Ríki í ríkinu |
||||
"Heilbrigð samkeppni hvetur fyrirtæki til dáða og stuðlar að lægra verði og betri þjónustu fyrir neytendur. Seinvirkt eftirlit, sem dregur mál svo árum skiptir og tilkynnir eftir dúk og disk að málin hafi verið látin niður falla eða séu enn til rannsóknar, vinnur hins vegar gegn hagræðingu og þróun markaða og leiðir til hærra verðs og færri starfa en ella, dregur úr nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins." Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðaranum sem fjallar um samkeppnismál. |
Fólk í atvinnulífinu óttast viðbrögð Samkeppniseftirlitsins |
FRÉTTIR |
Fræðsluefni um nýja persónuverndarlöggjöf |
||||
Í dag, 25. maí, tók í gildi ný persónuverndarlöggjöf innan Evrópusambandsins. Löggjöfin gildir um alla þá sem bjóða þjónustu til einstaklinga innan landamæra ESB og hafa mörg íslensk fyrirtæki því þegar þurft að gera breytingar á starfsemi sinni til samræmis við ákvæði laganna. |
Samkeppnishæft Ísland? |
||||
Samtök atvinnulífsins efna til hádegisverðarfundar um samkeppnishæfni Íslands þriðjudaginn 12. júní á Grand hótel Reykjavík. Rætt verður um hágengi krónunnar, áskoranir á vinnumarkaði, samkeppnismál og regluverk, þróun skattbyrði fyrirtækja, menntastefnu fyrir atvinnulífið og leiðir til að gera betur. Boðið verður upp á létta hádegishressingu. |
|
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2018 |
||||
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 17. október fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram í Hörpu á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 14. september með tölvupósti á sa@sa.is merktum: "Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins" . Umhverfisfyrirtæki ársins verður valið og framtak ársins á sviði umhverfismála veitt sérstök viðurkenning. |
|
Laun hækkuðu 1. maí |
||||
Þann 1. maí sl. hækkuðu laun almennt um 3% samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ. Lágmarkslaun hækkuðu meira eða sem nemur 7% og er lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf nú 300 þúsund krónur. Ný kaupgjaldskrá er komin út og er aðgengileg á vef SA en þar er að finna uppfærðar launatöflur. |
|
Orlofsuppbót 2018 |
||||
Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist orlofsuppbót þann 1. júní ár hvert. Full orlofsuppbót er kr. 48.000. |
|
Fræðslufundir SA á landsbyggðinni |
||||
Vel heppnaðri fræðslufundaröð Samtaka atvinnulífsins um Ísland er nú lokið. Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði SA fræddu í vor starfsmenn aðildarfyrirtækja samtakanna um starfsmannamál og kjarasamninga. Farið var yfir fjölbreytt efni og líflegar umræður áttu sér stað. Meðal þess sem fjallað var um var ráðning starfsmanna, vinnufyrirkomulag, orlofs- og veikindaréttur, uppsagnir og starfslok. Fundað var á Hellu, Höfn, Vestmannaeyjum, Akureyri, Reyðarfirði og Ísafirði. Sáttmála atvinnulífsins gegn einelti, áreitni og ofbeldi var að sjálfsögðu einnig brugðið á loft. Sjáumst á næsta hring! |
|
Kristján og Harpa til rekstrarsviðs SA |
||||
Kristján Jón Jónatansson hefur verið ráðinn fjármálastjóri rekstrarsviðs SA og hefur hann þegar hafið störf. Þá hefur Harpa Björt Barkardóttir verið ráðinn innheimtufulltrúi á rekstrarsviði SA. |
|
Sumarstarfsmenn til liðs við SA |
||||
Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir mun starfa sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins í sumar. Þá mun Úlfar Biering Valsson mun starfa sem hagfræðinemi á samkeppnishæfnisviði SA í sumar. |
|
SVEITARFÉLÖGIN | |
Betur má ef duga skal |
||||
Þegar rekstur tólf stærstu sveitarfélaga landsins er borinn saman kemur í ljós að þau sem koma best út taka hlutfallslega minnst til sín í formi skattheimtu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna sem kynnt var í maí. Ánægja íbúa með leik- og grunnskóla mælist mest í þeim sveitarfélögum sem koma best út úr rekstrarsamanburðinum. |
|
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS |
Upptökur frá Ársfundi atvinnulífsins 2018 |
||||
Ársfundur atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi í Hörpu mánudaginn 16. apríl. Um 650 gestir mættu til fundarins og rúmlega 1.700 horfðu á fundinn í beinni útsendingu. Upptökur frá fundinum eru aðgengilegar á vef SA ásamt svipmyndum frá fundinum. Framfarir í hundrað ár var yfirskrift fundarins en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember 1918. Á hundrað árum hefur öflugt íslenskt atvinnulíf lagt grunn að góðum lífskjörum hér á landi. Fundurinn var hluti af 100 ára dagskrá afmælisárs fullveldisins. |
|
Framfarir í hundrað ár |
||||
Eyjólfur Árni Rafnsson, var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi SA 2018. Hlaut Eyjólfur Árni 97% greiddra atkvæða. Tilkynnt var um kjörið á Ársfundi atvinnulífsins. Erindi hans á fundinum má lesa á vef SA en Eyjólfur Árni kom víða við og ræddi m.a. stöðuna á vinnumarkaði og komandi kjarasamninga. |
|
Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins 2018-2019 |
||||
Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins var kjörin á aðalfundi samtakanna. Nýir stjórnarmenn eru Bjarnheiður Hallsdóttir, Birna Einarsdóttir, Davíð Torfi Ólafsson, Elín Hjálmsdóttir, Gunnar Egill Sigurðsson, Helga Árnadóttir, Hjörleifur Stefánsson, Pétur Þ. Óskarsson, Sigurður Viðarsson og Valgerður Hrund Skúladóttir. |
|
Framkvæmdastjórn SA 2018-2019 |
||||
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins var framkvæmdastjórn SA kosin fyrir starfsárið 2018-2019. Birna Einarsdóttir, Bjarnheiður Hallsdóttir og Jón Ólafur Halldórsson koma ný inn í framkvæmdastjórnina. Úr framkvæmdastjórninni gengu Grímur Sæmundsen, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Lilja Björk Einarsdóttir. |
|
Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2017-2018 |
||||
Ársskýrsla SA 2017-2018 var lögð fram á aðalfundi samtakanna. Þar er að finna greinargott yfirlit yfir starfsemi SA á liðnu starfsári. Í skýrslunni er m.a. fjallað um vinnumarkaðinn, efnahagsmál, jafnréttismál, nýsköpun, menntamál og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Einnig er sagt frá fjölda viðburða sem samtökin stóðu fyrir á síðasta starfsári. |
|
SAMKEPPNISMÁL | |
Hollráð um heilbrigða samkeppni |
||||
Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Lögmannafélags Íslands hafa gefið út leiðbeiningar til fyrirtækja sem nefnast Hollráð um heilbrigða samkeppni. Markmiðið með útgáfu þeirra er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á helstu meginreglum samkeppnislaga. |
|
MENNTAMÁL | |
SA styrkja meistaranám í Bretlandi |
||||
Breska sendiráðið og Samtök atvinnulífsins hafa gert með sér samkomulag til tveggja ára um að bjóða upp á Chevening-námsstyrk á Íslandi. Styrkurinn er fyrir nám á meistarastigi við háskóla í Bretlandi og nemur 10.000 sterlingspundum á ári. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk sem hyggst á nám sem gæti nýst atvinnulífinu sæki um styrkinn. |
|
Máltækninám eflt |
||||
Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík hafa skrifað undir samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Með því eru málvísindi, tölvunarfræði, verkfræði og fleiri greina tengdar saman. Markmiðið er að tryggja að íslenskan verði áfram lifandi mál og gjaldgeng í stafrænum heimi. |
|
1918 | |
Ferðalag bjartsýnnar þjóðar |
||||
Samtök atvinnulífsins sýndu á Ársfundi atvinnulífsins stuttmyndina 1918. Þar er brugðið upp svipmynd af þessu dramatíska ári í sögu þjóðarinnar. Frostaveturinn mikli þjarmaði að landsmönnum, ísbirnir gengu á land og spænska veikin lagði um 500 Íslendinga að velli. Þann 1. desember varð Ísland frjálst og fullvalda ríki og þar með hófst 100 ára ferðalag bjartsýnnar þjóðar eftir allt sem á undan hafði gengið. Ársfundurinn var tileinkaður 100 ára fullveldisafmæli Íslands og þeim miklu framförum sem landsmenn hafa notið undanfarna öld. Einstak myndefni frá 1918 er að finna í myndinni en Pétur Jónsson, hjá Medialux, samdi tónlistina. |
|
NÝSKÖPUN | |
BÖKK belti ungir frumkvöðlar ársins |
||||
Fyrirtækið BÖKK belti, sem er í eigu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Mun BÖKK belti keppa fyrir hönd Íslands, í evrópukeppni Ungra frumkvöðla, sem fram fer í Belgrad í Serbíu í júlí. |
Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is |
Share with Your Friends