Af vettvangi í október 2017

SA fréttabréf header

 

Mál málanna

     
 

Kosningar til Alþingis eru nú afstaðnar eins og hefur varla farið framhjá nokkrum manni. Þreifingar eru hafnar milli flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar og loforðalistar eru mátaðir saman til að sjá hvort mögulegt samstarf gangi upp. Óháð því hvernig eða hvaða ríkisstjórn verður mynduð liggur ljóst fyrir að niðurstöður kjarasamninga munu ráða miklu um lífskjör Íslendinga á næstu misserum.

Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðaranum.

Sjá nánar

 


Góð staða útilokar ekki að hægt sé að gera enn betur og mörg brýn verkefni bíða úrlausnar.

 

  FRÉTTIR

 

Skapa þarf rými til skattalækkana

     
 

Met verða slegin í ríkisútgjöldum gangi kosningaloforð stjórnmálaflokkanna eftir, en þau snérust að mestu um varanlega aukningu ríkisútgjalda. Þetta kemur fram í nýrri greiningu efnahagssviðs SA.


Útgjöld ríkissjóðs hafa vaxið hratt undanfarin ár og eru nú svipuð og þegar mest lét fyrir hrun. 

Verði loforð efnd munu útgjöld ná methæðum, 142.000 kr. á mann í nýja skatta

Útgjöld til heilbrigðis- og menntamála hafa vaxið meira en til annarra málaflokka.

Frá árinu 2009 hafa heildarskatttekjur ríkissjóðs vaxið um 39% að raunvirði sem jafngildir 580.000 kr. á mann

Greiningin ásamt samantekt á vef SA

 

Frá árinu 2009 hafa heildarskatttekjur ríkissjóðs vaxið um 39% að raunvirði sem jafngildir 580.000 kr. á mann

 

Erlend fyrirtæki nýta sér jákvæða ímynd Íslands 

     

 

Bandaríska verslunarkeðjan Trader Joe's hóf nýlega sölu á "jógúrti í íslenskum stíl" í verslunum sínum vestanhafs. Íslenski fáninn er áberandi á umbúðum fyrirtækisins og er bæði á loki og hlið jógúrtdollunnar. 

Fjallað er um málið á mbl.is en þar segir að þessi notkun þjóðfánans virðist á skjön við íslensk fánalög, enda er varan ekki framleidd hérlendis. Þar sem varan sé ekki seld innan íslenskrar lögsögu geti stjórnvöld þó ekki brugðist við.

Samtök atvinnulífsins telja fráleitt að erlend fyrirtæki nýti jákvæða ímynd Íslands með jafn afgerandi hætti og hefur utanríkisráðuneytinu verið gert viðvart um málið. Sjá nánar á mbl.is þar sem rætt er við Begþóru Halldórsdóttur, verkefnastjóra hjá SA.

Sjá nánar

   

 

Tölum um staðreyndir

     
 

Umræður  um efnahags- og kjaramál einkennast oftar en ekki af röngum staðhæfingum og ályktunum.

Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. 

Kíktu á staðreyndasíðu atvinnulífsins:

www.sa.is/stadreyndir

   

 

Opinn fundur SA á Selfossi á fimmtudaginn

     

 

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar á Hótel Selfossi fimmtudaginn 2. nóvember í hádeginu. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og krassandi umræður. 

Áhugafólk um uppbyggingu atvinnulífsins og öflugt mannlíf er hvatt til að mæta og láta í sér heyra en fulltrúar SA hlakka til að hitta stjórnendur og starfsfólk öflugra fyrirtækja á landsbyggðinni og horfa fram á veginn. Formaður SA, Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri SA, Halldór Benjamín Þorbergsson og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagsviðs SA, flytja erindi en að þeim loknum fara fram umræður og fyrirspurnir.

Skráning á vef SA

   

 

Fræðslufundir Litla Íslands hefjast á föstudaginn

     
 

Það eru spennandi fræðslufundir framundan á Litla Íslandi sem er vettvangur lítilla fyrirtækja sem vinna saman óháð atvinnugreinum. Skráning er hafin á þann fyrsta á föstudagsmorgun um helstu ákvæði kjarasamninga og starfsmannamál. Skráðu þig og kíktu í Hús atvinnulífsins Borgartúni 35 kl. 9.00 þann 3. nóvember eða horfðu í beinni útsendingu á Facebook eða á nýjum vef Litla Íslands.

Skráning og nánari dagskrá á vef SA

   

 

Menntafyrirtæki ársins 2017 í Húsi atvinnulífsins

     
 

Alcoa Fjarðaál er Menntafyrirtæki ársins 2017. Þriðjudaginn 7. nóvember munu Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri fyrirtækisins heimsækja Hús atvinnulífsins og segja frá hvernig menntun og þjálfun starfsmanna Alcoa Fjarðaáls fer fram. Þau munu jafnframt draga fram hverju öflugt fræðslustarf skilar bæði starfsmönnum og fyrirtækjum. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Sjá nánar

   

 

Menntun og færni á vinnumarkaði: Hvert stefnir Ísland?

     
 

Örar breytingar á tækni, efnahagslífi og samfélaginu gera það að verkum að nauðsynlegt er að vera vel undirbúin og meðvituð um ólíkar sviðsmyndir sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Þannig má efla samspil atvinnulífs og menntunar sem leiðir til þess að verðmætari störf verða til og lífskjör landsmanna batna. Þetta er meðal þess sem verður rætt á ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar, Hagstofu Íslands og Alþýðusambands Íslands á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 9. nóvember  kl. 8.10 - 10.30. 

Sjá nánar

   

 

Flutningalandið Ísland 2017

     
 

Á ráðstefnunni Flutningalandið Ísland 2017 verður rætt um hvernig Ísland geti eflt sig sem tengipunkt fyrir alþjóðaflutninga og um leið stuðlað að auknu efnahagssamstarfi þjóða við Norður Atlantshaf. Ráðstefnan fer fram í Hörpu í salnum Kaldalóni kl. 12-16 fimmtudaginn 30. nóvember.

Flutningalandið Ísland er vettvangur þar sem koma saman aðilar úr öllum helstu greinum samgangna og flutninga hérlendis. Markmiðið með Flutningalandinu er að auka skilning á mikilvægi flutningakerfisins fyrir samkeppnishæfni þjóðarinnar og efla samstarf á milli aðila í greininni.

Dagskrá og skráning á vef SA

   

  FORMAÐUR SA  

 

Ábyrgð og traust

     
 

Undanfarnar vikur höfum við hjá Samtökum atvinnulífsins átt fundi um land allt og rætt horfurnar í atvinnulífinu. Það hefur verið áhugavert að heyra fólk í ólíkum greinum lýsa því hvaða væntingar það hefur til framtíðarinnar og hvaða áskoranir eru framundan. 

Ef það er eitthvað eitt sem stendur upp úr frá þessum samtölum þá er það ákall um stöðugleika í rekstrarumhverfinu. Fólk hefur eðlilega áhyggjur af því hvaða skref verða stigin við stjórn efnahagsmála næstu árin. Skattamál, launabreytingar, gengisþróun, verðbólga og vaxtahorfur eru lykilstærðir þegar kemur að rekstri fyrirtækja, ekki síst í hinum dreifðu byggðum.

Sjá nánar

 Það þarf sterk bein til að þola góða daga og nú reynir á íslenska stjórnmálamenn að nálgast viðfangsefni stjórnmálanna af yfirvegun og ábyrgð. 

 

  SKRIFSTOFA SA  

 

Nýir forstöðumenn Samtaka atvinnulífsins

     
 

Skipulagsbreytingar tóku gildi gildi hjá Samtökum atvinnulífsins í október. Tveir nýir forstöðumenn tóku við störfum og samtökin tóku jafnframt við rekstri rekstrarfélags Húss atvinnulífsins. Skipulagsbreytingarnar eru gerðar til að skerpa þjónustu við 2.000 aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og renna stoðum undir þann sterka grunn sem hefur verið byggður á undanförnum árum.

Davíð Þorláksson er nýr forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA og Ingibjörg Björnsdóttir er nýr forstöðumaður rekstrarsviðs.

Sjá nánar á vef SA

   

  VINNUMARKAÐUR  
 

Nýr kjarasamningur SA og BHM

     
 

Nýr kjarasamningur SA og aðildarfélaga BHM var undirritaður 23. október sl. og gildir hann frá fyrsta sama mánaðar. Kjarasamningurinn er ótímabundinn og tekur við af öðrum ótímabundnum samningi sem gerður var árið 2011. Kjarasamningurinn hefur ekki að geyma ákvæði um tiltekin laun eða launabreytingar en kveðið er á um önnur réttindi áþekkt því sem gerist í öðrum kjarasamningum SA.

Sjá nánar á vef SA

   

 

Rangfærslur um styttingu vinnutíma á Íslandi

     
 

Hugmyndir og tillögur um styttingu vinnutíma á Íslandi markast af röngum upplýsingum og þar af leiðandi röngum ályktunum. Flestir halda að dagvinnutími á viku sé 40 stundir og bera saman við 37 eða 37,5 stundir í Danmörku og Noregi. Þetta er ekki rétt því dagvinnutími verður lengstur 37 stundir á Íslandi.

Sjá nánar

   

 

Kynningar frá opnum fundi SA í Hörpu

     
 

Samtök atvinnulífsins efndu til opins fundar í Hörpu 19. október þar sem rætt var um stóru myndina í efnahagsmálunum, hvað Íslendingar geta lært af nágrannaþjóðunum og skynsamlegar leiðir til að viðhalda góðum lífskjörum á Íslandi.

Kynningar frummælenda má nálgast á vef SA en til máls tóku Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður, SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.

Sjá nánar

   

 

Markmið kjarasamninga gengið eftir

     
 

"Markmið kjarasamninga sem gerðir voru 2015 um aukinn kaupmátt launa hafa gengið eftir og ríflega það. Hagur heimila hefur vænkast, þau hafa greitt niður skuldir og eignir þeirra vaxið." Þetta kom m.a. fram í máli formanns SA í Hörpu.

Sjá nánar

   

 

Hvergi meiri vöxtur kaupmáttar en á Íslandi

     
 

Góður gangur í hagkerfinu undanfarin ár hefur skilað sér í bættum hag  íslenskra heimila. Frá því núverandi hagvaxtarskeið hófst í árbyrjun 2011 hefur atvinnuleysi farið úr því að vera rúmlega 7,5% niður í 3%. Ráðstöfunartekjur á mann hafa vaxið um 50% á sama tíma og kaupmáttur á mann hefur vaxið um 23%.

Sjá nánar

   

  LOFTSLAGSMÁL

 

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2017

     
 

Umhverfisdagur atvinnulífsins fór fram 12. október á Hilton Reykjavík Nordica. Loftslagsmál voru þar í kastljósinu. Icelandair hótel var valið umhverfisfyrirtæki ársins og Landsnet fékk verðlaun fyrir framtak ársins á sviði loftslagsmála. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands var sérstakur gestur fundarins.

Upptökur erinda frummælenda  má nálgast hér að neðan ásamt glærukynningum. Einnig voru haldnar tvær málstofur um ábyrgar fjárfestingar, nýsköpun og loftslagsmál annars vegar og orkuskipti og orkunýtingu hins vegar.

Sjá nánar

   

  SJÁVARÚTVEGSDAGURINN 2017  

 

Högum seglum eftir vindi

     
 

Árlegur Sjávarútvegsdagur SFS, Deloitte og SA fór fram í Hörpu 17. október. Afkoman 2016, nýsköpun á heimsmælikvarða og verðmætasköpun sem leggur grunn að góðum lífskjörum var þar í kastljósinu. Svipmyndir og upptökur frá deginum bíða eftir þér í Sjónvarpi atvinnulífsins á Vimeo.

Smelltu til að kveikja

   

  EFNAHAGSMÁL  

 

Stjórnendur 400 stærstu: Telja aðstæður góðar en blikur á lofti

     
 

Niðurstöður könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins var birt 10. október. Þær sýndu að stjórnendur í heild töldu aðstæður vera góðar í atvinnulífinu en að þær færu versnandi á næstu sex mánuðum.

Sjá nánar

   

 

Stýrivextir lækkuðu

     
 

Á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans 4. október var tilkynnt um 0,25% stýrivaxtalækkun og var það þriðja vaxtalækkunin á fimm mánuðum. Samtals höfðu því stýrivextir lækkað um 0,75% frá því í maí. "Það er vonandi að áfram verði skilyrði til vaxtalækkana en sjaldan hefur verið eins mikilvægt og nú að bæði stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð," sagði m.a. í umfjöllun SA af þessu tilefni.

Sjá nánar

   

 

Tölum um staðreyndir ...

     
 

SA hafa að undanförnu birt stutt myndbönd þar sem má finna kjarna þess sem borið hefur verið á borð í haustfundaröð SA á innan við mínútu. Myndböndin má nálgast á vef SA, á Facebook síðu SA, á Twitter og í Sjónvarpi atvinnulífsins á Vimeo. Sjá nánar hér að neðan.

Tölum um laun

Tölum um skatta 

Tölum um stöðuna 

Staðreyndir á vef SA

   

  FYLGDU OKKUR ...

 

@atvinnulifid

     
 

Á samfélagsmiðlum SA eru sagðar fréttir af atvinnulífinu og birtar ýmsar áhugaverðar upplýsingar, greiningar, viðtöl og úttektir. Þar er einnig fjallað um fundi og ráðstefnur SA og stundum kíkjum við í heimsókn til félagsmanna. Verum í sambandi og sjáumst á vefnum @atvinnulifid.

 

Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.isEmail Marketing af Outcome frttabrf