Af vettvangi í mars

LEIÐARI

Hætta með verðtrygginguna en halda verðbólgunni?

"Umræðan um verðtrygginguna og verðbólguna er um margt á miklum villigötum. Meginhagsmunamál allra er að losna við verðbólguna sem virðist því miður gleymast alltof oft. Sú skoðun sýnist jafnvel algeng að Íslendingar muni aldrei geta losnað við verðbólguna og hún hljóti alltaf að verða meiri en í nálægum löndum." Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðaranum. 

Vilhjálmur segir skorta á samstöðu á Íslandi um að verðbólga sé vond en meginmarkmið allra sem starfi í stjórnmálum, við hagstjórn eða á vinnumarkaði eigi að vera að halda henni í skefjum. "Besta leiðin til að lækka fjármagnskostnað er lág verðbólga."

Sjá nánar » 

FRÉTTIR

Liðsstyrkur: Mótframlag lækkar 1. apríl

Atvinnuátaksverkefnið Liðsstyrkur hefur gengið vel. Markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á fólki sem hefur verið lengi án vinnu með myndarlegu mótframlagi. Um 1.400 störf hafa nú þegar verið skráð í starfabanka Liðsstyrks, þar af eru um 820 störf sem fyrirtæki á almenna vinnumarkaðnum vilja ráða fólk í. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir með hverju nýju starfi jafnvirði fullra bóta í 6 mánuði ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð m.v. fullt starf ef ráðning á sér stað fyrir 1. apríl 2013.

Rétt er að vekja athygli á því að þann 1. apríl mun mótframlag atvinnuleysistryggingasjóðs til fyrirtækja lækka. Ef ráðning á sér stað í apríl eða maí þá fá fyrirtæki greiddar 90% af bótum og 80% ef ráðið er í nýtt starf eftir 1. júní nk.

Sjá nánar »

Þörf fyrir raun-, tækni- og verkfræðimenntaða

Menntakönnun SA sem gerð var í janúar 2013 staðfestir nær helmingi meiri þörf atvinnulífsins fyrir raun-, tækni- og verkfræðimenntaða en aðra háskólamenntun. Fram kemur að fyrirtæki, sem telja sig hafa þörf á að bæta við háskólamenntuðum starfsmönnum á næstu þremur árum, þurfa jafnmargt fólk með raun-, tækni- og verkfræðimenntun og alla aðra háskólamenntun. Tæpur helmingur fyrirtækjanna í könnuninni telja sig þurfa fleiri háskólamenntaða starfsmenn.

Sjá nánar »

Brettum upp ermar - gefum blóð

Sameiginlegt átak Blóðbankans og Samtaka atvinnulífsins er í fullum gangi undir yfirskriftinni Brettum upp ermar - gefum blóð. Samstarf Blóðbankans og SA er liður í því að fjölga blóðgjöfum sem koma reglubundið í Blóðbankann. Það er mikilvægt fyrir Blóðbankann og blóðgjafa að þeir komist frá vinnu til að gefa blóð en SA hvetja atvinnurekendur til að auðvelda starfsfólki að gefa blóð á vinnutíma. Það tekur aðeins stutta stund og getur bjargað mannslífum.

Fyrirtækin Marel, Já og Rio Tinto Alcan á Íslandi styðja átak Blóðbankans og SA. Forstjórar fyrirtækjanna sýna gott fordæmi með því að hvetja starfsfólk sitt til blóðgjafar á vinnutíma.

Sjá nánar »  


AÐALFUNDUR SA 2013

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 6. mars. Upptökur af opinni dagskrá fundarins má nú nálgast á vef SA. Á fundinum var lögð áhersla á nauðsyn þess að ná samstöðu á Íslandi á næstu árum um að skapa fleiri og betri störf og bæta lífskjör landsmanna. Samtök atvinnulífsins þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á fundinn.

Vilmundur Jósefsson, fráfarandi formaður Samtaka atvinnulífsins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra ávörpuðu fundinn.

Erindi Vilmundar má lesa hér

Erindi Þorsteins má lesa hér.Þá steig fjölbreyttur hópur stjórnenda á stokk og fjallaði um tækifærin í atvinnulífinu, Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, Georg Gísli Andersen, framkvæmdastjóri Valafells, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits og Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu.

Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins og fráfarandi varaformaður SA stýrði fundi.

UPPTÖKUR AF AÐALFUNDI SA

Björgólfur Jóhannsson nýr formaður SA

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Tilkynnt var um kjör Björgólfs á aðalfundi SA 6. mars. Björgólfur hlaut 98,5% greiddra atkvæða og var þátttaka í rafrænni kosningu meðal aðildafyrirtækja SA góð. Björgólfur hefur margháttaða reynslu úr atvinnulífi og félagsstarfi. Hann hefur verið forstjóri Icelandair Group frá ársbyrjun 2008.Björgólfur tekur við formennsku af Vilmundi Jósefssyni sem hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2009 en hann ákvað að hætta sem formaður fyrir aðalfund SA 2013.

Sjá nánar »

Björgólfur flutti lokaorð á aðalfundi SA og þakkaði m.a. þann mikla stuðning sem hann hlaut til að gegna formennsku í Samtökum atvinnulífsins.

Sjá nánar »

Mikilvægt að ná samstöðu

Í kveðjuræðu sinni á aðalfundi SA 2013 lagði Vilmundur Jósefsson, fráfarandi formaður SA, áherslu á mikilvægi þess að atvinnulífið, verkalýðshreyfingin og stjórnmálaflokkarnir á Íslandi nái á næsti vikum og mánuðum samstöðu um að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör landsmanna.

Í lok fundar þakkað Björgólfur Jóhannsson Vilmundi fyrir vel unnin störf í þágu samtaka og fyrirtækja í landinu allt frá árinu 1992.

Sjá nánar » 

Ný stjórn og framkvæmdastjórn SA

Stjórn Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2013-2014 var kjörin á aðalfundi SA. Í samræmi við samþykktir samtakanna gerði kjörstjórn tillögu um 20 stjórnarmenn. Ekki komu fram fleiri framboð og var tillaga kjörstjórnar samþykkt. Nýir stjórnarmenn eru Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Úr stjórninni ganga Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ og Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Hörpu.

 

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar SA var varaformaður og framkvæmdastjórn samtakanna fyrir næsta starfsár kjörin. Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ og framkvæmdastjóri PFAFF er nýr varaformaður SA og tekur hún við af Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins, sem hefur verið varaformaður SA frá árinu 2009.

Sjá nánar » 

Fulltrúaráð SA

Nýtt fulltrúaráð SA hefur verið skipað en það hefur æðsta vald í málefnum samtakanna milli aðalfunda.

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Ísland og Grænland taka höndum saman

Norræn ráðstefna um samfélagsábyrgð fyrirtækja fer fram í Reykjavík dagana 14.-15. maí nk. Um er að ræða ráðstefnu norrænna fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact en samtök atvinnulífsins á Grænlandi verða gestgjafar ráðstefnunnar með SA. Er þetta í fyrsta sinn sem tvö lönd eru sameiginlega gestgjafar ráðstefnu sem þessarar og ánægjulegt að Ísland og Grænland taki saman þetta skref.

Mörg framsæknustu fyrirtækja Norðurlanda munu eiga fulltrúa á ráðstefnunni.

 Sjá nánar »

AÐILDARFÉLÖG SA

Samorka: Miklar fjárfestingar framundan

Í ályktun aðalfundar Samorku sem fram fór 22. febrúar er fjallað um þær miklu fjárfestingar sem framundan eru við flutningskerfi raforku og minnt á að allar ákvarðanir um að fara leiðir sem fela í sér tugi milljarða króna í viðbótarkostnað munu óumflýjanlega endurspeglast í hærri reikningum til fyrirtækja og heimila. Þá hvetur aðalfundur Samorku til víðtækrar og opinnar umræðu um leiðir til hámörkunar á arðsemi og verðmætasköpun af sölu endurnýjanlegrar orku þar sem Ísland býr yfir gríðarlegum tækifærum. Loks lýsir fundurinn vonbrigðum með niðurstöðu Alþingis um rammaáætlun.

 Sjá nánar » 

Félag ráðgjafaverkfræðinga til liðs við SI og SA

Í vikunni voru undirritaðir samningar um aðild Félags ráðgjafaverkfræðinga (FRV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, Júlíus Karlsson, formaður FRV og Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifuðu undir samningana sem taka gildi 1. apríl n.k.

Sjá nánar » 

MYNDARLEGT ÍSLENSKT ATVINNULÍF

Samtök atvinnulífsins efndu til ljósmyndasýningar á aðalfundi SA 2013 og sýndu úr hverju íslenskt atvinnulíf er gert. Aðildarfyrirtæki SA sendu inn hátt á annað þúsund myndir í sýninguna og kunnum við þeim bestu þakkir. Samtök atvinnulífsins eru stolt af því frábæra starfi sem eru unnið í fyrirtækjum landsins.

HVAÐ ER Í SJÓNVARPINU?

60 milljarða ávinningur á ári

Á næstu árum þarf að skapa a.m.k. 10 þúsund ný störf til að koma á fullri atvinnu á ný og mæta vaxandi fjölda fólks á vinnumarkaði. Um 1.500 manns bætast við vinnumarkaðinn á hverju ári. Starfandi fólki fækkaði um 10 þúsund milli áranna 2008 og 2012, og við þurfum meira en 10 þúsund störf til að bjóða hluta þeirra 9.000 íbúa einnig vinnu sem fluttu brott af landinu árunum 2009-2012 og hafa ekki komið aftur.

Ef það tekst að fjölga störfum um 15 þúsund á næstu árum mun fjárhagslegur ávinningur Íslendinga nema nálægt 60 milljörðum króna á hverju ári. Það er meira en framlög ríkisins á árinu 2013 til allra framhaldsskóla, háskóla og LÍN.

SJÁÐU BARA 

Nýr kafli í atvinnusögu Íslendinga

Á vef SA er hægt að horfa á fjömörg sjónvarpsviðtöl sem tekin voru við stjórnendur í íslensku atvinnulífi í tengslum við útgáfu á nýju tímariti SA, Fleiri störf - betri störf.

STIKLA ÚR VIÐTÖLUNUM

Horft er til þeirra fjölmörgu tækifæra sem eru í atvinnulífinu til að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar.

SMELLTU TIL AРHORFA Á VIÐTÖLIN Í HEILD 


Ársskýrsla SA 2012-2013:

Smelltu til að sækja 

Aðalfundir framundan:

 

 
 
 
 

 


 

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is
Smelltu hér til að afskrá þig.
Email Marketing af Outcome frttabrf