því að hönnun nái að blómstra á Íslandi sem atvinnugrein? „Ég sé mikla möguleika fyrir Ísland sem hugvitssamfélag, þ.e.a.s. að hér þrói fólk hugmyndir og hanni vörur þó svo að framleiðslan fari fram erlendis.“ Þarna talar Sigga út frá eigin reynslu. „Ég vinn alla mína vinnu á Íslandi og svo flýg ég út á fundi og fer í einstaka ferðir til að sinna verkefnum og öðru. Við höfum gríðarlega gott fólk hér á þessu landi og við höfum mikinn stuðning við nýsköpun í orði en nú myndi ég vilja sjá meiri stuðning á borði.“ Sigga segir íslenska hönnun vera alveg jafn rammíslenska þó svo að varan sem hönnuð er sé framleidd erlendis þar sem það er oft og iðulega hagkvæmara.

Atvinnulífið og skólar vinni meira saman Eitt af því sem þarf að hlúa betur að á Íslandi er samstarf atvinnulífs og skóla sem Sigga telur að eigi að stórauka, ekki síst þegar kemur að hönnun. „Menntakerfið þarf að breytast, það þarf meiri blöndun. Hönnuðir þurfa að hafa breiðari þekkingu, vita meira og geta meira, og afla sér meiri reynslu innan fyrirtækja. Ég sé það til dæmis að staða mála í dag heldur aftur af okkar íslensku hönnuðum. Ég hef starfað með atvinnulífinu og hönnunarskólum víðs vegar um heiminn og ég sé það á nemendum hvað þeir eru þakklátir fyrir þá þekkingu sem þeir öðlast þegar þeir tengjast fyrirtækjunum. Það er svo margt sem þú skilur betur og opnast fyrir þér þegar þú sérð hvernig hlutirnir virka í atvinnulífinu.“

Fjölbreytt hráefni til staðar Eftir að Sigga útskrifaðist vann hún hjá Ofnasmiðjunni um tíma og hreifst strax af framleiðslunni. Hún viðurkennir að vera veik fyrir málmum en núna er hún að kljást við íslenska álið. „Það er hægt að hanna úr ýmsu og við erum með marga efnisflokka sem við getum unnið úr þó svo að við höldum alltaf að við séum ekki með neitt efni á Íslandi. Núna er ég t.d. að vinna að mjög skemmtilegu verkefni sem mér finnst gríðarlega spennandi. Við erum nokkrir hönnuðir að taka okkar ástkæra ál – sem við erum búin að vera svolítið dugleg við að tala niður – og búa til ólíkar vörur úr því. Sumum finnst ál aðeins standa fyrir stóriðju og að við séum að eyðileggja náttúruna okkar og umhverfið með framleiðslunni. Auðvitað þarf að fara mjög varlega í þeim málum en ég hef einhvern veginn ekki miklar áhyggjur af því. Ég held að við séum það vel gert þjóðfélag að við séum að passa upp á þessa hluti. Þarna erum við með hráefni sem verður til út af okkar orkufjársjóði og það er gífurlega spennandi hvað er hægt að gera mikið úr áli. Ál er mjög umhverfisvænt efni og það er hægt að endurnýta það oft. Nú erum við fimm hönnuðir með mismunandi mikla reynslu að vinna nýjar hugmyndir. Við erum mjög ólík og erum að búa til fimm mismunandi hluti með mismunandi framleiðsluaðferðum. Afraksturinn verður svo kynntur á Hönnunarmars. Það verður spennandi því þar fær fólk að upplifa ál á nýjan hátt – sjá það í endanlegri mynd – en við ætlum líka að sýna hvernig það er unnið, hvaðan það kemur og hvað ál er í rauninni stór hluti af íslensku þjóðfélagi og atvinnulífi.“ Sigga er bjartsýn á möguleika Íslands sem hönnunarlands ef við höldum rétt á spöðunum. „Ef við erum dálítið klár í kollinum og sjáum hönnun ekki bara sem einstakt fyrirbæri sem á að halda utan um sem sjálfstæða einingu. Ef við sjáum hönnun sem hluta af hagkerfinu, sjáum hönnun sem hluta af okkar atvinnulífi og erlendu atvinnulífi, þá held ég að við gætum gert alveg frábæra hluti hér á Íslandi.“


FEBRÚAR & MARS 2013

Horfðu!

Ég sé mikla möguleika fyrir Ísland sem hugvitssamfélag, þ.e.a.s. að hér þrói fólk hugmyndir og hanni vörur þó svo að framleiðslan fari fram erlendis.

27


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Baltasar Kormákur segir hægt að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi:

ÍSLENSKA DRAUMAVERKSMIÐJAN GETUR STÆKKAÐ Ísland hefur verið í alfaraleið Hollywoodstjarna að undanförnu. Vart hefur verið þverfótað fyrir erlendum tökuliðum sem hafa tekið upp heilu kvikmyndirnar og sjónvarpsraðirnar. Íslenskt starfsfólk í kvikmyndageiranum hefur notið þess og unnið við spennandi verkefni. Það er góður grunnur til staðar en það er hægt að gera enn betur, búa til ný og spennandi störf, og meiri verðmæti fyrir utan afbragðs afþreyingu. En staðan er viðkvæm og það getur brugðið til beggja vona. Á dimmu janúarkvöldi setjumst við niður við tölvuna í smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Með aðstoð Skype er hringt vestur um haf til Los Angeles þar sem sólin skín og morgunninn skartar sínu fegursta. Leikstjórinn Baltasar Kormákur birtist á skjánum, klár í að rýna í kvikmyndageirann á Íslandi og möguleika hans til að dafna og vaxa með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á blessaðan þjóðarhaginn.

Skattarnir skipta máli Baltasar Kormákur segir að Ísland hafi mikla möguleika sem kvikmyndaland enda hafi það sýnt sig að stór verkefni hafi verið að koma heim. „Íslensk kvikmyndagerð á framtíðina fyrir sér, það er mikil gróska og mikið í gangi. Sjáðu t.d. hvað Djúpið er að fara víða þessa dagana. Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að 20% skattaafslátturinn, sem veittur er af framleiðslukostnaði á Íslandi, er algjör grunnforsenda þess að greinin haldi áfram að vaxa.“ Það er því ekki tilviljun að kvikmynda­ fyrirtæki og kvikmyndastjörnur hafi valið Ísland – þó svo að landið sé fagurt og þjóðin mögnuð? „Nei, það er ekki tilviljun,“ segir Baltasar. „Þegar svona ákvarðanir eru teknar þá eru skattamálin eitt af grundvallaratriðunum. Ég er t.d. með nokkur stór verkefni sem ég hef haft áhuga að koma með til Íslands. Eitt heitir Everest

28

og gerist á samnefndu fjalli og er risamynd sem Universal og Working Title eru að gera. Eitt af stóru málunum er að það sé á hreinu að skattaafslátturinn verði til staðar annars koma þeir ekki. Það sama á við um fleiri. Ef við tökum afsláttinn af og höldum að við getum grætt meira þá fara verkefnin bara eitthvert annað. Það er víða boðið upp á afslátt sem þennan, t.d. í New Orleans er 40% afsláttur þannig að við erum í erfiðri samkeppnisaðstöðu. Staðan er viðkvæm og þetta getur farið í einni svipan. Það er bara þannig.“

Fleiri störf orðið til Það eru mörg störf sem tengjst kvik­ mynda­gerð og Baltasar segir að hann hafi reynt að byggja upp fyrirtæki á Íslandi í kringum framleiðsluna, t.d. tæknibrellufyrirtæki með Daða Einarssyni þar sem nú vinna 35 manns. „Ef þessi hlið kvikmyndaframleiðslunnar fær ekki 20% skattaafsláttinn líka er ekki grundvöllur fyrir svona rekstri því þá koma engin stór verkefni að utan sem skipta miklu máli. Forsendan fyrir því að svona fyrirtæki geti orðið stórt og sé að vinna á „hæsta level“ – skila mestum gæðum – er að fá stór verkefni að utan. Það kemur síðan íslenskri kvikmyndagerð til góða þegar þarf að gera eitthvað fyrir okkar myndir. Ég get nefnt t.d. mynd eins og Djúpið, ég þurfti að nota fyrirtækið til að hreinsa upp ákveðna hluti og ef þeir hefðu ekki verið á landinu þá hefði ég aldrei getað gert þetta.“

Þurfum meiri stöðugleika Hvað þarf til að búa til fleiri og betri störf í kvikmyndageiranum á Íslandi? „Ég held að greinin gæti verið stöðugri og við gætum framleitt töluvert fleiri myndir. Ég held að markaðurinn myndi alveg þola það að við gerðum 10-12 myndir á ári í staðinn fyrir 5.

Horfðu!

Og að jafnaði væri ein íslensk mynd frumsýnd á mánuði. Það fyndist mér mjög eðlilegt og ég held að myndi skapa fólki starfsvettvang sem mikið kæmi út úr. Ef menn skoða skýrslur um hagkvæmni kvikmyndagerðar þá sést að þetta er að skila heilmiklum peningum í þjóðarbúið. Svo er þetta skemmtileg vinna fyrir margt ungt fólk.“ Annað sem er jákvætt er að upptökurnar dreifast um byggðirnar – þetta er ekki allt í Reykjavík. Ef það væri t.d. hægt að koma upp almennilegu stúdíói á Íslandi myndi margt breytast. Þá gætum við fengið verkefni til Íslands og haldið þeim lengur. Ég er t.d. að tala við HBO út af sjónvarpsseríum og fleira. Það væri hægt að framleiða sjónvarpsseríur eins og Game of Thrones á Íslandi bara „non– stop“ allt árið um kring - mögulega fyrir alþjóðamarkað. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir þeim möguleikum sem eru til staðar.“

Tökum næsta skref Er Baltastar bjartsýnn á að það sé hægt að styrkja grunninn þannig að greinin nái að blómstra enn frekar. Er hætta á að Ísland detti úr tísku eða skattaumhverfinu verði breytt með skaðlegum afleiðingum? „Það er hætta á því en ég vona að stjórnvöld beri gæfu til þess að sýna því skilning hveru mörg tækifæri hafa opnast. Það verður að skoða alvarlega hvernig er hægt að viðhalda árangrinum sem hefur náðst. Ég held að það sé engin hætta á því að Ísland detti úr tísku ef rétt er staðið að málum.Tískan er eitt og svo eru fjárhagsforsendur annað. Þær eru miklu stærri ákvörðunarþáttur en tíska.“

Ísland er fjölbreytt Ísland er lítið land og fjölbreytt og það er kostur í þessari grein. „Það er hægt að taka


FEBRÚAR & MARS 2013

„20% skattaafslátturinn sem veittur er af framleiðslukostnaði á Íslandi er algjör grunnforsenda þess að greinin haldi áfram að vaxa.“

Mynd: Aðsend

ýmiskonar landslag á Íslandi og þú þarft ekki að ferðast mjög langt á milli staða. Eins og t.d. Ben Stiller var að taka upp Tíbet á Íslandi í The Secret Life of Walter Mitty. Svo var hann að taka Stykkishólm sem Stykkishólm – skilurðu. Baltasar er algjörlega sannfærður um að Ísland eigi nóg af römmum til að bjóða heimsbyggðinni. „Endalausa,“ segir hann. Það eina sem við höfum ekki eru tré og alls kyns dýr en Baltasar telur að það mætti skoða lög um innflutning á dýrum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að greiða fyrir nýjum verkefnum. „Við verðum að sjálfsögðu að gæta að smitsjúkdómahættu, en ekki loka algjörlega á innflutning eins og verið hefur.“ Hvað er að frétta annars? „Ég er að vinna að bíómynd sem ég tók með Denzel Washington og Mark Wahlberg og heitir Two Guns – tvær byssur! Síðan er ég á leiðinni til Ungverjalands að taka pilot-

þátt fyrir HBO, fyrirtækið sem framleiddi Soprano, Sex in the City, Boardwalk Empire og síðast Game of Thrones. Þetta er fyrsti þáttur í seríu sem verður vonandi næsta stóra serían þeirra Hún gerist í AusturÞýskalandi og er um amerískan trúboða sem hjálpar fólki að komast yfir Berlínarmúrinn og um það sem var að gerast í Þýskalandi á þessum tíma, 1969.

Eitthvað annað en sauðkind og ál Baltasar vill leggja aukna áherslu á að menn geri sér grein fyrir möguleikum til að byggja Ísland upp sem kvikmyndaland. „Ef það væri lagt eins mikið í þetta og margan annan iðnað á Íslandi þá held ég að við ættum alveg ótrúlega mikilli gæfu að fagna. Ef menn hugsa um eitthvað annað en sauðkindina og álið. Ég held að stundum finnist mönnum þetta ekki nógu alvarlegt eða taki þessu ekki af

fullri alvöru. Það er t.d. töluvert meiru eytt í leikhús á Íslandi en kvikmyndir. Ég er ekki að segja að of miklu sé eytt í leikhúsið – alls ekki – en að það sé ekki lagt jafn mikið eða meira í kvikmyndir finnst mér óskiljanlegt.“ Á tyllidögum er mikið rætt um mikilvæga landkynningu íslenskra kvikmynda. „Kvikmyndir sem ferðast um heiminn er ódýrasta landkynning sem völ er á, það er sannað. Fólk kemur til landsins vegna kvikmynda. Ég kynntist þessu t.d. með 101 Reykjavík og svo líka eftir Mýrina. Það voru ferðir sem voru skipulagðar hingað um Norðurmýrina frá Þýskalandi til að sýna fólki vettvang sögunnar. Það er bæði vegna myndarinnar og bókanna hans Arnaldar þannig að þetta helst allt í hendur. Menning og landslag eru – þegar þetta kemur saman í kvikmynd – einna sterkustu forsendurnar til að laða fólk til Íslands.“

29


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Codland er samnefnari yfir aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi:

MILLJARÐAR BÚNIR TIL ÚR MENNTUN OG NÝSKÖPUN Codland er klasaverkefni sem snýst um að vinna verðmæti úr aukaafurðum sem falla til í sjávarútvegi eins og til að mynda slógi. Markmiðið er að hámarka nýtingu á þorski en vonir standa til að hægt sé að tvöfalda verðmæti þorsks sem veiddur er við Ísland. Ólíklegustu vörur eru nú framleiddar þar sem íslenskur þorskur og framsækin nýsköpun eru í lykilhlutverki. Að Codland verkefninu standa sjávarútvegsfyrirtækin Vísir og Þorbjörn í Grindavík, Íslenski sjávarklasinn, Ice West, Norðurbragð og Ensímtækni, ásamt fleirum. Við setjumst niður með Pétri H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Vísis til að hlusta á sögur frá þessu heillandi landi. „Fyrir nokkrum áratugum hófum við að þurrka hausa sem ekki var gert mikið af í þá daga og fáir sem höfðu reyndar trú á því verkefni. Nú erum við með öflugt fyrirtæki utan um þann rekstur. Codland er eins konar framhald af þeirri sögu. Við tókum þá ákvörðun að losa okkur við ákveðið vandamál sem kostaði okkur mikinn pening – að eyða slógi sem safnaðist upp,“ segir Pétur. Úr varð verksmiðja sem hefur nú hafið starfsemi. „Við erum sannfærðir um að þetta muni ganga,“ segir Pétur en næsta skref er að skipin komi með allt sem til fellur við veiðarnar

30

í land. Engu er hent - allt er nýtt. Í framhaldinu kom í ljós að hagkvæmt yrði að setja upp lifrarbræðslu samhliða og bættist þá fyrirtækið Ice-West í klasann, en sjávarútvegsfyrirtækin leggja vinnslunni til hráefni.

Samvinna skiptir máli Einn af þeim þáttum sem hjálpar til við að setja upp fullvinnslu sem þessa er græna íslenska orkan sem nóg er af á Reykjanesi. Síðan skiptir það lykilmáli að fyrirtæki með svipaða hugsun vinni saman. Pétur segir að eftir að Íslenski sjávarklasinn kom að málum hafi ekki verið aftur snúið. „Úr þessu urðu regnhlífar­ samtök sem ætla að nýta sér hráefni sem áður var hent eða nýtt í ódýrar afurðir. Nú er hugsunin sú að allt sem við höfum í höndunum fari í einn farveg og allir vinni saman. Þegar menn leika sér með tölurnar sjáum við að í raun er hægt að rúmlega tvöfalda verðmæti þorsksins,“ segir Pétur. Þetta eru alvöru tölur – 135 milljarðar króna. „Þetta byggir á þeim vörum sem er verið að framleiða í dag þannig að við erum ekkert að svífa með himinhvolfum í þeim efnum.“ Ekkert er þó enn fast í hendi. Pétur bendir á að það sé ekki hægt að tvöfalda verðmæti þorskaflans í heild á einu bretti.

En verkefnið er farið að stað. „Við byrjum rólega og stefnum hærra. Þetta er langhlaup og í þessum efnum verða menn að hafa óbilandi trú, mikla þolinmæði og afl.“ Pétur nefnir einnig að miklu skipti að ýmsar útgerðir í landinu séu að vinna margháttað þróunarstarf í fullvinnslu. „Samvinna útgerða um allt land í fullvinnslu getur skilað miklum árangri og að því vill Codland stuðla,“ segir Pétur. Klasahugmyndafræðin er heit þessa dagana en Pétur segir þetta ekki ósvipað því sem gerist í kaffistofum fyrirtækja landsins. „Þegar menn eru á kaffistofum að spjalla saman hrynja veggir.“ Það sama á við þegar fyrirtækin fara að tala saman. „Ef það kemur í ljós að þau eiga viðskiptalega samleið vinna þau saman – annars ekki.“ Codland hefur einnig hafið viðræður við Bláa Lónið og Orf líftækni um mögulegt samstarf. „Þarna getur myndast eins konar þróunarþríhyrningur með þessum tveim öflugu fyrirtækjum í nágrenninu og Codlandklasanum“, segir Pétur.

Tækifæri fyrir ungt menntað fólk Pétur segir að íslenskur sjávarútvegur þurfi á ungu vel menntuðu fólki að halda í nýsköpunarverkefni eins og Codland. Aukin eftirspurn sé eftir starfsfólki með fjölbreytta menntun og reynslu. Ungt fólk

geti í dag fengið góð störf við hæfi við að hanna, framleiða, markaðssetja og selja alls kyns vörur, bæði heima og erlendis. „Við þurfum fólk sem er með menntun sem háskólar heimsins eru að bjóða. Við þurfum matvælafræðinga, efnafræðinga, hönnuði, markaðsmenn, rannsóknarfólk og svo mætti áfram telja. Við höfum fallið á því síðustu áratugi að tala um að störfum sé að fækka í sjávarútvegi þegar staðreyndin er sú að störfum í sjávarútvegi er að fjölga. Þetta eru ekki lengur leiðinleg láglaunastörf heldur spennandi hálaunastörf sem krefjast menntunar,“ segir Pétur. „Störfin hafa verið að færast til og breytast.“

Ótrúleg verðmætasköpun Tækifærin til að margfalda verðmætasköpun í sjávarútvegi eru í raun ótrúleg. Pétur segir að hægt sé að horfa á þá möguleika sem eru til staðar eins og píramýda þar sem fóðurgerð og matvælaframleiðsla mynda grunninn en þar ofan á bætast við þættir eins og framleiðsla á heilsutengdum vörum, framleiðsla á snyrtivörum og síðan ekki síst framleiðsla á lyfjum eða efnum til lyfjaframleiðslu. „Eftir því sem sérhæfingin eykst verður magnið minna og minna en verðið hærra og hærra.“


FEBRÚAR & MARS 2013

Horfðu!

„Þetta er langhlaup og í þessum efnum verða menn að hafa óbilandi trú, mikla þolinmæði og afl.“

Íslenski þorskurinn er mögnuð skepna en úr honum má vinna náttúruleg efni sem eru bæði læknandi og græðandi. „Við erum með villtan stofn í köldu hreinu hafi með verðmæta eiginleika sem náttúran sjálf hefur þróað.“

markaði. Útsöluverðið út úr verslun er svo mun hærra eða röskar 3.000 krónur. Virkni áburðarins er mögnuð. Ensím – unnin úr þorski – gera það að verkum að áburðurinn fer ekki að virka fyrr en hann er borinn á húðina og nær líkamshita.

Pétur segir að mögulega breytist í framtíðinni skynjun manna á því hvað teljist aukaafurðir og hvað ekki ef það tekst að auka verðmæti þorsksins eins og áætlanir gera ráð fyrir. „Það getur farið svo að flakið verði á endanum að aukaafurð ef maður leyfir sér að vera pínulítið bjartsýnn!“

Önnur vara sem Þorbjörn er að þróa framleiðslu á er tofu úr beinamarningi – próteinboltar fyrir íþróttafólk og fleiri sem þurfa kraft og snerpu, algjörlega náttúrulegt og heilsusamlegt.

Sem dæmi um vörur þá framleiðir Ensímtækni húðáburð undir nafninu CODDOC. Í eina túpu þarf eitt kíló af þorski og ætla má að virði ensímsins í túbunni sé um 500 krónur, á meðan fyrirtækið sem veiðir þorskinn fær 400 kr. fyrir kílóið á

Of há gjöld skaðleg Á sama tíma og fyrirtæki í sjávarútvegi eru að sækja fram, þróa nýjar vörur og leita leiða til að nýta það sem hafið gefur af sér betur, er þrengt að greininni af stjórnvöldum. Margföldun ríkisstjórnarinnar á veiðileyfagjöldum setur nýsköpunarstarfið í hættu. „Veiðileyfa­gjöldin eru að

draga máttinn úr fólkinu og fyrirtækjum í greininni,“ segir Pétur. „Flestir eru orðnir sammála um stjórnun veiðanna, vísindalega þáttinn og að greiða skuli fyrir notkunina á auðlindinni, að nauðsynlegt sé að greinin sé arðbær og svona mætti áfram telja. En við höfum haft eitt fram yfir aðrar þjóðir og aðeins eitt; hærri framlegð, sem hefur byggst á kvótakerfinu og samtengingu veiða og vinnslu.“ Pétur segir að fyrir vikið hafi Ísland getað sett aukinn kraft í markaðsstarf en núverandi stjórnvöld séu að taka þetta forskot af þjóðinni með því að lækka framlegðina þannig að við verðum jafnvel eftirbátar annarra. „Við finnum það að Norðmenn og aðrir eru að nálgast okkur.“ „Ef menn sjá hins vegar að sér og hafa gjöldin hófleg svo fyrirtækin geti greitt niður skuldir og haldið hagræðingu áfram þá er ég sannfærður um að okkur sem þjóð farnast vel

og útflutningsverðmæti geti stóraukist. Þessi milljón tonn af próteini sem við erum að draga upp úr hafinu eru ekki nema að hálfu nýtt í dag ef horft er til verðmæta.“ Hvernig sér Pétur framtíðina?
„Eftir 10-20 ár, að því gefnu að fyrirtækin fái að halda velli og forskoti sínu þá getur Ísland orðið eitt flottasta matvælaframleiðsluland í heimi með hátæknibúnað og tækni sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur í dag. Vörurnar sem við munum selja ná allt frá matnum og upp í náttúruleg lyf. Tækifærin í þessari grein eru óþrjótandi en það versta sem getur gerst er að við teljum okkur trú um að við séum komin á endastöð. Það má ekki slökkva á drif­kraftinum í þjóðinni,” segir Pétur. „Unga fólkið er afl framtíðarinnar og ef það nýtist skapast mikil verðmæti fyrir land og þjóð.“

31


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Pink Iceland sérhæfir sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin ferðamenn:

ÍSLAND ER STAÐURINN FYRIR EINSTÖK BRÚÐKAUP Pink Iceland er ungt og skemmtilegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum, viðburðum og brúðkaupum fyrir hinsegin ferðamenn. Þrátt fyrir stutta sögu hefur Pink Iceland þegar afrekað að fá nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2012. „Það hefur gengið mjög vel, starfsemin hefur vaxið hraðar en við bjuggumst við og það er margt sem hefur komið á óvart. Meðal annars umfang brúðkaupanna sem við höfum séð um. Við vissum alltaf að við mundum fá eitthvað af þeim en þau urðu þrettán sem við sáum um í fyrra,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland og einn eigenda fyrirtækisins en kærasta hennar, Birna Hrönn Björnsdóttir, og Hannes Pálsson eru jafnframt hluthafar og starfsmenn.

Eva segir viðskiptavini Pink Iceland í raun venjulega ferðamenn en þeir vilji koma hingað vegna þess að þeir séu í öruggu umhverfi þar sem þeir verði ekki fyrir fordómum.

Eitt er að fá hugmynd um að stofna fyrirtæki, annað að láta drauminn rætast - hvernig hefur gengið? „Mjög vel. Við fórum hægt af stað og ég var upphaflega í annarri vinnu sjálf og kærastan mín í fullu námi og vinnu, Hannes bættist svo í hópinn í sumar, hann var líka í annarri vinnu eins og Íslendingar eru oft. En í dag vinnum við öll þrjú hjá fyrirtækinu og við sjáum fram á það að við getum verið áfram í fullri vinnu og vonandi bætt við okkur fleiri starfsmönnum innan skamms. Þannig að þetta er alltaf að aukast og aukast.“

Er þá ekkert mál að stofna fyrirtæki á Íslandi?

Fleiri brúðkaup eru framundan, bæði í vetur og næsta sumar. „Núna erum við að leggja sérstaka áherslu á veturinn og það gengur ágætlega að koma honum á framfæri.“

Er Ísland góður staður fyrir hinsegin ferðamenn? „Ljómandi góður staður,“ segir Eva María. „Fólk er afskaplega þakklátt - jafnvel íslensku þjóðinni - og við höfum fengið fallegustu þakkarbréf sem ég hef á ævinni séð frá gestunum okkar sem hafa komið hingað og gift sig. Þeir hafa fundið fyrir því hvað samfélagið er í rauninni opið.“

32

„Ég held að það hafi hjálpað mikið til að við vorum afskaplega vel undirbúin. Ég var búin að vera með viðskiptaáætlun fyrir Pink Iceland í skúffunni í sjö ár þannig að það var í rauninni fátt sem kom á óvart rekstrarlega séð, en að sjálfsögðu er þetta lærdómur eins og allt annað. Ég held að maður geti aldrei sett niður einhverja formúlu fyrir hvert og eitt fyrirtæki.“ Það er óhætt að segja að Pink Iceland hafi aukið fjölbreytnina í íslenskri ferðaþjónustu. Eva María og félagar hafa fundið syllu sem enginn hafði tyllt sér á – syllu sem hefur styrkt greinina. Með hugmyndaauðgi hafa ný störf verið búin til og verðmæti flutt inn í landið. Eva telur að hægt sé að finna fleiri syllur í íslenskri ferðaþjónustu.

Horfðu!

„Algjörlega, ég hef t.d. alltaf haldið því fram að við mættum vera duglegri við að fara dýpra inn í markhópa og jafnvel markaðssvæði. Ekki að reyna að ná öllum – við þurfum þess ekki. Frekar að vanda valið og fá góða gesti til landsins, sem koma hingað til að skoða og virða náttúruna og skilja eftir sig gjaldeyri. Okkar fyrirtæki er þó að mörgu leyti frábrugðið hefðbundnu ferðaþjónustufyrirtæki. Meðal annars vegna þess að við erum með sértækan markhóp og markaðssetning gagnvart honum er allt öðruvísi en almenn markaðssetning landsins.“ Virðing fyrir umhverfinu, áhersla á gæði og langtímahugsun skiptir miklu máli í rekstri Pink Iceland. Þar er ekki tjaldað til einnar nætur. „Við Íslendingar eigum það til að vera stundum svolítið fljótfær, en ef ég tala fyrir sjálfa mig og okkar fyrirtæki þá erum við alltaf að hugsa til næstu 10-20 ára. Það er ekki bara morgundagurinn sem við hugsum um. Ég held að það sé hollt að hugsa til lengri tíma þegar rætt er um sköpun nýrra starfa.“

En hvernig skyldi hefðbundin ferð vera sem Pink Iceland skipuleggur? „Það getur verið allt frá því að vera lítið og krúttlegt brúðkaup úti í náttúrunni á Þingvöllum upp í risaveislur. Einnig sjáum við um að skipuleggja sérstaka viðburði eða almennar ferðir. Tilgangurinn hjá okkur er veita þjónustu sem fær gesti okkar til að líða vel.


FEBRÚAR & MARS 2013

Við höfum fengið fallegustu þakkarbréf sem ég hef á ævinni séð frá gestunum okkar sem hafa komið hingað og gift sig.

Við megum ekki gleyma því að við erum að fá gesti frá löndum þar sem jafnvel er ólöglegt að vera samkynhneigður. Við megum aldrei gleyma því að við erum ekki að hugsa þetta úr frá viðhorfum Íslendinga heldur gestanna okkar. Það er það sem við verðum að hafa í huga.“

En eru hinsegin ferðamenn nokkuð öðruvísi en aðrir ferðamenn? „Ég held að náttúran muni alltaf vera helsta aðdráttaraflið fyrir erlenda ferðamenn til að

koma til landsins hvort sem þeir eru almennir ferðamenn eða hinsegin, en það sem við höfum fundið fyrir hjá hinsegin ferðamönnum er að menningin skiptir þá máli og jafnvel Íslendingar sjálfir. Okkar hugsunarháttur, tónlistin og margt annað. Þeir eru þó ekkert öðruvísi en aðrir ferðamenn. Þeir vilja láta sér líða vel og þetta er fólk sem líður ekki alltaf vel á sínum ferðalögum, þarf jafnvel að vera í felum og nýtur ekki frelsis.

Mér finnst svolítið gaman að segja frá því að eitt fyrsta parið sem við tókum á móti voru indverskar konur, lesbískt par, og hápunktur ferðarinnar hjá þeim var að haldast í hendur á Laugaveginum, það var ekki þyrluferðin eða snjósleðaferðin. Þetta kennir manni að þetta þarf ekki alltaf að vera flókið – bara alvöru.“ Eva María er bjartsýn á framtíð Íslands.

mér kannski að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Við þrjú hjá Pink Iceland erum öll afskaplega bjartsýn og það sem skiptir kannski mestu máli er að við erum að gera þetta með hjartanu. Gestir okkar finna það og það verður eftir hjá þeim. Við viljum stundum meina að fólk taki með sér ákveðna minningu frá landinu sem er svona hálfgerður útflutningur á mannréttindum.“

„Mjög svo, ég elska Ísland og hef alltaf gert. Ég ólst upp erlendis þannig að það hjálpar

33


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Gestir sem koma hingað eru hvattir til að skilja eitthvað eftir sig. Þeir geta til dæmis skrifað sögu eða ljóð.

Horfðu!

Hótel Egilsen lengir tímabilið:

LÍFRÆN FERÐAMENNSKA ALLT ÁRIÐ Á SÖGU- OG BÓKAHÓTELI Hótel Egilsen er 10 herbergja hótel, kennt við húsið sem það er í sem er eitt það elsta í bænum. Hótelið stendur við höfnina í Stykkishólmi. Það var opnað gestum sumarið 2012 og ólíkt mörgum hótelum á landsbyggðinni lokaði það ekki síðasta haust.

„Við sjáum fólkið flykkjast hingað enda Stykkishólmur mikill ferðamannabær. Hér er ferjan Baldur og mikil umferð héðan til að komast á Vestfirðina,“ segir Berglind Gunnarsdóttir staðgengill hótelstjóra á Hótel Egilsen.

Sögu- og bókahótel

„Við viljum bæta þjónustuna og lengja ferðamannatímabilið enda kemur margt fólk hingað jafnvel þótt það sé snjór og vont færi. Það hefur verið mikið lokað hér á veturna eins og söfn og veitingastaðir en ég held að við séum byrjuð að átta okkur á því að það þarf að vera opið,“ segir Berglind. „Við höfum verið að fá töluvert af gestum í vetur.“

„Gestir sem koma hingað eru hvattir til að skilja eitthvað eftir sig. Þeir geta til dæmis skrifað sögu eða ljóð,“ segir Berglind og segir að þegar hafi ein saga verið birt eftir gest á hótelinu.

Opið allt árið „Ferðamenn þurfa að fá að borða og við teljum okkur vera einn hlekk í því að fá hingað fólk utan aðalferðamannatímans. Það þarf að vera opið, eitthvað fyrir ferðamenn að gera og þannig rúllar boltinn.“ Berglind segir ekki nóg að ferðamennskan blómstri rétt yfir sumarmánuðina. Það sé stór hópur ferðamanna sem vilji ferðast utan hefðbundis ferðamannatíma, til dæmis þeir sem vilji skoða norðurljósin, upplifa vetrarferðamennsku og sjá hvernig litlir bæir eru þegar ferðamannastraumur er í lágmarki.

34

Hótel Egilsen hefur ekki aðeins þá sérstöðu að vera opið allt árið um kring. Það er nefnilega líka sögu- og bókahótel eins og Berglind kallar það.

Allt lífrænt Hótel Egilsen sker sig líka úr með öðrum hætti. „Við gefum okkur út fyrir að vera lífræn og við erum með allt lífrænt í kringum okkur. Við erum með lífræn rúmföt, sérstök lífræn kókosrúm sem hafa verið valin þau bestu í heimi. Morgunverðurinn er þegar orðinn frekar þekktur enda lífrænn með heimabökuðu brauði, lífrænni heimagerðri sultu, marmelaði, músli og hér er aðeins fyrsta flokks hráefni,“ segir Berglind. Hún segir þau einfaldlega hafa tekið þetta skrefinu lengra en áður hafi verið gert og þar skipti höfuðmáli að vera með fyrsta flokks hráefni. Þegar þetta leggist allt saman skapist enn frekari tækifæri til meiri og betri þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn.


FEBRÚAR & MARS 2013

35


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Gekon segir hægt að skapa mikil verðmæti með klasasamstarfi:

HRISTUM AF OKKUR HRUNIÐ Gekon er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf sem einkum felst í kortlagningu, mótun og innleiðingu klasa. Starfið snýst um stefnumótun, nýsköpun og samkeppnishæfni ásamt mótun og uppbyggingu fræðslu á sviði nýsköpunar og stefnumótunar. Undanfarin 3 ár hefur starfið einkum falist í uppbyggingu Iceland Geothermal - íslenska jarðhitaklasans en frá því haustið 2012 hefur samstarf innan ferðaþjónustunnar farið af stað sem byggir á sömu hugmyndafræði. Tækifærin eru nánast óendanleg og Ísland í einstakri stöðu. „Þekking á nýtingu jarðvarma er einstök hér á landi“, segir Hákon Gunnarsson frumkvöðull en hann ásamt samstarfsmanni sínum, Þóru Þorgeirsdóttur, ýttu þessu starfi úr vör í október 2009. „Samstarfið í klasanum er drifið áfram af þeim fyrirtækjum sem taka þátt. Þau greiða kostnaðinn að langmestu leyti enda njóta þau mögulegs ávinnings af samstarfinu.

Porter sá möguleika þjóðarinnar Starfsemi Gekon hófst árið 2009 með því að dr. Michael Porter, upphafsmaður klasafræðinnar, kom til Íslands og hitti Albert Albertsson hjá HS Orku sem sagði honum frá hugmyndum sínum um auðlindagarð á Reykjanesi. Porter hafði ásamt samstarfsmanni sínum úr Harvard dr. Christian Ketels gert viðamikla greiningu á samkeppnishæfni Íslands árið 2006 – en Hákon átti einmitt frumkvæði að þeirri vinnu. Porter – sem er verkfræðingur að mennt - áttaði sig þá strax á möguleikunum sem felast í jarðhitanum. Hann og dr. Christian Ketels stjórnuðu síðan ítarlegri greiningarvinnu sem fram fór árið 2010 í samvinnu við Hákon og Þóru og voru niðurstöður kynntar í nóvember það ár. Í kjölfarið var skipað fagráð íslenska klasasamstarfsins þar sem fulltrúar fyrirtækjanna starfa náið með Gekon að framtíðarmótun klasans. Um mitt ár 2011 var formlega gengið frá stofnun Iceland Geothermal klasasamstarfsins og

36

tíu spennandi samstarfsverkefnum ýtt úr vör. Aðilar samstarfsins eru nú um 80 og hátt í 200 einstaklingar tóku þátt í úrvinnslu tíu samstarfsverkefna til ársloka 2012. Í febrúar 2013 verður svo stigið eitt skref til viðbótar í þróun samstarfsins þegar sérstakt félag verður stofnað og stjórn kemur í stað fagráðs.

Hvað hefur áunnist? Þegar okkur bar að garði hjá Gekon var nýlokið velheppnuðum stöðufundi jarðhitaklasans þar sem tugir þátttakenda fóru yfir stöðu verkefnanna tíu. Þar lagði Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar áherslu á að starfið yrði að beinast að sköpun verðmæta og að fyrirtækin hafi beinan ávinning af samstarfinu. Hákon leggur áherslu á mikilvægi þess að skapa sem mest verðmæti úr takmörkuðum gæðum. „Samlíking jarðhitanýtingar við sjávarútveg á vel við. Sjávarútvegsfyrirtæki skapa nú meiri verðmæti úr 160 þúsund tonnum af þorski en 320 þúsund tonnum fyrir ekkert mjög löngu síðan. Betri vinnubrögð við boranir og virkjanir geta einnig skapað gríðarleg verðmæti. Fyrirtækin verða að gera miklar kröfur til innlendra þjónustuaðila eins og sjávarútvegurinn gerir. Markmið okkar er að það verði til Marel jarðvarmans.“

Hvetja nemendur til dáða Um þessar mundir er verið að stofna menntasjóð þar sem hugmyndin er sú að fyrirtæki leggi fram fjármuni til að styrkja nemendur til mennta á sviði jarðhitanýtingar en fyrirtækin ráða nemendurna síðan til starfa. Markmiðið er að hugsa út frá þörfum nemandans. „Tækifærin fyrir ungt fólk eru nánast óendanleg,“ segir Friðfinnur Hermannsson, starfsmaður Gekon. „Það er einungis búið að virkja 4% jarðvarmans í heiminum og því pláss fyrir alla hafi menn eitthvað fram að færa .“ Hákon bætir við: „Það er ekkert

stórt alþjóðlegt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir varðandi nýtingu jarðvarma og tengda þjónustu í dag.

Hægt að gera betur Á Íslandi er unnt að ná miklum fjárhagslegum ávinningi með því að stytta biðtíma vegna leyfisveitinga og umsagnaferla. Með samráðsvettvangi fyrirtækja, stofnana og ráðuneyta ætti að vera unnt að finna leiðir til að ná þessu fram án þess að veittur sé afsláttur af umhverfismálum. Stórkostlegur ávinningur getur einnig falist í því að flytja viðhaldsverkefni við jarðgufuvirkjanir til landsins en til þess að það sé hægt þurfa menn að skiptast á skoðunum og finna bestu lausnirnar. Borholutækni og staðlar vegna hennar er einnig mikilvægt verkefni sem verið er að vinna að og getur skapað mikinn fjárhagslegan ávinning.

Alþjóðlegt stefnumót í mars Í marsbyrjun 2013 verður haldin ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference“ á vegum íslenska jarðhitaklasans Iceland Geothermal. Ráðstefnan er alþjóðleg og mun verða haldin hér á landi á þriggja ára fresti. Iceland Geothermal Conference 2013 (IGC 2013) horfir til virðiskeðju jarðvarmans og endurspeglar hvernig ólíkir þættir tengjast við rannsóknir, framkvæmd og nýtingu jarðvarmaverkefna víðs vegar um heim. Von er á fjölda gesta en fyrirlesarar verða 54, þar af tæplega 30 erlendis frá. Þeir koma frá yfir 20 þjóðlöndum. Allt eru þetta sérfræðingar í fremstu röð í heiminum sem munu koma saman, bera saman bækur sínar, deila reynslu sinni og fræðast hver af öðrum. Meginmarkmið IGC 2013 er að vekja athygli á mikilvægi jarðvarma og þeim tækifærum sem felast í tengdri starfsemi


FEBRÚAR & MARS 2013

Út úr klasasamstarfinu eiga að koma nýsköpunarverkefni, ný vörumerki, mat á þörf fyrir menntun, gagnasöfnun og fjármögnun

sem geta stuðlað að aukinni hagsæld viðkomandi . Ráðstefnustjóri er Rósbjörg Jónsdóttir hjá Gekon en hún hefur mikla þekkingu á sviði ráðstefnuhalds. Framtíðarsýnin er sú að eftir 15 ár verði Ísland leiðandi á heimsvísu í viðhaldi á borholum og jarðvarmavirkjunum. Það þarf að efla stoðir greinarinnar og auka samstarf stjórnvalda, háskóla og fyrirtækja. Klasasamstarf er verkfærið og leiðin að því marki.

Ferðaþjónustan á flugi Í raun og veru er hægt að nýta klasahugmyndafræðina í öllum atvinnugreinum.

Gekon hefur verið fengið til að undirbúa klasasamstarf innan ferðaþjónustunnar. Frumkvæðið kemur frá fyrirtækjum í greininni og nú er unnið að greiningarvinnu. Ætlunin er að það verði til ákveðin verkefni þar sem unnið verði að úrbótum á ýmsum þáttum. Fyrirtækin geta svo nýtt sér samræðu og sameiginlega vinnu sér til framdráttar þótt þau séu í innbyrðis samkeppni. Út úr klasasamstarfinu eiga að koma nýsköpunarverkefni, ný vörumerki, mat á þörf fyrir menntun, gagnasöfnun og fjármögnun. Alveg eins og í jarðvarma­ samstarfinu þá eru það fyrirtækin sem

keyra verkefnið áfram en samtök innan ferðarþjónustunnar – til dæmis SAF – eru virkir þátttakendur. Verkefnið er farið af stað og þegar hafa verið haldnar tvær vel heppnaðar vinnustofur en þær munu verða alls 13 talsins. „Klasasamstarfið felur í sér leið til að auka verðmætasköpun í atvinnulífinu og getur orðið til þess að fyrirtækin koma auga á nýjar leiðir sem voru þeim ekki sýnilegar áður. Þetta hjálpar fyrirtækjunum til að hrista af sér hrunið“, segir Hákon Gunnarsson að lokum.

37


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Sinnum fjárfestir í fólki:

ÞAÐ ER GAMAN AÐ BÚA TIL STÖRF Sinnum hóf starfsemi fyrri hluta árs 2008 eftir ítarlegan undirbúning og greiningu á aukinni eftirspurn eftir velferðarþjónustu á Íslandi. Í upphafi var boðið upp á þjónustu við þá sem þurfa aðstoð til að geta búið lengur heima. Starfsemi fyrirtækisins jókst mikið við opnun sjúkrahótels í Ármúla í mars 2011 þar sem Hótel Ísland var áður. Nýjasti kaflinn í sögu fyrirtækisins er opnun dvalarheimilisins Klaustursins. Hjá Sinnum starfa nú um 65 manns og útlit fyrir frekari fjölgun starfsmanna enda þjóðin að eldast. Þegar okkur ber að garði í Klaustrinu eru stofnendur og eigendur Sinnum, þær Ásdís Halla Bragadóttir, MPA og MBA, og Ásta Þórarinsdóttir, hagfræðingur, baðaðar ljósum sjónvarpsmanna frá BBC sem hafa áhuga á hvernig rekstur sem þessi gangi eftir hrunið á Íslandi haustið 2008?

Markmiðið er að hjálpa fólki, sem lent hefur í erfiðleikum, til sjálfshjálpar þar sem það fær að reyna á getu sína.

Skýr hugmyndafræði Svar þeirra er skýrt eins og hugmyndafræðin í rekstrinum. „Fastur kostnaður er eitur í okkar beinum,“ segja þær Ásta og Ásdís Halla. Reynt er að hafa sem mestan kostnað breytilegan, að haga seglum eftir vindi. Þær hafa byggt fyrirtækið upp með eigin hlutafé þeirra tveggja en engu lánsfé. Þannig telja þær sig geta einbeitt sér að daglegum rekstri. Þær tóku ákvörðun fyrir fimm árum um að fara út í reksturinn, lögðu allt undir og tóku mikla persónulega áhættu. „Aðalatriðið er að fyrirtækið fái frið til að vaxa, að ekki verði lagðar hindranir á vegi þess. Gott orðspor er lykillinn að baki velgengni fyrirtækisins,“ segir Ásta og Ásdís Halla bætir við: „Markmiðið er að gera langa samninga, a.m.k. til sex mánaða. Einstaklingur getur engu að síður hætt í þjónustu hvenær sem er með sólarhrings fyrirvara. Fyrirtækið fjárfestir í fólki og er m.a. með hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa, sjúkraliða og félagsliða í þjónustu sinni. Framtíðarsýnin er að þjónustan sé betri en væntingar viðskiptavina standa til.“

Þakklátir viðskiptavinir Í heimaþjónustunni er öldruðu fólki hjálpað, t.d. við þrif og matargerð auk þess sem boðið er upp á stuðning við lyfjagjöf og hjúkrunarþjónustu. Ásta og Ásdís Halla hafa í gegnum tíðina gengið í öll störf ef á hefur þurft að halda og sérstaklega þegar fyrirtækið var að taka sín fyrstu skref. Það þykir þeim mjög gefandi því fólkið er svo þakklátt. Báðar hafa þær starfsreynslu hjá ríki og sveitarfélögum og úr einkageiranum sem þær telja mikinn kost fyrir fyrirtækið. „Við eigum auðvelt með að sjá hlutina frá sjónarhóli hins opinbera sem greiðir fyrir þjónustuna og þarf nauðsynlega að hagræða. Við getum boðið góða þjónustu á góðu verði.“

38

Uppbygging Sinnum hefur gengið vel. „Starfsmönnum okkar hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú 65 og margir í hlutastarfi. Það er gaman að búa til störf,“ segir Ásdís Halla. Fyrirtækið starfar í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og veitir fólki á rúmlega 200 heimilum þjónustu en þeim fjölgar í hverjum mánuði. Margir eru í fullu starfi hjá Sinnum en þar að auki eru ýmsir í hlutastarfi og algengur vinnutími hlutastarfsmanna er 3-4 tímar á dag, oft á kvöldin og um helgar, og fólk stundar gjarnan þessi störf meðfram annarri vinnu.

Reka sjúkrahótel eftir útboð Sinnum rekur sjúkrahótel í Ármúla en fyrirtækið fékk verkefnið eftir útboð. Samningur var gerður til tveggja ára sem unnt er að framlengja í eitt ár í senn. Sinnum sér um rekstur hótelsins, m.a. matargerð og þrif, en Landspítalinn sér um hjúkrunarþjónustuna.

Glæsilegt Klaustur lifnar við Sinnum opnaði þann 1. nóvember síðastliðinn heimili fyrir aldraða í Klaustrinu en það er glæsilegt húsnæði í Garðabæ í eigu kaþólsku kirkjunnar sem hafði staðið autt í eitt ár. Húsið er mjög stórt, með 16 stórum 25 fermetra herbergjum. Í Klaustrinu verður boðið bæði upp á sjúkra- og öldrunarþjónustu. Leiga á herbergjum stendur bæði einstaklingum og sveitarfélögum til boða. Það getur t.d. hentað hjónum þar sem annað þeirra hefur fengið vistunarmat en hitt er fullfrískt og þau geta þannig verið saman áfram. Fólkinu er boðið upp á mat og þrif og þátttöku í samfélagi. „Okkur fannst vera þörf fyrir heimili fyrir aldraða sem eru byrjaðir að einangrast heima hjá sér. Það hefur aldrei verið opnað svona heimili hér á landi án samnings við ríkið“, segir Ásta.


FEBRÚAR & MARS 2013

Þær tóku ákvörðun fyrir fimm árum um að fara út í reksturinn, lögðu allt undir og tóku mikla persónulega áhættu.

Greiðsluþátttaka hins opinbera fer eftir mati en ekki er fyrir hendi samningur við ríkið um daggjöld. Að mati þeirra Ásdísar Höllu og Ástu ætti fólk sem fengið hefur vistunarmat að eiga val um það á hvaða heimili það fer. Mánaðarleiga fyrir herbergi er 98.000 en til samanburðar er hámarksgjald á hjúkrunarheimili 311 þús.kr. á mánuði (sem fer eftir tekjum viðkomandi og svo geta íbúarnir keypt þá þjónustu sem þörf er á og er þá byggt á mati á þjónustuþörf hvers og eins. Aldrað fólk dvelur í vaxandi mæli mjög veikt heima hjá sér og hjúkrunarrýmum fjölgar ekki þrátt fyrir fjölgun aldraðra. Herbergjum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað en ekki dvalarrýmum þar sem einsmannsherbergi eru nú reglan. Nú eru 40.000 manns 65 ára og eldri en verða 80.000 eftir 25 ár. Dvalarrými, sem kölluð voru elliheimili, eru úr sögunni en í staðin geta ný úrræði eins og Heimilið komið í veg fyrir að einstaklingar einangrist veikir

heima fyrir. Þessi þróun hefur ýtt undir þörfina fyrir ný úrræði og vonast Sinnum til að geta mætt aukinni þjónustuþörf með Heimilinu í Holtsbúð.

Vinnuprófun í samstarfi við VIRK Nýtt verkefni hjá fyrirtækinu er svokölluð vinnuprófun sem er úrræði í samstarfi við VIRK-Starfsendurhæfingarsjóð. Markmiðið er að hjálpa fólki, sem lent hefur í erfiðleikum, til sjálfshjálpar þar sem það fær að reyna á getu sína í raunumhverfi. Viðbrögðin hafa verið afar jákvæð og uppfyllt þörf sem var fyrir hendi.

Jarðbundin framtíðarsýn „Það er augljóst að ríki og sveitarfélög vantar fjölbreyttari lausnir á þeim vanda sem fylgir fjölgun aldraðra og opinberir aðilar leita eðlilega til þeirra sem bjóða gæði og nýjar hagkvæmar leiðir. Þjónustan þróast með því að fyrirtæki sem starfa

á þessum markaði búa til nýjar lausnir sem henta. Sinnum er leiðandi á þessum markaði og möguleikar á þjónustu eru endalausir“, segja þær stöllur og bæta svo við: „Við verðum að vera jarðbundnar í vextinum.“ Þróun velferðarþjónustu er ör, t.d. vantar barnaverndarnefndir úrræði. Þjónusta við fatlaða er annað svið, þar sem sveitarfélögin eru með tilraunaverkefni um notendastýrðra persónulega aðstoð (NPA) þar sem fatlaðir fá ákveðna upphæð sem þeir geta ráðstafað að vild. Framtíðarsýnin er ávísanakerfi, þar sem ríkið bjóði ekki sjálft þjónustuna heldur greiði fyrir hana og einstaklingar ráðstafi fjármununum. Í Garðabæ fylgja fjármunir nemendunum sem veldur því að skólar keppast um að halda þeim og góðum kennurum. Kannanir sýna að foreldrar í Garðabæ eru í vaxandi mæli ánægðari með grunnskóla og leikskóla en foreldrar í nágrannasveitarfélögunum. Ný störf skapa velferð.

39


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Orkusala frá Íslandi um sæstreng er spennandi og gæti aukið verðmætasköpun og fjölgað störfum:

ORKUÞJÓÐ Í MJÖG EFTIRSÓKNARVERÐRI STÖÐU Í talsverðan tíma hefur Landsvirkjun velt fyrir sér möguleikanum á því að leggja sæstreng til Bretlands og selja neytendum þar í landi íslenska græna orku. Nú er komið að því að ákveða hvort halda eigi athugunum áfram. Það er að mörgu að hyggja en Ísland er í einstakri stöðu þegar kemur að orkumálum og mögulegri orkunýtingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir Ísland í mjög eftirsóknarverðri stöðu. „Við erum að framleiða langmesta raforku á hvern íbúa í samanburði við aðrar þjóðir í heiminum og höfum umtalsverða möguleika á að raforkuvinnslan geti vaxið enn frekar. Á sama tíma er raforkuverð alls staðar í heiminum að hækka og eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku eykst.“

Lúxusvandamál Íslands Hörður bendir á að orkuauðlindir landsins séu vissulega takmarkaðar og vanda beri nýtingu þeirra. Samkeppni á raforkumarkaði hafi verið innleidd með raforkulögunum frá 2003 og þau setji Landsvirkjun þann ramma að fyrirtækið verður að vinna alfarið á viðskiptalegum forsendum. „Frekari uppbygging er því algjörlega á efnahagslegum forsendum - til þess að skapa verðmæti fyrir þjóðfélagið. Aðrar þjóðir eru fyrst og fremst að finna leiðir til að vinna endurnýjanlega orku til að tryggja orkuöryggi og samkeppnishæfni. Við erum búin að leysa öll þau stóru vandamál sem aðrar þjóðir eiga við. Við glímum við einstakt lúxusvandamál, að ákveða hvernig við ætlum að nýta þessa frábæru auðlind.“

hvorki upphaf né endir framtíðarsýnar Landsvirkjunar, en hann styður mjög vel við hana. „Það er þess vegna sem við höfum mikinn áhuga á að skoða hann. Það hefur orðið mikil þróun í sæstrengjum og tengingum raforkukerfa í heiminum. Það er mikil hagkvæmni sem felst í því að tengja saman raforkukerfi, orkan nýtist mun betur. Menn nýta styrkleika í einu kerfi til að styðja við veikleika í öðru og flytja orkuna fram og til baka. Verið er að tengja mjög mörg raforkukerfi. Það er sérstaklega hagkvæmt og mikilvægt fyrir eyjur eins og Ísland að tengjast því það er alltaf ákveðin sóun í kerfunum.“ Hörður segir tengingu við raforkukerfi í Evrópu geta skapað mun meiri verðmæti en menn geri sér grein fyrir í dag. „Við höfum séð þetta í sjávarútvegi. Hvernig tókst með því að þróa flugfrakt að styrkja flugsamgöngur og skapa öflug flutningafyrirtæki sem vinna á alþjóðamörkuðum. Koma þannig ferskum sjávarafurðum á þá markaði sem greiða besta verðið. En skapa um leið möguleika á að flytja inn ýmsa ferska matvöru daglega og bæta almenn rekstrarskilyrði atvinnulífsins með bættu aðgengi að t.d. varahlutum.

Tenging við umheiminn

Varðandi mögulegan sæstreng höfum við hins vegar lagt mikla áherslu á að það þurfi að vanda skoðunina. Það þarf að vera breið sátt um verkefnið. Það þarf að skoða heildaráhrifin, ekki bara á raforkusöluna heldur á samfélagið, og hvaða áhrif þetta hefur á orkuverð, orkuframboð og hvernig við tryggjum samkeppnishæfni iðnaðarins. Við teljum hins vegar að hagsmunirnir séu það miklir að það þurfi að skoða þetta af fyllstu alvöru.“

Sæstrengur er ein leið til þess að nýta orkuauðlindir Íslands. Hann er

Það eru ekki allir sannfærðir. Sumir óttast að störf flytjist úr landi, raforkuverð til fólks

40

og fyrirtækja muni hækka – betra sé að njóta orkunnar hér heima en flytja hana út eins og hverja aðra hrávöru? „Við erum í dag að flytja út raforku, við gerum það með vörum eins og áli, sem er mjög góð leið og hefur reynst okkur vel. En í raun og veru snýst þetta um að komast á sem fjölbreyttasta markaði og skapa sem mest verðmæti. Það er mjög áhugavert að skoða áhrif þess að komast t.d. inn á neytendamarkaðinn í Bretlandi, sem er sá markaður sem borgar hvað hæst raforkuverð. Okkar skoðun er að þetta hafi mun minni áhrif á fjölda starfa á Íslandi en menn halda. Jafnvel má halda því fram að fleiri störf gætu orðið til á Íslandi vegna aukinnar orkuvinnslu og framkvæmda því tengdu. Við teljum að við getum nýtt kerfið okkar mun betur. Núna er talsverð umframorka sem myndast vegna þess að við erum með vatnsaflskerfi, þar sem orkugetan miðast við lélegasta vatnsárið, þannig að það er töluvert magn sem rennur framhjá okkur ónýtt. Þetta gefur möguleika á öðrum virkjanakostum og að fullnýta núverandi virkjanakosti sem er afskaplega áhugavert. Að nýta allt vatn sem við höfum. Einnig væri hægt að nýta jarðvarma við lægra hitastig, sem er of kostnaðarsamt fyrir núverandi viðskiptavini. Þriðji möguleikinn, sem margir gera sér ekki grein fyrir, eru tiltölulega umhverfisvænar rennslisvirkjanir. Þær má byggja á landsbyggðinni og gætu haft mjög jákvæð áhrif á byggðaþróun. Að lokum má einnig nefna mögulega uppbyggingu á vindorku. Allir þessir fjórir kostir; bætt nýting núverandi virkjana, jarðvarmavirkjanir með lágan hita, rennslisvirkjanir og uppbygging vindorku eru of kostnaðarsamir fyrir núverandi viðskiptamannahóp. Þessa áhugaverðu kosti má nýta til að framleiða orku inn á sæstreng þar sem verðið er mun hærra. Sveigjanleiki í framleiðslunni er mikill. Það er ekki verið að taka þessa orku frá neinum, þetta er viðbótarorka sem mögulegt væri að selja. Annað sem styður lagningu sæstrengs er að hann myndi bæta mjög orkuöryggi landsins, við búum á erfiðu svæði út af


FEBRÚAR & MARS 2013

Horfðu!

Með bættri nýtingu virkjana og með því að selja endurnýjanlega græna orku á háu verði til Evrópu skapast mikil tækifæri sem við sjáum ekki endilega fyrir í dag.

jarðskjálftum og eldgosum. Við gætum t.d. lent í tímabundnum vandamálum á ákveðnum svæðum. Þá væri mjög æskilegt ef við hefðum tengingu við Evrópu sem gæti tryggt okkur orku ef upp kæmi neyðarástand.“ En hvar stendur málið í dag? Ef nægilegt fjármagn fæst til að leggja strenginn og lausnir finnast á tæknilegum úrlausnarefnum – hvenær getum við stungið í samband? „Það væri æskilegt að taka ákvörðun fyrir lok þessa árs um hvort menn haldi yfir á næsta stig, en endanleg ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en eftir 2-3 ár í fyrsta lagi. Það þarf að ákveða að fara í kostnaðarsamar rannsóknir og það þarf að liggja fyrir í lok þessa árs hvort áhugi sé fyrir því.“

Hörður telur æskilegt að fá fleiri viðskiptavini til Landsvirkjunar. „Aukin áhættudreifing og aukið orkuöryggi eiga að hafa mikil áhrif á það hvernig við skipum okkar framtíðarmálum. Við erum núna með mjög stóra viðskiptavini í áliðnaði, sem er að sjálfsögðu traustur og góður iðnaður, en allar atvinnugreinar geta lent í vandræðum. Því er æskilegt að hafa fjölbreytta viðskiptavini eins og t.d. neytendur í Bretlandi til viðbótar við álframleiðendur. Vissulega er áhætta á þeim markaði og hann sveiflast líka – en það er allt öðru vísi áhætta.“

Fleiri störf – betri störf Hörður telur að lagning sæstrengs geti verið jákvæð og hjálpað við að skapa fleiri og betri störf á Íslandi. Með bættri nýtingu

virkjana og með því að selja græna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum á háu verði til Evrópu skapist mikil tækifæri sem við sjáum ekki endilega fyrir í dag. „Orkukerfið á Íslandi gæti virkað eins og „græn rafhlaða“ fyrir Evrópu,“ segir hann og er bjartsýnn á að þjóðin nái að rífa sig upp. „Allar kreppur taka enda alveg eins og öll góðæri taka enda. Þó svo að við sjáum ekki alveg ljósið núna þá held ég að það fari að birta til. Við höfum mikil tækifæri, við höfum frábærar auðlindir, bæði fiskinn og orkuna, og fullt af góðu fólki. Við þurfum að fá efnahagskerfi heimsins með okkur, það er það sem vantar aðeins í dag, en þegar það byrjar að snúast þá held ég að tækifærin séu svo sannarlega til staðar svo lengi sem við spilum rétt úr þeim.“

41


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

60 MILLJARÐA ÁRLEGUR ÁVINNINGUR AF 15.000 NÝJUM STÖRFUM Fyrir ríkissjóð í fjárþörf er vænlegra að stuðla að fjölgun skattgreiðenda og auknum umsvifum í atvinnulífinu fremur en að hækka skatta. Lágar skattprósentur bæta skattskil, draga úr skattundanskotum og hvetja til aukinnar vinnu og neyslu sem leiðir til aukinna skatttekna ríkissjóðs. Starfandi fólki fækkaði um 10.000 milli áranna 2008 og 2012. Í lok desember 2012 voru 9.500 manns á

42

atvinnuleysisskrá, þar af höfðu 4.800 verið án atvinnu í meira en 6 mánuði og 3.300 í meira en eitt ár. Skráð atvinnuleysi á öllu árinu 2012 var 5,8% af mannafla og svaraði til þess að 9.500 manns hefðu óskað eftir fullu starfi en ekki fengið. Á næstu árum þarf að skapa a.m.k. 10 þúsund ný störf svo að unnt verði að koma á fullri atvinnu og mæta vaxandi fjölda á vinnumarkaði. Enn fleiri störf þurfa að

verða til svo unnt verði að bjóða hluta þeirra 9.000 íbúa atvinnu sem fluttu brott af landinu umfram aðflutta á árunum 2009-2012. Ef tekst að fjölga störfum um 15 þúsund á næstu árum mun fjárhagslegur ávinningur hins opinbera og efnahagslífsins alls nema nálægt 60 milljörðum króna árlega.


FEBRÚAR & MARS 2013

RÍKIÐ HAGNAST UM 20 MILLJARÐA Á ÁRI VIÐ SKÖPUN 5.000 NÝRRA STARFA Heildarlaun verkafólks á almennum vinnumarkaði námu um 400 þúsund kr. á mánuði að meðaltali árið 2012. Einstaklingur með þau laun greiðir 58 þús.kr. útsvar til sveitarfélaga og 50 þús. kr. tekjuskatt til ríkisins, 31 þús.kr. greiðir launagreiðandi hans í tryggingagjald og 72 þús.kr. óbeinir skattar leggjast á útgjöld hans miðað við að öllum laununum sé varið til neyslu. Skatttekjur hins opinbera vegna þessara launa nema því samtals 211 þús.kr. á mánuði, eða 53% af umræddum launum. Atvinnuleysisbætur á mánuði nema 173 þús.kr. Af þeirri fjárhæð greiðist

25 þús. kr. útsvar til sveitarfélaga (þ.a. leggur ríkissjóður til 7.000 kr.) og óbeinir skattar á útgjöld hins atvinnulausa nema 38 þús.kr. Skatttekjur hins opinbera af atvinnuleysisbótum nema samtals 56 þús. kr. á mánuði, eða 32,5% af bótafjárhæð. Skattalegur ávinningur hins opinbera, fari einstaklingur af bótum í vinnu fyrir meðallaun verkafólks er því verulegur, eða samtals 155 þús.kr. á mánuði (1,9 m.kr. á ári). Að viðbættum atvinnuleysisbótunum nemur ávinningur hins opinbera um 4 m.kr. á ári ef atvinnulaus einstaklingur

fær starf. Takist að fækka atvinnulausum um 5.000 á næstu árum, og þeir fái að meðaltali 400 þús. kr. tekjur á mánuði mun heildarávinningur hins opinbera nema 20 milljörðum króna árlega og að auki styrkist samkeppnisstaða atvinnulífsins vegna lækkunar tryggingagjalds. Dugleysi núverandi stjórnvalda við að greiða fyrir og hvetja til nýrra fjárfestinga og nýrra starfa er illskiljanlegt í ljósi þess mikla ávinnings sem er í húfi.

43


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Bankastjóri Arion banka segir brýnt að afnema gjaldeyrishöftin vegna neikvæðra áhrifa þeirra:

HÖFTIN HREKJA FYRIRTÆKI OG STÖRF ÚR LANDI Arion banki er alhliða banki sem þjónar bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Starfsemin skiptist í átta svið sem eru viðskiptabankasvið, fyrirtækjasvið, fjárfestingabankasvið og eignastýringasvið. Auk þess svið sem annast þróunarog markaðsmál, fjármál, rekstur, áhættustýringu og lögfræðimál. Efnahagsreikningur bankans samkvæmt 9 mánaða uppgjöri 2012 er tæpir 900 milljarðar króna og eigið fé tæplega 130 milljarðar króna. Bankinn er í eigu Kaupskila ehf., eignarhaldsfélags slitastjórnar Kaupþings (87%), og íslenska ríkisins í gegnum Bankasýslu ríkisins (13%). Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka en við hittum hann í einu skrifstofunni í höfuðstöðvum bankans. Aðrir starfsmenn starfa í opnu rými. Fundarherbergi eru þó ekki af skornum skammti þar sem starfsmenn hitta viðskiptavini bankans. Á jarðhæð vekur málverkasýning Helga Þórssonar (f. 1975) athygli. „Okkur langar til að laða fleira fólk að húsinu en húsnæðið okkar er hentugt fyrir sýningar og ráðstefnuhald. Þetta hefur skilað árangri og við höfum fengið þúsundir manna á viðburði hér undanfarin 2 ár.“ Höskuldur segir fjármálafyrirtæki verða að byggja upp traust. „Bankar

44

hjálpa til við að láta góða hluti gerast, en eru ekki sjálfir framkvæmdaaðili. Þeir miðla nauðsynlegu fjármagni og áhættu. Bankar eiga að hagnast á að veita viðskiptavinum verðmæta þjónustu en ekki á gjörningum sín á milli.“

Gjaldeyrishöftin skaðleg Gjaldeyrishöftin stuðla að vissum stöðugleika til skamms tíma en eru skaðleg til lengri tíma. Ákveðnir aðilar hagnast verulega á höftunum vegna tvöfalds gengis. Þetta skekkir aðstæður og verðmyndun. Mikil viðskipti eru t.d. með dýrar íbúðir miðsvæðis í Reykjavík sem keyptar eru fyrir erlent fé með milligöngu Seðlabankans. „Það er mikil áskorun fyrir bankann að halda í viðskipti viðskiptavina sem hafa tekjur erlendis. Það eru þó nokkur dæmi um fyrirtæki - stór og smá - sem hafa flutt starfsemi sína erlendis eða eru í þann mund að gera það. Einnig höfum við dæmi um stór fyrirtæki sem hefur verið skipt upp í innlenda og erlenda hluta. Sprotafyrirtæki sem náð hafa fótfestu erlendis flytja viðskipti sín til erlendra banka. Ein versta afleiðing haftanna er að missa verðmæt viðskipti úr landi, verðmæt uppbygging og tækifæri glatast. Gjaldeyrishöftin verða til þess smám saman að viðskipti bankanna dragast saman því þeir geta ekki þjónustað þessi fyrirtæki eða

einstaklinga lengur. Framtíð bankanna verður ekki björt nema efnahagslífið dafni vel. Gjaldeyrishöftin eru ógn við efnahagslífið.“

Staða bankans er góð „Staða Arion banka er tiltölulega góð. Kennitölur bankans eru mjög góðar í alþjóðlegu samhengi,“ segir Höskuldur. Svokallað CAD hlutfall er 23% sem er verulega umfram kröfur Fjármálaeftirlitsins. Í Evrópu er talið að lágmarkið verði ákveðið um eða yfir 16%. Margir erlendir bankar eiga langt í land að ná því. Lausafjárstaðan er einnig góð. Höskuldur segir: „Allt er traust nema gæði lánabókarinnar sem þó batnar hratt. Betra jafnvægi er nú á milli sviða bankans og viðskiptabankastarfsemi skiptir meira máli en áður þegar fjárfestingabankinn var fyrirferðarmeiri. Tekjur viðskiptabankans voru sumpart vanræktar áður. Það sama hefur gerst erlendis. Nú er t.d. farið að taka hófstilltar þóknanir fyrir úttektir úr hraðbönkum ef viðkomandi er ekki viðskiptavinur viðkomandi banka. Vaxtamunur bankanna er of hár og þarf að lækka og þjónustutekjur að hækka. Þóknanir verða að endurspegla þann kostnað sem til fellur. Það er sanngjarnt bæði frá sjónarhóli viðskiptavinarins og bankans. Þetta er viðfangsefni í bankaþjónustu víða um lönd.“

„Reksturinn hjá Arion banka batnar stöðugt en árið 2010 þegar ég hóf störf hér voru tæp 60% lánabókarinnar í vanskilum en hlutfallið er nú um 15%. Danske Bank er með tæplega 5% lána í vanskilum og gömlu bankarnir miðuðu við að vera með um eða undir 1% í vanskilum skömmu fyrir hrun. Alþjóðleg viðmið eru enn á þeim nótum. Næsta markmið okkar er að komast niður í 5% vanskil. Miklu skiptir þó að þrátt fyrir of há hlutföll lána í vanda, þá þekkjum við lánabókina vel. Hér á landi hefur öllum steinum verið velt við en ég hygg að bankar erlendis búi víða við dulinn vanda.“

Meirihluti viðaskiptavina stendur ágætlega Höskuldur segir margt hafa þróast til betri vegar og að mikill meirihluti viðskiptavina bankans standi vel. „Vandi viðskiptamanna okkar er stundum ofmetinn og staða þeirra er betri nú en við áttum von á. Vissulega hafa margir glímt við vanda og farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. En við sjáum einnig að fyrirtækin hafa tekið mikið til í rekstrinum og umhverfið hefur eitthvað vænkast. Það skapar þó vanda að sumir viðskiptavina hafa ekki gert nægilega mikið í sínum málum í von um að eitthvað betra yrði í boði síðar. Það á rætur að rekja til lítt ábyrgra yfirlýsinga ýmissa aðila“. „Umræðan hefur verið á þann veg að ekki hafi verið nóg að gert, en okkur sýnist að flest fyrirtæki sem stóðu höllum fæti gangi betur en á horfðist“.


FEBRÚAR & MARS 2013

Bankar þurfa að hverfa aftur til gamaldags gilda og einbeita sér að viðskiptavinunum.

Upplýsingaskortur er vandi „Hér veldur skortur á upplýsingum því að mál taka langan tíma og verða erfið úrlausnar. Við vitum t.d. lítið um ráðstöfun fjármuna úr séreignarlífeyrissparnaði. Voru þeir nýttir til fjárfestinga, viðhalds eða neyslu? Sama á við um gjaldeyrishöftin. Seðlabankinn er enn að skilgreina vandann. Af hverju var það ekki gert fyrr? Svipað gildir um skuldavanda heimila sem var kortlagður seint og um síðir. Menn ræða vandann fram og aftur hver af sínum sjónarhóli en það verður aldrei nein niðurstaða af því að nauðsynlegar upplýsingar liggja ekki fyrir. Ég hef oft hugsað það hvort ómarktæk og þrasgjörn umræðuhefð, sem hér viðgengst, eigi ekki rætur sínar þarna. Litlar og lélegar upplýsingar eru lélegur grunnur að vitrænni umræðu,“ segir Höskuldur.

Of stórt bankakerfi „Það deilir enginn um að bankakerfið er of stórt, starfsmenn eru of margir og kostnaður of hár. Starfsmenn í Arion banka eru um 900 og hefur fækkað um tæplega

100 á undanförnum 2 árum. Starfsmönnum í fjármálageiranum mun fækka á komandi misserum m.a. vegna óhefðbundinna verkefna sem klárast. Aðrar þjóðir eru í sama vanda og þurfa að hagræða og minnka bankakerfið.“ Höskuldur tekur þó fram að þessi umræða hafi sumpart verið á villigötum sökum misvísandi eða ófullkominna opinberra upplýsinga.

Fjárfestingabankar og viðskiptabankar? Ýmsir telja að skilja beri að starfsemi fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Höskuldur hefur ákveðnar skoðanir: „Hugmyndir um að skilja að viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi með lögum er eins og að skikka alla til að ganga í grænum jökkum. Fullur aðskilnaður er hvergi til umræðu. Helst er rætt um slíkar takmarkanir í ríkjum með stórar fjármálamiðstöðvar. Það er ágætt í þessum efnum að byrja á byrjuninni og leitast við að skilgreina hvað í umræddri starfsemi felst. Fjárfestingabankastarfsemi felst í grunninn í að miðla fjármunum milli

fjármagnseigenda annars vegar og ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja hins vegar. Miðlun verðbréfa er dæmi um slíka starfsemi. Það er einfalt og ekki sérlega áhættusamt. Hins vegar felst mikil áhætta í að lána til viðskiptamanna sem ólíklegt er að standi í skilum. Léleg útlán eru hættuleg en hefðbundin fjárfestingabankastarfsemi er það ekki. Northern Rock sem var einungis viðskiptabanki fór á hausinn. Það gerði einnig Washington Mutual sem sérhæfði sig í íbúðalánum. Íbúðalánasjóður á í vandræðum eins og þekkt er en ekki stundar sjóðurinn fjárfestingabankastarfsemi. Vandinn í fjárfestingabönkum fólst m.a. í flóknum fjármálagjörningum eins og alls kyns vafningum og afleiðum. Eðlilegra er að banna eða takmarka tiltekna gjörninga en ekki að banna viðskiptabönkunum þessi viðskipti. Samrekstur mismunandi eininga líkt og í okkar banka er betri og hagkvæmari þónusta fyrir viðskiptavinina og felur í sér áhættudreifingu.“

45


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

„Hér heima felast sóknarmöguleikar Flugfélags Íslands m.a. í að auka flutning erlendra ferðamanna á milli svæða innanlands.“

Farþegum Flugfélags Íslands var byrjað að fjölga eftir hrun en óvissa framundan:

Í SÓKNARHUG Flugfélag Íslands hefur aukið umsvif sín í ferðaþjónustu innanlands á síðustu árum auk þess að sækja fram á Grænlandi þar sem tækifærin eru mörg. Félagið er í mikilli samvinnu við alla ferðaþjónustuaðila á Íslandi enda lykilaðili í samgöngum á landinu. Hjá Flugfélagi Íslands starfa um 250 manns og veltan er um 6 milljarðar króna á ári. Stóraukin skattheimta og gjaldtaka af ferðaþjónustu á Íslandi hefur hins vegar sett strik í reikninginn. Hætta er á að umsvif á Íslandi dragist saman og þjónusta við landsbyggðina versni vegna stefnu stjórnvalda.

„Góðar samgöngur fjölga störfum um allt land. Það er hluti af góðum búsetuskilyrðum að landsbyggðin eigi greitt aðgengi að höfuðborginni og það er líka mikilvægt að höfuðborgarbúar eigi greiða leið út á land,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.

Óvissa um flugvöllinn vond Gert er ráð fyrir því í núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að önnur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lögð af árið 2016. Verið er að vinna að nýju skipulagi en enn er ekki vitað hvaða áform eru uppi um flugvöllinn.

Miðborg Reykjavíkur er einnig komin töluvert frá miðju höfuðborgarsvæðisins. Það er ekki ótrúlegt að þjónusta sem á að ná til landsins alls færist þá nær alþjóðaflugvellinum í Keflavík og það sama getur átt við um fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum.“ Áform um samgöngumiðstöð hafa verið slegin af og fyrirtækið hefur ekki fengið heimild borgaryfirvalda til að bæta aðstæður farþega og starfsmanna í flugstöðinni í Reykjavík. „Aðstaðan er ekki viðunandi og viðhorf borgarinnar til þessa fyrirtækis sem er með 250 manns í vinnu er sérstakt,“ segir Árni.

Tækifæri á Grænlandi „Flugvöllur verður ekki lagður niður að hluta. Verði innanlandsflugi úthýst frá Reykjavík mun ferðatími milli Reykjavíkur og Akureyrar tvöfaldast. Ríkið hlýtur að koma að þeirri ákvörðun þar sem staðsetning flugvallarins hefur áhrif á uppbyggingu og þróun opinberrar þjónustu og samskipta um allt land.

46

Grunnurinn að starfsemi Flugfélags Íslands er innanlandsflugið þar sem Íslendingar eru langstærstur hluti farþega. Um 7% ársfarþega í innanlandsflugi eru erlendir ferðamenn. Þótt áfangastöðum hafi fækkað hefur farþegum fjölgað. Frá árinu 2005 hefur félagið einnig markvisst verið að


FEBRÚAR & MARS 2013

„Flugvöllur verður ekki lagður niður að hluta. Verði innanlandsflugi úthýst frá Reykjavík mun ferðatími milli Reykjavíkur og Akureyrar tvöfaldast.“

auka umsvif sín á vesturströnd Grænlands. Nú er flogið til Nuuk allt árið og einnig er flogið til Ilulissat allt að 7 sinnum í viku á háannatíma. Innalandsflugið gerir félaginu kleift að halda þessari útrás áfram. Tækifærin eru mörg á Grænlandi. Þar eru framundan margvíslegar framkvæmdir í tengslum við olíuframleiðslu og náma- og jarðefnavinnslu. Loftferðasamningur við Grænland var endurnýjaður árið 2011 og með honum skapaðist ákveðin festa í áætlunarfluginu en fyrri samningur var gerður á fimmta áratugnum. Árni sér mikla möguleika í aukinni þjónustu við Grænland. „Farþegafjöldi í Grænlandsflugi hefur tvöfaldast frá árinu 2006. En það er æskilegt að gera svokallaðan OPEN SKIES samning við Grænlendinga. Ísland er líka eðlileg miðstöð millilandaflugs til og frá Grænlandi. Það hentar betur en Danmörk. Svo hafa betri flugsamgöngur auðveldað fleiri íslenskum fyrirtækjum að sækja verkefni til Grænlands.“

Erlendir ferðamenn fara hraðar yfir Hér heima felast sóknarmöguleikar Flugfélags Íslands m.a. í að auka flutning erlendra ferðamanna á milli svæða innanlands. Dvalartími erlendra ferðamanna hefur verið að styttast en á sama tíma eykst krafan um að sjá jafnmikið á skemmri tíma. Sumir ferðamenn kjósa að gista á hóteli í Reykjavík en fara í styttri ferðir út á land. Flugfélagið hefur verið í samstarfi við ferðaþjónustuaðila um að bjóða upp á pakkaferðir fyrir útlendinga. Þá hefur Flugfélagið annast beint flug á vegum Icelandair á milli Akureyrar og Keflavíkur sem styrkir Norðurland sem áfangastað erlendra ferðamanna og eykur þjónustu við íbúa á Norðurlandi.

Óhóflegir skattar og gjöld

gjöld og skattar á innanlandsflug tvöfaldast. Árið 2009 greiddi Flugfélag Íslands tæplega 200 milljónir í slík gjöld en 2012 varð skattheimtan yfir 400 milljónir króna. Farþegum fjölgaði um 3% frá 2010 til 2011 og fjölgunin hélt áfram fyrstu mánuðina 2012. En 1. apríl hækkuðu farþega- og lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli um meira en 70% og flugleiðsögugjöld um 22%. Frá þessu hefur farþegum fækkað um 5%. Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að farþegagjald á innanlandsflugið hækki á þessu ári um 150 milljónir króna og hættan er sú að farþegum haldi áfram að fækka og innnanlandsflugið líði fyrir og lífskjörin versni.“ Það er því óvissa framundan og hætta á að ekki verði til jafn mörg og góð störf og hægt væri að skapa. Með réttum ákvörðunum stjórnvalda væri hins vegar hægt að létta til.

„Við höfum reynslu af því í innanlands­ fluginu að auknir skattar hafa neikvæð áhrif,“ segir Árni og heldur áfram. „Á undanförnum þremur árum hafa sértæk

47


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Elkem vill stækka starfsemina en hikar vegna aðstæðna:

EIN UMFANGSMESTA ENDURVINNSLAN Á ÍSLANDI Elkem Ísland ehf, sem áður hét Íslenska járnblendifélagið, tók til starfa á Grundartanga árið 1979. Það er með þrjá bræðsluofna sem framleiða um 120 þúsund tonn á ári af kísiljárni sem Elkem selur til stálvera, stáliðnaðar og í járnsteypur um allan heim. Hráefnin eru að mestu innflutt en undantekningin er timburkurl sem Sorpa framleiðir úr úrgangstimbri, samtals um 18.000 tonn á ári og byggir á þróunarvinnu sérfræðinga beggja fyrirtækjanna. Þetta er ein umfangsmesta endurvinnsla á Íslandi. Það er óhætt að segja að stöðugleiki hafi einkennt starfsemina á Grundartanga. Elkem Ísland ehf., sem áður hét Íslenska járnblendifélagið, hefur haft starfsemi sína þar frá því það tók til starfa árið 1979 og í kringum verksmiðjuna hefur byggst upp fyrirtækjakjarni, enda er þar að finna alla aðstöðu til fyrirtækjarekstrar. Elkem hefur átt stóran þátt í að tryggja stöðugt atvinnuástand á Vesturlandi þar sem atvinnuleysi er einna minnst á landinu. Hjá Elkem starfa um 160-170 manns og að jafnaði eru aðkeypt störf um 100 talsins þannig að það eru um 270 manns sem starfa beint og óbeint hjá fyrirtækinu.

Traust starfsfólk Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland ehf. segir stöðugleika ríkja í starfsmannamálum: „Fólk starfar hér gjarnan mjög lengi og það eru enn hjá okkur 10 – 15 manns sem byrjuðu þegar verksmiðjan tók til starfa 1979.“ Hann bendir á að frá bankahruni hafi sex fyrirtæki staðsett sig á Grundartanga, sem segi ýmislegt um stöðu mála. „Við leggjum áherslu á að fyrirtækið hafi gott starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og að það þyki eftirsóknarvert að starfa hjá okkur. Við leggjum okkur því fram við að skapa

48

öruggt og gott vinnuumhverfi fyrir starfsmennina. Umhverfismálin eru einnig stöðugt verkefni, við viljum draga úr áhrifum rekstursins á umhverfið og rekum umfangsmikla vöktun á umhverfisþáttunum,“ segir Einar.

Einar heldur áfram: „Stuðningur við beina erlenda fjárfestingu sem hér er í boði er ekki til þess fallinn að toga kísilverksmiðju til landsins. Þetta ásamt sköttum á kolefni og orkusköttum gerir það að verkum að eigendur Elkem eru afar hikandi við frekari uppbyggingu í núverandi umhverfi.

Skilyrðin voru hagstæð Um miðjan síðasta áratug sáu eigendur fyrirtækisins tækifæri til frekari uppbyggingar. Fyrirtækið bjó við hagstætt rekstrar- og skattaumhverfi, það ríkti pólitískur stöðugleiki og auðvelt var að fá til starfa velmenntað fólk. Þetta er dæmigert umhverfi sem hvetur til frekari fjárfestingar og uppbyggingar. Ákveðið var að reisa nýja FSM (ferro-silicon-magnesium) framleiðslueiningu til frekari vinnslu á fljótandi kísiljárni. Rekstur þeirrar einingar hófst árið 2008. Fjárfestingin var um 300 milljónir norskar krónur eða um 7 milljarðar íslenskra króna.

Dökk ský hrannast upp Ástandið hefur hins vegar snúist til verri vegar. Áhrifa alþjóða fjármálakreppunnar fór fljótt að gæta í minnkandi eftirspurn eftir kísiljárni og lækkandi verði á heimsmarkaði. „Þetta er í fyrsta sinn sem allir helstu markaðir dragast saman á sama tíma. Það á við um Evrópu, Ameríku og Asíu. Við þessar aðstæður er afleitt að fjalla um hærri skattbyrðar eins og hærra tryggingagjald, orkuskatta og kolefnisgjald svo eitthvað sé nefnt. Við ásamt öðrum aðilum í orkufrekum iðnaði gerðum samkomulag um skattamálin við ríkið 2009 eftir langar viðræður þar sem tekist var á um niðurstöðuna. Nú þegar ríkið vill breyta samkomulaginu er ekki einu sinni talað við okkur um endurnýjun. Það er bara lagt fram frumvarp án þess að ræða málið.“

Nú er svo komið að verkefni dagsins er að leita leiða til að koma í veg fyrir alvarlegt rekstrartap. Markaðir í Evrópu hafa dregist mikið saman og markaðir í Asíu og Ameríku eru að hægja á sér. Viðbrögðin eru þau að um heim allan er verið að draga úr framleiðslu á kísiljárni. Miðað við ástandið nú er markmið fyrirtækisins að halda því sem er til staðar en draga tímabundið úr endurbótum þar til að markaðshorfur í heiminum batna á ný.“

Tilbúnir til að fjárfesta þegar aðstæður leyfa „Við vonumst til að landið fari að rísa á ný. Til að tryggja trausta framtíð fyrirtækisins þurfum við að huga að stöðugum vexti og nýjungum á sviði þjónustu og vöruframboðs fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Einar. „Okkur langar til að bæta við ofni og höfum allt til þess nema rafmagn og við finnum að eigendurnir hafa áhuga. Orkuverðið er hins vegar of hátt til þess að einhverjum detti í hug að byggja kísilver í Evrópu. M.a vegna nýrra gaslinda í Ameríku er orkuverð þar að lækka og að óbreyttu orkuverði í Evrópu er líklegt að alþjóðafyrirtæki staðsetji sig frekar í Ameríku. Og svo verða menn að standa við gerða samninga.“ Hann segir að orkusamningar fyrirtækisins renni út 2019. Viðræður um endurnýjun þeirra hefjast væntanlega árið 2014. Þetta verði allt skoðað í samhengi og það er óljóst hvernig málum lyktar.


FEBRÚAR & MARS 2013

Jörðin er hnöttótt og þegar maður heldur stöðugt í austur þá endar maður aftur á sama stað og í upphafi, sem var í bílskúrnum heima.

Ef haldið er stöðugt í austur endar maður á sama stað og í upphafi Það verður ekki skilið svo við Einar að ekki sé minnst á ferð hans og bróður hans Sverris umhverfis jörðina á mótorhjólum árið 2007. Þeir fóru um Evrópu, Rússland, Síberíu, Mongólíu, Japan og þvert yfir Bandaríkin og luku ferðinni á 95 dögum. Einar minnist ferðarinnar: „Þetta var mikið ævintýri sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég reyndi það á sjálfum mér að jörðin er hnöttótt og þegar maður heldur stöðugt í austur þá endar maður aftur á sama stað og í upphafi, sem var í bílskúrnum heima. Við lögðum af stað með því hugarfari að vandamál sem unnt er að leysa er ekki vandamál.“

49


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Mannvit segir brýnt að efla verk- og raungreinamenntun hér á landi:

ÞAÐ VERÐUR AÐ BYGGJA UPP TRAUST Á ÍSLENSKU REKSTRARUMHVERFI Mannvit var stofnað árið 2008 við sameiningu þriggja verkfræðifyrirtækja og sinnir fjölbreyttri verkfræðiþjónustu, tæknilegum rannsóknarverkefnum og verkefnastjórnun. Mannvit er stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni þar sem starfa um þessar mundir 350 manns með fjölþætta menntun og reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. Eigendurnir eru um 120 talsins og starfa allir hjá Mannviti. Fyrirtækið er með starfsemi í Noregi, Ungverjalandi, Bretlandi, Þýskalandi og Chile og stefnir að því að auka starfsemi sína á alþjóðamarkaði.

við jarðvarmanýtingu á háhitasvæðum í fjarlægari heimsálfum, við erum til dæmis með verkefni í Keníu, Chile, vesturhluta Bandaríkjanna og á Filippseyjum. Fyrirtækið horfir til verkefna tengdum námuvinnslu og olíuleit á Grænlandi, Drekasvæðinu og skipulagsvinnu við að gera Ísland að umskipunarsvæði vegna siglinga á norðurslóðum. „Ef rétt er á málum haldið gæti Ísland orðið þjónustusvæði fyrir Grænland og Drekasvæðið á komandi árum. Við finnum fyrir miklum áhuga á því,“ segir Eyjólfur Árni.

Rólegt yfir Íslandi „Stærstu verkefnin hér á landi undanfarin ár hafa verið í tengslum við Hellisheiðarvirkjun, endurnýjun og aukna afkastagetu álverksmiðjunnar í Straumsvík, undirbúning virkjana í neðri hluta Þjórsár og svo jarðvarmavirkjanirnar á Þeistareykjum og í Bjarnarflagi. Þá hefur fyrirtækið verið að þjónusta erlend fyrirtæki sem hafa sýnt áhuga á að reisa orkufrekan iðnað á Bakka við Húsavík. Við leggjum áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratuga langri reynslu og þekkingu,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri. „Þjónustan skiptist í mörg sérsvið og helstu verkefnin eru virkjanaverkefni, þjónusta við stór iðnfyrirtæki, hitaveitur, verkefni við að styrkja vegakerfi og dreifikerfi raforku. Þegar bankahrunið varð haustið 2008 vorum við með mjög góð langtímaverkefni sem héldu áfram. Veturinn núna er hins vegar rólegur og ekki mikið af nýjum verkefnum.“

Fjölbreytt erlend verkefni Á erlendum vettvangi er verið að vinna að undirbúningi hitaveitna í Ungverjalandi og næsta nágrenni og við vegagerð, brýr og smávirkjanir í Noregi. Þá fer vaxandi vinna

50

„Nú um stundir er stöðnun í framkvæmdum hér. Engu er ýtt af stað og stjórnvöld stuðla ekki að undirbúningi verkefna. Erlendir fjárfestar þurfa ekki að dvelja lengi hér á landi til að sjá að töluverð óvissa ríkir um rekstrarumhverfið. Orðin berast hratt og vítt og það er mikilvægt að stjórnarþingmenn og aðrir í áhrifastöðum sýni ábyrgð þegar þeir tjá sig. Erlendis er tekið alvarlega það sem þingmenn segja og þá ekki síst þingmenn ríkjandi meirihluta,“ segir Eyjólfur Árni.

til stóru kaupendanna. Verð á kísiljárni hefur lækkað og hægt hefur á bjartsýni. Fyrirtækin hafa þó haldið áfram að undirbúa verkefni hér á landi og það eru ákveðnar líkur á að Helguvíkurverkefnið geti farið á fullan skrið í haust.

Efla verður raungreinamenntun „Það vantar raungreinamenntað fólk á Íslandi. Það eru of fáir sem sækja í slíkt nám. Það er brýnt langtímaverkefni að efla verk- og raungreinamenntun í landinu. Stjórnvöld verða að átta sig á mikilvægi raungreinamenntunar. Hefjast þarf handa strax í grunnskóla en kunnáttu í reikningi hefur hrakað meðal grunnskólabarna. Fyrirtækin þurfa að fara inn í skólana og kynna starfsemi sína. Raungreinanám er dýrt nám og fjárveitingar þurfa að vera í samræmi við það. Við ráðum á hverju sumri háskólanemendur þar sem hver og einn hefur sinn mentor innan fyrirtækisins. Síðastliðið sumar voru nemarnir 35 talsins. Búin eru til þróunarverkefni sem nemendur vinna í samstarfi við eldri starfsmenn. Fyrirtækið lítur á þetta sem arðbæra fjárfestingu.“

Gleðin má ekki gleymast „Í kjölfar fjármálakreppunnar hafa stjórnvöld í flestum viðskiptaríkjum okkar stuðlað að því að byggja upp traust að nýju. Þetta hefur ekki gengið eftir hér á landi og er það miður því það mun taka langan tíma að endurheimta nauðsynlegt traust á rekstrar- og fjárfestingarumhverfi á Íslandi“. Í Bandaríkjunum og Kanada hefur orkuverð farið lækkandi og þar eru í boði hagstæðir samningar um orkuverð og fjárfestingarstyrkir. Uppbygging orkufrekrar starfsemi hefur því til dæmis leitað þangað. Samkepnisstaða Íslands hefur því versnað og það er ekki augljóst að unnt sé að ná fram hækkun á raforkuverði

Það vekur athygli að einkunnarorð fyrirtækisins eru TRAUST – VÍÐSÝNI – ÞEKKING – GLEÐI en það er ekki algengt að gleðin sé höfð í fyrirrúmi í slagorðum sem þessum. „Þetta vísar til þess að við viljum hafa góðan starfsanda í fyrirtækinu, að fólkinu okkar líði vel og gangi til verkefna sinna með ánægju. Takist það eru meiri líkur en ella til að verkefnin gangi vel og að viðskiptavinirnir verði ánægðir með þjónustuna,“ segir Eyjólfur Árni að lokum.


FEBRÚAR & MARS 2013

Í kjölfar fjármálakreppunnar hafa stjórnvöld í flestum viðskiptaríkjum okkar stuðlað að því að byggja upp traust að nýju. Þetta hefur ekki gengið eftir hér á landi.

51


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Ístak horfir til tækifæra á Grænlandi og víðar:

FJÁRFESTUM Í MENNTUN OG TÆKNI ÍSTAK var stofnað árið 1970 og er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins. Ístak hefur byggt fjölmörg mannvirki s.s. virkjanir, stóriðjuver, hafnir, vegi, brýr auk flugvalla. Fyrirtækið er gjarnan aðalverktaki og ber ábyrgð á heildarverkinu en felur öðrum einstaka þætti. Hjá Ístaki starfa um 550 manns þar af er um helmingur í Noregi og um fjórðungur starfar á Grænlandi þar sem tækifærin eru mörg á næstu áratugum.

„Sókn okkar með verkefni á erlendan markað grundvallast á því að traustur heimamarkaður sé til staðar,“ segir Kolbeinn Kolbeinsson forstjóri Ístaks. „Starfsemi okkar byggir á sérþekkingu sem við höfum byggt upp í fyrirtækinu á löngum tíma. Ef við ætlum að bæta og fjölga góðum störfum þá þurfum við að auka sérþekkingu okkar. Til þess þurfum við að bæta okkar menntun til að fá fleira tæknimenntað fólk til vinnu.“ Í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins í Mosfellsbæ starfa nálægt 90 manns, þar af um helmingur á vélaverkstæði, járnsmíðaverkstæði og einingaverksmiðju. Fyrirtækið horfir til fækkunar verkefna hér á landi á næstu mánuðum og árum, enda fátt sem blasir við. Fyrirtækið á stórt landsvæði þar sem skipulagt hefur verið athafnasvæði þar sem önnur fyrirtæki geta komið sér fyrir og mun byggjast upp á næstu árum og áratugum.

52

Tækifærin á Grænlandi Spurður um framtíðaráform fyrirtækisins segist Kolbeinn horfa til verkefna á Grænlandi á næstu áratugum. „Þar eru framundan umfangsmikil verkefni á sviði námavinnslu og olíuvinnslu. Þetta kallar á uppbyggingu innviða s.s. virkjanir, hafnir og vegi. Íslensk fyrirtæki eiga að vinna með Grænlendingum og efla samskipti við þá á sem flestum sviðum. Við kunnum að þjónusta lítil svæði og Grænlendingum stafar lítil ógn af Íslendingum. Við eigum að aðstoða Grænlendinga við að mennta sitt fólk og bjóða þeim til framhaldsnáms hér á landi. Við getum einnig átt samstarf í heilbrigðismálum. Það er svolítið sérstakt að Íslendingar skuli vera með sendiráð á Indlandi en eru býsna afslappaðir gagnvart Grænlandi. Við þurfum að berjast fyrir þeim markaði, eins og öllum öðrum mörkuðum.“


FEBRÚAR & MARS 2013

Íslensk fyrirtæki eiga að vinna með Grænlendingum og efla samskipti við þá á sem flestum sviðum. Það er svolítið sérstakt að Íslendingar skuli vera með sendiráð á Indlandi en vera svona afslappaðir gagnvart Grænlandi.

Enginn markaður erlendis án heimamarkaðar Þar til að framkvæmdir fara á skrið hér á landi á ný mun Ístak leita áfram eftir verkefnum í Noregi. Þannig er unnt að nýta dýr sérhæfð tæki t.d. vegna hafnargerðar og jarðganga. „Við sjáum fram á að alla vega 50% og jafnvel 70% af veltu fyrirtækisins verður í Noregi næstu þrjú árin og norsku verkefnin hafa hjálpað fyrirtækinu í erfiðri stöðu. Til lengri tíma er þó ekki unnt að reka norskt verktakafyrirtæki frá Íslandi. Í Noregi verðum við að manna verkin með Norðmönnum, þegar fram í sækir. Íslenskir starfsmenn okkar vilja vinna á Íslandi. Menn vilja fara heim til sín á kvöldin. Sterkur heimamarkaður er lykilatriði til að fyrirtækið geti boðið Íslendingum fleiri og betri störf.“ Ístak er fyrirtæki sem byggir á mannauði og sérhæfðri þekkingu. Geta fyrirtækisins afmarkast við getu starfsmanna. Tæki og tól er hægt að kaupa og flytja hvert

sem er og þau ganga úr sér. Sérhæfð vinna við hafnargerð, jarðgangagerð og húsbyggingar verður að byggja á innlendum mannskap en skortur er á verkog tæknifræðingum og segir Kolbeinn að það hamli vexti fyrirtækja. Ríkið mun ekki búa til fleiri og betri störf.

Óstöðugleiki er ógn Kolbeinn segir nánast útilokað að byggja upp sérþekkingu ef sveiflur eru miklar. Sérþekking Ístaks byggi meðal annars á að vinna við erfiðar aðstæður sem bæði tengjast veðri og umhverfi. „Við finnum glöggt að erlendir fjárfestar upplifa óstöðugt starfsumhverfi fyrirtækja hér á landi. Vegna þessarar óvissu eru erlend fyrirtæki farin að reikna sérstakt álag á fjárfestingar hér á landi, og þá verða þær ekki samkeppnishæfar lengur. Stóru verkefnin okkar hafa og munu í framtíðinni tengjast erlendri fjárfestingu.

framkvæmda. Þetta voru fjárfestar frá Bandaríkjunum, Japan og Evrópu. Síðasta eina og hálfa árið hefur þetta verið steindautt.“

Fjárfestum í menntun „Við verðum að fjárfesta í háskólum og í tækni. Til lengri tíma er það besta leiðin til að fjölga störfum. Það má ekki skera niður þannig að námið líði fyrir það og verði lélegt. Það er betra að loka skólum, og sækja nám erlendis, en að reka fjársvelta og lélega skóla hér á landi. Það verður byggja upp tækninám á öllum skólastigum og horfa til langs tíma því það tekur allt að 20 árum að breyta skólakerfinu. Það er hlutverk stjórnvalda að sinna þessu ásamt því að tryggja íslensku atvinnulífi stöðugt, öruggt og eftirsóknarvert starfsumhverfi til framtíðar. Þá mun atvinnulífið sjá um að skapa fleiri störf og betri störf,“ segir Kolbeinn.

Fyrsta árið eftir hrun var töluvert um erlendar heimsóknir þar sem menn voru að spyrjast fyrir um verð vegna fyrirhugaðra

53


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

OPINBER ÚTGJÖLD, AÐ FRÁTÖLDUM ELLILÍFEYRISGREIÐSLUM, NÆST HÆST Á ÍSLANDI AF EES-RÍKJUNUM Árið 2010 námu gjöld hins opinbera á Íslandi, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga, 51,5% af VLF og var landið með áttundu hæstu útgjöldin af EES-ríkjunum 30.1 Meðaltal EES-ríkjanna var 48%. Írland trónir á toppnum að þessu sinni vegna mikils kostnaðar þar í landi við björgun bankakerfisins. Danmörk hefur annars verið með efsta sæti í þessum samanburði um langt árabil með 58% hlutfall opinberra útgjalda af VLF. Önnur ríki fyrir ofan Ísland voru hin Norðurlöndin þrjú, Frakkland, Belgía og Austurríki. Opinber útgjöld, að frátöldum ellilífeyrisgreiðslum, voru næst hæst á Íslandi meðal 30 EES-ríkja í hlutfalli af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 2010. Í kjölfar fjármálakreppunnar jukust opinber útgjöld verulega í hlutfalli við VLF í flestum ríkjum, bæði vegna samdráttar efnahagslífs og aukningar opinberra útgjalda. Hlutfall opinberra útgjalda í ESB-ríkjunum jókst um 5% af VLF að meðaltali milli áranna 2007 og 2010, úr 45,6% í 50,6%. Árið 2011 lækkuðu opinber útgjöld í nánast öllum ríkjunum og um 1,5% af VLF í ESB í heild. Á Írlandi lækkaði hlutfallið mest, um 18%, eða úr 66,1% í 46,1%. Ísland var í hópi þeirra ríkja þar sem hlutfallið lækkaði mest árið 2011, eða um rúm 4% af VLF milli áranna 2007 og 2010, og var það 47,3% af VLF það ár. Almannatryggingar og velferðarmál (e. social protection) er útgjaldafrekasti málaflokkurinn hjá flestum þjóðunum. Undir þann lið falla lífeyrisgreiðslur almannatrygginga, sjúkratryggingar, atvinnuleysisbætur, barnabætur, húsnæðisbætur og önnur félagsleg aðstoð. Til málaflokksins árið 2010 vörðu Danir mest allra, rúmum 25% af VLF. Næstu þjóðir í röðinni, Finnland og Frakkland, vörðu 23-24% af VLF til þessa málaflokks.

54

Ísland er í hópi þeirra þjóða sem varði hlutfallslega minnstum fjármunum til málaflokksins árið 2010, eða 11,2% af VLF. Helsta skýringin á tiltölulega lágu hlutfalli Íslands er að greiðslur lífeyrissjóða til lífeyrisþega á Íslandi, sem flokkast utan hins opinbera, nema nærri 5% af landsframleiðslu árlega, en í flestum ríkjunum eru lífeyrissjóðir veigalitlir og ríkissjóðir greiða mest allan ellilífeyri. Þá er hlutfall lífeyrisþega lágt borið saman við aðrar þjóðir þar sem þjóðin er hlutfallslega ung auk þess sem Íslendingar hefja töku lífeyris seinna en aðrar þjóðir. Aðrar skýringar á því að Ísland ver hlutfallslega litlu opinberu fé til almannatrygginga og velferðarmála eru m.a. þær að reglur um greiðslu launa í veikindum eru mjög frábrugðnar því sem víðast gerist, þar sem greiðslutímabil vinnuveitenda er mjög langt hér á landi og þar á eftir taka sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna við og greiða bætur í langvarandi veikindum. Einnig er atvinnuleysi minna hér á landi en í samanburðarríkjunum. Þetta veldur því að opinber framlög til almanntrygginga og velferðarmála eru hlutfallslega mun lægri hér á land en í samanburðarríkjunum.2 Raunhæfur samanburður á umfangi hins opinbera á Íslandi í samanburði við aðrar þjóðir þarf því að taka mið af framangreindum sérkennum Íslands, þ.e. að draga frá útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála. Slíkur samanburður milli EES-ríkjanna 30 er gerður í meðfylgjandi súluriti. Í samanburðinum kemur fram að opinber útgjöld, að frádregnum útgjöldum til almannatrygginga og velferðarmála, voru hlutfallslega hæst á Írlandi árið 2010. Fyrir því voru tímabundnar ástæður eins og fram hefur komið. Að Írlandi frátöldu var hlutfallið hæst á Íslandi meðal þessara ríkja, rúmlega 40% af VLF, en næstu lönd

koma þar langt á eftir með 33-34% hlutfall. Á Norðurlöndunum var hlutfallið 31%-32% að Noregi undanskildum þar sem hlutfallið var 27%. Að meðaltali var hlutfall opinberra útgjalda, að frádregnum útgjöldum til almannatrygginga og velferðarmála, 30,5% í EES-ríkjunum 30. Ísland sker sig þannig úr í þessum samanburði hvað varðar mikið umfang hins opinbera. Útgjöld hins opinbera í hlutfalli við VLF eftir flokkum árið 2010. Röð Íslands meðal EES-ríkjanna 30 Hlutfall af VLF

Röð Íslands

Opinber útgjöld alls

51,5

8

Almenn opinber þjónusta

8,9

4

Varnarmál

0,0

30

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

1,4

26

Efnahags- og atvinnumál

7,0

3

Umhverfismál

0,6

21

Húsnæðis-, skipulags- og veitumál

2,5

2

Heilbrigðismál

7,9

7

Menningar-, íþrótta- og trúmál

3,7

1

Fræðslumál

8,3

1

Almannatryggingar og velferðarmál

11,2

30

Opinber útgjöld án alm.tr. og velf. mála

40,3

2 Heimild: Eurostat

Ísland ver hlutfallslega mest allrar Evrópuþjóða til fræðslumála og menningar-, íþrótta og trúmála, eins og fram kemur í töflunni. Þá ver Ísland næst mest til húsnæðis- og skipulagsmála og er í þriðja sæti hvað varðar framlög til efnahags- og atvinnumála, en útgjöld til þess málaflokks jukust hjá öllum þjóðunum síðustu ár af völdum fjármálakreppunnar. Þar skar Írland sig úr en landið varði 25% af VLF til efnahags- og atvinnumála árið 2010 en hlutfallið var um 5% að meðaltali í ESB. Ísland er í sjöunda sæti hvað varðar útgjöld til heilbrigðismála og í nesta sæti


FEBRÚAR & MARS 2013

varðandi útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála og varnarmála. Niðurstaðan er því sú að þegar tillit er tekið til sérstöðu Íslands varðandi fjármögnun ellilífeyrisgreiðslna í gegnum lífeyrissjóði og þess að á Írlandi var miklum fjármunum varið til þess að bjarga bönkum árið 2010 þá trónir Ísland á toppnum hvað varðar umfang hins opinbera.

Í ljósi þess að opinber útgjöld eru svo mikil hér á landi í alþjóðlegum samanburði liggur beinast við að draga úr reglubundnum útgjöldum ríkissjóðs nægjanlega til að tekjurnar dugi fyrir þeim. Svigrúm til lækkunar útgjalda er meira en svigrúm til skattahækkana auk þess sem útgjaldalækkun er árangursríkari leið til jöfnuðar í ríkisútgjöldum. Þegar jöfnuði

er náð í ríkisfjármálum munu lækkandi vaxtagreiðslur skapa mikilvægt svigrúm til að lækka skuldir ríkissjóðs og síðar að draga úr skattlagningu. 1. Sjá vef Hagstofu ESB, http://epp.eurostat.ed.europe.eu. 2. Sjá einnig http://stats.oecd.org/ 3. Ástæða væri einnig til að leiðrétta fyrir útgjöldum til varnarmála sem nema 1,6% af VLF í ESB-ríkjunum og 1,5% í Noregi en eru engin á Íslandi.

Opinber útgjöld að frádregnum útgjöldum til almannatrygginga og velferðarmála í hlutfalli við landsframleiðslu 2010 í EES-ríkjunum 50

49 40

40 35

34

34

33

33

33

32

32

32

32

30

31

31

31

31

31

31

30

30

29

28

28

28

27

27

26

26

25

25

24 20

20

10

Sviss

Lúxemborg

Búlgaría

Rúmenía

Litháen

Eistland

Noregur

Þýskaland

Malta

Slóvakía

Spánn

Pólland

Ítalía

Tékkland

Evru-ríki (17)

Lettland

ESB (27 ríki)

Svíþjóð

Austurríki

Slóvenía

Finnland

Bretland

Ungverjaland

Danmörk

Portúgal

Frakkland

Belgía

Grikkland

Kýpur

Holland

Írland

Ísland

0

Heimild: Eurostat

Opinber útgjöld í hlutfalli við landsframleiðslu í EES-ríkjunum árið 2010 70

66

60

58

57

56 53

53

52

52

50

51

51

51

51

51

50

50

50

50

48

46

46

45

45

44

44

43

42

40

41

41

40

40

38 33

30

20

10

Sviss

Búlgaría

Slóvakía

Eistland

Rúmenía

Malta

Litháen

Tékkland

Lúxemborg

Lettland

Pólland

Noregur

Spánn

Kýpur

Þýskaland

Ungverjaland

Slóvenía

Bretland

Ítalía

ESB (27 ríki)

Evru-ríki (17)

Holland

Portúgal

Grikkland

Ísland

Svíþjóð

Austurríki

Belgía

Finnland

Danmörk

Frakkland

Írland

0

Heimild: Eurostat

55


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

HÁSKATTA­LANDIÐ ÍSLAND Skattbyrði hefur afgerandi áhrif á samkeppnishæfni þjóða. Það eru ekki aðeins skattar á fyrirtæki sem hafa áhrif á samkeppnishæfnina heldur einnig beinir skattar á launafólk og óbeinir skattar á borð við virðisaukaskatt, vörugjöld og tolla. Beinir skattar á fyrirtæki draga úr arðsemi fjárfestinga og beinir skattar á launafólk og skattar á vöruverð draga úr kaupmætti ráðstöfunartekna heimila og skapa þrýsting til hækkunar launakostaðar fyrirtækja.

sæti OECD-ríkjanna 35 sem meðfylgjandi samanburður nær til, en Danmörk og Svíþjóð trónuðu á toppnum eins og þau hafa gert um langt árabil, og Noregur og Finnland eru ekki langt undan. Þessi samanburður, án nauðsynlegrar leiðréttingar vegna sérstöðu Íslands, sem segir aðeins hálfa söguna sést á meðfylgjandi mynd. Samanburður sem þessi gefur hins vegar ekki rétta mynd af skattbyrði á Íslandi þar sem ekki er tekið tillit til þess að fjármögnun lífeyrisgreiðslna er mjög frábrugðin því sem gerist í flestum hinna ríkjanna. Hér á landi starfa öflugir lífeyrissjóðir sem greiða meiri lífeyri en Tryggingastofnun, en í öðrum ríkjum eru greiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega almennt fjármagnaðar með sköttum á hverjum tíma. Auk þess er aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar hagstæðari en í allflestum samanburðarlöndunum, þ.e. Íslendingar eru tiltölulega ung þjóð, sem felur í sér að byrði vegna lífeyrisþega er minni. Lágt hlutfall lífeyrisþega ræðst bæði af því að þjóðin er hlutfallslega ung og að Íslendingar hefja töku lífeyris tiltölulega seint á ævinni.

Því er iðulega haldið fram að skattar séu ekki sérstaklega háir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, einkum í samanburði við Norðurlöndin, og því sé fyrir hendi svigrúm til skattahækkana. Staðreyndin er hins vegar sú að skattar eru mjög háir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, hvort sem um er að ræða óbeina skatta, tekjuskatta eða eignarskatta. Alþjóðlegur samanburður á skattbyrði milli ríkja er yfirleitt gerður á grundvelli skatttekna hins opinbera í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Í þeim samanburði raðast Ísland ekki hátt skv. nýjustu tölum fyrir árið 2011. Árið 2011 var hlutfall skatttekna hins opinbera á Íslandi, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga, 36%, og var í 13

Taka þarf tillit til iðgjalda til lífeyrissjóðanna, sjúkrasjóða verkalýðsfélaga og þess að launagreiðendur standa undir greiðslum í veikindatilvikum í ríkara mæli en gerist meðal annarra þjóða, til að gera skattbyrði milli Íslands og annarra landa samanburðarhæfa, annað hvort með því að draga skatta sem renna til almannatryggingakerfa frá heildarskatttekjum allra ríkjanna eða bæta iðgjöldum til lífeyrissjóða og sjúkrasjóða við skatttekjurnar. Það hefur AGS t.d. gert í skýrslum sínum um skattamál á Íslandi. Þegar framlög til lífeyristrygginga (social security contributions) eru dregin frá skatttekjum hins opinbera kemur allt önnur mynd í ljós en þegar litið er á skatthlutfallið í heild. Þá er Íslandi í 4 sæti með 32% skatthlutfall, á eftir Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Danmörk er raunar í sérflokki með 47% skatthlutfall, en það skýrist að hluta af því að þar í landi eru ekki lagðir á skattar sem sérstaklega eru eyrnamerktir almannatryggingum eins og í flestum öðrum ríkjum, en næst koma Svíþjóð og Noregur með 34% hlutfall. Meðaltal OECD-ríkjanna er 26% og ríki á borð við Þýskaland er undir OECD meðaltalinu.

Skatttekjur hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu í OECD-ríkjunum 2011 60

50

48 44

44

44

43

43

43

42

40

39

37

37

37

36

36

36

35

34

33

33

32

32

32

30

31

31

31

29

28

28

28

26

26

25

25 21

20

19

Mexíkó

Tyrkland

Bandaríkin

Síle

Kórea

Ástralía

Japan

Sviss

Írland

Kanada

Slóvakía

Grikkland

Spánn

Portúgal

Nýja-Sjáland

Ísrael

Pólland

Eistland

OECD alls

Bretland

Tékkland

Ungverjaland

Ísland

Slóvenía

Þýskaland

Holland

Lúxemborg

Ítalía

Austurríki

Noregur

Belgía

Finnland

Svíþjóð

Frakkland

0

Danmörk

10

Heimild: OECD

56


Svíþjóð

Ísland

20 17

10

0 16 16

Japan

20

Mexíkó

20

Slóvakía

20

Bandaríkin

20

Kórea

21

Spánn

21

Síle

21

Tékkland

22

Pólland

22

Tyrkland

22

Eistland

22

Sviss

20

Grikkland

23

Írland

23

Slóvenía

25

Portúgal

25

Þýskaland

26

Ungverjaland

26

Holland

26

OECD alls

27

Ástralía

27

Lúxemborg

28

Ísrael

29

Kanada

30

Austurríki

30

Frakkland

31

Ítalía

32

Bretland

32

Belgía

30

Finnland

34

Nýja-Sjáland

34

Noregur

50

Danmörk

FEBRÚAR & MARS 2013

Skatttekjur hins opinbera að frádregnum tryggingagjöldum (social security contributions) í hlutfalli við landsframleiðslu í OECD-ríkjunum 2011

60

47

40

19

Heimild: OECD

57


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Matís segir verðmætasköpun og nýsköpun lykilinn að því að skapa fleiri og betri störf:

ÞARASKYR OG BYGGÞARAPASTA ... MMM! Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvælaiðnaði. Hjá Matís starfa margir af helstu sérfræðingum landsins í matvælatækni og líftækni; matvælafræðingar, efnafræðingar, líffræðingar, verkfræðingar og sjávarútvegsfræðingar. Einnig starfar fjöldi meistara- og doktorsnema við rannsóknartengt nám hjá Matís. Starfsstöðvar Matís eru 10 um allt land.

samvinnu við matvæla- og líftæknifyrirtæki og njóta leiðbeiningar sérfræðinga Matís. Síðustu ár hafa 50-60 háskólanemar fengið sumarstörf við samstarfsverkefni Matís og matvælafyrirtækja.

„Tækifærin á Íslandi felast í að hagnýta hreina náttúru til að búa til heilnæm matvæli með jákvæða eiginleika”, segir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. Hann kemur sér beint að kjarna málsins þegar SA spyrja hvað þurfi til að skapa fleiri og betri störf? „Verðmætasköpun er lykillinn að því. Markmið Matís er að auka verðmæti þess sem landið og miðin gefa af sér og beita til þess þekkingu.”

„Nútíma matvælavinnsla hvort sem er í sjávarútvegi og fiskvinnslu eða öðrum greinum byggir á þekkingu. Það er ekki hægt að skilja að hráefnavinnslu og þekkinguna. Allar framfarir, rannsóknir, nýsköpun, tækniþróun og markaðssókn byggja á öflun þekkingar, framþróun hennar og hagnýtingu. Þetta verður aldrei slitið í sundur, ekki frekar en matvælaöryggi og framleiðsla. Verðmætasköpun byggir á þekkingu.” Þetta segir Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri menntunar og matvælavinnslu.

Sókn í sjávarútvegi Matís á mikið samstarf við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. „Við erum inni á gólfi hjá þeim og um borð í skipunum. Fyrirtækin skynja að við búum yfir þekkingu sem þau geta nýtt og vilja nýta”, segir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur. „Það er t.d. hægt að nýta slóg sem til skamms tíma hefur verið hent í sjóinn. Ef það kemur nógu ferskt í land má draga úr því lífefni sem nýta má í lyfjagerð, fitusýrur og áburð.“ Annað dæmi er makríllinn sem fór mest til bræðslu þegar Íslendingar hófu að veiða þessa tegund. Einungis ári síðar var vinnslan mest til manneldis og fór þá tilbúin á markað á sama verði og gamalreyndar makrílþjóðir eins og Norðmenn fengu. Þetta þótti ótrúlegur árangur. „Aukin vinnsla uppsjávarfisks felur í sér gríðarleg tækifæri. Aukning uppsjávarafla um 1% í neytendavöru myndi þýða 2 milljarða króna aukningu útflutningstekna”. Þetta segir Haraldur Hallgrímsson, sviðsstjóri. Það er engin tilviljun að Íslendingar ná mun meiri verðmætum úr hverju veiddu þorskkílói á markaði en Norðmenn. Það byggir á virðiskeðju sem tengir saman rannsóknir á geymsluaðferðum, vinnslu og náin tengsl við markaði. Þrátt fyrir það

58

er langt í land að allar afurðir þorsksins séu nýttar til fulls – tækifærin eru til staðar til að gera enn betur. Hægt er að skapa fleiri og betri störf með bættri nýtingu hráefnis og sókn á kröfuharða markaði með hreint umhverfi og jákvæð heilsuáhrif að leiðarljósi.

Vetrarhveiti, repja og eldgos Matís tekur einnig þátt í verkefnum sem tengjast landbúnaði. Svokallað vetrarhveiti sem sett er niður að hausti, spírar fyrir veturinn og lifir hann af ef allt gengur upp, er dæmi um það en til þessa hefur hveitirækt ekki átt upp á pallborðið á Íslandi. Einnig hefur Matís unnið að verkefnum sem snúa að ræktun á repju og byggi. Innlent fóður er afar mikilvægt fyrir búfjárræktina. „Það er hópur bænda sem lítur á svona verkefni sem klár viðskiptatækifæri,” segir Sveinn. Hann bendir á að kornverð hafi hækkað mikið og væntanlega haldi sú þróun áfram.

Náin tengsl við skólana Á starfsstöðvum Matíss bæði í Grundarfirði og á Sauðárkróki er stefnt að því að sérfræðingar Matís komi að kennslu í framhaldsskólunum og tengi saman kennslu raungreina og atvinnulífið á staðnum. Það geri þeir m.a. með því að skýra hugtök með dæmum úr fiskvinnslu og útgerð. Nýting þorsks og verðmæti er eitthvað sem flestir skilja en færri átta sig á áhrifum mismunandi sýrustigs, hitastigs o.fl. á verðmæti afurðanna. Náin tengsl hafa verið á milli Matís og háskólanna. Nýleg verkefni tengjast makrílnum og aukinni lífefnavinnslu. Að jafnaði eru 8-15 meistaranemar og 5-10 doktorsnemar sem vinna verkefni í

Skortur á lífmassa í heiminum Í aukinni vinnslu þara og þörunga felast einhverjir helstu möguleikar Íslendinga til aukinnar verðmætasköpunar á næstu árum að mati sérfræðinga Matíss. Byggþarapasta er dæmi um vöru úr íslensku hráefni þar sem blandað er saman afurðum landbúnaðar og sjávarútvegs. Þaraskyr er annað dæmi. Í heiminum er skortur á lífmassa og verðið hækkar jafnt og þétt, sérstaklega ef hráefnin koma út ómenguðu umhverfi. Þar búum við vel og höfum áratuga mælingar til að staðfesta hverfandi mengun í sjávarfangi. Gnótt er af vatni og umhverfisvæn, ódýr orka veitir samkeppnisforskot. Framtíðin liggur í því að tengja þetta saman. Hreina og ómengaða náttúru, matvælin, orkuna og vatnið.

Matís út um allt Starfsemi Matís fer fram á 10 stöðum um allt land. Verkefnin koma líka alls staðar að. Þau geta komið frá fyrirtækjum, einstaklingum, skólum eða erlendis frá. Búist er við að á næsta ári komi um þriðjungur tekna Matís erlendis frá. Það eru bæði styrkir í samstarfi við aðra sem


FEBRÚAR & MARS 2013

Byggþarapasta er dæmi um vöru úr íslensku hráefni þar sem blandað er saman afurðum landbúnaðar og sjávarútvegs. Þaraskyr er annað dæmi.

sótt hefur verið um en einnig verkefni sem erlend fyrirtæki hafa beint til Matís. Smám saman hefur fyrirtækið öðlast viðurkenningu á þeirri þekkingu og reynslu sem það býr yfir. Erlend stórfyrirtæki, og einnig þau sem smærri eru, hafa leitað eftir samstarfi við Matís um lausn tiltekinna verkefna. Einnig sækjast erlendir námsmenn eftir því að koma til Matís gegn því að geta tekið þátt í verkefnum og öðlast hlut í þekkingunni sem þar er að finna. Matís er opinbert hlutafélag og tilgangurinn með starfseminni er mjög skýr. Meginmarkmiðið er að auka verðmætasköpun, bæta lýðheilsu og auka matvælaöryggi. Þetta er gert með

rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla og líftækni.

Engin hugmynd of vitlaus Matís hefur aðstoðað marga frumkvöðla við að komast af stað með sinn rekstur. Það er þó ekki víst að allt takist. En þó nokkur sprotafyrirtæki lifa góðu lífi í dag. Einnig eru starfsmennirnir sjálfir hvattir til að koma með hugmyndir um nýjar vörur eða þjónustu. Allar tillögur fá umfjöllun og eru metnar og engin hugmynd þykir of vitlaus til að vera afskrifuð án skoðunar.

hefur gengið vel og það er gaman að sjá starfsemina fjármagna sig á eigin verðleikum. Hlutverk okkar er mikilvægt og Matís býr yfir eftirsóknarverðri þekkingu. Það er augljóst að eftir því sem þjóðir eldast kemur sífellt stærri hluti útgjalda hins opinbera til með að renna til heilbrigðismála. Sú þróun getur ekki haldið áfram endalaust. Fólk hlýtur því að verða að bera sífellt aukna ábyrgð á eigin heilsu. Þar skipta matvælin gríðarmiklu máli.”

Sveinn Margeirsson, forstjóri, segir alla þætti starfseminnar tengjast. „Reksturinn

59


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Stofnendur Landnámsseturs dreymir um miðaldaböð í Borgarfirði:

ÆTLA AÐ BYGGJA ÁSGARÐ Landnámssetrið í Borgarnesi hefur fest sig í sessi sem viðkomustaður þeirra sem eiga leið um Vesturland. Margir gera sér raunar sérstaka ferð þangað enda boðið upp á mikinn fróðleik um landnámið og Íslendingasögurnar auk skemmtilegra leiksýninga. Reksturinn er í góðu horfi en nú hafa stofnendurnir stóra drauma um uppbyggingu miðaldabaða í Borgarfirði auk sýningar um norrænu goðafræðina. Stofnkostnaður er áætlaður einn og hálfur milljarður. Við eigum stefnumót á Landnámssetrinu við stofnendur þess, Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur. Ljúffeng humarsúpa er á borðum og umræðuefnið spennandi. Landnámssetrið var opnað sumarið 2006 og reksturinn hefur verið stígandi. Fyrir utan sögurnar er þar fallegur veitingastaður og góð fundaraðstaða. Mikill vöxtur hefur verið síðustu árin samhliða aukningu ferðamanna til landsins, eða um 15% veltuaukning á ári sl. 3 ár. Landnámssetrið er nú opið til kl. 21 allt árið um kring í fyrsta sinn í vetur, áður var lokað kl. 17 á veturna. Kjartan og Sigríður segja það sitt framlag til átaksins „Ísland allt árið.“ Traffíkin yfir veturinn er ekki mikil en það skiptir þau miklu máli að hafa alltaf opið. Sérstakur sumar- og vetraropnunartími heyrir því sögunni til.

ferðamanna sem komi til þeirra séu með handbækur með sér, s.s. Lonely Planet og Rough Guides svo einhverjar séu nefndar. Nú er svo komið að umfang rekstursins í Landnámssetrinu er orðið nægt. Leiksýningarnar hafa gengið margfalt vonum framar og húsnæðið undir sögusýningarnar er nægilega stórt, en það tekur ferðamann um klukkutíma að ganga þar í gegn sem er mátulega langt. Stefnan er að stækka eldhúsið til að geta tekið á móti stærri hópum í mat og stækka jafnframt veitingasalinn. Innar í Borgarfirði dreymir þau hins vegar stærri drauma.

Styrkja þarf innviði ferðaþjónustunnar Kjartan þreytist seint á að hamra á því að það þurfi að styrkja innviði ferðaþjónustunnar all rækilega – fjárfesta í innviðum hennar. Hann hefur m.a. gripið til þeirrar líkingar að ferðaþjónustan í dag sé á svipuðum stað og sjávarútvegur var á árunum upp úr aldamótunum 1900 þegar skorti hafnir og almennileg skip og báta til að sækja á miðin. Kjartan og Sigríður eru með frábæra hugmynd á teikniborðinu sem verður vonandi að veruleika einn daginn – hugmynd sem þau segja eðlilegt framhald af Landnámssetrinu og myndi svo sannarlega verða sannkallaður ferðamannasegull á Vesturlandi.

Miðaldaböð á teikniborðinu

mögnuðu Hraunfossar eru ekki langt undan og Hallmundarhraun blasir við. Engin ummerki mannsins eru sjáanleg og ljósmengun á svæðinu er engin – þar getur orðið algjört myrkur sem er eftirsóknarverð söluvara fyrir erlenda ferðamenn. Böðin sjá þau fyrir sér í anda Bláa Lónsins eða Jarðbaðanna í Mývatnssveit – þó algjörlega með sína sérstöðu. En það býr meira undir. „Við sjáum fyrir okkur stóra sýningu um norrænu goðafræðina og tengsl hennar við himinhvolfið. Gylfaginning í SnorraEddu er eiginlega lýsing á því hvernig goðaheimurinn byggist upp á himninum. Þetta munum við tengja saman þegar fólk skoðar hér himininn í vetrarferðamennskunni með stjörnunum og sögu goðanna uppi á himninum.“ Kjartan þagnar en bætir svo við. „Bara eitt dæmi. Askur Yggdrasils, hið mikla tré sem heldur heiminum uppi samkvæmt norrænu goðafræðinni – það er ekkert annað en vetrarbrautin sem gengur yfir allan himininn. Þetta munum við leiða í ljós á sýningunni sem verður mjög spennandi og skemmtileg.“ Framtíðin er síðan sú að byggja hótel í nágrenni við miðaldaböðin og það er ekki annað hægt en að hrífast af hugmyndinni þar sem sögunni, náttúrunni og miklum andstæðum er teflt saman m.a. eldi og ís.

Vaxa með orðsporinu Markaðssetning er þeim hjónum hugleikin en þau segja það lykilatriði að hlutirnir séu þannig úr garði gerðir að þeir spyrjist út, að þeir vaxi með orðsporinu. Að upplifun fólks af því að koma sé það góð að það segi vinum og kunningjum frá. „Það hefur aldrei verið góður bissness að frumsýna hálft leikrit, eða hálfæft leikrit,“ segir Kjartan. „Flugtakið verður að vera í lagi.“ Önnur leið til að koma sér á framfæri er í gegnum alskonar ferðahandbækur. Nokkrar erlendar leika þar lykilhlutverk. Kjartan og Sigríður benda á að 80-90% erlendra

60

Í um fjögur ár hafa hjónin í Landnáms­ setrinu verið að þróa hugmynd um að reisa náttúruböð í Borgarfirði og tengja þau við norrænu goðafræðina. „Miðaldaböð er vinnuheitið en þetta gæti á endanum orðið Ásgarður,“ segir Kjartan sem fer á flug þegar hann lýsir hugmyndinni. „Við ætlum að byggja á baðmenningu miðalda þegar menn gengu til lauga.“ Það er komið jörð undir böðin í landi Hrauns-Áss, heita vatnið verður sótt í land Stóra-Áss, en kaldavatnið verður sótt í Hvítá – tært og ómengað jökulvatn. Eiríksjökull nýtur sín vel á jörðinni, hinir

Græn stóriðja Sigríður segir að sér finnist það algjörlega liggja í augum uppi að hægt sé að búa til fleiri og betri störf í ferðaþjónustu á Íslandi. „Ferðamönnum sem koma hingað er alltaf að fjölga. Ísland er nánast uppselt yfir sumartímann en við getum tekið við mun fleiri ferðamönnum utan háannatímans. Ég gæti trúað því að verkefni eins og miðaldaböðin gæti skapað 50-100 störf, ég kalla þetta græna stóriðju,“ segir hún og sér gífurlega möguleika í stöðunni.


FEBRÚAR & MARS 2013

Við ætlum að byggja á baðmenningu miðalda þegar menn gengu til lauga og setja samhliða upp stóra sýningu um norrænu goðafræðina.

„Þetta er stórkostlegur staður og það er ekki síðra að koma hingað að vetri til en að sumri. Baðmenningin, goðafræðisýningin og norðurljósin eru allt hlutir sem fólk nýtur að vetri. Við verðum að byggja alla okkar markaðssetningu og afþreyingu á því að fá fólk hingað á veturna og skapa góð heilsársstörf þannig að ferðaþjónustan verði ekki eitthvert sumarhobbý heldur alvöruatvinnuvegur. Það er eftir miklu að slægjast því það er mikill virðisauki í ferðaþjónustunni.“

Hver grípur tækifærið? Staða verkefnisins í dag er sú að frekara fjármagn þarf til þess að halda áfram að þróa það enda mjög stórt í sniðum.

„Byrjunarkostnaður er einn og hálfur milljarður,“ segir Kjartan og brosir og segir í gamni að peningar séu í sjálfu sér engin fyrirstaða. Sigríður grípur boltann á lofti. „Það vantar þann sem kemur með fyrstu milljónirnar til að halda áfram að þróa verkefnið. Það er búið að vera í þróun í fjögur ár og er orðið mjög mikils virði í sjálfu sér. Við erum komin með land, það er búið að gera teikningar og alls konar viðskiptaáætlanir og það er búið að rannsaka vatnið sem við ætlum að nota. Núna vantar okkur fjárfesta sem þora að veðja á verkefnið sem ég er alveg viss um að á eftir að skila sér margfalt til baka.“ Einhver?

Horfðu! 61


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Atvinnulífið á brýnt erindi við skólana

FYRIRTÆKIN KALLA EFTIR TÆKNIFÓLKI Góð og notadrjúg menntun er grundvöllur fyrir uppbyggingu í atvinnulífinu og aukna verðmætasköpun á komandi árum. Fyrirtæki framtíðarinnar þurfa á að halda hæfu fólki til fjölbreyttra starfa. Fólki með verkfræði- og tæknimenntun á háskólastigi og fólki með iðnmenntun á mörgum sviðum. Til að fá slíkt fólk til starfa þarf aukið samstarf fyrirtækja og menntastofnana. Varpa þarf ljósi á störf sem unnin eru í atvinnulífinu og verðmætasköpunina sem þar á sér stað. Menntunarkröfur sem eru gerðar til starfa þurfa að vera skýrar og ástæður þeirra einnig. Það er ekki á valdi fulltrúa atvinnu­ fyrirtækja, kennara eða ríkisvaldsins að ákveða náms- og starfsval þótt vissulega hafi þessir aðilar mikil áhrif. Atvinnulífið þarf að kynna þarfir sínar mun betur fyrir nemendum og foreldrum og gefa þeim upplýsingar um hvar tækifærin liggja. Forsvarsmenn skóla og menntamála þurfa einnig að hlusta eftir ákalli atvinnulífsins. Eigi nám að vera í auknum mæli á forsendum atvinnulífsins í landinu verður almenn umræða um atvinnulíf, störf og menntun að breytast þannig að víðtækt samstarf takist um leiðirnar að því marki.

Auka þarf skilvirkni náms Óvíða í ríkjum OECD er að finna jafnlangan námstíma í grunn- og framhaldsskólum og á Íslandi. Hjá flestum nálægum þjóðum teljast nemendur hafa fengið nægan undirbúning til að hefja háskólanám við átján eða nítján ára aldur. Æskilegt er að nýta betur námstímann í grunn- og framhaldsskólum og auka skilvirkni náms þannig að nemendur geti almennt lokið framhaldsskólanámi við 18 ára aldur.

62

Auka þarf virkni nemenda í skólastofunni og efla nýsköpun Brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum á Íslandi er óvenju hátt í alþjóðlegum samanburði og hefur verið svo um árabil. Þessu þarf að breyta með samræmdum aðgerðum strax í grunnskóla. Mikilvægt er að örva nemendur í verkefnabundnu og lausnamiðuðu námi og ýta undir frumkvæði, gagnrýna hugsun og skapandi starf nemenda. Það þarf átak til að halda við og efla áhuga barna á raun- og tæknigreinum og tengja tæknina, sem þeim er auðlærð á þessum árum, við sem flest áhugasvið. Það þarf að fræða börn um störf og fjölbreytni þeirra og að fleiri leiðir séu til en bóknám. Breyta þarf kennaramenntun þannig að kennarar verði hæfari til að kenna raun- og tæknigreinar og hvetja starfandi kennara til að afla sér frekari þekkingar í þessum greinum.

Framhaldsskólinn verður að breytast með atbeina atvinnulífsins Í framhaldsskólum verður sérhæfing til starfa að hefjast af fullum krafti án þess að lokað sé dyrum til frekara náms síðar. Bjóða verður fjölbreyttara og sveigjanlegra nám og margs konar styttri námsbrautir. Bregðast þarf við verulegum skorti á tækni- og iðnmenntuðu fólki, t.d. með sérhæfðu námi á framhaldsskólastigi eða með því að flétta verknám inn í nám til stúdentsprófs. Það þarf að vera aðlaðandi fyrir góða námsmenn að velja sér starfsnám í framhaldsskóla. Þetta getur unnið gegn því að unglingar hætti námi á framhaldsskólastigi. Atvinnulífið þarf að koma að því í stórauknum mæli að móta nám í framhaldsskólunum og beita sér varðandi námsval unglinga með

öflugum kynningum á störfum í boði. Mikilvægt er að þeir sem veita námsráðgjöf á framhaldsskólastigi hafi fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu á atvinnulífsinu og þörfum þess.

Samstarf atvinnulífs og háskóla aukist Háskólarnir og atvinnulífið verða að vinna betur saman og hafa oftar að markmiði að mennta fólk til fjölbreyttra starfa. Sem dæmi á kennsla um rekstur, stjórnun og markaðsmál erindi í flestar námsgreinar í háskóla. Háskólarnir verða að vera sveigjanlegir, bregðast fljótt við eftirspurn og hvetja til nýsköpunar en mega ekki hamla framþróun. Sjö háskólar sem bítast um takmarkað fé og hlutfallslega fáa nemendur hljóta að vera dýrir samfélaginu og að unnt sé að nýta fjármunina betur. Varhugavert er að skera mest niður framlög þar sem mest áhersla er lögð á tækni- og verkfræðimenntun í háskólunum.

Menntun líka fyrir þá sem eru í vinnu Hver sem menntunin er, þá læra menn langstærstan hluta starfs síns þegar í vinnu er komið. Það skilar sér í aukinni samkeppnishæfni að hafa markvissa nýliðaþjálfun á öllum sviðum og bjóða starfsmönnum að bæta stöðugt við sig þekkingu og færni. Það er mikil þörf á að bjóða fólki á vinnumarkaði upp á viðurkennt nám með vinnu meðan hópurinn sem ekki hefur lokið öðru námi en grunnskóla er jafn stór hér á landi og raun ber vitni.


FEBRÚAR & MARS 2013

• Nemendur ljúki framhaldsskóla 18 ára

• Kennsla í rekstri og markaðsmálum á erindi í flestar námsgreinar

• Hver sem menntunin er, þá læra menn langstærstan hluta starfs síns þegar í vinnu er komið.

63


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Vífilfell leggur áherslu á gæði, öryggi og virðingu fyrir umhverfinu:

ALLT BYGGIR Á HREINU VATNI Vífilfell er stærsti gosdrykkjaframleiðandi landsins og annað stærsta matvælafyrirtækið. Hjá fyrirtækinu starfa um 220 manns þar af um 40 á Akureyri. Vífilfell er í eigu spænska gosdrykkjaframleiðandans Cobega sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 1951 um framleiðslu á vörum frá Coca-Cola fyrirtækinu. Vífilfell getur því sótt til móðurfyrirtækisins margskonar þekkingu og ráðgjöf. Eigendur Cobega hafa átt viðskipti við Ísland um langa hríð en fjölskyldan hóf saltfiskinnflutning til Spánar frá Íslandi upp úr 1850. Fjölmargar vörur Vífilfells eru hluti af daglegu lífi Íslendinga eða koma við sögu þegar landinn gerir vel við sig eða lyftir sér upp. Umfang rekstursins er enda töluvert, Vífilfell veltir tæplega 11 milljörðum króna og þar af greiðir fyrirtækið 2,5 milljarða króna í áfengisgjöld, 500 milljónir í vörugjöld og 700 milljónir í skilagjöld. Auk skrifstofu og verksmiðju í Reykjavík er bjórverksmiðja Vífilfells á Akureyri. „Við erum markaðs- og þjónustufyrirtæki einkum með drykkjarvörur,“ segir Árni Stefánsson forstjóri fyrirtækisins og horfir fram á veginn. „Við viljum auka frekar vöruval innanlands, þá einkum með áherslu á heilnæmar lausnir sem falla að óskum og þörfum neytenda hverju sinni, einnig að færa út kvíarnar á erlendum mörkuðum eftir því sem tækifæri gefast.“

Heilsudrykkir í mikilli sókn

Fullkomnasta vatnshreinsun á Íslandi

Aukin meðvitund fólks um heilsuna hefur áhrif á vöruþróun fyrirtækisins. „Vífilfell hefur markað sér þá stefnu að leggja aukna áherslu á svokallaða heilsudrykki. Þetta eru safar, íþróttadrykkir og mjólkurvörur og stöðugt bætast nýjar tegundir við. Fyrirtækið leggur því sífellt meiri áherslu á vöruþróun. Við erum með stóra rannsóknarstofu og góðan kjarna af öflugu og vel menntuðu fólki,“ segir Árni sem starfað hefur hjá fyrirtækinu frá árinu 1998. „Það er helst að erfitt hafi reynst að fá tæknimenntað fólk til starfa en þetta er annars eftirsóttur vinnustaður.“

Á síðasta ári var byggð á vinnslusvæði Vífilfells vatnshreinsistöð sem hreinsar allt affallsvatn sem frá verksmiðjunni kemur. Hreinsuð eru 95% af öllum óhreinindum í vatninu og krafan er sú að það vatn sem fyrirtækið skilar í fráveitukerfið sé svo hreint að gullfiskar geti lifað í því. Þetta er eina vatnshreinsistöð sinnar tegundar á landinu. Hreinsunin er mun meiri en sú sem fer fram í skolphreinsistöðvum sveitarfélaganna. Árni lýsir ferlinu við hreinsunina: „Ferlið byggir á því að bakteríur brjóta niður lífræn efni í vatninu og mynda metangas. Það er svo nýtt til að hita vatnið sem kemur inn í stöðina í um 30°C sem er kjörhiti fyrir bakteríurnar. Fjárfestingin í þessum búnaði er um 450 milljónir króna.“

Er ekki erfitt að þróa sífellt nýja drykki og markaðssetja þá? „Það er gríðarlega mikið mál að þróa nýjan drykk. Þegar við vinnum með erlendum samstarfsaðilum eins og The Coca-Cola Company þá er sú vinna að mestu unnin úti. En við þróum einnig jafnt og þétt nýja drykki hér innanlands og sú vöruþróun er að hluta unnin með aðkeyptri vinnu. Þróunarvinnan snýst ekki bara um drykkinn sjálfan og samsetningu hans heldur skipta umbúðir og merkingar vörunnar miklu máli. Einnig þarf góð greining á þörfum markaðarins að liggja fyrir og hvar drykkurinn á heima á markaðnum. Við verðum að hafa samráð við yfiröld ef um vítamínbætta drykki er að ræða og eins þarf að hafa í huga ofnæmisvalda.“

Kröfurnar aukast stöðugt Það má ekkert út af bera við framleiðslu fyrirtækisins og ásýnd þess er mjög mikilvæg. Vegna þessa hefur fyrirtækið innleitt víðtæka staðla á verkferlum og er þeirri innleiðingu ekki að fullu lokið. Innleiddir hafa verið allir alþjóðlegir staðlar sem eiga við um starfsemina. Í notkun er gæðastaðallinn ISO 9001, umhverfisstaðallinn ISO 14001, matvælastaðallinn ISO 22000 og verið er að innleiða vinnuöryggisstaðalinn OHSAS 18001.

64

Allt byggir á hreinu vatni Vatnið sem Vífilfell notar við framleiðsluna kemur frá Gvendarbrunnum og er mjög hreint. „Þetta er toppvatn en við viljum að vatnsverndarsvæðinu sé alveg lokað vegna þess að það má ekkert út af bregða. Fyrir nokkrum árum höfðum við t.d. áhyggjur af losun úrgangs á Hólmsheiði en að okkar mati ætti ekki að leyfa neina umferð um svæðið,“ segir Árni. „Þarna fara hagsmunir fyrirtækisins og borgarbúa allra saman – það verður að tryggja gæði vatnsins okkar.“ Útflutningur er lítill hluti framleiðslunnar en útflutningur á bjór hefur þó farið vaxandi. Fyrirtækið telur sig ekki geta framleitt vatn til útflutnings með hagkvæmum hætti en framleiðir bragðbætt kolsýrt vatn á flöskur fyrir innlendan markað. Þá hefur aukin eftirspurn erlendra ferðamanna leitt til þess að fyrirtækið hefur aukið átöppun á hreinu vatni í umbúðir til að mæta þeirra þörfum.

Óvissa um álögur ríkisins skaða Vífilfell varð ekki fyrir samdrætti í kjölfar hrunsins 2008 sem verður að teljast gott. Átakið Veljum íslenskt skilaði fyrirtækinu


FEBRÚAR & MARS 2013

Áfengis- og vörugjald á bjór nemur um 70% af söluverði frá okkur þannig að þetta er fyrst og fremst umsýsla með peninga hins opinbera.

góðum árangri, sérstaklega árið 2009. „Það má gjarnan hrinda því átaki af stað aftur,“ segir Árni. „Við gerðum samning við The Coca-Cola Company um framleiðslu á djúsþykkni fyrir Noreg og Danmörku árið 2009 sem rann út í árslok 2010. Árin 2009 til 2011 jukust álögur ríkisins á vörur okkar verulega og því dró úr neyslunni og það segir enn til sín. Áfengis- og vörugjald á bjór nemur um 70% af söluverði frá okkur þannig að þetta er fyrst og fremst umsýsla með peninga hins opinbera. Það er mjög takmarkað hvað við megum kynna

bjórinn og við sjáum að aukning er að verða á sölu erlends bjórs. Verði dregið enn frekar úr kynningu innlendra framleiðenda þá mun hlutdeild innflutnings aukast og framleiðendur hér líða fyrir það.“ Starfsumhverfið gæti því verið betra og haft jákvæðari áhrif á fyrirtæki sem vilja efla sinn rekstur, skapa meiri verðmæti og búa til fleiri störf. Árni gagnrýnir jafnframt þingmenn fyrir að hækka gjöld á atvinnulífið eða breyta leikreglum með litlum eða nánast engum fyrirvara. „Það er

ámælisvert hversu lítinn tíma fyrirtæki hafa til að bregðast við nýjum eða hækkuðum ríkisálögum þar sem að skattafrumvörp koma ekki fram fyrr en í nóvember og eru afgreidd um miðjan desember. Fyrirtækin eru þá fyrir allnokkru síðan búin að vinna fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár og marka stefnu um verðlagningu og fleiri þætti. Óvissan sem fylgir þessu er mjög skaðleg,“ segir Árni að lokum og leiðir gesti sína um fyrirtækið og sýnir stoltur nýju vatnshreinsistöðina. Það er full ástæða til.

65


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Samskip reka umfangmikið flutningakerfi um alla Evrópu:

STEFNAN SETT Á VÖXT Samskip eru alþjóðlegt félag sem býður flutninga og tengda þjónustu á sjó, landi og í lofti. Félagið var stofnað árið 1990 og tók þá við rekstri rótgróins sjóflutningafyrirtækis sem starfað hafði í hálfa öld. Fyrirtækið rekur stórt gámaflutningskerfi með notkun skipa, lesta og bíla. Mestur flutningaþunginn er í Evrópu. Ársvelta fyrirtækisins er 530 milljónir evra eða 85 milljarðar króna. Hjá fyrirtækinu starfa 1.300 starfsmenn í 24 löndum. Það er vægt til orða tekið að rekstur Samskipa sé umfangsmikill. Um 20% veltunnar er á Íslandi og þar vinna tæplega 500 starfsmenn, þ.m.t. íslenskar áhafnir á skipum félagsins sem hafa viðkomu m.a. í Reykjavík. Vörumiðstöð fyrirtækisins er við Vogabakka og var opnuð árið 2005. Þar er allt á einum stað, vöruhús, gámavellir, frystigeymslur og skrifstofur. Þaðan annast Landflutningar-Samskip dreifingu um allt land og gámaskip Samskipa í millilandasiglingum hafa þar viðkomu. Jafnframt hafa frystiskip reglubundar viðkomur við frystigeymslur félagsins, en Samskipa eiga hlut í stórri frystiskipaútgerð.

Reka eigin járnbrautakerfi Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, lýsir þróun fyrirtækisins svona: „Á uppgangsferli fyrirtækisins fyrir síðustu aldamót var litið út fyrir landsteinana. Kúrsinn var settur og starfsemin í Evrópu styrkt með fjárfestingum í gámaflutningafyrirtækjum og fyrirtækjum í frystivöruflutningum. Mestöll starfsemin er rekin undir nafni Samskipa en jafnframt á félagið m.a. fyrirtækin Jónar Transport, sem starfa á flutningsmiðlunarmarkaði, FrigoCare sem starfrækir frystigeymslur í Hollandi og Noregi. Félagið á jafnframt 50% hlut í frystiskipaútgerðinni Silver Sea As, og flutningsmiðlunarfélaginu Safari Transport.“ Ásbjörn heldur áfram: „Flutningakerfi fyrirtækisins í Evrópu hefur verið byggt

66

upp með kaupum á fyrirtækjum sem hafa verið sameinuð undir merkjum Samskipa. Við flytjum mikið með lestum og Samskip reka t.a.m. eigin járnbrautarlestar, milli Svíþjóðar og Þýskalands, en þar er verið að sinna gámaflutningum milli Skandinavíu og meginlands Evrópu. Við sáum mikil tækifæri í fyrirtækinu Van Dieren Maritime fyrir um áratug, sem kom að þessum lestarflutningum, sú starfsemi hefur vaxið mikið á undanförnum árum og sjáum við fram á mikil sóknarfæri í frekari gámaflutningum með lestum.“

Miklar breytingar undanfarin ár Við efnahagshrunið á heimsvísu seinnihluta árs 2008 drógust flutningar mikið saman á flest öllum mörkuðum, til að mynda drógst innflutningur til Íslands saman um helming. Samskip bjóða upp á flutninga til og frá Íslandi með gámaskipum, sem og í frystiskipum og með stórflutningaskipum. „Við sjáum nú hægan en stöðugan vöxt, og reiknum með vexti á árinu 2013. Við þurfum þó að sjá meiri vöxt – meiri fjárfestingu í atvinnulífinu,“ segir Ásbjörn.

Fimm róleg ár en von um vöxt „Árin 2009-2013 eru róleg ár og útlit fyrir að 2014 verði það einnig. Við erum að ganga í gegnum fimm ára tímabil hægfara breytinga, bæði hér heima og erlendis. Framtíðarhorfur hér á okkar slóðum eru hinsvegar mjög áhugaverðar, að því gefnu að við Íslendingar spilum rétt úr spilunum. Við munum sjá auknar fjárfestingar í orkugeiranum, túrismi mun halda áfram að vaxa og sjávarútvegurinnn sem slíkur stendur á traustum stoðum. Við förum jafnframt að binda meiri væntingar við vöxt í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu, sem og innan lögsögu Grænlands. Við verðum hugsanlega í mjög áhugaverðri stöðu, þjónustumiðstöð fyrir olíuvinnslu Grænlendinga, Norðmanna og okkar Íslendinga til lengri tíma, sökum legu landsins.“

Norðurskautið sýnd veiði Siglingaleiðin um Norður Íshaf getur skipt máli þegar til lengri tíma er litið en opnun hennar mun kalla á uppbyggingu flutningatengdrar aðstöðu. Í tengslum við Grænland eru ýmis tækifæri og Samskip fylgjast vel með þróun mála þar. Siglingaleiðin yfir norðurheimskautið er einungis opin hluta úr árinu, en það á sér stað talsverð aukning á siglingum. „Það er hinsvegar óraunhæft að við sjáum gámaflutningaskip í reglubundnum siglingum, allan ársins hring, á þessari leið á komandi áratug,“ segir Ásbjörn og heldur áfram. „Framundan er mikil rannsóknarvinna í tengslum við norðurhafssiglingar, bæði af hálfu Kínverja, Norðmanna, Kanadamanna og fleiri ríkja. Það verður háum fjárhæðum varið í þessar rannsóknir – það er mikið framundan hér á norðurslóðum. Það er ákaflega mikilvægt að fyrirtæki eins og Samskip fylgist vel með. Einnig þarf samfélagið að taka þátt í þeim verkefnum og tækifærum sem af þessu munu skapast á komandi árum og áratugum. Þetta eru því mjög áhugaverðir tímar á okkar slóðum.“

Auknar kröfur í umhverfismálum Samskip finna fyrir auknum kröfum vegna umhverfismála og fyrirtækið tekur mið af þeim: „Við gerum hvað við getum til að draga úr olíueyðslu, orkustjórnunarþátturinn verður sífellt viðameiri í starfsemi félags eins og Samskipa. Við erum með tiltölulega ungan skipaflota, þróun bílanna hefur fleygt fram og þeir eru orðnir umtalsvert sparneytnari en fyrir nokkrum árum og við erum með búnað til að fylgjast með akstri bílaflotans. Einnig koma fram síauknar kröfur um minni brennisteinslosun.“


FEBRÚAR & MARS 2013

„Kúrsinn var settur og starfsemin í Evrópu styrkt með fjárfestingum í gámaflutninga­ fyrirtækjum og fyrirtækjum í frystivöru­ flutningum.“

Boðið upp á nám í flutningum

Íþyngjandi gjaldeyrishöft

Hæft starfsfólk er lykillinn að því að fyrirtæki geti náð árangri og þar leikur menntun lykilhlutverk. „Það er erfitt að finna starfsfólk með sértæka tækniþekkingu. Það eru t.d. ekki margir sérhæfðir starfsmenn í flutningum í boði á vinnumarkaðnum á Íslandi,“ segir Ásbjörn. Af þeirri ástæðu býður fyrirtækið upp á nám í flutningatækni og flutningafræðum. Fyrirtækið starfrækir Flutningaskóla Samskipa sem er sérhæfður skóli með tvíþætt fagnám og starfsnám í vöruflutningum og er starfræktur í samstarfi við Mími símenntun. Aðalmarkmið hans er að styrkja faglega hæfni starfsmanna, auka sjálfstraust þeirra og möguleika á starfsþróun. Námið er markvisst tengt við starfsvettvang félagsins og viðfangsefnin eru mjög fjölbreytileg. Jafnframt á félagið gott samstarf við Háskólann í Reykjavík, en skólinn býður upp á diplómanám í flutninga- og vörustjórnun á háskólastigi.

Gjaldeyrishöftin íþyngja fyrirtækinu, eins og svo mörgum öðrum fyrirtækjum og einstaklingum í landinu. Ásbjörn segir: „Það verður að koma almenningi og atvinnulífi úr þessum átthagafjötrum. Almennt finnum við þó ekki annað en góðan tón gagnvart Íslandi þótt í fyrstu væri talið að erfitt yrði að byggja upp traust á ný, en það verður að vera algjört forgangsverkefni að afnema gjaldeyrishöftin.“

„Við höfum fjárfest mikið í aukinni skilvirkni, t.a.m. í tölvukerfum og innleiðingu þeirra. Innleiðing SAP hugbúnaðarins er langt komin í þeim 24 löndum þar sem Samskip starfar. Eitt sameiginlegt tölvukerfi dregur starfsemi í mismunandi löndum nær hvað varðar fjármálalega stýringu og uppgjör. Nýjasta tæknin skilar sér í aukinni skilvirkni. Við gerum meira en áður með sama mannskap og erum í stakk búin fyrir frekari vöxt. Það eru spennandi tímar framundan.“

Hyggjum á vöxt Samskip hyggjast stækka enn frekar til viðbótar við innri vöxt. Á síðustu fjórum árum hefur verið fjárfest í skipum fyrir 7-8 milljarða króna. Mörg tækifæri til vaxtar eru framundan. Staðan er áhugaverð. Eftir fjármálakreppuna var áherslan fyrst á að halda sjó, síðan að dafna og nú er stefnan sett á frekari uppbyggingu.

67


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

HVAÐ ÞARF TIL AÐ SKAPA STÖRF? Störfum fjölgar ekki nema umsvif í atvinnulífinu aukist. Það er þó ekki algilt því á sumum tímabilum fjölgar störfum lítið sem ekkert þó vöxtur sé í efnahagslífinu. Það gerist gjarnan eftir stöðnunar- eða samdráttarskeið en þá búa mörg fyrirtæki við vannýtta framleiðslugetu. Þá hafa menn stundum áhyggjur af vexti án starfa (e. jobless growth) sem kann að eiga sér stað á tímum mikilla tæknibreytinga sem stórauka skilvirkni og afköst.

Fjárfestingar í sögulegu lágmarki Atvinnulífið vex ekki nema fjárfest sé í aukinni framleiðslu- og þjónustugetu. Undanfarin þrjú ár hafa fjárfestingar í heild og fjárfestingar atvinnulífsins verið í sögulegu lágmarki, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Fjárfestingar í heild hafa

einungis numið 13-14% af landsframleiðslu sl. þrjú ár en þær námu að meðaltali 24% af landsframleiðslu síðustu 66 ár og 21% síðustu þrjá áratugina. Svipað gildir um fjárfestingar atvinnuveganna sem hafa numið 8-9% af landsframleiðslu undanfarin ár en námu að meðaltali 14% síðustu 66 ár og 12% síðustu þrjá áratugina. Stór hluti fjárfestinga á hverjum tíma er varið til viðhalds framleiðslugetunnar, þ.e. til að koma í veg fyrir úreldingu fastafjármuna og tækjabúnaðar. Lágt fjárfestingarstig undanfarinna ára gefur því ekki tilefni til mikillar fjölgunar starfa.

með fjölgun öflugra fyrirtækja. Örva má fjárfestingar með hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Meðal mikilvægustu þáttanna er hagstætt skattalegt umhverfi, efnahagslegur stöðugleiki, lág verðbólga og lágir vextir. Flestir þessarar þátta hafa ekki stuðlað að vænlegu fjárfestingarumhverfi hér á landi undanfarin ár. Þá skiptir pólitískur stöðugleiki miklu máli því fjárfestar þurfa að búa við öryggi því atvinnuvegafjárfestingar eru jafnan til nokkuð langs tíma. Gott samstarf stjórnvalda og atvinnulífs gegnir einnig mikilvægu hlutverki í hagstæðu umhverfi fyrir atvinnuvegafjárfestingar.

Snúa þarf blaðinu við Atvinnulífið vex ekki nema með fjárfestingum í nýsköpun, þróun nýrra afurða og hugvitssamra lausna, og

Fjárfestingar atvinnuveganna og í heild sem hlutfall af landsframleiðslu 40

35

30

25

20

Meðaltal 1945-2011

15

10

5

0 1945

1948

Fjárfestingar alls

68

1951

1954 Atvinnuvegir

1957

1960

1963

1966

1969

1972

1975

1978

1981

1984

1987

1990

1993

1996

1999

2002

2005

2008

2011

Heimild: Útreikningar SA


FEBRÚAR & MARS 2013

MIKINN HAGVÖXT ÞARF TIL AÐ DRAGA ÚR ATVINNULEYSI Á næstu fimm árum fjölgar fólki á vinnualdri (16-70 ára) um 1.900 árlega og miðað við 80% atvinnuþátttöku bætast 1.500 manns árlega við vinnuaflið. Þá er gert ráð fyrir að búferlaflutningar milli landa verði í jafnvægi. Á næsta áratug hægist á fjölgun fólks á vinnualdri og skv. mannfjöldaspá Hagstofunnar heldur sú þróun áfram fram eftir öldinni. Um miðja öldina verður nánast engin náttúruleg aukning í framboði vinnuafls. Vandamál tengd hækkandi meðalaldri þjóðarinnar verða merkjanleg innan fárra ára og nauðsynlegt af þeirri ástæðu að skapa kjöraðstæður fyrir samkeppnishæft atvinnulíf og skilvirkan rekstur hins opinbera hér á landi.

Vöxtur vinnuafls og fjölgun starfa m.v. mismunandi hagvaxtarforsendur 220.000

210.000 "Full atvinna", ca. 2,5% atvinnuleysi, 4.500 manns

200.000

190.000

180.000

170.000

160.000

Flestar hagspár gera ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,5-3,0% næstu árin ef ekki kemur til verulegrar aukningar atvinnuvegafjárfestinga. Til skemmri tíma litið aukast atvinnuvegafjárfestingar ekki umtalsvert nema fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og uppbyggingu raforkuvera komi til.

Hætta á viðvarandi atvinnuleysi

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026 2027 2028 2029 2030

Fjöldi starfa í 3,5% meðalhagvexti á ári

Fjöldi starfa í 2,5% meðalhagvexti á ári

Vinnuafl (16-74 ára) m.v. 80% atv.þátttöku

Heimild: SA

Mannfjöldaspá Hagstofunnar 210.000

1.800

205.000

1.600

200.000 1.400

195.000

Efnahags- og þróunarstofnunin (OECD) spáði nýlega um hagvöxt í ríkjum heims næstu áratugina1 og spáir 2,2% hagvexti á Íslandi að jafnaði fram til ársins 2030. Spáin er svipuð fyrir Svíþjóð, Finnland og OECD-ríkin í heild. Ljóst er að ef spáin rætist verður atvinnuleysi á íslenskum vinnumarkaði viðvarandi. Ef sú þróun heldur áfram að störfum fjölgi um 0,3% með hverri prósentu hagvaxtar svarar það til 500 starfa miðað við að störf í landinu séu nú u.þ.b. 170 þúsund. Þá verður þörf fyrir 3% hagvöxt til að mæta árlegri fjölgun á vinnumarkaði á næstu árum. Þörf er fyrir enn meiri hagvöxt ef atvinnuleysi á að minnka umtalsvert – nema til komi frekari brottflutningur af landinu eða minni atvinnuþátttaka.

190.000

1.200

185.000

1.000

180.000 800

175.000 170.000

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026 2027 2028 2029 2030 Vinnuafl 16-74 ára - Vinstri ás

600

Fjölgun í vinnuafli - Hægri ás

Þurfum yfir 3,5% hagvöxt Þróun vinnuafls er borin saman við tvær sviðsmyndir varðandi þróun í fjölda starfa á næstu áratugum á meðfylgjandi mynd. Verði hagvöxtur að jafnaði 2,5% á ári er niðurstaðan sú að full atvinna í landinu muni ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Verði hagvöxtur að jafnaði 3,5% á ári má gera ráð fyrir að full atvinna komist á eftir

tæpan áratug. Af þessu má ráða að þörf er á enn meiri hagvexti en 3,5% næstu árin til að mæta stækkandi vinnumarkaði, vinna bug á núverandi atvinnuleysi og loks að bjóða þeim Íslendingum störf sem fluttu af landi brott í kjölfar efnahagskreppunnar. 1. Looking to 2060: Long-term global growth prospects. OECD, nóvember 2012.

69


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

Agustson ehf. hóf rekstur árið 1933 og fagnar 80 ára afmæli á árinu:

ÞURFUM UNGA FÓLKIÐ TIL AÐ SÆKJA FRAM Sjávarútvegsfyrirtækið Agustson ehf. er eitt elsta fjölskyldufyrirtækið í greininni á Íslandi. Fyrirtækið hefur upplifað tímana tvenna. Um þrjátíu ára skeið voru veiðar og vinnsla á hörpuskel ein styrkasta stoð fyrirtækisins en sýking í stofninum varð til þess að fyrirtækið þurfti að breyta áherslum. Framundan er sókn á nýjum mörkuðum. Höfuðstöðvarnar eru í Stykkishólmi en fyrirtækið er einnig með vinnslu í Danmörku. Starfsumhverfið í löndunum tveimur er mjög ólíkt. Við bönkum upp á í fallegu húsi við höfnina í Stykkishólmi og spjöllum við Sigurð Ágústsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Í dag snýst starfsemin hér á Íslandi mest um útgerð og vinnslu á saltfiski. Einnig vinnum við talsvert af grásleppuhrognum fyrir vinnsluna okkar í Danmörku,“ segir hann.

Hugsuðum allt að nýju Eftir að sýking kom upp í hörpuskels– stofninum sem var ein styrkasta stoð fyrirtækisins þurfti að endurhugsa stöðuna. Vinnsla á hörpuskel hefur nú legið niðri í 10 ár en önnur vinnsla tekið við. Það þarf að haga seglum eftir vindi.

„Við þurftum að hugsa hlutina upp á nýtt og við fórum í vinnslu á saltfiski sem tengist útgerðinni okkar. Þannig höfum við verið að reyna að styrkja stoðirnar eins og kostur er en í dag beinast að okkur mörg spjót. Það er ekki beinlínis hægt að segja að stjórnvöld hafi verið okkur hliðholl. Veiðileyfagjaldið er okkur og öðrum í greininni mjög erfitt og mun hafa mikil áhrif á reksturinn í framtíðinni,“ segir Sigurður. „Þó svo að við höldum á árinu upp á 80 ára afmælið erum við hóflega bjartsýn á framhaldið.“ Hann segir að ekki sjái fyrir endann á hækkun veiðileyfagjaldsins en hún gæti leitt til frekari samþjöppunar í greininni sem ekki sé endilega ákjósanleg til lengri tíma. Gæti störfum fækkað? „Það er alveg ljóst að ákveðin samþjöppun kallar á að færri muni starfa í greininni – það er alveg klárt mál.“

Dönsk stjórnvöld vinna með atvinnulífinu Fyrirtækið er eins og áður segir með vinnslu í Danmörku og Sigurður segir áhugavert að bera saman rekstrarumhverfið í þessum tveimur löndum. „Það er mjög gaman að upplifa hvernig stjórnvöld í Danmörku vinna með atvinnulífinu. Þar er unnið að lausnum á viðfangsefnum með fyrirtækjunum og þeim er sköpuð sú umgjörð sem þau þurfa til að geta starfað,“ segir Sigurður og bendir á að Danir séu í samkeppni við önnur lönd sem eru með lægri laun og lægri skatta. Stjórnvöld vinni því með atvinnulífinu að því að gera rekstrarumhverfið þannig að fyrirtæki sjái sér hag í að vera með starfsemina í Danmörku en ekki annars staðar.

„Þetta eru önnur viðhorf stjórnmálamanna en maður kynnist hér eða verður vitni að, því miður.“

Sjávarútvegurinn þarf hæfileikaríkt fólk Sjávarútvegur er ein af lykilgreinunum í íslensku atvinnulífi, hvaða ráð hefur Sigurður handa þeim sem vilja skapa fleiri og betri störf á Íslandi? „Eftir því sem fyrirtækjunum vegnar betur, því betur geta þau búið að sínu fólki. Sjávarútvegurinn er þar fremstur í flokki. Við erum jú í samkeppni við aðrar greinar og þurfum að draga til okkar hæfileikaríkt fólk. Þannig skiptir það okkur verulegu máli að útgerð og vinnslu í landi vegni vel til að geta greitt samkeppnishæf laun svo við fáum gott fólk og getum búið þeim til gott starfsumhverfi.“ Sigurður segir vörn aldrei vera raunhæfan kost. Sífellt þurfi að leita nýrra tækifæra. „Við erum alltaf að reyna að styrkja stoðirnar í rekstrinum og þar koma til sögunnar nýjar tegundir eins og til dæmis makríllinn. Þá hefur síldin verið að veiðast hér fyrir utan höfnina hjá okkur í Stykkishólmi síðustu ár og við vildum gjarna nýta hana og búa til úr henni mikil verðmæti. Við sjáum ákveðin tækifæri í þeirri vinnslu fyrir samfélagið og þetta fyrirtæki. Við þurfum alltaf að sækja fram og þegar spjótin standa á mönnum þá leita menn leiða til að styrkja stoðirnar í rekstrinum og koma sér út úr þeim erfiðleikum sem að steðja.“ Til hamingju með afmælið.

70


FEBRÚAR & MARS 2013

Horfðu!

Það er mjög gaman að upplifa hvernig stjórnvöld í Danmörku vinna með atvinnulífinu. Þar er unnið að lausnum á viðfangsefnum með fyrirtækjunum og þeim er sköpuð sú umgjörð sem þau þurfa til að geta starfað.

71


FLEIRI STÖRF - BETRI STÖRF

SA óskuðu eftir tillögum og hugmyndum í tengslum við verkefnið FLEIRI STÖRF – BETRI STÖRF. Allir félagsmenn gátu lagt orð í belg:

ÁL, VISKÍ OG UPPÁSTUNGUVÉL!

Hraða afskriftum nýfjárfestinga „Það eru allir bankar fullir af peningum en of litlar fjárfestingar. SA ætti að leggja til við ríkisstjórnina að skapaður væri tímabundinn hvati til aukinna fjárfestinga fyrirtækja í fastafjámunum. Hægt væri að afskrifa hraðar næstu t.d. 4 árin allar nýfjárfestingar sem væru umfram ársafskriftir fyrirtækja. Það þarf hvata til að fjárfesta umfram það. Með svona reglum væru fyrirtæki með sterka stöðu og sem greiða tekjuskatt hvött til að auka fjárfestingar tímabundið og gætu lækkað skatta sína til skemmri tíma. Þetta myndi gefa samfélaginu auka snúning sem við þurfum, skapa atvinnu og skila ríkissjóði auknum tekjum þegar allt væri skoðað.“

Aukin úrvinnsla áls „Það þarf að skoða hvort ekki séu forsendur fyrir frekari úrvinnslu á áli hér á landi. Líta má á aðgang að áli í fljótandi formi sem auðlind, því það kostar allnokkuð að hita álið upp aftur til úrvinnslu. Þetta hefur verið nefnt oft við þáverandi iðnaðarráðuneyti og Fjárfestingarstofu en þar virðast menn upprifnir af því að finna eitthvað annað, eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki og kunnum helst alls ekki. Það þyrfti að kanna markaði og finna fyrirtæki sem eru í vexti og vilja staðsetja sig nálægt uppruna hráefna. Best væri ef um væri að ræða tiltölulega eðlisþunga vöru, þar sem rúmmálsfrekar

72

vörur eru dýrari og viðkvæmari í flutningi yfir hafið. Líta mætti bæði til Evrópu og Bandaríkjanna en helsta hindrunin gagnvart USA er að við höfum ekki fríverslunarsamning.“

Tækifærin fjúka og reiðin blundar „Þegar farið er fram á hugmyndir á tímum þar sem neikvæð stjórn situr við völd verður maður hálflamaður. Maður talar nú ekki um þegar afskriftir eiga sér stað hjá samkeppnisaðilum. Það er búið að tala sig hása um það að koma tannhjólunum af stað, þar hafa virkjunarmál verið efst á baugi, það kannski rofar til með vori þegar nýir vendir fara af stað, það er óskandi. Veiðigjaldið verður að endurskoða með hækkandi sól og ná sátt um heilbrigt gjald þannig að allir geti dafnað. Tryggingagjald verður að lækka meira, eins vextir og önnur gjöld sem lögð eru á fyrirtæki. Eigum við eitthvað að ræða um handónýtan gjaldmiðil sem er að sliga allt og alla. Þetta er bara hluti af reiði sem blundar í manni á nýju ári þegar maður sér mörg tækifæri fjúka út í hafsauga. En að öðru leyti þá horfir maður fram á við á nýju ári og vonar það besta, svo vonar maður líka að samningunum ljúki við ESB.“

selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og nýta fjármagnið til að fjölga störfum í nýsköpunarfyrirtækjum. Það þarf að koma á vel skilgreindum markaði fyrir óskráð hlutabréf, sem gefur félögum aukin tækifæri til að vaxa og dafna, fjármagna ný verkefni og þar með fjölga störfum.“

Auka sjóstangveiði „Ferðaþjónustan hefur kvartað yfir því að meiri afþreyingu vanti í mörg byggðarlög. Þau byggja flest afkomu sína á sjósókn og vinnslu á fiski. Hægt væri að selja sjóstangveiðiferðir í samvinnu við strandveiðibáta. Það sem stendur í vegi fyrir málinu er að í reglugerð um strandveiðar stendur að á meðan bátur sé skráður til strandveiða megi hann ekki stunda neinar aðrar fiskveiðar. Með því að breyta þessu væri hægt að virkja þessa fjárfestingu mun betur og um leið styrkja ferðaþjónustu á mörgum stöðum.“

Skýrt og skorinort „Klára aðildarumsókn að ESB. Fá gjaldeyrismálin í lag. Auka fjárfestingar.“

Lækka tryggingagjald og auka nýsköpun

„Skortur á hæfu fólki – betri verkundirbúning.“

„Með því að lækka tryggingagjald skapast fleiri störf í atvinnulífinu. Það ætti að

„Okkar vandamál er ekki skortur á störfum en þess í stað vöntun á hæfu


FEBRÚAR & MARS 2013

starfsfólki. Það er ekkert atvinnuleysi, það bara boðið upp á atvinnuleysisbætur fyrir svarta atvinnustarfsemi. Við erum orðnir langþreyttir á eilífum hækkunum á tryggingagjaldi sem rennur í þennan málaflokk og þegar atvinnuleysið minnkar þá er bara bætt við í annað. Svo þarf að standa betur að verkundirbúningi og verkeftirliti. Verkkaupar verða að vera heiðarlegir en stunda ekki eilífar verðkannanir með algjörlega óundirbúin verkefni til að geta svo unnið framhaldið að eigin geðþótta. Gera þarf öllum grein fyrir því hvaðan velmegunin kemur. Það er annað hvort með gjaldeyrisskapandi vinnu eða gjaldeyrissparandi vinnu.“

Einfalda skattkerfið „Það þarf að einfalda skattkerfið. Ég tel efra virðisaukaskattsþrepið á þjónustuviðskipti vera undirrót svartrar atvinnustarfsemi. Það þarf að lækka efra þrepið og afnema vörugjöld.“

Viskí á Suðurlandi „Vatnið og rakinn er eitt aðal málið í sambandi við viskí framleiðslu, reyndar byggið líka sem mögulega þyrfti að flytja inn, en það mætti nota móinn, eða jafnvel taðið í mjög sérstakt íslenskt reykt viskí.“

Uppástunguvél „ Við viljum þróa uppástunguvél sem stingur upp á ferðaþjónustu eða öðru nærri þeim stað sem ferðamaðurinn ætlar sér að vera. T.d. ef ferðamaður pantar gistingu nærri Hvammstanga, þá fær hann t.d. uppástungu um selaskoðun. Ef ferðamaðurinn er í símanum sínum að leita eftir einhverju nálægu, t.d. gistingu, fær hann lista um lausa gistingu og getur valið það sem hentar honum best út frá verði, myndum, fjarlægð o.fl. Allt snýst þetta um að búa til vissa gervigreind sem hjálpar ferðamönnum að finna meira við sitt hæfi, stækka bókanir sínar og þar með auka bæði gjaldeyristekjur og störf. Upplifun ferðamannanna verður ánægjulegri því þeir fyndu meira við sitt hæfi. Ferðamönnum fjölgar og þeir koma aftur. Á Íslandi eru náttúruperlur út um allt land, ekki bara á vinsælustu áfangastöðunum. Flestum ferðamönnum er þó smalað saman á fáa staði sem eru farnir að láta á sjá undan þessum flaumi. Með því að gera ferðamönnum mögulegt að finna fleiri staði, þá ætti álagið að dreifast betur um landið og þeim getur haldið áfram að fjölga. Ferðamennirnir vilja auðvitað geta klæðskerasauma sitt ferðalag og fengið uppástungur og gert upplifun sína af landinu enn betri.“

73



Með þrautseigju og krafti hefur íslenskt efnahagslíf staðið af sér efnahagslegt óveður síðustu ára. Nú er kominn tími til að snúa vörn í sókn. Bætt rekstrarumhverfi atvinnulífsins á Íslandi er forsenda þess að lífskjör batni. Við viljum fleiri og betri störf á Íslandi.


BRETTUM UPP ERMAR GEFUM BLÓÐ Það tekur stutta stund að gefa blóð. Atvinnurekendur! Auðveldum starfsfólki að gefa blóð og bjarga mannslífum. Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel hf.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.