Af vettvangi í október 2016

SA fréttabréf header
 

Metnaðarfull áform um eflingu starfsmenntunar

     
 

Fyrirtækin í landinu leggja sífellt meiri áherslu á menntun og þjálfun starfsmanna sinna og að þeir nýti þekkingu og reynslu sem þeir hafa aflað með skólagöngu en ekki síður með námi tengdu starfi. Vinnustaðurinn er námsstaður þar sem mikilvæg hæfni verður til, starfsþróun og nýsköpun. Fólk lærir nýja hluti alla ævi, tileinkar sér tækni og fylgist með þróun samfélagsins og þess sem hæst ber í eigin fyrirtæki og atvinnugrein. Samtök atvinnulífsins hafa endurspeglað þessa áherslur í sínu starfi með stefnumótun, þátttöku í fjölmörgum verkefnum, fundahöldum og með árlegum menntadegi atvinnulífsins. 

Sjá nánar


 


Nýlega voru undirritaðar tvær stefnumarkandi yfirlýsingar á sviði starfsmenntamála.

 

  FRÉTTIR  
 

Íslendingar segja atvinnurekstur undirstöðu velferðar

     
 

Ný könnun Gallup sýnir að nærri níu af hverjum tíu Íslendingum eru sammála því að atvinnurekstur sé undirstaða velferðar í samfélaginu. Könnunin var gerð fyrir Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, en niðurstöðurnar voru kynntar á opnum umræðufundi SA og VÍ í Hörpu með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna.

Níu af hverjum tíu telja að stjórnvöld eigi að stuðla að hagstæðu rekstrarumhverfi fyrirtækja og tveir af hverjum þremur eru ósammála því að stjórnmálamenn eigi að beita sér í málefnum einstakra fyrirtækja.

Sjá nánar

   

 

Upptaka frá kappræðum stjórnmálaflokkanna í Hörpu

     
 

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efndu til opins umræðufundar um atvinnulífið og stefnu flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016 í Hörpu þriðjudaginn 18. október. Hver bakar þjóðarkökuna?  var yfirskrift fundarins en hátt í 2.000 manns fylgdust með umræðunum í Norðurljósasal Hörpu og beinni útsendingu á netinu. 

Fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi eða hafa mælst með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum tóku þátt: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, Smári McCarthy, frambjóðandi Pírata og Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar.

Umræðurnar voru bæði málefnalegar og upplýsandi þó svo að stundum hafi þær verið við suðumark. Deilt var um bestu leiðirnar til að bæta lífskjör á Íslandi, hvort það eigi að hækka eða lækka skatta, himinhá kosningaloforð, ESB, Brexit, starfsumhverfi fyrirtækja og framtíðina. Stjórnandi umræðna var Kristján Kristjánsson, fréttamaður.

Kveiktu á Sjónvarpi atvinnulífsins og horfðu!

   

 

Gleðileg jól!

     
 

Morgunblaðið gladdi landsmenn með þeim tíðindum í vikunni að í ár væru svokölluð atvinnurekendajól. "Aðfangadag ber upp á laugardag í ár og því fá almennir launþegar hér á landi aðeins einn aukafrídag um jól og áramót, þ.e. mánudaginn 26. desember. Þegar svona háttar til hefur á seinni árum verið talað um atvinnurekendajól, sem er nýyrði." 

Af þessu tilefni ræddi blaðið við Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóra SA, sem rýndi í jólahátíðina framundan. Hann bendir á að orlofsdagar og aðrir frídagar á Íslandi eru tiltölulega margir í alþjóðlegum samanburði.  "Þeir eru mjög breytilegir milli ára eftir því hvort hluti þeirra lendir á laugardögum eða sunnudögum. Fæstir verða þeir 9 og flestir 13. Orlofsdagar eru einnig fleiri á Íslandi en víðast hvar."

Sjá nánar á mbl.is

 

Það eru ekki alltaf jólin ...

 

 

Traust til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi

     
 

Traust almennings til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi og hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust árið 2010. Þá bera fjórir af hverjum fimm einstaklingum traust til eigin vinnuveitanda. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var af Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands.

Sjá nánar

   

  MENNTAMÁL  

 

Þróunarsjóður fagháskólanáms stofnaður

     
 

Í samræmi við tillögur verkefnishóps um fagháskólanám lýsa mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samtök atvinnulífsins (SA), Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og BSRB, yfir vilja sínum til þess að stofna þróunarsjóð um sérstakt þróunarverkefni um fagháskólanám. Skrifað var undir yfirlýsingu þessa efnis í vikunni.

Sjá nánar

   

 

Starfsþjálfun í fyrirtækjum

     
 

Annar fundur í fundaröðinni Menntun og mannauður var haldinn þriðjudaginn 18. október í Húsi atvinnulífsins. Að þessu sinni var fjallað um starfsþjálfun í fyrirtækjum og svokallað TTRAIN (e. Tourism training) verkefni, sem er nýtt og snýst um að mennta fólk í ferðaþjónustu sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna í fyrirtækinu og endurmenntun þeirra sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni RETRAIN hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi. Þessi verkefni hafa mælst mjög vel fyrir og geta jafnframt nýst fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum.

Sjá nánar

 

Horfðu á upptöku af fundinum á vefnum!

 

 

Undirritun yfirlýsingar um hæfniramma um íslenska menntun

     
 

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samtök íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undirrituðu í október yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Undirritunin markar tímamót hvað varðar áherslu á sýnileika ævilangrar menntunar sem fer fram bæði við nám og störf en hæfniramminn nýtist fyrst og fremst almenningi sem tenging milli formlegs og óformlegs náms.

Sjá nánar

   

  HEILBRIGISMÁL  

 

Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu

     
 

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnti nýverið greiningu sína á íslensku heilbrigðiskerfi á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu. Nefnist greiningin "Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu"  

Sjá nánar

   

  STAÐA & HORFUR  

 

400 stærstu: Aðstæður góðar og verða það áfram

     
 

Niðurstöður könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins endurspegla góðar aðstæður í atvinnulífinu. Meta stjórnendur aðstæður með svipuðum hætti og á árabilinu 2004-2007. Niðurstöður voru birtar 10. október. 

Vinnuaflsskortur er nokkur þar sem tæpur helmingur fyrirtækja finnur fyrir honum, en hann hefur þó ekki farið vaxandi frá síðustu könnun. Búast má við tæplega 2% fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum.

Stjórnendur búast við 2,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum og að innlend aðföng hækki um rúmlega 1%. Verðbólguvæntingar stjórnenda hafa minnkað og eru minni en þær hafa verið síðastliðin sex ár.

Sjá nánar

   

  SAMFÉLAGSÁBYRGÐ  

 

Global Compact ráðstefna um samfélagsábyrgð á Íslandi 2017

     
 

Dagana 12.-13. október í Osló fór fram ráðstefna norrænna fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact en ákveðið var í Osló að Ísland yrði gestgjafi ráðstefnunnar að ári, haustið 2017.

Stóraukinn áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja á samfélagsábyrgð og Global Compact. Árið 2009 voru tvö fyrirtæki sem höfðu skrifað undir en í dag eru tuttugu í hópnum, Efla, Vífilfell, Sólar, Marel, Arctic Green Energy, VERT - markaðsstofa, Réttur, Landsvirkjun, Reykjagarður, Ölgerðin, Síminn, ÁTVR, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, Össur, Íslandsbanki, Íslandsstofa, Íslandspóstur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Alta og Landsbankinn.

Áhugasamir um Global Compact, geta haft samband við Hörð Vilberg hjá SA, með tölvupósti á hordur@sa.is eða í síma 591-0005.

Norrænt tengslanet Global Compact

 

Email Marketing af Outcome frttabrf
[ + ] [ + ]