Fréttabréf Lögfræðingafélags Íslands 2. tbl. 2012

Netútgáfa • september 2012
Twitter
Facebook

Hádegisfundur

verður haldinn miðvikudaginn 19. september kl. 12:00-13:00 í Hvammi, Grand Hóteli, Sigtúni 28:

Ný tillaga að stjórnarskrá

Ágúst Þór Árnason, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, og Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, kynna tillögu sína að endurskoðaðri stjórnarskrá. Nánar er hægt að lesa um tillögurnar á www.stjornskipun.is.

Fundarstjóri verður Eyvindur G. Gunnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.000,- fyrir félaga í LÍ en kr. 3.500,- fyrir aðra. Greiðist við innganginn.      Skráning hér

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 18. september. Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

Stjórnin

Fyrir hverja eru dómstólarnir?

leiðari eftir Kristínu Edwald hrl., formann LÍ.

Í starfi mínu sem málflytjandi hef ég iðulega orðið vör við hversu lítið fólk veit í raun og veru um  íslensku dómstólana. Mér er það ljúft og skylt að fræða þá sem ég flyt mál fyrir um réttarkerfið sem og þá sem ég kalla fyrir dóm sem vitni hvað í því felst. En verra þykir mér að finna hversu lítið þeir sem ekki hafa kynnst dómstólunum af eigin raun vita um starfsemi þeirra.

Fyrir nokkrum árum fékk ég í hendur bækling sem lá frammi hjá öllum norsku dómstólunum. Í honum var útskýrt við hverju fólk mátti búast þegar það bæri vitni fyrir dómi ásamt því að fjalla á stuttan og aðgengilegan hátt um skipulag og starfssemi dómstólanna. Flottur bæklingur sem lét samt lítið yfir sér. 

Það er áhugavert að skoða heimasíður norsku dómstólanna, www.domstol.no, og íslensku héraðsdómstólanna, www.domstolar.is út frá sjónarhorni almennings. Báðar síðurnar nota ég í mínu starfi en hef hingað til skoðað þær með augum lögmannsins og ekki haft mikið út á þær að setja ... meira 

Aðalfundur LÍ Unnur Gunnarsdóttir

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Lögfræðingafélags Íslands var haldinn í lok maí síðastliðinn. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins að þessu sinni og var Kristín Edwald hrl. var endurkjörin formaður og Eyvindur G. Gunnarsson dósent varaformaður. Stjórnina skipa: Páll ... meira 


 Þóra M. HjaltestedÞóra M. Hjaltested

Góður skóli að vinna að mótun löggjafar

Þóra M. Hjaltested réð sig til Arionbanka í sumar eftir að hafa starfað um árabil í stjórnarráðinu. Fréttabréfið ræddi við hana af því tilefni.

Hvernig er að söðla um úr ráðuneyti yfir í einkabanka?

"Það var ákvörðun sem ég hugsaði vel um. Mér hefur líkað vel í stjórnarráðinu, en þar eru unnin mikilvæg og áhugaverð verkefni.  Mér fannst þó æskilegt að útvíkka reynslu mína og þar sem breytingar á ráðuneytaskipan stóð fyrir dyrum taldi ég þetta rétta tímapunktinn. Það er auðvitað heilmikil breyting að söðla um eftir 13 ár en ég get ekki  ... meira

Umgöngumst valdheimildir af virðingu

Unnur Gunnarsdóttir er nýskipaður forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttabréf LÍ spjallaði við hana af því tilefni.

Nú hefur þú fjölbreytta starfsreynslu, hvernig er að gegna forstjórastarfi í sjálfstæðri ríkisstofnun eins og FME miðað við t.d. starf í ráðuneyti?

"Í ráðuneyti er fyrst og fremst verið að móta leikreglurnar en hjá stofnun ertu að beita þeim. Í stofnun er meiri eiginleg sérfræðingavinna. Ég man eftir því úr ráðuneytinu að oft þurfti að leita til stofnana vegna sérþekkingarinnar sem þar er. Reyndar er Fjármálaeftirlitið sérstakt miðað við margar ... meira


 TL

Tímarit lögfræðinga í flokk úrvalstímarita

Vísindanefnd opinberra háskóla hefur nú fellt Tímarit lögfræðinga í flokk úrvalstímarita í matskerfi háskólanna. Tiltölulega fá íslensk tímarit falla í þann flokk og engin önnur á sviði lögfræði.

   Að sögn Róberts R. Spanó prófessors og ritstjóra er þetta mikil viðurkenning fyrir tímaritið en síðustu ár hafi verið ... meira

Frelsi til að fjalla um nektarstaði
eftir Pál Þórhallsson.

Mannréttindadómstóll Evrópu kvað 10. júlí 2012 upp dóma í tveimur íslenskum málum er varða tjáningarfrelsi. Dómarnir sæta þónokkrum tíðindum því þeir leiða í ljós ákveðna vankanta á lögum og lagaframkvæmd hér á landi á  meira


Oddný Mjöll ArnardóttirOddný Mjöll Arnardóttir

Alþjóðlegt samstarf mikilvægt til að viðhalda neistanum

Oddný Mjöll Arnardóttir sem verið hefur prófessor við lagadeild HR um árabil söðlaði um í sumar og gekk til liðs við lagadeild HÍ. Fréttabréf LÍ ræddi við hana af því tilefni.

Hver eru verkefni þín hjá HÍ og af hverju ákvaðstu að söðla um?

"Næstu þrjú árin hef ég rannsóknarstyrk til að helga mig rannsóknum á hinu svokallaða svigrúmi til mats í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins. Ég mun því ekki kenna fyrr en eftir að þessu rannsóknarverkefni lýkur. Það var bara af ýmsum ástæðum kominn  ...  meira

 

 

Útgefandi: Lögfræðingafélag Íslands - Álftamýri 9, 108 Reykjavík - Sími: 568 0887- Netfang: skrifstofa@logfraedingafelag.is

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Þórhallsson - Ritnefnd: Kristín Edwald og Eyrún Ingadóttir.

 

Email Marketing af Outcome frttabrf